Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 3
TECTáW H @ H @ ® S ® B H @ [S [E1H] B Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÖstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Kirkjan er í rúst - sagði Sigurður Pálsson vígslubiskup í sam- tali, sem hann átti við Salvöru Nordal skömmu áður en hann féll frá. Sigurður var kunnur gáfumaður og hafði afdráttarlausar skoðanir á kirkju- og trúmálum, sem voru ekki nákvæmlega í samræmi við megin- strauminn innan kirkjunnar. Síðustu jól skipveija á mótorskonnortunni Rigmor voru haldin við strönd Portúgals, þar sem skipið lá í vari og beð- ið var færis að sigla áfram til Færeyja. Olafur Sigurðsson skipstjóri skrifaði konu sinni meðan beðið var, en svo var talið lag að sigla og litlu síðar skall á aftakaveður. Til Rigmor spurðist ekki meir. Ólafur Elímundarson hefur skráð þessa frásögn. Forsíðan er af málverki eftir Baltasar og birt í tilefni sýningar hans, sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum í dag. Lauf- blaðið á málverkinu er úr tema um náttúruna; það er einskonar grunnform úr henni, segir málarinn og það heillar hann að stækka þetta grunnform upp á stóran myndflöt og gefa því þannig samskonar mynd- rænt mikilvægi og heilu fjalli. í tilefni sýningarinnar er einnig samtal við málarann: „Ég er rekaviður á þessari strönd", segir hann þar. Bergman hefur skrifað sjálfsævisögu sína og þykir hún forvitni- legt lesefni um þennan kvikmyndahöfund, sem ugglaust er víðkunnastur allra listamanna á Norðurl- öndum. Pétur Pétursson í Lundi fjallar um bókina. ÞORGEIR ÞORGEIRSSON haust haustvindur með hæpið feigðartaut hefur þotið napurt við minn glugg skilið hér eftir skelfingu og ugg og skundað síðan þvaðrandi á braut regndroparnir falla grein af grein gagnslítil þeirra örvæntingarþraut að bíða og safna skímunni í skraut skjálfa og titra einsog þögult vein ógnlega er hugans heimsmynd blaut héðan úr lágri kytru minni að sjá í gegnum þennan skelfinganna skjá hvar skyndilega haustvindurinn þaut og lét mig glata glaðværð sem ég á og gleyma liðnum stundum er ég naut að er fallegt á Völlum, þegar vel veiðist," er haft eftir mætum bónda. Því hefur verið haldið fram að mönnum hafi ekki orð- ið tíðrætt um náttúrufeg- urð hér á landi fýrr en á síðustu öld. Upp frá því hafi hrifning á stórbrotinni gerð íslands verið þjóðareinkenni og sett hér sterkt mót á kveðskap og aðrar listir. Við njótum þess að heyra erlenda gesti lýsa aðdáun sinni á íslandi og fréttamenn hafa ósjaldan verið svo ákafir að þeir hafa spurt ferðamenn álits um landið, áður en þeir voru stignir á íslenska grund og farnir að líta í kringum sig. — Og víst er um það, að Island er stór- brotin sköpunaropinberun. Að kvöldi 17. október 1984 ók ég með fjölskyldu minni austur um Þingeyjarsýslu. Það var blítt veður og heiðríkja, skarður máni á austurhimni og stjörnur að kvikna. Þegar við komum upp á Fljótsheiði sló ann- arlegum, rauðum bjarma upp á loftið fram undan og litaði ljósan mökk, gufustólpa, er reis hátt yfir austurfjöll og hlóð upp risa- vöxnum, dumbrauðum bólstrum. Þeir stóðu eins og eldblóm á tröllslegum stilk. Það greip okkur sterk lotningartilfinning, sem entist alla leiðina austur að norðanverðum Gæsaijöllum þar sem eldstöðvar blöstu skyndilega við; hrikaleg átök jarðar í skærri logabirtu við þungan dyn. Þetta var fæðing lands, ógnvekjandi og hrífandi í senn. Við fundum til smæðar og vanmáttar andspæn- is þeirri sköpunarsýn. Forðum spurði Jónas Hallgrímsson, er hann leit kulnuð hraun við Skjaldbreið: „Nú dey ég „Hver vann hér svo að með orku? Aldrei neinn svo vígi hlóð. Búinn er úr bálastorku bergkastali frjálsri þjóð. Drottins hönd þeim vörnum veldur. Vittu, barn, sú hönd er sterk. Gat ei nema Guð og eldur gjört svo dýrðlegt kraftaverk.“ „Vittu barn,“ segir Jónas, og víst erum við börn gagnvart skaparanum og verkum hans. En meðan allt leikur í lyndi, eru við- horfin sjaldnast í samræmi við þá staðreynd. „Hvað mátt þú þín kastvjndur fyrir hinu mikla afli mannsandans!" er haft eftir kunn- um stjórnmálamanni, þegar hann flaug eitt sinn í lítilli flugvél og lenti í sviptivindum nærri Hafnarfjalli. Framfarir og velgengni mannsins í verklegum efnum og tækni hafa ósjaldan leitt til þeirrar hrokafullu fullyrð- ingar, að lítið vanti á, að hann sé Guði jafn. Sú staðhæfing leiðir hugann að ævafornri frásögn fyrstu Mósebókar af því, þegar höggormurinn sagði við hina fyrstu konu: „og þið munuð verða eins og Guð og vita skyn góðs og ills.“ Syndafallssagan opin- berar nútímamönnum sannindi, sem eru í fullu gildi á líðandi stundu, er maðurinn krefst þess öndvegis, sém Guð skipar. Þann- ig er dómgreindin í engu samræmi við þekkingu hans. Oftrúin á mannlegri þekk- ingu hefur leitt til þess, að margir glata áttum og ofmetnast, neitað því, að okkur - og fæðist“ eru gjafir gefnar. Því hefur stefnuskrá höggormsins valdið stórslysum, leitt mann- inn í ógöngur, svo gjöfunum hefur verið spillt. ’Um það vitna uggvænleg teikn í mannheimum. Erfitt er að sætta sig við þá staðreynd, að milljónir manna skuli þjást og horfast í augu við ótímabæran dauða vegna heimskulegs metnaðar fárra manna, valdagræðgi og eftirsóknar eftir vindi. Og þó lifir vonin. Við viljum trúa því, að við lok nýliðins árs hafi verið tendrað friðarljós í Washington, er leiðtogar Bandaríkjanna og Sovjetríkjanna undirrituðu samning um eyð- ingu lítils hluta þess vopnabúnaðar, sem þeir hafa um langa hríð hótað að nota í yfirvofandi átökum. Það vakti þá heimsat- hygli, er Mikhaíl Gorbatsjov lét þau orð falla að morgni þess dags, sem samningur- inn var undirritaður, að hann vonaði að Guð gæfi, að vel mætti takast. Slíkar bænir hafa yfirleitt ekki heyrst úr þeirri átt, enda gera menn ráð fyrir, að þar hafi Guð með öllu verið vikið úr öndvegi. Og þó er okkur kunnugt um það, að þar hafa vottar Krists unnið að trúfræðslu við erfiðustu skilyrði. Trúin hefur löngum borið fegurst blóm þar sem hún á erfiðast uppdráttar og mætt of- sóknum. Þar tekst henni best að frelsa menn undan ægivaldi þess sjúklega metnað- ar, sem neitar þeirri staðhæfingu Jónasar Hallgrímssonar, að andspænis Guði skapar- anum og verkum hans séum við eins og börn. Þar á hún hægast með að kenna mönnum að meta frelsið rétt og nota það í kærleika og heiðarlega. Vottar þeirra stríðandi trúar starfa enn, vegna þess að þeir eru sannfærðir um mátt þess lífs, sem Kristur veitir með orði sínu og anda, að ekkert getur eytt því, ekki einu sinni grimmilegustu styijaldir. Sú tilfinning birt- ist í einstæðu ljóði Hannesar skálds Péturs- sonar, I styijöldinni, sem með réttu má nefna Passíusálm tuttugustu aldar, og mun lifa jafn lengi ljóðum Hallgríms: „Borgin hrundi, hrunið var allt sem hrunið gat, — nema dómkirkjan forna. Hún gnæfði við haustloftið grátt og svalt. Þar geislaði hringing alla morgna. I kórnum inni, á krossins tré hékk Kristur, og mjóan geisla lagði frá glugga-rós á hin krepptu kné. I kirkjunni heyrðist rödd er sagði: Myrkur. Þó greini ég andlitin enn. Og öðru hvoru blikar á hjálma. Eg heyri grátið, sé hlakkandi menn sé hendur upp um krosstréð fálma. I síðu og höndum ég sviðann finn. Sveiti og blóð er sú flík sem ég klæðist. En þú sendir mig, ég er sonur þinn ég er sjálfurþú. Nú dey ég — og fæðist. “ Þannig lítur skáldið undursamlega fæð- ingu, bjarma eilífðarinnar, handan við mistök kynslóðanna, handan við krossinn svarta, sigur þess frelsis, sem Kristur boðar okkur hógvær. Með ósk um frið og farsæld á nýju ári. BOLLI GÚSTAVSSON t Laufási. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. JANÚAR 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.