Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 11
lygina að forsvara, því sá kann enginn vel að disputera sem eigi hefur lært að halda rangri meiningu fram og forsvara hana á móti sannleikanum; og væri eigi það þá yrði engin disputatia manna á meðal. Og þetta er það sama sem hin eðla konst logica kennir. Hér til nefni ég í fjórða máta lög- spekina, um hveija hið sama er að segja að sá er eriginn góður lagamaður sem eigi veit eins að veija rangt mál og rétt og að fella og reisa einn og hinn sama mann fyr- ir sömu sök. Og megi þér sjálfir nærri geta hvaða ljúgkænsku þar til muni þurfa að snúa svo málinu á allar síður. Og þeir, sem . þetta gjöra, eru af hveijum manni heiðraðir og forþéna sér þar með æma peninga. Hugleiðið nú með sjálfum yður hvað vel og lystiíega þessir mínir þénarar muni lifa sem svo em haldnir og hafðir í hávegum af hveij- um manni, þar hinir einföldu og sannsögulu, sem allt segja eins og þeir meina, eru foragt- aðir og að hatri hafðir. Og þar hinir eru allstaðar velkomnir sagðir, og með gleði innboðnir eins og væru þeir nýlega af himni ofan komnir. Þar mega þessir óttast að þeir muni verða að fara á húsgang og deyja úm síðir í frosti og hungri bæja á milli og koma þeim þá sannindin til næsta lítils. Þá er í fimmta máta að minnast á stjömu- konstina sem með öllum rétti má kallast ein himnesk konst þar húri upplyftir manns- ins augum og þekkingu frá jarðarduftinu til að skoða hásæti guðanna og þess fögru gimsteina. Þau miklu ljós veraldarinnar. En munu þá nokkuð stjörnumeistaramir, og þeirra list kunna að vera og viðhaldast fyr- ir utan lygi? Þar er langt fjærri. Því að fyrir utan almennilegar villur og yfirsjón sem þeim jarðnesku hlýtur stundum uppá að koma þá þeir vilja grennslast um það himneska (um hvað ég vil að sinni eigi margt tala), þá leika þeir sér að því í sínum bókum og dikta á heiminn aðskiljanlega hringa, svo sem jafndægrahringana, sól- merkjahringinn og sjóndeildarhringinn, sem þó aldrei eru í náttúrunni skapaðir. Þeir segja og að sólin' formyrkvist þá það er þó. víst að sólin aldrei missir sitt skin i sjálfri sér þó mönnum sýnist svo vegna skuggans sem á milli ber. Item segja.þeir að sól, tungt og stjömur gangi upp og niður hvað eigi er satt því þau eru alltíð ja&i hátt frá jörð- inni, hvert í sínu hvolfi, hvað sem oss þar um sýnist. Mér mun eigi tjá að tala um það almennilega orðtak, að svo og svo margar sólir séu af himni, það sé tungleysa, og annað svoddan. En þó vil ég spyija, hvar er sólin og tunglið þegar þau eru af himnin- um? Þar sólin alleina er að þeirra eigin sögn 29 sinnum stærri en‘ öll veröldin, sjór og jörð til samans. Það er og kátleg lygi að sólin renni í æginn eins og hún muni dýfast í sjóinn, svo sem þá glóandi jám er hert í nó. Og er þetta enn nú eftir af þeim heiðnu bábiljum og lygakenningum, að sólin biynni hestum sínum í Vesturhafi. Enn framar er það skrýtilegt, að þeir tala um fjögur hom jarðarinnar, heimskaut, og annað þvílíkt, eins og væri jörðin sköpuð sem kotruborð með ijórum homum, fljótandi ofan á sjón- um, en himninum væri tjaldað þar uppyfir, og hann lægi svo á sjónum utan um jörð- ina. Hvað hið sama er gild hundrað vætta lygj- Ég þori nú eigi að tala um það orð sem í hvers manns munni sveimar, að þeir tala um sólargang, stjömugang etc. þar þó Cop- emicus og hans tilhangendur hafa á þessari öld nóglega, bevísað að það sé jörðin sem gengur og veltist en sólin með öllum stjöm- unum standi kyrr og gangi hvergi jafnvel þótt mönnum svo sýnist, eins og þeim sem sigla með landi fram sýnist landið ganga fyrir en skipið kyrrt standa því augun ljúga það að þeim ef skilningurinn eigi vissi bet- ur. Um þetta (segi ég) þori ég eigi margt að dæma því ég veit hvað Galilæo varð, að hann var settur í sjö ára fangelsi af pápísk- um fyrir það hann hélt með Copernici meiningu og mátti um síðir hana afsveija. Læt ég því aðra dæma um þessa stjörnu- meistaranna lygi. En hins vil ég djarflega geta hversu þeir vísvitandi leika sér að lyginni þá þeir dikta að á himninum séu aðskiljanleg dýr, svo sem hrútur, uxi, krabbi, leon, flugdreki, steingeit og önriur mörg skrímsli sem valla hafa sést á jörðunni, enn síður á himnum og aldrei hafa þar heldur verið. Nú veit ég þér segið að stjörnumeist- arar verði þetta að gjöra svo aðrir skilji þá og svo þeir geti tiltekið viss pláss á himnin- um. Vel og gott (svara ég þar til) það er mér nóg og það er það ég kappkosta að bevísa, að allar konstir þurfi mín nauðsyn- lega með og kunni eigi án mín auðveldlega að trakterast né öðrum að kennast. Næst eftir stjörnulistina er nú í sjötta máta lækniskonstin, öngvu óþarfari en hin með því hún forvarar mannanna líkami frá sóttum og sjúkdómum og læknar þá nær þeir eru uppáfallnir og svo sem heldur sálun- i’ ' um aftur þá þær ætla af líkamanum að flýja. En þessi konst er þó mér að þakka, því að svo sem það að hefði ég eigi verið þá hefði hennar aldrei not verið svo held ég henni og við magt enn nú því fyrir utan það að læknismeistaramir iðuglega Ijúga að þeim sjúku til að lokka þá og ginna að taka heilsubótarmeðölin þá er það merkilegt sem sá ypparlegi spekingur Plato segir að einn læknir megi og eigi að ljúga að sinum patient, allt fram í rauðan dauðann, og lofa honum aftur sinni heilsu svo hann örvinlist eigi fyrr en öndina þrýtur. Og eftir þessu boðorði sýnist mér að lygin sé sú seinasta huggun og hugsvölun sem einn læknir kann að gefa þeim sjúka. Nú kem ég í sjöunda máta til þeirra sem mér er best við og mest er markið að; það eru þeir andríku menn og þau furðuverk náttúrunnar sem skáld kallast. Er svo mælt að þeim fylgi mikill andakraftur, svo sem einn þeirra sagði um sig að hann gæti kveðið tunglið niður af himni, stöðvað renn- andi vötn og rekið stjörnumar til baka með sínum skáldskap. Og að sönnu, séu þar nokkur hálfgoð til í veröldinni þá eru það skáldin. En hvar af hafa þau allan þennan sinn kraft, nema af skáldskapnum? En á hveiju er hann grundaður nema á lyginni? Og þess vegna eru skáldunum sérdeilislega lygakenningar tileignaðar; þess vegna kall- ast og kveðlingarnir diktar að uppdiktunin (það er, með berum orðum að segja, lygin) er svo sem líf og sál skáldskaparins án hverrar allt er dautt og dofið, og þar fyrir, þess meir sem einn kann meir að dikta upp af sjálfum sér því betra skáld er hann reikn- aður. Hinir aðrir, sem ljóð kunna að gjöra en eigi dikta eður ljúga upp efninu, hafa eigi þá æru að heita skáld heldur nefnast þeir hagmæltir, hvað latínskir kalla versific- atores. Og er það merkilegt að skáld hafa svo vel hjá Grikkjum sem Rómveijum sitt nafn af því orði sem merkir að gjöra eða digta upp nokkuð af öngvu. Hér vil ég nú eigi margt tala um það lygaleyfi sem skáldin hafa framar öllum öðrum mönnum hvað menn kalla ýkjur; þegar þeir gjöra af hinum allra minnstu hlutum svo stórt sem bæði væri himinn og jörð; af einu minnsta sandkomi heilt fjall og af mýflugunni einn úlfalda. Nú vil ég á þennan hátt álykta og argumentera. Allar ýkjur eru lygi. Nú er það víst að ýkjur eru skáldskaparins mesta prýði: svo fylgir það þá á eftir að lygin eintómis er skáldskapar- ins mesta prýði. Þessu vil ég hér við bæta hvað mikið þeir eiga þá lyginni að þakka um hveija skáldin yrkja drápur og loflcvæði til að halda á loft þeirra ódauðlega mann- orði hvað alltíð hefur verið í miklu gengi, allra helst hjá furstum og stórherram, þeim sem sjálfír hafa nokkuð merkilegt aðhafst. Loksins og í áttunda máta kem ég til sjálfrar heimspekinnar sem philosophia nefnist; jafnvel þótt ég nú alla reiðu hafi af þessu miklu aflokið þar eð allar hinar bóklistirnar, sem nú hefi ég talið, innifelast einnin undir hennar nafni. En öll heimspek- in er tvöföld, annaðhvort sú sem grennslast eftir náttúra hlutanna eður í annan máta sú sem siðar og lagar mannsins líf og fram- ferði. Um hveija helst þessara sem vér nú tala viljum þá er það víst að hún hefur sinn upprana af lygnum dæmisögum. Er það og sögn flestra lærðra manna að þeir fyrstu heimspekingar hafi eigi verið aðrir en skáld- in; hver þegar þau sáu að sú örðuga og torlærða speki mundi eigi auðveldlega með beram orðum rúm finna hjá fávísum almúga og hans veikum skilningi þá fundu þeir uppá það ráð að þeir svo sem innvöfðu og sveipuðu spekinnar kenning í uppdiktuðum dæmisögum og lygahistorium; og þegar almúgafólkinu þótti nú gaman að læra þess- ar diktanir þá numdi það undir eins (þó svo sem ekkert afvitandi) spekinnar og visdóms- ins fræði sem hulin lágu í svoddan dæmisög- um. Og sýnist svo sem þeir merkilegustu spekingar, Pythagoras, Aristoteles, Plato, og aðrir fleiri, hafi hér af tekið upphaf síns lærdóms og að þeirra speki, sem þeir öðram kenndu, hafí ekki verið annað en svoddan fornra dæmisagna réttur skilningur og út- þýðing. Nóg eru að sönnu dæmin sem þetta kunni að sanna; en það yrði næsta of langt þau öll upp að telja. Aðeins vil ég á tvö eður þijú minnast. Hversu artuglega hafa þeir farið að útmála heimsins sköpun og fyrsta aldur í þeirri dæmisögu um Saturnum og Jovem! Hvar verður nákvæmlegar fyrir sjón sett tímans og aldanna ásigkomulag heldur en í þeirri sömu lygisögu? Svo sem þegar Satúmus átti að gleypa í sig alla sonu sína og spýja þeim upp aftur. Hvað mun það merkja annað en að tíminn og tíðin eyðir öllu þvi sem í tímanum fæðist og skapast og kemur svo annað nýtt í þess stað svo að eins hlutar undirgangur er annars upp- koma. Og (þó kímilegt þyki á að heyra) hvað munu þeir hafa meint með það, að Satúmus hafí gelt foður sinn himininn, ann- að en þetta að eigi skapast neinir aðrir hlutir af himinsins verkan heldur en í önd- verðu skapaðir vora. Eða hvað mun það vera að eldaguðinn Vulcanus var uppfóstr- aður af vatnagyðjunum og þegar hann eldist þá smíðaði hann himnakónginum Jovi reið- arþramur! Sannlega eigi annað en það að þeir gömlu hafa viljað þar með kenna að skraggur og reiðarþramur kæmu af eldi og vatni þegar eldshitinn og vatnskælan stríðir hvort á móti öðra í loftinu. Svoddan lyga- dæmi kynnu að teljast upp hópum saman með hveijum þeir gömlu vísindamenn hafa alla náttúraspekina útmálað og af hveijum hún er til vor komin. Ei er minna vert um það hversu þeir hafa alla siðaspeki og lifnað- arins boðorð í svoddan upplognum dæmisög- um framsett svo sem þá þeir dikta um laun þau og straff sem guðimir hafa ýmsum til- lagt; um hvað ég vil innan skamms nokkuð meira segja. En á meðan vísa ég ykkur til Eddu. Lesið hana og gaumgæfið. Og skuluð þér í hinni römmustu Hárslygi og Lokalygi fínna hina djúpsettustu speki. Því enginn má vera svo ær að hann ætli þeir gömlu muni annaðhvort sjálfir hafa trúað eða vilj- að láta trúa þeim lygum svo sem orðin sjálf og frásagnirnar hljóða; heldur hafa þeir haft þar undir fólgna vísdómsmeining. Og hefðu þeir eigi þetta bragð brúkað og tekið aðstoð hjá lyginni þá veit ég aldrei hvemin vísdómurinn hefði plantaður orðið hjá svodd- an ótömdu og óviðráðanlegu fólki sem þá var í heiminum. LES8ÓK MORGUN8LAÖSINS 9 JANÓA’R 1988 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.