Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 10
JT u R G L A. T JL 1 S_ T U N N I Inngangsorð eftir ÞORSTEIN ANTONSSON Tvítugur piltur sigldi frá Islandi til náms í Danmörku seint um haustið 1703 og skrifaði meðan á sigling- unni stóð ritgerð sem væri um 40 síður í meðalstórri bók, oftast kölluð Lof Lyginnar en sjálfur gaf hann ritgerðinni ekki heiti. Ritgerðin hefur varðveist til þessa dags og hefur verið gefin út einu sinni, 1915, í Banda- ríkjunum á vegum Comell-háskóla og þá í umsjá Halldórs Hermannssonar bókavarðar þar. Hún er til í frumriti, einkar læsilegu, og nokkrum afritum sem sjá má af að ritgerðin hefur farið manna á meðal víða um land á 18. öld og fram á þá 19du. Af einhverjum ástæðum hefur þessi ritsmíð ekki komist á prent hér- lendis, sennilega vegna vangetu manna til að nálgast efni hennar án þess að láta hindurvitni fyrri tíðar manna slá ryki í augu sín. Kann að vera að varnaglar höfundar í eftirmála hafi einnig villt mönnum sýn. Það er skemmst frá að segja að ritgerð Þorleifs Halldórssonar er stórskemmtileg aflestrar og hin læsi- legasta þegar komist hefur verið fyrir framandleikann sem stafar af fomri stafsetningu og rittáknum. Og það er ekki rétt, sem haldið hefur verið fram að lítt könnuðu máli, að Lof Lyginnar — allmargir kannast við nafnið — sé að mestu eftirlíking afLofi Heimskunn- ar, allmiklu lengri ritgerð sem Hollendingurinn Erasmus frá Rotterdam ritaði tæpum tveimur öldum fyrr, ritgerð Þorleifs er fullnýt skáldskaparfræði enn- þá, auk þess sem hún er afar knöpp í byggingu og efnið meira en lengdin gefur til kynna. Ritgerð Eras- musar verkar á mig sem helst til yfirlætislegur vaðall, hún getur varla talist hafa staðist tímans tönn. Hall- dór Hermannsson ritar: „Skopádeila Þorleifs Halldórs- sonar Mendacii Encomium eða Lof Lyginnar tilheyrir, strangt tiltekið, þeirri grein bókmennta sem kölluð hefur verið trúðskaparmál (Fool literature). Heitið á rót sína að rekja til bókarinnar Narrenschiff Sebast- ians Brants er út kom í fyrsta sinn 1494 í Basel og til ritverka sem beint og óbeint eiga rætur að rekja til Ijóðsins sem bókin dregur heiti af.. Lygin heldur uppi vörnum fyrir sig í ritgerð Þor- leifs og segir hann í eftirmála að hann hafi valið sér efnið vegna þess að hann hefði ekki getað ímyndað sér annað erfiðara. En sjálf segir Lygin: „Hér fer ég þá á flakk, ein gömul gyðja, sem kölluð er Lygi, kannské mörgum ókunnug, en það er þó sannast, að ég ætla flestir hafi reynt nokkuð af mínum kröftum og verkunum. Og þykir mér nú fyrst gott til að hlakka að ég heft fengið svo hentugan tíma til míns áforms sem aldrei hefur fyrr í manna minnum verið: á ég það að þakka kallinum gamla föður mínum, sá er því ork- að hefur, að á þessari öld er orðinn svo mikill fjöldi vors liðs að mig rekur sjálfa í roga stans; og þess vegna hressi ég upp hugann, og byija þessa predik- un . . .“ Þorleifur Halldórsson fæddist að Dysjum á Álfta- nesi 1683, dó liðlega þrítugur og var þá orðinn rektor Hólaskóla. Ferill hans var ævintýri líkastur. Svo virð- ist sem maður hafi gengið undir manns hönd að koma þessum afburðamanni til mennta og verka, fyrst sókn- arpresturinn þar eð Þorleifur var af fátækum kominn, þá Jón Vídalín biskup, og eftir að Þorleifur hélt utan til náms og hrakti með skipinu til Noregs gerðist hann aðstoðarmaður konunglegs sagnritara þar, Þormóðs Torfasonar. Er hann hélt frá Noregi til Hafnar eftir þrlSS'd mánaða dvöl hjá Þormóði kom hann Þorleift á framfæn við ýmsa þjóðkunna menntamenn í Dan- mörku. Þorleifur ritaði á latínu fimm ritgerðir á námsárun- um í Höfn, sá um útgáfu rita, m.a. Þormóðs Torfasonar. Hann varð magister í heimspeki 1710 og hafði þá aldrei þurft að greiða skólagjöld. Mesti bókasafnari í Danmörku á þessu skeiði, lögfræðingurinn Christian Reitzer, skaut skjólshúsi yfir Þorleif í þrjú ár. Reitzer ritar 1710 um hann 27 ára gamlan í bréfi: „ .. .Auk þess munu vart vera margir menn lærðari honum á íslandi: já, hiklaust má telja hann meðal hinna ágæt- ustu andans manna á Norðurlöndum, og þekki ég fáa sem standast honum samjöfnuð um næmleika, minni og prúðmennsku sem og náttúrlega skilningsgáfu. Og er hann því mikils metinn af kennurum sem öðrum er honum kynnast. “ Þorleifur orti nokkur ljóð. En þá hefur allt verið talið af frumsömdu efni eftir hann. Og á íslensku er ekki vitað um önnur skrif frumsamin af Þorleifi Hall- dórssyni en Lof Lyginnar sem hann ritaði á latínu en þýddi sjálfur síðar. Hér er gripið niður nærri upphafi hinnar miklu ræðu. Lygin hefur þá fjaliað um uppruna sinn og ætt- erni. Hún segir: LofLygiiinar Nú hefi ég rausað nokkuð fyrir yður um ætt mína og fæðingarstað, svo og um fyrsta flaggið [sem] ég setti upp þegar ég fór úr föðurgarði og gjörði mitt fyrsta þrekvirki. Nú á ég eftir að segja yður frá notum þeim og gagni sem allt mannkynið af mér hefur. Ekki þurfi þér að stara á mig fyrir þetta því þó yður þyki það ólíklegt þá skal ég svo klárlega reka það framan í yður að þér skuluð verða hissa. Og fyrst ætla ég nú að bevísa að það sé mér að þakka að nokkrar manneskjur fæðast og eru til á jörðinni. Það rfiunuð þér hundrað sinnum verða Eftir ÞORLEIF HALLDÓRSSON að meðkenna að allir menn eru ljúgarar; því það segir Daði hinn fróði, hvem þér kallið kóng og spámann verið hafa. Gáið nú að hvað vítt og breitt þetta tekur. Það, sem er svo eiginlegt einni tegund og það tilheyrir henni allri en öngvum öðmm, það fráskilur sömu tegund frá öðmm hlutum. Nú er lygin öllum mönnum sameiginleg sem ég strax bevísaði; hún heyrir og öngvum til nema mönnum einasta, með því aðrar skepnur hafa eigi forstand eður skynsemi til að ljúga. Allt annað hvað maðurinn gjör- ir, það hafa önnur dýr sameiginlegt með honum. Þau hrærast, þau ganga, þau sjá, þau heyra, þau sitja og standa, vaka og sofa, þenkja og endurminnast, allt eins og maðurinn; ef eigi öll þá samt nokkrar þeirra tegundir. Maðurinn talar; hin dýrin tala og með sínum hætti, og papagöenn lærir að tala manna mál. Maðurinn kann að hlæja og það segja nokkrir að honum sé eigin- legt; en hafið þér ekki séð hundana hlæja líka þá þeir flaðra uppá húsbændur sína? Alleinasta að Ijúga, það kann enginn nema sú ypparlegasta skepna sem er maðurinn. En það er mergur málsins að lygin er svo sem eitt kenniteikn með hveiju manneskjan aðgreinist og þekkist frá hinum auðvirði- legri dýrunum. Nú er yður þá annaðhvort að gjöra að meðkenna það þér séuð ljúgar- ar ellegar að neita því að þér séuð manneskj- ur, með því að allir menn eru lygarar sem reglan segir; og verður þá annaðhvort þess- ara að vera. Og sjáið þér nú sjálfir hvað mikið þér eigið mér að þakka sem er það að þér eruð manneskjur. En þetta er þó enn nú lítið hjá því að menn nýta sér gott af mér um allan sinn aldur. Því það sjáum við á ungbömunum að strax sem þau kunna að hjala og þá þau gjöra nokkuð sem eigi skyldi og móðirin eður fóstran fínnur að því einu sama þá kennir náttúran sjálf þeim að forsvara sig með smálygum, stundum að þræta fyrir, stundum að bera sökina uppá aðra, stundum að afsaka sig með einhverjum smáskreytum, og þetta verður þeim að liði og fer svo fal- lega sem eigi væri af þeim að vænta á fyrstu ungdómsárum. Svo nákvæmlega hef- ur náttúran farið að því að innplanta það fyrst hjá manneskjunni sem til mestu þarfa kann að koma. Nú kemur mér af þessu til hugar sú spuming sem eigi varðar alllítið um að vita, hvort það komi meir af náttúm eða vana að vera lyginn. Hvar til ég svara svo að hér má hvorugt annars missa heldur nær maður er lundlæginn til nokkrar konstar þá verður vaninn að gjöra það sem til vant- ar. Og að sönnu vill hér mikið til því sá er enginn fullkominn lygasmiður sem eigi get- ur svo spunnið lygina upp úr sjálfum sér sem kóngulóin vef sinn. En að ég komi aft- ur til máls míns þá svo sem það að menn strax á unga aldri bytja að ljúga, svo helst það og svo lengst við sem von er á þar eð mannlegt samkvæmi í heiminum kynni ekki einn dag án lyginnar að standast. Að þetta sé svo á sig komið, vil ég bevísa af því að hvort sem maður vill um hönd hafa bókleg- ar konstir eður ýmisleg handverk (sem er það tvennt er veröldinni og mannlegu lífi viðheldur) þá þarf þar ætíð til nokkum lyga- blending. En áður en ég þetta með bevís- ingum staðfesti þá gætið að hversu vítt og breitt það tekur sem ég kalla að ljúga: sem er eigi aðeins með berum og opnum orðum að mótsegja sannleikanum heldur og svo með útvortis hegðan, skikki og ásýnd láta sýnast öðru vísi en í sannleika er eður og láta sem eigi sé það sem þó er og þvert á móti láta sem það sé sem þó ekki er, hvað allt er réttkölluð lygi. Svo sem vér lesum hjá skáldinu Claudiano að þegar stjömu- meistarinn Archimedes gjörði sér eina sphæram eður hringahvolf eftir himinsins hlaupi þá kallaði himnaguðinn Jupiter það upploginn himintunglahrjng, hrósandi þar með þessu smíði. í sama máta, þegar höfuð- skáldið Virgilíus talar um farfaða ull þá segir hann hún ljúgi upp á sig ýmislegum litum (af því hún var eigi svo lit í fyrstu og af náttúrunni). Af svoddan lygi em öll þau helstu hand- verk og þær prýðilegustu konstir fullar; því að hvað gjöra þeir annað sem þá auðvirði- legu hluti, svo sem tré og jám, tin og leir, og annað svoddan, yfirklína með silfri og gulli eður og með ýmislegum forkostulegum farfa svo það skuli hafa ásýnd annars málms heldur en í raun réttri er og selja svo þetta út, ekki án merkilegs ábata. Og þó er þar svo langt frá að þetta sé lastað, að menn halda því meir af einum handverksmanni sem hann hefur á þessu betri tök. Það skal og ekki títt sjást að það hús sé útvalið til gleðskaps eður gestaboða né nokkrar mann- legrar lystisemi í hveiju svoddan lygaskin eigi glansar fyrir augum manna. Hvað gjöra farfarnir annað, og sérdeilislega málararnir sem svo artuglega apa eftir náttúmnni, og þó samt í öllu þessu er þeirra handverki hrósað, vegna þess nytsemi og lystisemi, og því forfamari sem þeir em í þessu lyga- pijáli því meir hrósar verkið sínum meistara. Eg vil nú eigi tala um þá sem smyija og farfa andlit sitt og hár svo þeir sýnist fríðir og ljúga svo upp á sig annarri ásýnd en náttúran hefur þeim gefið. Og samt sækja allir eftir svoddan. 0g hver sem eigi vill þann hópinn fylla, hann er á þessum dögum haldinn einn msti. En að ég eki tali margt um handverkin, til hverra minna mun þykja koma, þá flýti ég mér nú til bóklegra konsta sem em þær réttu fríkonstir hveijar allir þeir sem vitað hafa haldið hið stærsta sælgæti mannlegs lífemis, þær eð uppfræða æskuna en skemmta ellinni, prýða meðlætið og hug- svala mótlætinu. Og þessar einu sömu svo ypparlegar konstir em mestan part gjörðar af lygi og kunna valla án hennar að lærast eður skiljast. Sem og eigi heldur er von þar allar þessar konstir em í fyrstunni upp- fundnar og innkomnar. Því að ef Adam og Eva hefðu eigi hlýtt lyginni heldur blifið fast við sannleikann þá hefðu þær til einsk- is gagns verið og má þess enn nú menjar sjá því að þess heimskari sem einn er og veit síður af neinum lærdómi þess minna kann hann með art að ljúga. Og hér af kemur í sama máta að þegar hitt lífið kem- ur sem fullkomið er og þessi öld er úti þá munu og bóklegar listir dvína. Hvers vegna, má ég spyija, nema vegna þess að þá verða allir á eitt sáttir af því enginn lýgur þá öðmm á móti sem alltíð skeður þegar menn þrætast á að þá verður annar hvor að ljúga. En þetta er nú svo víst að eigi þarf bevísinga við og því flýti ég mér til að telja upp áðurnefndar listir og að sýna hvað sér- hver þeirra nýtir sér af lyginni. Og fyrst tek ég uppá Grammatica eður þeirri konst sem höndlar um sérhver orð mannlegrar ræðu. En með því að hún er heldur vegur og undir- búningur til lærdómsins heldur en sjálfur lærdómurinn þá hefur hún minni lygar í sér en hinar aðrar, þó samt sem áður, svo oft eitt orð tekst í annarlegri meiningu og víkur frá sinni fyrstu og réttu meiningu svo oft er þar nokkur lygi með blönduð. Sjáum nú því næst rethoricam, eður tals- konstina, sem kennir lipurt og prýðilega að tala. Það þori ég að segja að hennar mesti partur er eigi gmndvallaður nema á bara lýgi, svo sem til dæmis þá menn segja að himinn og jörð heyri og sjái, sólin blygðist, sjórinn reiðist, staðurinn kunni að bera vitni um verkið, maðurinn brenni af kærleika, og þúsund fleiri svoddan orðtæki. Að ég nú eigi tali um það þegar maður talar þvert um huga sinn hvað að er ein sú stærsta ræðunnar prýði. Hver sem nú væri svo djarf- ur að hann vildi taka öll svoddan lyga málfæri burt úr talskonstinni, hann mundi að sönnu verða haldinn hengjandi helgiþjóf- ur. Nú í þriðja máta er logica eða disputatiu- konstin sem þeir segja að þess vegna sé uppfundin að menn kunni með disputatium að uppgmnda og fínna hvað satt og rétt er. En ég segi þvert á móti að hún er til þess þjénanlegust að kunna vel að ljúga og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.