Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 19
Jesúítatrúboði fer fyrir fylkingn indiána og annarra innfæddra paraguaya, sem bera Kristslíkneski. Þetta er af atriði úr kvikmyndinni Missíon, sem sýnd var fyrr á árinu í Háskólabíói. því að baki sem framleitt var í Evrópu. Þeir gátu smíðað allt sem nðfnum tjáði að nefna ef þeir fengu fyrirmyndir gripanna. Stjórn Indíánamir voru frábitnir vinnu og varð því að skipuleggja störfin vel og líta eftir þeim. Hverjum mánni, einnig bömum, var úthlutað sínu starfi og vom umsjónarmenn yfir hveijum vinnuhópi. Meðfram störfunum var fólkinu séð fyrir nægilegri hvíld og skemmtunum og stundum var heilum dög- um varið til veiðiferða. Fatnaður var heldur fábreyttur og miðað- ist við það sem nauðsynlegt var. Nautakjöt var helsta fæðutegundin og te dmkkið með matniim. Indíánamir vom vandir á að stjóma borgum sínum sjálfir, undir eftirliti Jesúítanna sem gengu eftir því að yfírmenn væm virtir eins og þeim bar. Borgarstjóri hafði fulltrúa sér til aðstoðar og lutu umsjón- armenn stjófn þeirra. Fulltrúar borgarstjóra áttu að fylgjast með hverri þeirri fjölskyldu sem bjó á þeirra yfirráðasvæði, heimsækja menn og vanda um við þá sem ekki stóðu vel í stöðu sinni en verðlauna hina. Kosið var í allar stöður í desemberlok og hinir nýkjömu embættismenn vom settir í stöður sínar á nýársdag. Spænska stjómin stað- festi síðan kosninguna. Yfírumsjón með öllu höfðu jesúítamir. Þeir vom tveir eða þrír í hverri borg. Spænskir jesúítar vom ekki nógu margir til að skipa allar þessar stöður og var því fenginn liðsauki frá öðmm Evrópulöndum. Jesúítamir gættu þess frá upphafi að afla sér ekki óvinsælda svo og að blanda ekki trúarbrögðunum inn í óskyld mál. Refs- ingum yarð stundum að beita, oftast vandarhöggum sem brotamanninum vom greidd úti á torgi, misjafnlega mörg eftir því hvert brotið var. Blóðskömm og fóstur- eyðing vom talin einhver alvarlegustu brotin og lá við slíku tveggja mánaða fangelsisvist í jámum, en „ævilöng“ fangelsisvist við morði en hún var í reyndinni aldrei lengri en tíu ár. Dauðarefsing var ekki til. Gætt var eins mikillar mildi og auðið var við refs- ingar enda kom það aldrei fyrir að indíán- amir gerðu uppreisn gegn prestum sínum. Þó vom ekki nema tveir eða þrír prestar til eftirlits í sex eða sjö þúsund manna borg- um. Varnarmál Og Her Hervamir þurfti til að veija borgarbúa fyrir árásum villtra indíána og þrælaveið- ara. Var því herflokkur í hverri borg og nutu þeir þjálfunar spænskra liðsforingja. Riddaralið var kjami vamarhersins. Yfirfor- ingjar liðsins vom alltaf spænskir og hafði prestur eftirlit með hveijum hérflokki. Fyrir kom að landsstjórnin kvaddi hermenn úr Jesúítaborgunum til herþjónustu og þóttu þeir góðir og trúir hermenn. Trú Og Siðgæði Mikið var gert til að vernda indíánana fyrir löstum og sjúkdómum Evrópúmanna og þess vegna máttu aðkomumenn ekki koma inn í nema fáar af borgum Jesúíta. Siðgæði reyndist á lægra stigi í þeim borg- um sem opnar vom ferða- og landvinninga- mönnum en hinum. Jesúítar gerðu það að skilyrði fyrir trú- boði sínu í Suður-Ameríku að litið væri á indíánana sem alfijálsa menn. Annarsstaðar þvinguðu Spánveijar þá til vinnu fyrir sig og leiddi það til þess að indíánamir hötuð- ust við útlendingana og höfðu óbeit á trú þeirra. En þar sem indíánamir áttu allt sjálf- ir í Jesúítaborgunum, kom slíkur vandi ekki til sögupnar. Dagurinn í Jesúítaborgunum hófst á messu og lauk með kvöldbæn. Sálmasöngur var almennur, einnig við vinnu. Böm sóttu trúfræðslu á hveijum morgni og fullorðnir einu sinni í viku. Guðsþjónustur vom stór- fenglegar, kórar sungu og hljómsveitir léku. Helgigöngur vom famar um götumar á dýradegi og páskum. Vitnisburðir biskupa em enn til frá þessum tímum og greina þeir frá trúaráhuga og uppbyggilegu lífí indíánanna. Heilsuvernd Hreinlæti í Jesúítaborgunum stóð langt framar því sem gerðist í spænskum borgum. Þar vom náðhús og skolpræsi niður í ámar og vom þau þrifín reglulega. Farsóttir bámst þó stundum inn í indíána- byggðimar og urðu fjölda manna að bana, enda höfðu þeir engin mótefni gegn smit- sjúkdómum. Fullkomín sjúkrahús, að þeirra tíðar hætti, vom ekki til í borgunum enda var þeirra að jafnaði ekki þörf. Þegar farsóttir geisuðu var slegið upp sjúkraskýlum og bræðrafélög kirkjunnar tóku að sér hjúkr- un. Þó vom föst sjúkraskýli í hverri borg og störfuðu þar bræður úr einhvetjum regl- um kirkjunnar sem kannað höfðu lækninga- mátt jurta eins og algengt var í vísindafélög- um Evrópu. ÚTBREIÐSLA TRÚBOÐSINS Árið 1609, sama ár og fyrstu jesúítamir hófu starf sitt í San Ignacio, höfðu prestar verið sendir inn á landssvæði annarra indí- ánakynþátta til þess að reyna að kristna þá, en það gekk erfíðlega. Indíánarnir þar vom villtari en Guaraní-kynþátturinn og drápu þeir nokkra af þessum trúboðum. Loks tókst þó að koma af stað starfí sem ekki mistókst á Santa Fe-svæðinu, þótt indí- ánamir þar vaeru ekki heldur nein lömb að leika sér við. Árið 1768 var búið að koma á laggimar fimmtán litlum borgum handa þeim og var þá í fyrsta sinn komið á friði í þessu geysivíðlenda og ókortlagða héraði. Vom nú byggðir þar skólar og mönnum kennd tónlist og akuryrlq'a. Prestarnir í Paraguay sóttu einnig fram til norðurs, þangað sem nú er Chiquitos- hérað í Bólivíu. í San José stendur enn geysifögur kirkja, prestahús og skóli við torg borgarinnar. Sennilega em þau hús betra dæmi en nokkurt annað um það hvem- ig umhorfs hefur verið í borgunum við Paraná forðum. Allmargar trúboðsstöðvar vom reistar suður af Buenos Aires, hjá kynþáttum sem nefndust Patagóníumenn. Þeir vildu í fyrstu alls ekki setjast að í borgum en þó höfðu horfumar batnað í því efni þegar jesúítar vom reknir burt úr nýlendum Spánveija í Suður-Ameríku. Endalok Tilraunarinnar Frekar mátti segja að Paraná-borgimar væm vel stæðar en auðugar. Nautahjarðim- ar vom að vísu geysistórar en það hafði ekki mikla þýðingu þar sem hægt var að veiða eigendalausa gripi á víðavagni. Auk þess þurftu borgimar að standa undir þó nokkmm útgjöldum. En vegna þessarar velgengni komst upp sá kvittur bæði á Spáni og í Paraguay að íbúar borganna vissu um gullnámur sem þeir nytjuðu á laun og leyndu þessari tekju- lind fyrir yfírvöldunum. Vom gerðir út leiðangrar til að komast að hinu sanna um þetta en þeir höfðu ekki erindi sem erfíði. Meðal þeirra gróusagna sem breiddar vom út um jesúítana var sú að þeir ætluðu að nota herflokka borganna til að hrifsa í sínar hendur völdin í landinu og bola nýlendu- stjóminni frá. Engar lygasögur vom of ótrúlegar til þess að óvinir jesúíta í Madrid tryðu þeim ekki. Árið 1766 tóku menn sam- an ráð sín um að telja Karli III trú um að jesúítar hefðu ákveðið að steypa honum af stóli og fá yngri bróður hans völdin í hend- ur. Saman við þessa sögu var ofíð heilli. flækju af öðmm lygasögum sem áttu að sannfæra menn um samsæri jesúíta til vald- aráns. Leiddi þetta að lokum til þess að jesúítar vom reknir burtu bæði frá Spáni og spænsku nýlendunum. Jesúítunum í Paraguay var sagt að vera reiðubúnir til brottfarar 3. júlí 1767. En jarlinn í Buenos Aires aftók það með öllu og sagði ekki hægt að flytja jesúítana burtu fyrr en eftir ár þar sem hann þyrfti að afla sér hundrað og fjömtíu presta í stað jesúít- anna. Var nú allt gert til að fá presta en Evrópuprestar vom ekki ginnkeyptir fyrir að flytja vestur um haf til þess að boða villtum indíánum trú. En í aprílmánuði 1768 hafði náðst í nógu marga presta. Og þar sem jarlinn var eins og fleiri sannfærður um uppreisnaráform jesúíta, lagði hann af stað með 1500 manna herflokk til að flæma þá burtu. í rauninni hefðu borgimar getað varist. Þær höfðu íjölmennasta herliðinu í allri Suður-Ameríku á að skipa og leiðin til borg- anna lá um fmmskóga og mýrlendi sem Evrópuhermenn hefðu alls ekki komist yfir. Yfirmenn trúboðsins hefðu ekki þurft annað en veifa hendi og þá hefði streymt á vett- vang fjölmennt herlið sem gjörþekkti hvem blett í mýrlendinu og skógana eins og lóf- ana á sér. En Guaraní-indíánum hafði verið kennt að jesúítar hlýddu Spánarkonungi. Og það var einmitt það sem þeir gerðu. Síðustu jesúítamir fóm þó ekki fyrr en í júlí 1770 og jafnvel þá var einn eftir, Sig- ismund Aperger, læknir og lækningajurta- fræðingur, fæddur í Innsbmck 1678. Ef til vill var það frægð hans í læknislist sem bjargaði honum frá brottrekstri, en þegar þetta gerðist var hann kominn í kör. Saga Jesúítanna í Paraguay var hetjuleg. Ameríski söguritarinn prófessor Herbert E. Bolton'skrifaði um þá: „Þeir fóm fylgdar- lausir út á meðal heiðingjanna, á staði sem jafnvel hermenn hefðu forðast. Þeir áttu á hættu, hvenær sem var, að heyra hræðilegt stríðsöskur eða sjá eyðandi elda um miðja nótt... Píslarvættið gat leynst bak við næsta leiti... Og þegar þeir loksins horfð- ust í augu við það, mættu þeir því með upphafinni hetjulund." Þegar menn reyna að draga lokaniður- stöðu af dvöl jesúítanna í Paraguay, verða þeir að hafa það hugfast að þessi tilraun þeirra hafði ekki verið til lykta leidd þegar hún beið svo hryggilegan endi. En þar sem þessir lifnaðarhættir höfðu náð að festa rætur, eins og í Paraná-héraði, tókst að varðveita hina innfæddu, tungu þeirra og menningn, en þar sem þeir vom upprættir, eins og í Patagóníu og Chaco, var heilum kynþáttum eytt. Víðlend svæði í miðri Suð- ur-Ámeríku, þar sem merki um mannabyggð sjást nú aðeins sem dreifðir punktar á-kort- inu, vom áður þakin borgum undir umsjón jesúíta, svæði þangað sem ferðamenn gátu farið án þess að eiga á hættu líkamsárásir og gist í hveijum áfanga ferðar sinnar í friðsælum borgum sem nutu vemdar Guar- aní-lögreglumanna. í styijöldum þeim sem heijuðu land þetta svo lengi á 19. öldinni, hmndi allt í rústir og fólkið tvístraðist. En þrátt fyrir allt líta menn svo á að starf jesúíta í Paraguay hafí verið einstakur kafli í nýlendusögu Evrópu. Þar var ekki aðeins stofnað nýtt þjóðfélag í fjarlægum frumskógarhémðum, heldur einnig menning sem sambærileg er við menningu inkanna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. JANÚAR 1988 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.