Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 17
— tvo mánuði að komast til Færeyja. Við ætlum að reyna að fá olíu hér, en það er ekki svo auðvelt, því að það eru svo mikil not fyrir hana hér á staðnum. Það lítur því út fyrir að við verðum í hafi um jólin, að þessu sinni, en það gerir ekki svo mikið til, þegar við erum hvort sem er að heiman. Hér er einn af skólabræðrum mínum staddur með skip sitt. Hann heitr Hans Olsen. Hann kvæntist enskri konu fyrir 2 eða 3 árum. Þau voru í brúðkaupsferð til Ameríku á seglskipi. Skipið var skotið niður úti fyrir Portúgal, en sem betur fór var þeim bjargað eftir einn eða tvo daga. Konunni varð ekki meint af, en það mátti ekki dragast lengur að þeim væri bjargað, því hún var að þrotum komin. Þau búa nú í Marstal og hafa það gott. Hans Olsen er á leið til Vestmannaeyja með saltfarm á þriggja mastra skonnortunni „Venus“. . . Ég vona sannarlega að við fáum góðan byr, en nú er alltaf vestanátt, og hún er ekki heppileg fyrir þá sem ætla út Gíbraltarsund." Þann 19. desember skrifar hann konu sinni aftur bréf staðsett í Gíbraltar þar sem hann segir meðal annars: „Ennþá einu sinni síðasta kveðja, nú erum við að leggja af stað, mótorinn er kominn í gang. . . Þú mátt ekki búast við okkur fljótlega. Þó svo að við leggjum nú af stað þá er ekki góður byr og við höfum litla olíu svo það geta liðið einn til tveir mánuðir þar til við náum til Færeyja." Næsta bréf er skifað í: „LAGOS-FLÓA“ 24. DESEMBER 1918 — JÓLAKVÖLD Gleðileg jól! elskulega kona og böm, syst- ir og tengdamóðir. Ég vildi að ég væri heima hjá minni kæru íjölskyldu. Hvenær finnur maður betur einmanaleikann en einmitt svona langt í burtu og án sambands við aðrar mannvemr? Hér liggjum við einir skipa og framundan er löng og ef til vill erfið ferð. Lagos-flóinn liggur um 15 til 20 kílómetra fyrir austan Sankti Vincent höfða í Portúgal. Hér er ekki höfn en gott var fyrir vestan og norðan vindum. Við leituðum hér vars vegna storma og olíuleysis. Nú er hér stormur af norðan og norð-norðvestan. Við getum búist við því að þurfa að liggja hér fram í miðjan janúar. Ég vildi að ég gæti sent þér skeyti héðan, en ég býst ekki við að hafa tal af nokkmm, því að við emm ekki í sambandi við land. Ég vildi að ég gæti látið þig vita að við liggjum hér í góðu veðri, svo að þú þurfir ekki að hafa áhyggj- ur af því að við séum úti í hafi, sem ég býst við að þú hugsir þér. Já, við vitum lítið og sjáum skammt! Við bjuggumst ekki við því að lerida hér þegar við lögðum af stað frá Gíbraltar, en hér emm við nú samt og það er gott að það er ekki af annarri ástæðu en þessari. Ef við hefðum haft næga olíu þá hefðum við ekki leitað hingað, en við hefðum samt sem áður ekki komist langt áleiðis, aðeins verið úti í þessu slæma veðri til einskis gagns. Við höfum því miður mjög litla olíu og verðum að spara hana eins og við getum til að eiga þegar við tökum land. Við höfum fengið mótvind alla leiðina og verið 5 daga hingað, þrátt fyrir hjálp mótors- ins, hefðum við ekki haft hann þá væmm við ennþá í Gíbraltar, ekkert skip hefur hreyft sig þaðan. Nú er bráðum mánuður sem vindurinn hefur verið á vestan og norð- vestan, við fengum vestan vind frá Íbíza, hann var á vestan allan tímann sem við vomm í Gíbraltar og enn er hann á norð- vestan og norð-norð-vestan. Við vonum að hann breyti fljótlega um átt því allar aðrar áttir em betri en þessar því þær eru á móti. Jóladagur 25. desember. . . Ég var svo þreyttur og syfjaður í gærkvöldi að ég gat ekki meira, kl. var rúmlega 11 og ég fór að sofa. Nú skal ég segja þér hvemig að- fangadagskvöldið leið. Við borðuðum eins og venjulega um sexleytið án mikillar til- breytingar. Kl. 9 fengum við kakó með kleinum, pönnukökum og vínarbrauðum sem matsveinninn hafði sjálfur bakað, einnig tvær tegundir af kökum sem ég keypti í Gíbraltar af af þessu tilefni. Þeir sem vom á vakt fengu að sjálfsögðu það sama. Svo fengum við eina flösku af koníaki, epli, appelínur, hnetur og tvo vindla hver okkar. Okkur langaði til þess að syngja saman jóla- sálm en það var einhver deyfð yfir okkur, svo hvein svo í storminum að það yfir- gnæfði allt. Ég hugsaði mér því að halda jólin með því að setjast niður og skrifa þér, mér finnst það vera það besta sem ég gæti gert að dvelja með hugann við ykkur heima, aldrei er maður nær í andanum þeim sem manni em kærastir en einmitt þegar maður er fjærst þeim. Núna, meðan ég skrifa þess- ar línur, hljómar fyrir eyrum mér og fyllir sál mína friði hinn unaðslegasti sálmasöng- Á minnismerki um danska sjómenn, sem létu lífið af völdum fyrri heimstyrjaldar innar, er nafn Rigmor og þeirra, sem með henni fórust. Jóhann Jóhannsson frá Mjóafirði. ur. Stýrimaðurinn og tveir aðrir em að syngja jólasálma inni hjá honum. Ég lá fyrir fram að hádegi, þá var ég tmflaður við lestur minn, því ég lá og las í góðri bók, með því að bátur frá landi kom upp að skipshliðinni. Þetta vom menn frá heilbrigðiseftirlitinu og tollþjónustunni, og spurðu þeir hinna venjulegu spuminga um heilbrigðisvottorð, hvaðan við kæmum og hvert við ætluðum, og svo hvaða vaming við flyttum. Þegar þeir höfðu séð skilríki okkar og fengið svör við spumingunum, þá fóm þeir. Ég sendi með þeim skeyti, en þeir vom ekki vissir um það að enskir pen- ingar giltu. Við bíðum og sjáum til hvað verður." JÓLAFJÖRÐUR „Nú ætla ég að segja þér frá því að það lítur út eins og það hafi verið ákveðið fyrir löngu að við yrðum hér um jólin. Þegar við komum hingað um kl. 3 e.h. í gær þá segir Karl (sá hrausti): „Ég þekki landið! Þetta er nákvæmlega eins og „Jólafjörðurinn" sem mig dreymdi um í síðustu ferð.“ Ég hafði ekki heyrt hann tala um þetta fyrr, en það kom fram að hann hafði sagt félögunum frá þessum draumi á heimleiðinni í síðustu ferð. Hann hafði dreymt þetta á leiðinni út: Honum virtist hann vera á Rigmor og að siglt væri inn eftir fallegum firði. Hann mundi vel eftir. umhverfinu sem hann sá, og sérstaklega eftir ákveðnu húsi, sem hann benti á, einnig litlu þorpi sem hann þekkti nú aftur. Hann talaði við ungan dreng, sem honum fannst vera frá þessu húsi, sem var að fylgja honum til þorpsins. (Það liggja hér nokkur þorp, ein 3 eða 4.) Á leiðinni til þorpsins spurði hann drenginn hvað þessi fjörður héti og drengurinn svaraði: „Jóla- Qörður". Lengri var draumurinn ekki. Það er undarlegt að hann skuli hafa dreymt þetta í júní eða júlí. Karl var allan tímann svo viss um það að við myndum komast til Færeyja fyrir jól, því hann stóð í þeirri meiningu að draumurinn þýddi það að við Guðjón Helgason frá Vestmannaeyjum. yrðum í höfn um jólin, en það varð þá Portúgal! Hér er virkilega fallegt að horfa til lands- ins. Ströndin er þakin hvítum sandi og upp af henni eru skógi vaxnar lágar hæðir og dalir milli þeirra. Fjærst eru tvö fjöll, líklega meira en tvö þúsund feta há. Hér má einn- ig sjá græna akra. Það er ekki steikjandi hiti á þessum tíma, Atlantshafíð er á tvær hliðar, að vestan og sunna, og þaðan kemur svali. . . 28.12. 1918. Já, kæra vina, við höfum legið hér allan þennan tíma og ennþá er stormurinn sá sami. Við höfum ekkert sam- band við land, en ég vildi gjaman senda þessi bréf og skeyti. Við þyrftum einnig vatn og að athuga hvort hægt væri að fá olíu í Lissabon. Það er fallegt hér, en hér eru aðeins lítil þorp og margir fískimenn, það eru minnst 50 bátar hér í kring um okkur og þeir veiða sardínur. Það er merki- legt hvað stormurinn getur staðið dögum saman úti fyrir, en hér í flóanum er gott sólskinsveður dag eftir dag. - v Þú manst kannski eftir því frá því að þú varst í Frederikshavn, að stundum lágu mörg skip í Álbækbugten, skammt innan við Skagen, sérstaklega á veturnar, bæði seglskip og dampskip sem ætluðu yfir til Englands eða lengra. Þessi skip lágu öll vegna mótvinda dögum saman, já — jafnvel vikum saman. Þannig er þetta núna með okkur, en við erum hér einir, og það kemur til af því að við emm þeir einu sem hafa lagt af stað frá Gíbraltar, en það var af því að við'höfðum hjálparmótorinn, hinir bíða eftir því að fá hentugan byr til þess að komast áfram. Það er líklega ekki oft sem skip liggja í vari hér, en við emm ekki vel settir þegar við þurfum mikið að beita skip- inu upp í vindinn án mótorsins, en best er skipið þegar við getum notað mótorinn. Við getum þurft að liggja hér vikum saman, eða í nánd við landið, meðan vindurinn stendur af þessari átt þá komumst við ekkert áfram. En okkur líður vel, allir hraustir og það er:‘ það mikilvægasta. Vertu ekki leið yfir því, vina mín, þó að það dragist að við komum í höfn. Ég skal gæta þess vandlega að far- ið sé varlega, en við emm í alla staði vel útbúnir og skipið er nýtt og sterkt. Ef vð fengjum gott leiði, gætum við komist þetta á 15 dögum, en þá yrði það að vera vem- lega gott, fáum við hins vegar stöðuga storma á móti gætum við orðið 30 daga eða meira, og ennþá veit ég ekki hvenær við leggjum af stað héðan.“ „SÍÐASTA SlGLINGIN Næsta bréf frá Olafi Sigurðssyni, og það síðasta sem frá honum barst, er dagsett í Lissabon þann 14. janúar 1919. Þar segir hann meðal annars: „Við fengum ákaflega leiðinlegt veður hingað, hugsaðu þér, 21 sólarhring frá Gíbraltar sem er aðeins 3 til 4 daga sigling. Nú höfum við fengið svolít- ið meira af olíu eða olíu til ca. 10 daga, svo að nú ætti okkur a vera borgið. En okkur hefur gengið illa í þessari ferð, og nú er vetur, bæði hið ytra og hið innra, í huga mínum. Ég er ósanngjam þegar þannig gengur, hefí allt á homum mér, en svo átta ég mig og yfirvega hlutina, sé þá hve heimskulegt það er. Það er jú það skynsam- legasta að taka hlutina með gamansemi þegar maður á annað borð er frískur og það erum við allir. Við höfum heldur ekki beðið tjón vegna veðursins, aðeins er allt svo andsnúið. En þegar við hugleiðum það að við emm þeir einu sem reyna að komast áfram þrátt fyrir storma og sjó, þá verðum við að sætta okkur við það að fá nokkurt andstreymi. Ef allt gengur vel ættum við að nálgast Færeyjar um næstu mánaðamót, en það getur hæglega liðið mánuður áður en við komumst þangað og þrátt fyrir það verið óhultir. Ég fór tvisvar í land en það er svo mikill órói hér að maður verður hræddur um sitt eigið líf á götunum . . . Nú leggjum við af stað aftur, lóðsinn er kominn um borð . . . Lóðsinn tók við bréfum skipstjórans og skeytum og ef til vill bréfum fleiri skip- verja, og fór í land, en til mótorskonnortunn- ar Rigmor eða skipverja hennar hefur ekkert spurst síðan. Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur hefur gefíð mér eftirfarandi upplýsingar um veður á þessum tíma á siglingaleið skipsins: Samkvæmt bandan'skum veðurkortum (Historical Weather Maps), þá var veður á þessum slóðum á tímabilinu frá 14. janúar 1919 til febrúarloka sem hér segir: Þann 14. janúar er vaxandi suðaustan átt úti fyr- ir Portúgal. Aðafaranótt 15. janúar er kominn stormur af suðvestan, en hann dett- ur niður 16. janúar. Fram til 29. jan. er yfirleitt mótvindur, norðvestan og frekar hægur, oftast 4 til 5 vindstig. 29. og 30. janúar er suðaustan stormviðri út af Bis- cayaflóa, gengur niður 31. janúar. Suðvestur af írlandi er stormviðri með suðaustan 10 vindstigum þann 1. febrúar, en það stóð stutt, komið skaplegt veður þann 2. febrúar. 4. febrúar fer veður versn- andi af suðaustri og komið suðvestan illviðri aðfaranótt 5. febrúar. Þann 7. febrúar byij- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. JANÚAR 1988 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.