Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 16
Mótorskonnortan Rigmor frá Norðfirði. Síðustu jól skipveija á mótorskonnortunni Rigmor Síðasta för ms Rigmor hófst í Barcelona, en heilum mánuði síðar, á jólunum 1918, er skipið ekki komið lengra en á Lagos-flóa við Portúgal, þar sem því dvaldist vegna storma og olíuleysis. Heimildirnar eru sendibréf, sem Ólafur Sigurðsson skipstjóri skrifaði koriu sinni. Síðasta bréfið er dagsett 14. janúar 1919. Þá var talið lag og siglt norður á bóginn að nýju, en skömmu síðar gerði stórviðri og spurðist aldrei neitt til skipsins. Eftir ÓLAF ELÍMUNDARSON ann 26. nóvember árið 1918 lagði mótorskonn- ortan Rigmor, eign Konráðs Hjálmarssonar kaupmanns og útgerðar- manns á Norðfirði, úr höfn í Barcelóna á Spáni. Daginn áður hafði skip- stjórinn fengið skeyti frá útgerðarmannin- um þar sem honum er tjáð að þeir megi sigla venjulega siglingaleið til Færeyja. Stríðinu var nýlokið. 1. desember voru þeir komnir til Gíbraltar, þar sem þeir hófu íslenska fánann að húni á fullveldisdaginn, fyrstir íslenskra skipa á Miðjarðarhafi, og heillaskeyti sendu þeir til íslands. í mánaðariti Fiskifélag Islands „Ægi“, desemberhefti 1919 (10.—11. tbl. bls. 182), stendur eftirfarandi: „Hinn 3. desember fékk ritstjóri „Ægis“ símskeyti frá Ibíza (Spáni), er skipstjóri Ólafur Sigurðsson á skipinu „Rigmor“ eign kaupmanns Konráðs Hjálmarssonar, sendi þaðan um hádegi hinn 1. desember. Skeytið hljóðar svo: „íslenski fáninn er í dag dreginn upp í Miðjarðarhafínu. Hamingjuósk frá skipstjóra og skipshöfn á skipinu Rigmor." Þessa símskeytis er einnig getið í Morgunblaðinu 4. og 5. desember 1918. í Gíbraltar urðu þeir að bíða í um 3 vikur vegna vinda. Skipstjórinn Ólafur Sigurðsson, skrifaði í Gíbraltar nokkur bréf til vina sinna og vandamanna. í einu þessara bréfa, dagsettu 17.12. 1918, segir hann meðal annars eftirfarandi: „Við fórum frá Færeyjum 28. september og fengum mótvinda, komum við í Vestmannaeyjum með veikan mann (hann mun hafa heitið Þórhallur Vilhjálmsson frá Hánefsstöðum í Seyðisfírði. Ó.E.). Hann hafði ígerð eftir tanntöku, fórum þaðan sama dag. Við Ólafur Sigurðsson skipstjóri. vorum óheppnir, með vinda alltaf á móti, storma fengum við 4, einn frá Færeyjum til Vestmannaeyja og 3 í Norður Atlantinum, einn var harður með miklum sjó, þó varð ekkert að, aðeins liðaðist léttabáturinn í sundur, hann hékk í davíðum. Seinna brotnaði stöngin á fokkumastrinu og endinn af spryðinu en þó ekki verr en svo að við gátum gert við það. Við vorum 33 daga til Gíbraltar og 7 daga þaðan til Barcelona, það er lengsta ferð okkar. Við fengum gert við allt þar, fórum svo eins og vant er yfír til íbiza á Balarísku eyjunum og tókum þar saltið. Þaðan og hingað höfum við mótvind, eða, þegar við fórum inn fengum við austan, þegar við fórum út fengum við vestan og Ólafur Ólafsson stýrimaður. enn er hann vestan. Við erum nú annars tilbúnir en olíulausir að heita má, fengum hér aðeins ca. 10 tn., bíðum nú eftir hagstæðari vindi því annars brúkuðum við þetta strax, en við verðum að spara það til að eiga þegar við tökum land.“ I bréfi til konu sinnar, sem dagsett er nokkrum dögum fyrr, eða 13. desember, skrifað á dönsku og er því hér í þýðingu, segir hann meðal annars: „Okkur hefur ekki gengið vel í þessari ferð, alla leiðina suður fengum við mótvinda og hingað höfum við einnig haft mótvind. Það er eins og veðrið fylgist með því hvar við erum og hvert við ætlum, því að alltaf er það á móti. Nú höfum við enga olíu á hjálparvélina svo að það getur alveg tekið okkur einn til 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.