Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 5
voru einir um stefnuna. Núna vantar hins vegar miðstjóm í kirkjuna. Það skiptir miklu máli að hafa sterka leiðtoga. Hjá svo lítilli þjóð og trúaðri eins og íslendingar eru væri hægt að hreyfa mun meira við fólki. Einn sterkur maður getur gert óskaplega mikið. Þetta sér mað- ur víða eins og t.d. í litlu sveitarfélagi, þar þarf ekki nema einn dugandi og hugsandi mann sem setur mark sitt á umhverfís. „Mér fínnst fólk almennt ekki hugsa nógu mikið eða bijóta hlutina til mergjar. Það trúir því sem það les í blöðunum án nokkurr- ar gagmýni. Oft velti ég því fyrir mér hvort það hafí mótaða lífsskoðun. Oft virðist mér það eiga erfítt með að gera upp á milli hugmynda, svo óþjálfað í að hugsa. Skólamir leggja ekki nógu mikið upp úr andlegu lífí. Háskólinn t.d. verður að vera mótandi á fólk, því það er betra að mat- reiða gallaðar skoðanir en ekki neinar. Ég vona þó að það eigi eftir að verða mikil breyting á skólanum og fræðslumál em til góðs.“ Leikaraskapur Hjá Skap- ARANUM Sigurði var mjög hugleikinn hugsunar- háttur fólks og þær breytingar sem orðið hafa í þjóðfélögunum. „Margt hefur breyst síðustu áratugi og mér hefur fundist allir hlutir vera að hrynja. En nú er eins og það sé að rofa til, það er eins og við séum að rétta við menningar- lega. Eg öfunda að sumu leyti ykkur unga fólkið sem lifír næstu 30 ár og fær að upp- lifa nýtt uppgangstímabil. Eg veit ekki hvaða leikaraskapur þetta er hjá skaparan- um, en það er dýr leikur þegar hann bregður á leik. Þetta er þróun sem stefnir að ein- hveiju sem við vitum ekki hvað er, en ég trúi því að hið raunverulega andlega líf verði ofan á. Heimsmyndin hefur breyst að því leyti að hún er guðlaus. Guð var í heimsmynd minnar kynslóðar. Þessi nýja heimsmynd hefur ekki neina þungamiðju. Þegar maður- inn hefur ekki lengur Guð til að setja traust sitt á finnur hann eitthvað annað eins og tæknina, en þá verður allt marklaust. Tilver- an er Guðs eign. Menn verða oft svo hissa á því hvað læknar og vísindamenn geta gert, að Guð hverfur, þá er eins og þeir hafí ekkert með hann að gera lengur. Raun- vemlegir vísindamenn skilja hins vegar hvað þeir vita lítið. Þeir vita að það em leyndar- mál á allar hliðar. Enda er meirihluti vísindamanna guðstrúar. Gmndvallaratriði hamingju manns er að hafa fastan punkt í tilvemnni. Maðurinn missir fótanna þegar Guð er horfinn. Handan alls er Guð og hann ræður og hann gefur. Sá sem er trúaður sættir sig við að telja sig vita en vita sig samt ekki vita.“ — En hvað um afstæðishyggjuna sem er mjög ríkjandi í hugsunarhætti fólks? „Afstæðishyggjan er hrapalleg villa, nán- ast eyðimörk. Það er illt þegar svo er komið að það er vandamál að úrskurða hvað sé réttlæti, og hver sé munurinn á réttu og röngu. Maðurinn er að týna þeirri hand- leiðslu að hafa rétt mat á því hvað er gott og hvað vont, raunhæft og blekking. Og núna er svo komið að það er varla nokkur með svo hreinar hugmyndir að hann geti sagt hvað sé rétt og hvað rangt." ÓVÍGÐA SAMBÚÐIN SAM- FÉLAGSLEGUR SÓÐASKAPUR Og talið berst að hjúskaparmálum sem ekki em alveg í anda kirkjunnar að öllu leyti. „Hjúskaparmál em hið mesta vandræða- mál í dag. Og siðferðið sem ræður er ekki kirkjulegt. Samband karls og konu verður að hvíla á einhveijum gjömingi í hvaða formi sem það er. Ovígða sambúðin er til vand- ræða; hún hefur ekki tryggt fólki neitt. Þetta er samfélagslegur sóðaskapur. Og bömin fara mikils á mis því það er betra að lifa við skrykkjótt hjónaband en það sem ekkert er.“ — Hver er reynsla þín af afskiptum presta af hjónaskilnuðum? . „Það er komið til presta þegar hjónabönd- in standa höllum fæti. Og auðvitað er misjafnt hvað presturinn megnar að gera. Til þess að hægt sé að leysa svona viðkvæm mál svo að það beri árangur þarf presturinn að gefa sér ótakmarkaðan tíma. Auðvitað er það lykilatriði til að hægt sé að ná ár- angri að presturinn sé settur inn í málið þannig að hann skilji hið raunvemlega vandamál. Hlutverk prestsins er að leiða báðum hjónunum fyrir sjónir þeirra frammi- stöðu hvors fyrir sig, en í svona tilvikum ásaka báðir aðilar hinn. Mjög mikilvægt er að hjúskaparmálin séu sett í hendur á þeim prestum sem skilja Séra Sigurður ásamt eiginkonu sinni, Stefaníu Gissurardóttur. Sigurður Pálsson að afloknu stúdents- prófi. mál fjölskyldunnar og geta best valdið þessu hlutverki, það gæti t.d. einn prestur sinnt þessu fyrir tvær sóknir. Það er oft á tíðum auðveldara að vinna að þessum málum með árangri í litlum samfélögum eins og h'ér á Selfossi heldur en t.d. í Reykjavík, þar sem prestar hvorki þekkja fólkið né vandamálið. Þá er kannski auðveldast að skrifa upp á vottorð án þess að aðhafast nokkuð. Því miður er þetta of algengt sjónarmið.“ — Þegar rætt er um hjónaskilnaði koma bömin óneitanlega við sögu og við ræðum nokkuð um þau vandamál sem kennd hafa verið við unglinga, og talið berst að áfengi og eiturlyfjum. „Ég er oft að hugsa um hvað geti komið í veg fyrir eiturlyf sem virðast til þess fall- in að eyða heilum samfélögum. Þessi mál hafa fengið mig til þess að hugsa um það hvernig hægt er að komast hjá því að hafa peninga í umferð. En þjóðfélagið er samofíð peningum út í gegn. Ég hef auðvitað ekki komist að neinni niðurstöðu eða neinn sem ég yeit um. Enda ekki létt verk. Afengi er ekki eins slæmt og eiturlyfín þó vissulega sé vandinn stór. Eg held að það verði erfítt að eiga við vínmálin hjá okkur enda hefur þeim verið sleppt alveg lausum. Ég er hins vegar ekki fylgjandi áfengisbanni þó vissulega sé það nauðsyn- legt fyrir vissa menn. Afengisnautnin er ekki eingöngu af því illa. Ég las eitt sinn grein eftir sálfræðinginn William James, þar sem hann hélt því fram að víndrykkja hálfs- mánaðarlega væri holl og héldi manninum vakandi og fijóum fram í tímann. Ég veit ekki hvað hann hefur fyrir sér í þessu, en það er eitthvað. Svo getúr auðvitað komið að því að menn hafí ekki vald á sjálfum sér gagnvart víni og þá er voðinn vís.“ — Drykkjuskapur hefur verið viðloðandi prestastéttina? „Drykkjuskapur hefur alltaf fylgt stétt- inni eins og þjóðinni en prestar verða að hafa sterkan hemil á áfenginu. Það er oft freistandi fyrir prest að fá sér í staupinu eins og til dæmis þegar hann kemur í hús- vitjun í köldu og leiðinlegu veðri og er boðið af húsbóndanum. En þá verður maður að meta hvort verið sé að gera manni gott eða afvegaleiða. Ég hef aldrei gerst bindindis- maður en ég hef alltaf gætt þess að drekka ekki hvenær sem er. Fyrst lýk ég embættis- verkum." MIKIÐ AF SNIGILMÖNNUM Á Þingi — Hefur þú fylgst mikið með pólitíkinni? „Ég hef fylgst með stjómmálum allt frá því Bjöm Jónsson varð ráðherra. Ég hef haft gaman af að fylgjast með þeim, þó ég hafí aldrei haft mig í frammi. Ég hef í gmnd- vallaratriðum haft sömu afstöðu til stjóm- mála alla tíð, en þó ég fylgi svonefndum íhaldsflokki er ég ekki íhaldssamur. Skoðan- imar hafa þróast nokkuð í gegnum árin; þetta er sama fylkingin en ekki sömu smá- munimir." — Og hvemig fínnst þér pólitíkin í dag? „Það hafa auðvitað orðið miklar breyting- ar en þær em ekki allar neikvæðar. Það sem einkennir mest stjómmál núna er skort- ur á augljósum foringjum. Þeir kunna þó að vera til þó að manni sé það ekki fullljóst nú. Ég var til dæmis með Bjama Benedikts- syni í skóla og datt ekki í hug á þeim tíma að hann væri til foringjahlutverksins fallinn. Núna em menn miklu umburðarlyndari gagnvart skoðunum annarra en áður var. Þá gátu menn ekki sætt sig við að menn hefðu aðrar skoðanir. Það em misjafnir menn í sölum Alþingis. Margir hafa lotið mjög lágt og reynt að smjaðra fyrir fólki og alið upp pöpulinn í landinu. Og svo er auðvitað mikið af snigil- mönnum, mönnum sem hafa enga persónu- lega skoðun á einu eða neinu.“ Við ræddum um kirkjuna og ríkisvaldið og að áliti Sigurðar er öll löggjöf hér á landi alveg tillitslaus við kirkjuna. Hann taldi einnig að kirkjan hafí ekki varðveitt nógu vel eigriir sínar gagnvart ríkisvaldinu. En það er fleira sem tengir kirkjuna og stjómmálin því oft hefur kirkjan skipt sér af mjög pólitískum málum eins og friðar- hreyfíngum á Vesturlöndum og verið þar á mjög hálli braut að margra dómi. Ég spurði Sigurð um þessi mál svo og um mál eins og fóstureyðingar sem kirkjunnar menn hafa oft reynt að koma sér undan að taka afstöðu til. „Kirkjan er í voðalegri hættu að flækjast í pólitísk mál, það er mjög hættulegt. Kristn- in byggir á friðarboðskap, en samt á kirkjan ekki að skipta sér af þessum málum á þann hátt sem hún hefur gert. Kirkjan er í mjög vandasamri aðstöðu um hvar hún á að grípa inn í og hvar ekki. Hér reynir mjög á hæfí- leikann til að stjóma. Afstaða kirkjunnar til fóstureyðinga er alveg ljós, en samt er eins og kirkjunnar menn veigri sér við að taka skýra afstöðu á móti þeim. Það er oft svo jöfn áhersla á aðal- og aukaatriðunum, til að greina þar á milli þarf mikla dómgreind, en góð dóm- greind er einn helsti kostur presta.“ — En hvaða prestar hafa orðið Sigurði minnisstæðastir í gegnum tíðina? „Tveir hafa staðið upp úr af þeim sem ég hef kynnst; það eru þeir Friðrik Friðriks- son og Ámi Þórarinsson. Ég þekkti séra Friðrik vel. Hans sterka hlið var að hann var ekki út um allt. Hann hafði mjög fast- mótaðar skoðanir og gerði upp hug sinn um nánast allt. Hann var býsna dogmatísk- ur, dekraði við ýmsar kenningar sem hann hafði gaman af. Það má eiginlega segja að hann hafi verið afskaplega víðsýnn en stund- að þröngsýni. Hann var skemmtilegur og ágætur maður en ekki góð heimild því hann vék sér oft hjá því að svara þegar eitthvað kom óþægilega við hann. Séra Friðrik lagði óskaplega mikið á sig fyrir starf sitt og hefur haft mótandi áhrif á heila kynslóð. Reykjavík býr enn að honum. Séra Arni var líka sérstaklega skemmti- legur og sannur. Hann hafði mikil áhrif á samtíð sína og mig einnig. Um áhrif hans vitnar þó best ævisagan sem Þórbergur skráði." Séra Sigurður gekk í hjónaband 1933 og eignuðust þau Stefanía sjö börn. Stefanía stóð alltaf við hlið hans og gegndi miklu hlutverki í starfí Sigurðar. „Prestastarfíð er tvímælalaust tveggja manna starf og skerfur konunnar ákaflega mikilvægur, oft mjög merkilegur. En það er ekki metið að verðleikum og síst af öllu hvað varðar eftirlaun. Það er ekki metið sem fullt starf sem það er og oft meira til. Það eru mjög góð tímabil í prestskapn- um,“ hélt Sigurður áfram, „þegar ég var sóknarprestur hélt ég árlega svokölluð kirkjukvöld þar sem ég fékk fyrirlesara til að ræða ýmis málefni er varða kristnina. Það sem fyrir mér vakti var að gefa uppbót á sunnudagsprédikanir. Preststarfíð er oft mjög erfítt en það er skapandi starf. Eftir að hafa verið í þjón- ustu í 20—30 ár er gott fyrir presta að geta unnið úr þeirri reynslu sem þeir öðlast í starfi.“ Fyrir nokkrum árum kom út bók eftir Sigurð sem heitir Um sögu og efni messunn- ar. „Það hafði staðið mjög lengi til að skrifa bókina, en ég flýtti mér töluvert með hana og gat ekki vandað hana eins og ég hefði kosið. Kristnin hefur frumlega messu sem hún hefur aldrei getað losað sig við. Messan er í raun og veru stórmerkilegt fyrirbæri, og það merkilegasta er að menningunni hefur aldrei tekist að breyta henni neitt að ráði.“ — En efast trúmaðurinn aldrei? „Ég efast alltaf. Efínn er nauðsynlegur. Hann er óumflýjanlegur." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. JANÚAR 1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.