Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 18
1 ar illviðrakafli með sunnan og suðaustan átt norður með írlandi og Skotlandi og stendur í nokkra daga, nær hámarki seinni part 10. febrúar með allt að því fárviðri og miklum sjó. Það sem eftir er af mánuðinum er illviðra- samt vestur af Bretlandseyjum en yfir íslandi og suður undir Færeyjar og-Skotland er ríkjandi norðaustan átt, oft 7—9 vindstig. ! Eins og sjá má af þessum upplýsingum þá hefur skipið strax fyrstu nóttina lent í slæmu veðri, en það stóð stutt yfír og skip- ið hefði ekki átt að vera í teljandi hættu. Það er aftur slæmt veður út af Biscayaflóa þann 29. og 30. janúar en ekki aftakaveð- ur, svo að skipið hefði heldur ekki átt að vera í mikilli hættu statt þar. Suðaustur af írlandi er einnig slæmt veður þann 1. febrú- ar, með 10 vindstigum, en það stóð stutt. Hafi skipið ekki rekist á tundurdufl, sem mikið var af á þessari siglingaleið, og farist þannig, og staðið af sér þessi veður, sem telja má líklegt, gæti það hafa verið suðvest- ur af írlandi og Skotlandi á þeim tíma sem þar geysa illviðri er ná hámarki með „allt af því fárviðri og miklum sjó“ þann 10. febr., sem fyrr getur. Ekki er ólíklegt að skipið hafí farist í því fárviðri. Af Skjölum Á skipshafnarskrá sem til er í Þjóðskjala- safni, dagsett og undirrituð af fulltrúa bæjarfógetans í Reykjavík 22. febrúar 1918, eru 6 menn skráðir á skipið auk skipstjóra, en þeir voru þessir: Olafur Olafsson, stýri- maður, fæddur á Akranesi, 37 ára, búsettur í Vestmannaeyjum, Engelhardt .Holst Svendsen, mótoristi, fæddur í Tönsberg, 28 ára, búsettur í Mjóafirði, Jóhann Jóhanns- son, háseti, fæddur í Mjóafírði, 41 árs, búsettur í Mjóafirði, Sigurður Einarsson, háseti, fæddur í Málmey, 28 ára, búsettur að Ríp í Skagafírði, Karl Lárusson, háseti, fæddur í Norðfírði, 21 árs, búsettur að Nesi í Norðfírði og Þorsteinn Jóelsson, mat- sveinn, fæddur að Sanddalstungu í Mýra- sýslu, 41 árs, búsettur í Reykjavík. Olafur Sigurðsson, skipstjóri var 38 ára, fæddur í Ólafsvík, búsettur í Kaupmannahöfn. Ég hefí leitað í öllum dagblöðum, viku- blöðum, mánaðablöðum, Almanaki Þjóð- vinafélagsins og fleiri ritum sem gefín voru út á þessum árum, en hvergi séð þess getið að þetta skip hafí farist, eða hve margir og hveijir hafí farist með því. Frá útgerðar- a.ðila skipsins munu engin plögg vera til varðandi útgerð þess' eða skipshöfn. Hjá sýslumannsembættinu í Suður-Múlasýslu eru engin skjöl frá þessum árum, en öll skjöl frá þessu embætti munu liggja hjá Þjóðskjalasafni, óaðgengileg og óflokkuð allt frá árinu 1910. Guðmundur Sveinsson á Neskaupstað sem er mikill áhugamaður um sögu Norð- fjarðar, benti mér nýlega á minnisbók Einars Jónssonar hreppstjóra á Norðfírði á árunum 1918 til 1924, og nú er geymd í Skjala- og myndasafni Neskaupstaðar. Einar skrifar í þessa minnisbók sína árið 1919: „25.9. sendi með M/K Reginn vátryggingarskýrslu skipshafnar Rigmors ásamt vátryggingar- f gjaldi hennar kr. 115,25 til sýslumanns." Einnig skrifar hann í þessa minnisbók sína: „19.10 sendi ég sýslumanni dánarskýrslur hinna drukknuðu sjómanna ásamt tveimur bréfum þeim viðvíkjandi." Einnig skrifar hann: „8.11. sent sýslumanni með landpósti dánarbætur hinna 5 drukknuðu sjómanna," en ekki verður séð á þessu hvort hann á hér við skipshöfn Rigmors. Bréf hreppstjór- ans til sýslumannsins liggja einhvers staðar í skjalahaugnum hjá Þjóðskjalasafni, ef þau eru þá til. Þann 9. maí árið 1928 var í Kaupmanna- höfn afhjúpað af Kristjáni konungi 10. minnismerki um þá danska sjómenn sem létu lífíð af völdum styijaldarinnar 1914—1918. Þetta mun vera eitt stærsta minnismerki í Kaupmannahöfn. Það stendur * við innsta hluta listibátahafnarinnar við Löngulínu, skammt frá minnismerkinu um Hafmeyjuna. Á stöpul minnismerkisins eru greypt nöfn þeirra skipa sem talin voru hafa farist af völdum striðsins og nöfn þeirra manna sem fórust með þeim. Þar er nafn mótorskonn- ortunnar Rigmor og nöfn eftirtalinna manna: Ó. (Ölafur) Sigurðsson, skipstjóri, Ó. (Ólafur) Ólafsson, stýrimaður, hásetar: K. (Karl) Lárusson, F. (líklega Frímann) Guðnason, G. (Guðjón) Helgason (frá Vest- mannaeyjum), T. (Þorsteinn) Jóelsson og vélgæslumaður J. (Jóhann) Jóhannsson. i Skráningarskírteini skipsins sem dagsett er í Kaupmannahöfn 3. apríl 1917, þegar Konráð Hjálmarsson kaupmaður á Norðfirði kaupir það, er til á Þjóðskjalasafni. Á þetta skráningarskírteini eru skrifuð, án dagsetn- ingar eða undirskriftar, orðin: Skipið fórst í Atlantshafí. J esúítalýðveldið í Paraguay esúítalýðveldið í Paraguay, eins og það er stund- um kallað, hefur dregið að sér athygli manna síðastliðin 300 ár. Á tímabilinu rétt fyrir frönsku byltinguna 1789 dáðust heimspekingar og aðrir vitringar að því og töldu það hafa verið dæmi Jesúítar settu það að skilyrði fyrir trúboði sínu í Suður-Ameríku að litið væri á indíánana sem alfrjálsa menn. Annarstaðar þvinguðu Spánverjar þá til vinnu fyrir sig og leiddi það til þess að indíánarnir hötuðust við útlendingana og höfðu óbeit á trú þeirra. En þar sem indíánarnir áttu allt sjálfir í Jesúítaborgunum kom slíkur vandi ekki til sögunnar. Eftir PHILIP CARAMAN. Þýtt hefur TORFIÓLAFSSON um þjóðfélag með fullkominni stjóm. Á fyrra helmingi 19. aldar töldu rómantískir menn að þar hefðu liðið ljúfustu dagar nýrrar kristni og enn síðar töldu forystumenn verkalýðshreyfingarinnar að þar hefði verið að finna fyrirmynd þess, hvernig sósíalískt Evrópuríki ætti að vera. TlLRAUNIN HEFST Tilraunin hófst í desember 1609. Þá lögðu tveir jesúítar af stað frá Asunción, höfuð- borg Paraguay, til Guirá, sem þá laut Spánveijum. Þeir sigldu upp Paraná-fljót, byggðu borg á bökkum þess og söfnuðu þangað índíánum sem bjuggu dreift á þeim slóðum og voru fegnir að sleppa úr höndum Spánveija og Portúgala sem ýmist þrælkuðu þá eða guldu þeim lítil sem engin laun fyr- ir erfiða vinnu. Spánveijar höfðu þá gefið embættismönnum sínum í Suður-Ameríku- nýlendunum fyrirmæli um að safna indíán- unum saman í borgir svo hægt væri að kenna þeim kristna trú og siði. Á næstu 20 árum voru stofnaðar tuttugu borgir af þessu tagi og bjuggu í þeim yfír 40 þúsund manns. Indíánarnir voru flestir af Guaraní-þjóðflokki, friðsömu og vingjam- legu fólki sem bjó áður í skógarkofum. Þeir lifðu á dýraveiðum og lítilsháttar garð- yrkju en áhöld höfðu þeir engin. Þeir vom vel á sig komnir líkamlega, þreklegir og liðugir í hreyfingum og oft furðu ljósir yfirlitum. Þeir vom eingyðistrú- ar en höfðu ekki skipulagða guðsdýrkun. Sama ár fóm tveir aðrir jesúítar í suður- átt frá Asunción og stofnuðu borg þar sem árnar Paraguay og Paraná mætast. Hana nefndu þeir San Ignacio (Guazú) og var hún flutt til nokkmm sinnum þangað til 1668. Þangað kom árið 1612, séra Roque Gonzál- es, sem áður hafði starfað meðal Guaycurú- indíána. Hann var allt í senn: arkitekt, múrari og trésmiður og hann skipulagði borgina og sá um smíði húsanna. Einnig kenndi hann indíánunum að ræktajörðina. Ennfremur skipulagði hann kirkjulífið í borginni, kenndi mönnum sálmasöng og vandi þá á kirkjulegt hátíðahald. Hann var einlægur maður og vann fljótt traust indíán- anna. Bróðir hans var landstjóri í Asunción árið sem hann var sendur til San Ignacio. Eftir sjö ára dvöl í San Ignacio tók séra Gonzáles að færa út þetta nýja landnám og stofnaði kringum tíu borgir til viðbótar á svæðum sem nú ná inn í Argentínu og Brasilíu. En árið 1628 drápu indíánar hann og tvo aðra Jesúítapresta. ÁRÁSIR Þrælaveiðara Enda þótt jesúítamir yrðu fyrir nokkm manntjóni, héldu þeir áfram að stofna borg- ir fyrir indíánana og varð vel ágengt. Kirkjur þeirra vom taldar standa jafnfætis því sem best var gert á því sviði í Suður-Ameríku. Þeir komu á fót kirkjukómm sem stóðu kómm Evrópumanna lítt að baki. Búskapurinn blómstraði, bæði hvað kvik- fjárrækt og akuryrkju snerti og þeir fóm brátt sjálfir að spinna og vefa bómull í fatn- að handa sér og urðu innan skamms aflögufærir að framleiðsluvömm. En þá tóku þrælaveiðarar frá Sao Paulo að sækja á þessar slóðir. Það var ótíndur glæpalýður en dugmiklir bardagamenn og unnu fyrir sér með því að veiða indíána og selja þá til þrælkunar á plantekmm Bras- ilíu. Þegar þeir vom búnir að heija nágrenni Sao Paulo tíl hlítar, fóm þeir að leita á borgir Jesúítanna. Jesúítar leituðu til Spán- veija um vernd en þeim beiðnum var ekki sinnt. Borgimar biðu hið mesta afhroð, húsin vom brennd og íbúarnir fluttir burtu svo að leggja varð niður nokkrar borganna og flytja þá sem eftir lifðu til annarra borga. Týndist margt indíánanna í þeim flutningum því yfír erfítt land var að fara, fmmskóga og beljandi stórfljót. Þrælaveiðararnir færðu nú enn út kvíam- ar og sóttu til fleiri borga og Spánveijar létu sem ekkert væri þótt til þeirra væri leitað. Indíánamir höfðu ekki annað til varn- ar en kylfur og boga en þau vopn stoðuðu lítt gegn ríðandi ræningjum með byssur og blóðhunda. Þar sem jesúítar sáu að til lítils mundi vera að leita frekar á náðir Spánveija um hjálp, sóttu þeir um leyfi til konungs til að koma á fót vamarliði, vopnuðum byssum. Þeir fengu það leyfi og þótt þeir biðu marg- an ósigur í upphafi, tókst þeim loks að reka stigamennina af höndum sér og gátu þá farið að byggja upp það sem lagt hafði verið í rústir. Kringum 1740 náðu syðri borgirnar með bújörðum sínum næstum því þangað sem nú er Porto Alegre. Stærsta borgarsam- stæðan, sextán borgir alls, stóðu milli Paraná og Uruguay. SKIPULAG BORGANNA Borgirnar voru skipulagðar eftir fyrir- mælum Indlandsmálaráðsins. Fyrirmyndin vom borgir Grikkja og Rómveija, bein stræti og reglulegar húsaraðir. Oft vom strætin hellulögð og stór torg á gatnamótum. Á þeim stóðu kirkjurnar og sitt hvorum megin við þær prestahús og kirkjugarðar. Fyrst bjuggu indíánarnir í leirkofum en síðar vom byggð steinhús með skífuþökum. Borgirnar vom ævinlega byggðar á hæðum eða ásum, þar sem fijósamt land var í kring og stutt var í skóglendi og vatn. Fyrstu kirkjumar vom oft byggðar úr sedmsviði frá Paraná og hvíldu þökin á súlnaröðum. Þegar frá leið var þó farið að byggja kirkjur úr steini, stór og vegleg hús og glæsilega búin að skrauti og kirkjumun- um. Allt það sem til þeirra þurfti var smíðað á verkstæðum borganna. Utan við borgarmörkin vom byggðar kapellur, gistihús fyrir ferðamenn og ýmsar iðnaðarstofnanir. Borgirnar vom aðeins girtar þar sem hætta var á árásum villtra indíána. Vegir lágu á milli borganna en flest- ar vömr vom fluttar eftir ánum. Á Paraná einni vom yfir 300 skip í ferðum en heldur færri á Uruguay. Efnahagslífið Borgirnar urðu að vera sjálfum sér næg- ar svo ekki þyrfti að leita inn í skógana. Yfírmenn borganna úthlutuðu hverri fjöl- skyldu fyrir sig dálitlum landskika sem nægði henni til framfæris en einnig átti borgin sameiginlegt svæði sem allir ræktuðu í sameiningu. Var afrakstur þess notaður til að framfleyta þeim sem ekki gátu séð fyrir sér sjálfír. Nautgripi og hesta áttu allir sameiginlega. Jesúítarnir kenndu indíánunum að drekka te sem þeir ræktuðu sjálfir og tilreiddu en reyndu að venja þá af geijuðum drykk sem þeir höfðu framleitt áður og drukkið. Te það sem þeir ræktuðu þótti að lokum bera af öllu því te sem ræktað var í Suður- Ameríku. Nautgriparæktin lánaðist einnig mjög vel hjá þeim enda var landið gott og grasgefíð. Stundum veiddu þeir villta nautgripi til að auka og kynbæta hjarðirnar. Indíánaborgirnar vom langt frá borgum Spánveija svo þær urðu að koma sér upp eigin smáiðnaði. Guraraní-indíánar vom miklir hagleiksmenn, bæði á tré og málma og þóttu iðnaðarvömr þeirra ekki standa 18

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.