Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 15
Eitthvað nálægt öldinni miðri varð svokallaður Kalifomíustíll sérstakt afbrigði af módemis- manum í arkitektúr. Þessi stíll birtist til dæm- is í húsum eftir arkitekt- inn Richard Neutra og einkennist af flötum þökum og gluggum með risaglerrúðum, sem ná frá gólfi og uppí loft. Þarna var hliðstæða geómetríunn- ar, flatarmálverksins, sem þá var hin eina rétta stefna í myndlist og þótt undarlegt megi virðast, barst þessi Kaliforníustíll uppá íslandsstrendur og sjást hans merki í nokkr- um einbýlishúsum með alltof stómm gluggum og þökum, sem erfiðlega hefur gengið að láta halda vatni. Hús þessarar gerðar em ekki einu sinni byggð í Kaliforníu lengur, enda augljóst mál, að gluggar af þessari stærð em plága í svo sólríku landi. Nú er öldin önnur og enn sem fyrr dregur arkitetúrinn dám af viðhorfum í myndlist; nefnilega því, að nú er allt leyfilegt og allar fyrirmyndir em jafn góðar. Ekki er hægt að segja, að nýjar hugmyndir hafi fylgt þessari frjálslyndu stefnu; allt er „post“þetta og „post“hitt og em afbrigði af því sem kalla mætti síð- módernisma eða kannski eftir-módernisma. Dæmigert fyrir þessa stefnu er nýtt ein- býlishús eftir bandaríska arkitektinn Will- iam Adams, en sá sem byggði er kvikmyndaleikstjórinn Joe Pytka. Bygging- arstaðurinn er á strönd Kyrrahafsins, ekki langt frá Los Angeles og hefur þess verið gætt að hrófla sem minnst við náttúmnni. Eins og myndimar bera með sér, hefur þetta hús tvískiptan persónuleika, ef svo má að orði komast; forhlið og bakhlið em sín af hvorri gerðinni og varla hægt að ímynda sér að hliðarnar heyri báðar til sama húsinu. Arkitektinn kvaðst hafa leitað fanga í ítalskri villu í Toscana-héraði, ensku Tud- or-húsi, frönskum herragarði og gömlum svissneskum stíl. Hliðin sem að götunni snýr er symmetrísk - hægri hliðin spegil- mynd af þeirri vinstri - og þannig hefur löngum tíðkast að skipa niður gluggum og dymm, þegar menn vildu hafa klassískt yfirbragð og virðulegt. En gesturinn, sem leiddur er inn í þetta hús, verður sennilega hissa, þegar hann gengur út úr því að framan og lítur þá hlið, sem snýr út að hafinu. Þar er hreinlega allt annað „landslag" og ber mest á ýmsum stíleinkennum úr þessum svokallaða post- módernisma síðustu ára. Eins og gróðurinn ber með sér er ekki úrkomusamt á þessum slóðum; samt þykir nú tilhlýðilegt að hafa ris. En valmaþakið, sem við blasir frá göt- unni er allt annarskonar þak frá hinni hliðinni. Enda þótt myndimar gefi hugmynd um steinhús, er húsið raunar byggt úr timb- urgrind og klætt að utan með stucco-plötum. Arkitektinn kveðst hafa fengið eitt lykil- orð frá húsbyggjandanum: „Romance“, sem getur þýtt ástarævintýri á ensku, en hefur þó miklu víðfeðmari merkingu; líklega hefur hann einfaldlega meint eitthvað rómahtískt. Ugglaust er það mjög misjafnt, hvernig fólk ímyndar sé rómantískt hús. Sumir munu sjá fyrir sér einhverskonar „Hans og Grétu-hús“, aðrir fjallahús í Tyrol. Ekki hefur undirritaður beint tilfinningu fyrir því, að hér hafi verið spilað eftir rómantísk- um nótum og það er ekki síst litameðferðin, sem á sinn þátt í því. Þarna er allt í svörtu, hvítu og gráu, bæði að utan og innan. GÍSLI SIGURÐSSON Klofinn perónuleiki - hér er sú hliðin, sem að hafinu snýr. Að innanverðu er alltíhvítu og svðrtu. T ímans tákn Klassískt yfirbragð með síð-módernísku ívafi. Hér er sú hliðin sem að götunni snýr. Nýr Kaliforníustíll birtist í einbýlishúsi eftir William Adams LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9.'JANÚAR 1988 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.