Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 21
LESB3K 8. JANÚAR 1988 L E R tekjumar, en ekki umtalsverðan innlendan tekjuþátt, sem dreifist um allt þjóðfélagið og þýðir að umfangið sé verulega stærra. Með sömu forsendur í huga voru gjaldeyristekjur af ferða- þjónustu samsvarandi um 74% af öllum útflutningi íslendinga til Bandaríkjanna á árinu 1986 og 3,7 sinnum hærri en allur útflutn- ingur til Sovétríkjanna á sama ári. Omæld vinna og ijármunir hafa vafalaust verið lögð í þau viðskipti. Ef litið er til annarra landa, til dæmis Svíþjóðar, þá eru gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu um 620% hærri en allur útflutn- ingur til Svía á árinu. Ferðaþjón- ustan gefur 3,3 sinnum meiri tekjur en útflutningur lands- manna til Frakklands. Gjaldeyristekjur af ferðaþjón- ustu voru á sama tíma liðlega tveimur milljörðum hærri en tekj- ur af öllum óverkuðum saltfíski, sem er uppistaðan í saltfískút- flutningi landsmanna og tæplega 60% af öllum útflutningi frystra fískflaka. Sé litið til loðnumjöls- framleiðslu kemur í ljós að á árinu skilaði ferðaþjónustan liðlega þre- földu verðmæti hennar og um það bil fjórtánföldu andvirði af út- flutningi humars. Ef litið er til margrædds land- búnaðarútflutnings kemur í ljós að ferðaþjónustan skilar um það bil tólf sinnum meiri tekjum en nemur útflutningstekjum af land- búnaðarvörum á sl. ári. Það gæti verið fróðlegt talnadæmi að bera saman annars vegar uppbætur í landbúnaði og hinsvegar útgjöld hins opinbera vegna ferðamála. Hversu margra óniðurgreiddra lambalæra skyldi erlendi ferða- maðurinn neyta á meðan hann dvelur héma eða hve mikils magns af landbúnaðarvömm yfir- leitt? Miðað við iðnaðarvömútflutn- ing hefur ferðaþjónustan skilað tekjum sem samsvara 81% af heildarútflutningi að meðtöldu áli og álmálmi. Ef ál er ekki talið með gaf ferðaþjónustan af sér 2,4 milljörðum hærri upphæð en allur annar útflutningsiðnaður. Um er að ræða 8,5 sinnum hærri upphæð en sem nemur öllum útflutningi lagmetis og hlutfallið er nokkm hærra ef miðað er við allar út- fluttar prjónavömr úr ull. Samanburður við kísilgúrinn sýnir tuttuguogfjórfaldar tekjur af ferðaþjónustu. Til gamans skal hér að lokum litið á tekjur af útfluttum fiímerkjum, samkvæmt heimildum Hagtíðinda. Þar er hlutfallið tvö- hundmðogtuttugufalt, ferðamál- unum í hag. Það er fróðlegt að bera saman stöðugildi, annars- vegar hjá hinu opinbera vegna landkynningar ferðamála og hins- vegar stöðugildi við sölu frímerkja hjá Pósti og síma. Samkvæmt upplýsingum sem Ferðablaðið hefur aflað sér em stöðugildi í frímerkjasölu 9,6 á móti 4 í ferða- þjónustu og heyra þó báðir málaflokkar undir sama ráðu- neyti. Heimatökin ættu því að vera hæg ef vilji er fyrir hendi, að minnsta kosti til áherslubreyt- ingar, með fullri virðingu fyrir frímerkjunum okkar. En hér kem- ur að margræddum vilja stjóm- valda til að móta og fylgja eftir stefnu í ferðamálum. Verður síðar að því vikið. OB Ferðaþjónusta sem útflutningsgrein TALNALEIKUR UM GILDISMAT FERÐAÞJÓNUSTU Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu og samgöngum samsvara fimmt- ungi alls sjávarút- flutnings og eru 81%afiðnaðar- vöruútflutningi. Isíðasta Ferðablaði vom birtar nýjustu upplýsingar um gjald- eyristekjur af ferðaþjónustu, bæði í þrengri merkingu og einnig þeg- ar tekjur af alþjóðaflugi em reiknaðar með. Jafnframt var þess getið að fróðlegt væri að stilla upp nokkmm talnadæmum sem sýndu samanburð við aðrar atvinnugreinar og einstaka þætti í útflutningi sem em kannski nærtækari. Það væri líka athug- unarefni að bera saman eyðslu okkar sjálfra í ferðalögum erlend- is við tekjur i ferðaþjónustu. í flestum nágrannalöndum okkar er það opinber stefna að ná hér jöfnuði með ýmsum aðgerðum, til dæmis með því að stuðla sér- staklega að uppbyggingu ferða- þjónustu í landinu og gera sérstakt átak til að hvetja íbúa til að ferðast um eigið land og auðvelda það á margan hátt. Ekki verður séð að sjík stefnumörkun eigi sér stað á íslandi. Síðar verður leitast við að bera saman tekjur og eyðslu, en að þessu sinni verða rakin nokkur samanburðardæmi. Samkvæmt upplýsingunum námu heildargjaldeyristekjur af ferðaþjónustu og samgöngum um það bil 7,1 milljarði króna. Sú upphæð samsvarar andvirði fímmtungs alls sjávarvöruútflutn- ings landsmanna árið ’86. Miðað við gildi sjávarvöruútflutnings fyrir íslenskt þjóðfélag, hlýtur jafnhátt hlutfall að teljast mjög þýðingarmikið og er án efa veru- lega hærra en margur hefur gert sér í hugarlund. Ef miðað er við erlendan gjaldeyri, er hér um að ræða 173 milljónir Bandaríkja- dala. Hér er aðeins átt við erlendu Ferðaþjónusta við helstu útflutningsgreinarnar 1986: Þreföldu verðmæti miðað við loðnu- mjölsútflutning. Morgunblaðið/ Gól 3,7 sinnum meira verðmæti en allur útflutningur til Sovétríkjanna. 74% af tekjum af öllum útflutningi 81% af tekjum af öllum 8,5 sinnum meira verðmæti en út- flutningurlagmetis. 12 sinnum meira verðmæti en land- búnaðarútflutningur. 24 sinnum meira verðmæti en út- flutningurkísilgúrs.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.