Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 12
Baltasar - kominn í hríng til stíls og litar, sem er honum eiginiegur - „Ég er rekaviður á þessari strönd“ Baltasar hefur verið mjög virkur í myndlist- arlífi hér á landi síðan hann kom hingað fyrir réttum 25 árum. Hann hefur bæði notið þess ,og goldið að vera aðkomumaður. Það flýtti fyrir því, að hann yrði þekktur, en hann hefur Rætt við BALTASAR í tilefni sýningar á Kjarvalsstöðum líka orðið fyrir barðinu á öfundinni, sem er ríkur þáttur í fari okkar og stafar kannski af fámenninu og kunningsskapnum. Það er ákaflega hvimleitt þjóðareinkenni og flestir sem njóta velgengni kynnast því í einhverri mynd. Málari sem nýtur velgengni er ber- skjaldaður fyrir þessu, vegna þess að hann ber sjálfan sig á torg, ef svo mætti segja; salan ef einhver er, fer fram fyrir opnum tjöldum. Þótt Baltasar málaði í fyrstu íslenzkt landslag, báta, hesta og bændur í dimmum jarðlitum, sem voru framandlegir í íslenzkri myndlist, tók almenningur þessu framlagi vel og mörgum þótti fengur að fá málara, sem virtist sjá og túlka umhverfi okkar á aðeins annan hátt en hafði tíðkazt í íslenzkri list. Þótt Baltasar hafi orðið einskonar hirð- málari sumra opinberra stofnana, hefur orðið minna um opinberar viðurkenningar á listamanninum. Lengi vel var reynt að koma í veg fyrir að hann gæti gerst félagi í FÍM (Félag ísl. myndlistarmanna). Listasafn ís- lands á eftir hann eina litla mynd, Listasafn Háskóla Islands enga og Reykjavíkurborg á ekki heldur mynd eftir hann, þó allar stærstu sýningar hans hafi farið fram í borginni. Einu sinni, fyrir um það bil 10 árum, hlotnuðust honum listamannalaun í lægri flokki, en síðan aldrei aftur. Hvers- vegna hann var verðugur launanna þetta eina ár, er honum hulin ráðgáta. Listasafn Kópavogs hefur þó staðið sig bærilega og á eftir hann nokkrar myndir- kannski vegna þess að hann hefur um árabil verið Kópa- vogsbúi. Það er þó öðru nær en að Baltasar sé bitur yfir þessu. Hann hlær hjartanlega að blessuðum litlu mafíunum héma og öllum klíkuskapnum og potinu. Hann hefur ein- faldlega svarað fyrir sig með því að halda oftar en flestir aðrir stórsýningar á Kjarvals- stöðum og það verður að teljast afrek, að hann hefur í öll þessi ár getað séð sér og sínum farborða með list sinni. Nú hafa þær breytingar orðið á heimilishögum að bömin em komin af höndum eins og gengur þegar menn eru fimmtugir, en auk þess er Kristj- ana kona hans myndhöggvari og keramik- listakona með eigið verkstæði og það léttir að sjálfsögðu róðurinn. Ég er ekki frá því að þessi aðstöðumunur endurspeglist á sýn- ingunni. Baltasar er ekki eins háður markaðnum og áður og hefur leyft sér að mála myndir í stíl og stærðum, sem höfðar ugglaust ekki eins til hins borgaralega stofu- listarsmekks og margt sem hann hefur gert áður. Á sýningum Baltasars, sem orðnar em æði margar, hefur mátt sjá að hann hefur haldið tryggð við nokkur myndefni eða temu. Þar á meðal em hestar og hesta- menn, ádeilumyndir, tré og gróður í ýmsum myndum; þar á meðal lauf og rekaviður. Einnig hefur hann reynt sig við bókmennta- legar fantasíur, mannamyndir hafa reynst notadijúg sérgrein og sérstakur kapítuli er það sem hann kallar amboð og rúmar hvers- kyns áhöld og jafnvel bækur. Síðast en ekki sízt er að nefna kirkjulist, þar á meðal stóm freskuna í Víðistaðakirkju, sem er stærsta málverk á íslandi, 200 fermetrar, en þótti samt svo lítill viðburður í augum ráðamanna hjá ríkissjónvarpinu, að ekki þótti taka því að senda myndatökumann suður í Hafnarfjörð, þegar verkið var kynnt. Framundan er svipað verk, þó ekki í kirkju, heldur Húnavallaskóla og það er listskreyt- 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.