Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 2
L E Y T A R l R M A Ð G w A T U R MARY CELESTE — skipið sem sigldi mannlaust um höfin Barkurinn Dei Gratia, sem var á siglingu frá New York til Gibraltar nálgaðist hratt þetta einkennilega tveggja mastra seglskip. Stefna skipsins var óstöðug, eins og skipverjar væru drukknir. Þegar vindhviða breyttist rann skip- ið eins og stjómlaust áfram. Skipstjórinn á Dei Gratia gat ekki séð neinn við stýri skipsins. Hann lét gefa venju- leg merki, en ekkert svar barst. Þegar barkskipið nálgaðist var bátur sett- ur á flot og skipstjórinn og annar stýrimaður ásamt tveimur hásetum reru út að þessu undarlega þögla skipi. Þegar þeir réru nær sáu þeir nafn skipsins á stefninu — Mary Celeste. Skipstjóri og stýrimaður klifruðu um borð. Þetta gerðist klukkan þrjú síðdegis þann 5. desember, 1872. Það sem mennimir tveir sáu þama skap- aði ráðgátu, sem fram á þennan dag er óleyst. Þegar þeir stigu upp á þilfarið komu engir sjómenn á móti þeim til þess að tala við þá. Þeir leituðu manna um allt skipið endilangt frá stefni til skuts, en það reynd- ist mannlaust með öllu. Með öðrum orðum; skipið Mary Celeste sigldi sér sjálft mann- laust yfir víðáttur Atlantshafsins. Það furðulega var að skipið var í ágætu ástandi. Búkur, möstur og segl í prýðilegu lagi. Farmurinn reyndist vera tunnur með ómenguðu áfengi og var þeim prýðilega komið fyrir í lestinni. Nægar birgðir matar og vatns. SÍÐASTIMORGUNVERÐUR Skipstjórans —í hásetaklefunum frammá voru kistur Eftir ÆVAR R. KVARAN háseta og fatnaður, allt þurrt og eðlilegt. Nokkrir rakhnífar fundust þama og voru enn ekki teknir að.ryðga. Pottar með matar- leifum héngu yfír kulnuðum eldi. Lagt hafði verið á borð fyrir morgunverð í káetu skipstjóra og var líkast því að stað- ið hefði verið upp frá óloknum morgunverði. Hafragrautur var á einum disknum og í eggjabikar stóð egg, sem hafði verið skorið ofan af. Við hliðina á einum disknum var opin flaska af hóstalyfí. Korktappinn lá við hlið hennar. Hinum megin í káetunni var minna borð með saumavél og á henni lá náttsloppur af bami. Rétt hjá voru flöskur með olíu- áburði, baðmull og fíngurbjörg, og upp við vegginn var dálítið bókasafn og svolítið pípuorgel í kassa úr rósaviði. Allt var þetta óskemmt og öllu eðlilega komið fyrir. Það var satt að segja engu líkara en að öllu skipshöfnin í heild hefði komið sér saman um að fleygja sér samtím- is fyrir borð. Hvað sem hér hafði gerst, þá var það ljóst að ekki gat verið ýkja langt síðan, því fæðan hefði skemmst og sjávar- loftið haft sín áhrif á málmhluti. Sama var að segja um káetu stýrimanns. Þar var allt í röð og reglu. Á skrifborðinu voru pappírar með ókláruðum útreikningum. Hann virtist einnig hafa orðið fyrir ein- hverri tmflun. Hálsnisti úr gulli, skartgripir og peningar var enn læst í peningaskáp skipsins. Það eina sem ekki fannst var sjóúr skipsins. Gat Hafa Verið Gerð Upp- REISNÁSKIPINU? Skipstjórinn á Dei Gratia hallaðist helst að því, að svo hefði verið. En hafi verið gerð uppreisn, hvemig hafði skipshöfnin þá komist undan? Björgunarbáturinn á Mary Celeste hékk enn uppi á bátsUglunum. Þeir hlutu því að hafa komist í annað skip eða varpað sér fyrir borð. Skipstjórinn og stýrimaðurinn á Dei Grat- ia fundu að vísu ýmsar ábendingar, að vissu leyti. Þannig fundu þeir í einni káetunni bjúgsverð, makað einhveiju sem virtist vera blóð, en síðar, þegar opinber rannsókn fór fram á þessum atvikum var nú hent gys að þessu. Svipaða bletti fundu þeir einnig á handriði á þilfari stjómborðsmegin, ná- lægt rifu, sem virtist hafa verið gerð með exi. Þegar skipstjórinn á Dei Gratia athugaði leiðarbók skipsins Mary Celeste sá hann, að síðast hafði verið skrifað í hana þann 24. nóvember. Það er að segja tíu dögum fyrr, en þá vár Mary Celeste á leið norður af St. Mary-eyju í Azoreyjaklasanum — meira en 400 mílur vestar en skipið fannst. Skipið virðist hafa verið yfírgefíð skömmu eftir að þetta var skrifað og hafði því verið á reki mannlaust og óstýrt í hálfa aðra viku. Þó gat þetta ekki verið. Þegar komið var að Mary Celeste vom segl hennar þannig sett, að skipið tæki við vindi frá stjómborða. Dei Gratia hafði fylgt sömu stefnu rétt á eftir hinu skipinu. En á 400 mílna siglingu sinni frá Ázoreyjum hafði Dei Gratia orðið að breyta beitingu segla. Það virtist því ómögulegt að trúa því, að Mary Celeste hafí komist á þann stað sem skipið fannst með seglin sett á stjómborða. Einhver hlaut því að hafa stjómað skipinu siðustu dagana eftir að fært var inn í leiðar- bókina. En hver? Eða hvað? Rannsókn skrifstofu flotamálaráðuneytis- ins í Gibraltar svaraði engum þessara spuminga. í rannsókninni kom í ljós, að Mary Celeste var skráð hjá Lloyd trygginga- félaginu í Bandaríkjunum 1871 sem brigg- antína 206 smálesta, með heimahöfn í New York. Og að eitthvað hafði verið snert við einni tunnunni af áfengi. Það kom einnig í ljós að auk sjóúrs (chronometer) vantaði líka sextantinn og farmskjölin. Einnig kom fram, að þeir sem verið höfðu um borð í Mary Celeste vom tíu manns. Briggs skipstjóri, sjö manna áhöfn og eigin- kona skipstjórans og ung dóttir. Enginn þeirra fannst framar. SKÝRING YFIRVALDA Sú skýring á þessum atburðum sem senni- legust þótti á þeim tímum, þegar þetta gerðist var skýring bandarískra og brezkra yfírvalda. í henni var hallast að þeirri skoð- un, að skipshöfnin hefði komist í áfengið, myrt skipstjórann og fjölskyldu hans, og síðan með einhverjum hætti komist undan á öðm skipi. En varla er hægt að segja, að þessi skýr- ing standist, þegar haft er í huga, að hvergi um borð sáust nein merki átaka, og hefði skipshöfnin komist undan hlutu einhveijir þeirra að koma einhvers staðar fram, þótt síðar yrði. Bmtu menn mjög heilann um lausn þess- arar ráðgátu og kom fram fjöldi annara skýringa. Hafði risakolkrabbi eða einhver önnur ófreskja ráðist á skipið, sem einhvem veginn hefði tekist að ná skipshöfninni, án þess að skaða skipið? Eða kynni skipið að hafa fundið dularfulla eyju nýrisna úr djúpinu, eins og Surtsey? Gæti skipshöfnin hafa far- ið í land, en ekki tekist að ná aftur til skips og drukknað, þegar eyjan hvarf aftur niður í djúp hafsins? Þá komu einnig fram hug- myndir jafnvel enn fjarstæðari, eins og að bókstaflega öll skipshöfnin hefði sogast af skipinu í ægilegum hverfilvindi eða vatnselg. FOSDYK-SKJÖLIN En árið 1913 eða um 40 ámm eftir að þetta gerðist kom fram ný skýring á þessum atburðum, sem mikla athygli vöktu. Skýr- ingin kom fram í grein í tímaritinu Strand í Lundúnum. Grein þessi var skrifuð af skólameistara einum, Howard Linford að nafni. Hann sagðist hafa rekist á þessa frá- sögn í skjölum, sem einn af starfsmönnum hans hefði skilið eftir hjá sér. Þetta var velmenntaður maður, sem ferðast hafði víða um heim, Abel Fosdyk að nafni. Skólameistarinn tók að glugga í þessi skjöl eftir lát Fosdyks. I þeim fann hann ekki einungis skýringar á hvarfi skipshafn- arinnar, heldur einnig skýringu á rifum þeim, sem taldar voru eftir axarhögg og fundust á þilfarsstefni Mary Celeste. í þessum skjölum heldur Fosdyk því fram, að hann hefði verið leynifarþegi í þessari síðustu ferð skipsins — og sá eini sem af komst í harmleiknum sem þar gerðist. Skjöl- in sögðu frá því, að hann hefði verið góðvinur Briggs skipstjóra. Briggs hefði fallist á að flytja hann með leynd með skip- inu, þar sem hann hefði af ónafngreindum ástæðum, þurft að komast sem fyrst til Bandaríkjanna. Á leiðinni yfír hafíð lét Briggs bátsmann- inn sinn smíða sérstakt þilfar frammí stefni skipsins handa litlu dóttur sinni. Og það voru einmitt stuðningsstoðirnar fyrir þetta þilfar, sem höfðu verið festar þar sem rifum- ar fundust í stefninu. Dag nokkum lenti skipstjórinn í deilum við stýrimann sinn um það hversu vel væri hægt að synda í sjónum í alfatnaði. Til þess að sanna mál sitt hefði Briggs varpað sér fyrir borð og farið að synda kringum skip- ið. Tveir menn aðrir af skipshöfninni fleygðu sér til sunds á eftir skipstjóra sínum, en aðrir skipsveijar fylgdust spenntir með þessu öllu frá þilfarinu. Allt í einu rak annar sjómaðurinn, sem var að synda kringum skipið upp ægilegt sársaukavein. Hann var þá fyrir framan skipið og allir á skipinu þyrptust því framá nýbyggða þilfarið í stefninu til þess að sjá hvað hefði gerst. í hópi þeirra vom eigin- kona skipstjóra og litla dóttir hans. En þetta nýja þilfar var ekki byggt fyrir. svo óvenju- legan þunga og brast því undan honum. Allt fólkið hrapaði því í hafíð, þar sem það reyndist auðveld bráð hákörlunum, sem þegar höfðu ráðist á sjómanninn, samkvæmt frásögn Fosdyks. MAÐURINN SEM KOMST UNDAN Hvað Fosdyk snerti, þá varð það honum til lífs, að hann náði í allgóðan fleka af þil- farinu sem brotnaði, en komst hins vegar ekki aftur um borð í skipið. Mary Celeste rak á brott. Þannig rak hann dögum saman um hafíð, þangað til honum skolaði á land á norðvestur strönd Afríku, nær dauða en lífí. Sagan í Fosdyk-skjölunum er svo sem snotrasta frásögn. Hins vegar gefur hún enga skýringu á því með hvaða dularfullum hætti skipið komst á þann stað þar sem það fannst að lokum. Þá em einstök atriði í frásögninni röng, sem ekki hefði átt að glepja menntaðan mann. Þannig segir Fosdyk í frásögn sinni, að Mary Celeste hafí verið 600 lestir, þegar sannleikurinn er sá, að skipið var aðeins þriðjungur þess eða um 200 lestir. Þá segir Fosdyk að skipveijar hafí verið Englending- ar, en þeir vom flestir Hollendingar. En mesta villan lá þó í því, hve ósennilegt það er, að nokkur maður hafí látið sér detta í hug að fara að synda kringum skip, sem smkvæmt vitnisburði Dei Gratia-manna hef- ur verið á hraðri ferð, þegar þessir atburðir gerðust. Allt er mál þetta í meira lagi dularfullt og óskiljanlegt, en ennþá hefur enginn skýr- ing komið fram önnur en frásögn Fosdyk- skjalanna. Þótt nú séu liðin rúmlega eitt hundrað ár síðan þetta gerðist er varla við því að búast að mál þetta eða þessi dularfulla ráð- gáta leysist nokkm sinni. Frásögnin af skipinu sem sigldi sér sjálft heldur vafa- laust áfram að vera óleysanleg ráðgáta. Höfundurinn er leikari og rithöfundur í Reykjavík. / J J}É fr i / v/ íedLJ 1 ' ,j !}j í W A ÆJl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.