Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 7
4*!»l LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. JANÚAR 1988 7 aðaluppeldistæki heimilisins, sem eldri bróð- ir hans fær ríkulega að kenna á. Hann er einnig glúrinn í því að gera sér upp veik- indi af ýmsu tagi til að draga að sér athygli umhyggju móðurinnar sem hann þráir sjúk- lega, en hún var hjúkrunarkona að mennt og sá oft í gegnum hann. Sviðsetningin misheppnast hvað eftir annað. Hann segir t.d. skólafélögum sínum að foreldrar hans ætli að selja hann í Cirkus Schumann til að verða akrobat. Kennarinn klagar í for- eldrana yfir skröksögunum og allt fer í uppnám á prestsheimilinu. Það á að beija drenginn til að gera greinarmun á draumi og veruleika. Hann finnur til sektarkenndar sem fylgjr honum lengi fráman af ævinni, en heldur í þá trú að lygarar og falsarar séu þeir sem elska sannleikann mest. Eldri bróðir hans fer ver út úr uppeldisástríðu föðurins og gerir sjálfsmorðstilraun. For- eldrarnir eru óhamingjusamir, móðirin vill skilja, en tíðarandinn leyfir ekki. Heimilið er rígbundið og því er haldið saman af skyldurækni og viðleitninni í því að vera til fyrirmyndar. Af elliheimi sóknarinnar má sjá béint inn í prestsetrið og þar eru hlut- verkin ákveðin fyrirfram og aginn jám- harður. Annars hefði allt farið úr böndunum. Einstaklingarnir leika, fá grímur og bíða tjón á sálinni. Lífið á heimilinu verður hinum næma dreng helvíti. Frelsi var óþekkt fyrirbæri í þessum heimi. Sjálfur telur Ingmar að þessi heimilisandi hafi gert það að verkum að þeir bræðurnir og faðir þeirra urðu á sínum tíma heitir aðdáendur Hitlers. Átakanleg er lýsingin þegar hann mörgum árum seinna heimsækir móður sína aldraða og reynir að komast til botns í lífi fjölskyldunnar. Hun er í þann veginn að leysast upp þar sem hún liggur undir teppinu. Dökkt augnaráðið veit inn á við og höfuðið er komið af hálsinum ... „Og nú sat ég í stólnum hennar," skrif- ar hann, „og sótti hana til saka fyrir afbrot sem hún aldrei hafði framið. Ég spurði spurninga sem ómögulegt var að svara.“ Leiðinlegar Bergman- MYNDIR Þessar ósvöruðu spurningar skjóta upp kollinum í ýmsum myndum og þær taka völdin og birtast í sálinni meðal annars í því sem hann kallar illa anda sem ásækja hann og stjórna lífi hans. Hann er á valdi afla sem hann getur ekki ráðið við. Það sama er að segja um flestar persónurnar í myndum hans sem ég hef séð, nema Fanny og Alexander. Þær eru leiksoppar krafta og örlaga sem eru á bak við. Þær eru að beijast við sífelldar sálarflækjur sem ekki eiga sér upptök í sjálfu myndefninu eða söguþræði og bregðast við áhrifum og djöf- ullegum öndum úr fortíðinni, forynjum og mýtum. Persónulega fannst mér oft að þær glefs- ur sem ég sá úr fyrri Bergmanmyndum hundleiðinlegar. Fólkið var eins konar svefn- englar á valdi einhverra krafta sem ég gat ekki skilið. Ég hef enn þá skoðun að fólkið í þessum myndum sýni hvorki frumkvæði né frumlegheit. Þetta eru meira eins og dúkkur sem sýna áhorfendum viðbrögð. Það er ekki um að ræða sjálfstæðar ákvarðanir þ.e.a.s. aktion, raunverulegt líf sem skapar, umbreytir og endurnýjar. Sjálfsævisaga Bergman sýnir manni af hveiju verumar eru eins og þær eru í mörgum myndum hans. Þær eru á sinn hátt líkar honum sjálf- um. Móðir Ingmars, þegar hún var um tvítugt og verðandi hjúkrunarkona. Faðirinn var prestur. Hér er kvikmyndahöfundurinn nokkuð lotlegur við stólinn sinn. Feiminn ungur maður í matrosafötum. Myndin er tekin 1925, þegar Ingmar Berg- man var 6 ára. Það er ekki ljóst hvort veruleikinn er á sviðinu, bak við það eða fyrir framan það. Þetta vandamál er sama eðlis eins og mörk- in milli draums og veruleika sem er það sem Bergman er alltaf að fást við og reyna að nálgast. Hann vill finna lögmál þessarar sameiningar, skilgreina þau, ná valdi á þeim og leysa þau upp. Hann segir á einum stað í bókinni um nokkrar af þekktustu myndum sínum: „Raunveruleikinn átti að leysast upp og verða að draumi. Mér hefur aðeins nokkr- um sinnum tekist að láta myndimar mínar hverfa átakalaust milli draums og vemleika ...“ (bls 270, þýðing PP). Á öðmm stað í bókinni segir hann að allar kvikmyndir sem ekki em hreinar heimildamyndir séu um drauma. Það er ekki ljóst hvort hann er að leita að sannleikanum og ég fyrir mitt leyti efast um það. E.t.v. hefur hann verið það í byijun en ekki eftir að hann náði valdi á tjáningarmiðinum og tækninni. Það er sam- einingin (samhörigheten) sem er honum heilög, hafin yfir alla gagmýni og jafnvel greiningu. Þess vegna skrifar hann ekki um núverandi konu sína sem hann hefur búið við í hamingjusömu hjónabandi í mörg ár. Það er þessi sameining sem hann er hrædd- ur við að týna þegar hann deyr, þess vegna er hann enn hræddur við dauðann, hann getur ekki hugsað þá hugsun til enda að hún leysist upp. Bergman hefur verið að leita að þessari sameiningu frá bamæsku eins og mystiker sem leitar að sameiningu við guð unio mystica. Hann hefur fundið sannleikann, en vegna þess að þessi sann- leikur er ekki almættið er Bergman bara venjulegur maður, og það fer vel í þjóð hans. Ef hann hefði gengið inn í almættið þá hefði hann aldrei snúið til baka til Svíþjóðar. Þeir sem finna stóra sannleikann verða ekki samir á eftir. „Ég sr í raun og veru bara glaður skíthæll" sagði Ingmar Bergman í viðtali fyrir nokkrum ámm. RÉTT ORÐ Á RÉTTUM STAÐ Hann segir frá því hvernig honum líður í samneyti við kvikmyndavélina, sem skráir allt óafturkallanlega, kosti og' galla gjörsam- lega tillitslaust. En þegar hugljómunin kemur, heimarnir opnast, og rétt orð er á réttum stað, rétt svipbrigði, sársauki, ör- vænting, þá er allt geymt að eilífu og tilganginum náð. Leikaramir, sviðið og ljós- ið o.s.frv., allt em þetta tæki til að rannsaka og skrá mörkin milli draums og vemleika. Það er þekkt að Bergman hafði mikið vald á þeim leikumm sem unnu undir stjóm hans, enda gerði hann mikið fyrir þá. Marg- ir þeirra hafa unnið með honum ámm saman og hafa lýst því að það sé engu líkt að vinna undir stjórn hans. Svipbrigði þeirra, fmm- legheit og sköpunargáfa hafa sýnt honum inn í heim sem var í molum í æsku og gert honum kleift að ná valdi á honum. Hann notar leikarana til að dæmigera hvemig hið ósýnilega mótar hið sýnilega. Snilligáfa hans felst í því að hafa töglin og haldimar á þessum mörkum, kunna á tækin og tækn- ina, svo vel að hún verður hluti af honum sálfum, hluti af tilfinningalífi hans. Berg- man gefur lesandanum innsýn í vinnubrögð sín, að svo miklu leyti sem það er hægt, því viðhorf og aðferð listamannsins em oft í ætt við mystik (þótt hann afneiti guði) og mystik fæst við það óumræðanlega. Oft hefur hann sagt að sambandið milli leik- stjóra og leikara sé ekki af þessum heimi, byggi ekki á raunsæi eða skipulagi, heldur hugljómun og óskýranlegum tilfinningum. Listin, listsköpunin, byggir á þessari mót- sögn, að sjá fyrir, að skipuleggja og stjóma því sem í raun og vem er samkvæmt skil- greiningu utan við tilraunir mannsins. Á einum stað segir Bergman að hann hati óskipulagðar uppákomur, og á öðmm stað að leikstjórinn verði að skipuleggja allt að smæstu smáatriðum til þess að geta leyft sér að improvisera. Leikararnir vom tækið til að kanna mörk- in milli vemleikans og draumsins, ímyndun- arinnar, sem getur verið raunvemlegri, (eða a.m.k.) skiljanlegri en vemleikinn. Hér hef- ur hann óslökkvandi ástríðu til að ná fullkomnun í list sinni, sameiningunni; að tengja það sem sést við það sem ekki sést — fullkomnunarþrá sem hefur rekið hann áfram þegar hann var misskilinn og niður- lægður, rak hann áfram jafnvel þegar hann hafði sjálfur enga trú um að hann væri .neitt annað en mislukkað eintak bæði sem einstaklingur og listamaður. Þetta er það sem Bergman hefur verið að glíma við alla æfi, sem barn, unglingur og fullorðinn, bæði í lífinu og í listinni, það gengur hvað inn í annað. Hann hefur engan áhuga á því að einangra og skilgreina það sem analít- iskir heimspekingar kalla raunvemleika. Hann skoðar það sem gerist á sviðinu gegn- um Laterna magica. Kraftaverk Bergman segir oft í bók sinni að leikhús sé svipað og galdur. Á leiksviðinu þurrkast mörkin út milli raunvemleikans og hins yfirnáttúmlega. Hann talar um „teatems innersta magi“ (bls. 223). Þegar hann lýsir frábæmm leikstjómm sem hann lítur upp til (Fellini, Kurosawa, Bunuel og Tarkov- skij), þá em þeir eins og miðlar, sjá það sem aðrir sjá ekki, þeir ferðast án átaka í landi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.