Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 13
Úr myndröð um nátttröll - andartakið þegar sólin rís og tröllið verður að steini- Beinakerlingin - íslenzkt alþýðumonúment og móðurform, sem fæddi af sér ann- t arskonar temu. Memento mori - minnstu dauðans. Tema um hendi guðs, sem gefur og tekur. ingasjóður, sem hefur gert skólanum fært að ráða Baltasar til þessa verks. Myndefnið verður úr sögu Húnvetninga og þjóðsögum þaðan, en allt er það á umhugsunarstigi; undirbúningsvinnan getur tekið hátt í ár. Fyrsta kirkjulistaverk Baltasars er í kirkj- unni í Flatey á Breiðafirði og er nú illa farið af slaga eða leka, en engan veginn ónýtt og listamaðurinn ætlar að gera við það. Nokkru síðar vann hann stóra altaristöflu á allan gaflvegg Ólafsvallakirkju á Skeiðum, en einnig trúarlegar myndir í kapellu ka- þólsku systranna í Garðabæ. Á sýningum sínum hefur Baltasar stundum sýnt trúar- legar myndir; til dæmis þrennu þar sem temað er krossfestingin, og á síðustu sýn- ingu hans var stór Kristsmynd. Af einhveijum ástæðum hafa íslenzkir listamenn lítið sinnt myndlist af trúrænum toga og ennþá minna ádeilumyndum. Líklega skortir þar fyrst og fremst hefð. Baltasar hefur alltaf litið á myndina sem kjörinn miðil til að koma skoðunum og til- finningum sínum á framfæri. Goyerskurnar frá síðustu syningu eru þó kapítuli út af fyrir sig innan þessarar greinar. Þar var ádeilan á menn og málefni hvassari og auðsæari en fyrr og síðar hjá Baltasar og allt var það unnið i anda þess mikla meist- ara í spænskri myndlist, Goya, sem lagði ofurkapp á ádeilumyndir síðari hluta ævinn- ar. Mannamyndir eru fyrirferðarmikill þáttur á ferli Baltasars og framtak hans á þeim vettvangi átti sinn þátt í að breyta viðhorfi hér, sem mótaðist af því að mannamyndir ættu heima í virðulegum stofnunum, en ekki í heimahúsum. Þegar á annarri sýningu sinni hér, árið 1971, sýndi Baltasar portret og á öllum veigameiri sýningum sínum hef- ur hann haft nokkur portret með, þar til nú. Nokkrum sinnum hefur hann málað sérstaklega fyrir sýningar myndir af þekkt- um listamönnum, til dæmis Sigfúsi Daða- syni, Magnúsi Á. Árnasyni og tvívegis af Thor Vilhjálmssyni. „Ég er að íhuga nýja leið til að mála portret“, segir hann núna. „Eitthvað, sem yrði frábrugðið þessu hefðbundna. Það er vandasamt, því hversu ftjálslega sem málað er, þarf portret að vera dókúment um við- komandi persónu. Ég vildi geta málað portret í þeim stíl, sem ég hef tileinkað mér í fijálsu málverki, þar sem maður lætur gamminn. geysa. Það vandasama er þetta: ég vil túlka tilfinningu mína gagnvart per- sónunni, sem ég er að mála og jafnfram vil ég að þessi sama persóna fái einhveija tilfinningu, sem hún getur heimfært uppá sjálfa sig, þegar hún sér myndina. Portret er misheppnað, ef það er ekki dókúment; sama hversu vel það er málað að öðru leyti. Og það er líka misheppnað portret, sem bara er dókúment, eða líkt persónunni. Til þess að lyfta portretti til flugs verður málar- inn að bæta við því tilfinningalega. Þess- vegna er auðveldara að mála myndir af vinum sínum og yfirleitt af fólki, sem mað- ur þekkir vel.“ Landslag getur naumast talizt fyrirferð- armikill þáttur í list Baltasars. Oftast er það bakgrunnur, til dæmis í hestamyndum, en nokkrar hreinræktaðar landslagsmyndir voru þó á sýningu hans Bogasalnum 1971 og minnisstæð er fijálslega máluð mynd af Lómagnúp frá Kjarvalsstaðasýningu 1977. Bæði þá og á annarri sýningu á sama stað 1980 voru litirnir orðnir miklu ljósari og skærari og formið nærri því abstrakta, til dæmis í stórri myndröð við Fákakvæðið eftir Einar Benediktsson. Baltasar:„Það er rétt, að litirmr voru orðnir miklu ljósari á tímabili og það kom fram á þessum tveimur sýningum 1977 og '80. Þetta voru meðal annars áhrif frá dvöl í Arizona í Bandaríkjunum, þar sem eyði- mörk er og geysilegt ljósmagn. En það er samt ekki líkt Spáni. Ég tel ekki að þessir ljósu litir hafi þróazt vegna áhrifa frá Is- landi. Þótt það komi kannski einhveijum spánskt fyrir sjónir, hefur ísland sömu áhrif á mig og Spánn; bæði löndin hvetja mig til dökkra lita.“ ' Haustið 1966 sýndum við Baltasar saman í Alwin Gallery í London og hann var þar með mjög dökkar myndir, en fijálslega málaðar svo allar útlínur í myndefninu urðu nokkuð óljósar. Hann yfirgaf síðan þennan stíl, en mér sýnist núna, að hann nálgist að vera kominn hringinn, enda gerist það æði oft á ferli málara, að breytingarnar leiði þá í hring. Við það kannast ugglaust flest- ir. Oft er erfitt að gefa á þessu skýringar, en hvað segir Baltasar; hversvegna hefur hann horfið frá björtum litum til hinna myrku? i,Ég held ég geti svarað þessu þannig", segir hann, „að ég var aðkomumaður á Is- landi og ég fór að mála fyrir íslendinga. Ég vildi sýna þeim, hvernig mér þætti landið, birtan og þjóðlífið. Ég sökkti mér niður í þetta og strax á annarri sýningu minni árið 1971, sýndi ég myndir af þorrablóti, safni sem rekið er til byggða, stóði sem rekið er á fjall, íslenzkri glímu og skilaréttum. Og bæði þá og síðar hef ég sýnt hestamenn. Myndefnið hefur oft verið töluvert íslenzkr- ara en hjá mörgum innlendum listamönnum; bændur austan úr Grímsnesi til dæmis og annað það, sem hér er upp talið. Og íslenzk bókmenntaverk hef ég sett mig inní og túlk- að; veigamest þar er myndröðin við Fáka. Ég hef leitazt við að gera þetta allt sam- an út frá eigin tilfinningu, en þéssi sérstaka litanotkun með áherzlu á dimma og djúpa * tóna er allt í senn: Arfur frá listaskólanum, arfur úr spænskri'myndlist og smekkur, sem á sér djúpar rætur. Þetta er óviðráðanleg tilhneiging og er mér eiginleg." (Sjá bls. 14.) 13 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. JANÚAR 1988

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.