Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 8
JÓHANN ÞÓRIR JÓNSSON Við fótskör þína Herdísarvíkin logar líkt og forðum lífið og kyrrðin hafa ekkert breyst. Fráleitt að ég svo fátækur af orðum fái í Ijóði þennan vanda leyst. Ljósið þitt skín og minningarnar meitlast máttug og dýrðleg myndin færist nær. Langt að úr fylgsnum hugans fortíð seytlar fáguð og skýr sem verið hefði í gær. í kvöld er hljótt og hafið sefur heiminn rökkrið að sér vefur. Hafa allir hljótt um sig. Loftið angar líkt og forðum Leitar hugur beiskt að orðum. Bjarg nú Einar bið ég þig. Geislar sólar gleði veita gaman væri þá að heita. Einar Ben og yrkja vel. Héma þreyði háaldraður hugði fátt um ærsl og blaður Nafntogaður um norðurhvel. Við þessa vík hann átti setur varla þekktu margir betur. Hennar frið og fögru kvöld. Stormasamt gat stundum verið steyptist hafið yfir skerið. Vitið skerpir veröld köld. Hafíð logar hrannir rísa, heljartökum strendur lýsa. Skapanornir skemmta sér. Öndin hátt um flýgur falda feiknstafír á hvolfín tjalda. Skáldsins hæst þá sköpun fer. SVEINBJÖRN BEINTEINSSON Svip- myndir Mannlífs í móðu rofar merki ég skin frá bálum, fyrri kynslóða kofar kveða þar við af málum, meðan Ijóstími lofar Ijóð er í geislum stijálum. Bregðum því aðeins ofar okkar hófsemdarskálum. Opnast hæðir og hólar horfum til fyrri drauma, þar sem við eltum ólar áður við harða flauma. Enn þar á undrum bólar eigum skýringu nauma. Dagur dýrlegrar sólar dregur fram nýja strauma. Enn hittast orð og minni alskýr frá liðnum dögum. Útivið jafnt sem inni allt verður þá að sögum. Raunsönn og ráðin kynni raða sér upp í brögum, líkt því sem lambfé rynni létt framúr heiðardrögum. Mörgu við gáfum gætur gæfan þar spann sinn toga. Fundum við bölva bætur beztar í því að voga. Vonir þar fengu fætur frárri en ör af boga. Glaðar sem glóð um nætur góðar minningar Ioga. Höfundur er bókaútgefandi og kunnur skákáhugamaður. Höfundurinn er bóndi, skáld og allsherjargoði á Draghálsi f Borgarfiröi. drauma og tákna; þeir hafa gert kraftaverk að atvinnugrein (bls. 89). Ég er viss um að fyrir Bergman er þetta meira en líkingamál. Á sviðinu er hægt að tala við og þreifa á þeim sem eru farnir á undan oss. Þeir eru nálægt, þeir ná valdi á okkur og við getum haft áhrif á þá. Á svið- inu er hægt að vinna með þá örlagaþræði sem móta tilfinningar okkar, reynslu og lífið í heild. Einstaka sinnum segist Bergman hafa fundið þessa nálægð utan sviðsins. Hann fann nálægð móður sinnar sem var í öðrum landshíuta, (hann heimsótti hana síðan, og vildi fá skýrslu um hvað hún hefði fundið á þeirri stundu, en hún þóttist ekk- ert vita!). Strindberg hefur hann fundið hjá sér oft, aðallega í sambandi við sviðsetning- ar á verkum hans. Gamli meistarinn er ekki alltaf ánægður og hefur hvað eftir annað lagt hindranir í veg fyrir Bergman og gert honum erfitt fyrir. Einu sinni hafa þeir hist á mörkum veruleika og draums, þeir Aug- ust og Ingimar, og ræddu um leiklist. Þá var Bergman skelfdur og fullur aðdáunar en Strindberg vingjamlegur og næstum innilegur.... ILLIR ANDAR OG MAGAPÍNA í uppvextinum var sífellt verið að hindra að hið sýnilega og hið ósýnilega gæti vaxið saman í hugarheimi Bergmans. í föður- húsum var ekkert frelsi til að þroskast eðlilega. Þegar hann svo tekur sér frelsið sjálfur, er það svo taumlaust að enginn hemill er til að nýta reynsluna í persónu- þroska og karaktermótun, fyrr en löngu seinna eftir margar myndir, mörg hjónabönd og mikil átök. Hugarórum hans og ímyndun- arafli var afneitað og hann barinn til hlýðni, þvingaður í skóla og þvingaður í kirkju á hverjum sunnudegi. Faðirinn talaði um guð og náð Jesú yfir söfnuðinum í kirkjunni, en blótaði heima og barði bömin (synina). Mamman var ástfangin, en ekki af pabban- um. Drengurinn hafði ekkert vald yfir þessu, hann lifði í tveimur heimum, sem ekki náðu saman. Fólkið í kringum hann lét ekki að stjóm, hann náði ekki sambandi, þar var engin sameining. Hann var einmana, ein- angraður og álitinn sérsinna og skrítinn. Myntumar, andamir og draugamir náðu valdi yfír honum, gerðu hann hræddan, lögð- ust á líkama og sál, hann talar um þá sem djöflana sína (mina demoner). Þeir hafa haldið fyrir honum vöku. Svefnleysið hefur verið eitt af'hans aðalvandamálum. Hann ræðir í bók sinni um hvað geti legið að baki: „Er þetta óljós sektarkennd eða óslökkvandi þörf fyrir að ná valdi yfir og stjóm á raunveruleikanum? Ég veit það ekki sjálfur." (bls. 263). Psykosomatísk kom þetta fram I sífelldum magakveisum, maga- sári, svima o.s.frv. Bergman getur þess í látleysi sínu, sem er eitt einkenni bókarinn- ar, að e.t.v. verði munað mest efir honum í leikhússögunni vegna þess að hann lét setja klósett nálægt sviðinu alls staðar þar sem hann vann í lengri tíma sem leikstjóri. Það eina sem virtist hjálpa gegn því að djöfl- amir næðu yfírtökum var vinnan, ná full- komnun í listinni. Það er e.t.v. ekkert skrítið að Bergman náði á toppinn og varð heims- frægur. REFSIVÖNDUR FÖÐURINS GENGURAFTUR Bergman er óvæginn í sjálfsævisögu sinni og miskunnarlaus, en hann beinir tillitsleysi sínu næstum eingöngu að sjálfum sér. Hann hefur ekki áhuga á að afhjúpa neinn nema sjálfan sig. Þeir sem leita að meinyrðum um konumar hans finna þar engin. Hvort hann hlífír þeim meðvitað eða ekki skal ósagt látið, en hann hefur margt gott um þær að segja. Þær hafa hjálpað honum á ýmsum stigum í þroskaferlinum og í list- inni. Það er athyglisvert að þar sem bitur- leiki og heift liggur enn undir í frásögninni fjallar hún um atvik og persónur sem á einn eða annan hátt hafa hindrað hann í listsköp- uninni. Það er í fyrsta Iagi skattamálið, sem varð heimsfrægt á sínum tíma. Lögreglan sótti Bergman til yfírheyrslu þar sem hann var við vinnu sína á sviðinu í Dramatenleik- húsinu í Stokkhólmi haustið 1976, þá leikhússtjóri, eftir að hafa gert nokkrar myndir sem slógu í gegn á alþjoðavettvangi og fært honum bæði fé og frama. Viðbrögð hans vom heiftarleg. Hann fékk taugaáfall og dvaldi í nokkrar vikur á lokaðri gjör- gæsludeild á geðveikraspítala. Síðan yfírgaf hann landið í fússi og starfaði erlendis í nokkur ár. Vissulega varð hann fyrir óþægindum, en mér fínnst viðbrögðin yfirdrifín þegar hann lýsir þessu rúmum áratug seinna. Hafa ber í huga að fyrirtæki hans velti milljónum og ekki óeðlilegt að hann þyrfti að gera grein fyrir skattamálum sínum þótt svo hann hefði látið ijármálin yfír á aðstoð- arfólk. Ég held að þessi rannsókn hafí verið honum eins og utanaðkomandi högg frá hinum harða raunveruleika, (frá föðurarmi ríkisins) inn í hið velskipulagða draumalíf, öryggi og frið, sem hann var að skapa á Dramatenleiksviðinu. Hér var refsivöndur föðurins kominn, afturgenginn, að brjóta niður ímyndaðan heim sonarins. I öðm lagi virðist hann ekki hafa fyrirgef- ið gagnrýnanda einum sem (samkvæmt Bergman) ofsótti hann með níði og gerði allt til að spilla fyrir honum og list hans. Lýsingin á honum er óvanalega kaldhæðin og án skilnings eða samúðar. Það sama er að segja um róttæku stúdentahreyfinguna í lok sjöunda áratugarins og áhrif hennar. Þessi „menningarbylting“ var, samkvæmt Bergman, tákn um afturkipp í sænsku menningarlífi (þetta er gott að hafa í huga fyrir þá á íslandi sem halda að Bergman sé hluti af róttækri sænskri vandamála- menningu, sem í raun og vem á engar rætur í vemleika verkalýðsins). Bergman getur ekki fyrirgefíð nemendum (og ein- hveijum kennumm) leikskóla ríkisins í Stokkhólmi, þar sem hann var stundakenn- ari, sem hentu honum á dyr, þegar hann hélt því til streitu að þeir yrðu að læra viss grundvallaratriði áður en þeir fæm út í það að vinna að leiklist í þágu byltingarinnar. Það var aðeins í Kína og í Svíþjóð sem lista- menn og kennarar vom ofsóttir og niður- lægðir í menningarbyltingu segir Bergman. Pétur Pétursson gegnir rannsóknarstöðu við guðfræðideild háskólans í Lundi. Hann er fréttaritari Morgunblaðsins í Svíþjóð. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.