Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 4
Kirkjan er írúst Harm var lágvaxinn og tággrannur og mikil ró yfir öllu hans fasi, sem bar merki lífsreynslu og þroska. Hann var eins og mér hefur alltaf þótt trúmenn eiga að vera. Ég var svo lánsöm að kynnast séra Sigurði. Viðtalið við séra SIGURÐ PÁLSSON, vígslubiskup, sem hér fer á eftir var skrifað nokkru áður en hann lést síðastliðið sumar 86 ára að aldri. Viðtalið er nú birt með samþykki ekkju hans, frú Stefáníu Gissurardóttur. Eftir SALVÖRU NORDAL Hann var ákaflega skemmtilegur viðræðu og var komið víða við í samtölum okkar. Hann fylgdist mjög vel með allri þjóðmála- umræðu, hafði mikinn áhuga á ungu fólki, Mfsskoðunum þess og áhugamálum. Við ræddum einnig oft um merkismenn sem hann kynntist á langri ævi og síðast en ekki síst um kirkjuna. Hann virti mest þær persónur sem eru stefnufastar og hafa manndóm. sjálfur hafði hann fastmótaðar skoðanir sem byggðu á traustum grunni kristninnar. Lífsskoðun sem byggir á þeim grunni verður ekki auðveldlega hnikað. Séra Sigurður var fæddur 1901 í Hauka- tungu í Hnappadal, sonur hjónanna Páls Sigurðssonar og Jóhönnu Guðríðar Bjöms- dóttur. Honum var veitt Hraungerðispresta- kall sama ár og hann var vígður prestur 1933. Síðar fiuttist hann að Selfossi þar sem hann þjónaði þar til hann lét af embætti árið 1971. „Ég ætlaði alltaf í guðfræði frá því ég var barn," sagði Sigurður. „Kannski var það að einhverju leyti vegna áhrifa frá séra Ama Þórarinssyni sem var sóknarprestur okkar, hann var ógleymanlegur. Ég þjónaði í prestskap í 43 ár, ef með eru talin fímm ár sem ég var á Reykhólum. Það er langur tími. Ég hef alltaf reynt að rækja mitt embætti eftir mætti, en þegar ég lít yfír farinn veg, er ég ekki viss um að hafa haft mikil áhrif á þessum langa starfstíma: Þó getur verið að maður hafí haft meiri óbein áhrif en bein.“ — Nú eru ýmsar skoðanir á lofti varð- andi trúarlíf íslendinga og ein skoðanakönn- un sýndi að mikill meirihluti íslendinga segist trúaður, þótt þeir fari ekki í kirkju. Hver er þín skoðun? „Islendingar eru allir trúaðir, en þeir em ekki allir kristnir. íslendingar eru ekki vel að sér í trúarefnum og vita ekki allir vel á hvað þeir trúa. Það er ekki mikið um trú- hræsni hér á landi. Hræsnin er meiri hjá fólki sem segist trúa minna en það gerir í raun og veru. Þó að fólk fari ekki mikið í kirkju nema á stórhátíðum sýnir það ekki hræsni. Heldur sýnir það t.d. um jólin hvað þessi hátíð sem er mesta stórhátíð kirkjunn- ar, á sterk ítök í fólki. Það er stórkostlegt að fylgjast með því hvað þjóðin er gagntek- in af jólunum. Það ber mikið á efnishyggj- unni fyrir jólin en ég lít ekki á það sem Séra Sigurður Pálsson. klofning frá því andlega. Jólin eru bæði líkamleg og andleg. Orðið varð hold. Jóla- hátíðin dregur fram gjafmildina og fegurð- ina i mannlegu eðli.“ — En hvað þegar fólk sækir trú til Aust- urlanda eins og mjög héfur verið í tísku? „Það að feta sig að Austurlandatrú er flótti frá því að taka kristnina alvarlega. Margt í trúarbrögðum Austurlanda er auð- vitað líkt kristninni en kristni án Krists er ekkert." — Þú segir að íslendingar séu trúaðir en samt virðist kirkjan ekki hafa mikinn hljómgrunn meðal manna, hvers vegna? „Ég get varla sagt það sem ég vildi segja um kirkjuna í dag. En hún er í rúst. Ástæð- umar eru margar en liggja þó fyrst og fremst i menntun og stjóm. Allt virkt skipu- lag vantar í kirkjunni og hún myndar enga heild, þess vegna verður oft litið úr góðum mönnum. Núna er einn biskup yfir öllu landinu og hann hefur aðsetur á einu lands- homi. Því getur hann ekki fylgst nógu vel með öðmm prestum og veitt þeim nógsam- legt aðhald. Mín skoðun er að hér eigi að vera 3 biskupar. Einn í Reykjavik, einn fyr- ir Norðurland og svo á að endurreisa biskupsstólinn í Skálholti. í Skálholti ætti að sitja andans maður sem gæti sinnt fólki. í Skálholti ætti líka að vera rekinn kirkju- skóli, en sá skóli sem starfræktur er þar nú er ekki til neins fyrir kirkjuna. Kirkjan þarf einnig að hafa fleiri mál til meðferðar, hún á að fjalla um þjóðmálin yfírleitt og ríkjandi móral. Prestastéttin þarf einnig að fá fleiri leikmenn til aðstoðar við starfíð. Starf presta er mjög erfítt, að halda predikanir alla helgidaga ársins er meira en flestir standa undir. Kirkjan þarf að hafa miklu meiri áhrif.“ Nýguðfræðin Afneitar Öllum Kristindómi „Guðfræðideildin við Háskólann hefur verið mjög stefnulaus í sinni kennslu sem er mikið vandamál. Það er slæmt ef prófess- orar eru miklir flokksmenn en enn verra ef þeir eru stefnulausir. Mikið var eitt sinn lagt upp úr svokallaðri Nýguðfræði en í henni felst visst ábyrgðarleysi og sjálf- stjóm; menn geta gert nánast það sem þeir vilja með textann. Slik sjálfstjóm leiðir óhjá- kvæmilega til óstjórnar. Auðvitað em engir tveir prestar eins, en ákveðin lykilatriði í guðfræði þeirra verða að vera eins. Hér reynir mjög á biskupinn." — Þú ert greinilega ekki hlynntur guð- fræði margra starfsbræðra þinna? „Ég hef verið í minnihluta í stéttinni vegna andstöðu minnar við nýguðfræðina og var því illa séður á tímabili. Eg hef aldr- ei tileinkað mér nýguðfræðina og hef aldrei séð eftir því. Á öllum prestastefnum hélt ég boðskapnum á lofti og með betri rökum en andstæðingamir. Nýguðfræðin er hald- laus og hefur nú lifað sjálfa sig; hún er minna en efnishyggja því hún hefur ekkert rými. Nýguðfræðin afneitar öllum kristin- dómi, en það er ekki hægt að tileinka sér ritninguna án trúar. Þeir sem aðhyllast nýguðfræðina leggja það þegar Jesú mett- aði 5000 manns þannig út að fólki hafí fundist það mett, að um skynvillu hafi ver- ið að ræða, vegna mælsku Krists. Á þennan hátt er búið að taka út kraftaverkið, hið yfímáttúrulega. Kristnin er dásamlega margbrotinn jurta- garður," sagði Sigurður og tók fleiri dæmi um túlkanir sem hann er ósammála. Hann var á móti því að breyta orðalagi trúaijátn- ingarinnar úr upprisu holdsins í upprisu mannsins. Og talið barst að kristinni sið- fræði. „Kristnin hefúr enga siðfræði heldur er takmark hennar að maðurinn öðlist kær- leika, það að temja sér lærdóm Krists felst ekki í siðfræði en er siðun. Kristindómurinn á sér eina hugsjón, Guð, hið stóra úrslitaorð sem er utan jarðar að miklu leyti. Og hann er í tilverunni eins og sólin er í sólkerfínu, geislar um allt." Þurfum Sterka Leiðtoga „Mjög lærdómsríkt er að lesa sögu bisk- upanna hér á landi. Þeir vom margir hveijir merkismenn. Ég held að frumkristnin hér á landi hafi verið ákaflega merkileg. Og hefur mér oft fundist ungir prestar ekki nógu vel að sér um þá sögu. Það var þrek- virki sem þessir biskupar unnu þegar landið var hálfheiðið, fólkið ólæst og prestamir meira og minna ómenntaðir. Samt sem áður vár staða biskupanna mjög sterk því þeir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.