Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 9
ERLENDAR B Æ K U R Richard Holmes: Shelley The Pursuit. Penguin Books. Margar bækur hafa verið skrif- aðar um skáldið Shelley, sumar hverjar góðar, aðrar slæmar og til eru þær sem hafa lítið annað með hann að gera en nafnið og slitrur úr lífi þessa ástsæla skálds Eng- lendinga. Shelley var uppreisnar- gjam strax í æsku og hann var aldrei leiðitamur hvað eitt né annað varðaði. Tæpra þrjátíu ára dmkkn- aði hann á Ítalíu og upp úr því varð frægð hans meiri og meiri. Það er í þessari vönduðu ævisögu sem má bókstaflega lesa um hvert skref skáldsins sem flakkaði víða og reyndi svo ótal margt. Richard Holmes fylgir hveiju fótmáli hans eftir og útkoman er læsileg skýrsla sem varpar ljósi á skáldið, bylting- arsinnan, guðleysingjann og frelsis- unnandann Shelley. Ritið er gríðarlegt að vöxtum, vel skrifað og trúi ég áreiðanlegt. Jan Harold Brunvand: The Choking Doberman and Other „New“ Urban Leg- ends. Penguin Books. Hver kannast ekki við söguna af konunni eða manninum sem setti hundblautan köttinn í örbylgjuofn- inn til að þurrka hann. Og man ekki einhver eftir mannætukóngul- ónum í jukkunum forðum tíð. Eða hafið þið heyrt af stúlkunni sem hafði starfað lengi á skyndibitastað og fann til slappleika sem svo var rakinn til þess að innyfli hennar vom gegnsoðin af því að hafa verið í nálægð við lekan örbylgjuofn. Vegaverkstjóri ók fram á hálf-' dauðan hund, segjum í Bárðardal, til að lina þjáningar hans ákvað hann að stytta honum aldur en hafði ekki annað sem hægt var að nota til þess en túbu af dínamíti. Hann batt túbuna um hundinn og tendraði þráðinn, kom sér í skjól og mátti horfa á hundgreyið neyta síðustu krafta sinna og haltra und- ir bíl verkstjórans með þeim eðlilegu afleiðingum að bifreiðin sprakk í loft upp. Ef forvitni einhvers er vakin fyrir nútíma þjóðsögum þá er hafsjór af þeim í þessari bók sem Bandaríkjamaðurinn Jan Harold Bmnvand hefur skrifað. Hann hef- ur safnað og grúskað í borgar- goðsögum um árabil og ritað aðrar bækur um fyrirbrigðið. Barbara Vine: A Dark-Adapted Eye. Penguin Books. Kjaftastíll er þá helst viðhafður þegar frænkur og frændur, vensla- fólk og nágrannar em fjarri og fólk fínnur hjá sér þörf að tala um þá. Hann er því brúkaður í lokuðum hópi, við eldhúsborð, í stofum, yfir limgerði í síma og ætíð með viðeig- andi andköfum. Rithöfundar hafa margir hveijir beitt honum í verkum sínum og ekki tekst öllum vel upp. Ruth Rendell kann að notfæra sér þennan stíl og undir dulnefni sendi hún frá sér A Dark-Adapted Eye. Það gerist að kona verður systur sinni að bana. Bróðurdóttir hennar rifjar upp kynni sín af þeim báðum sem harmleikurinn snýst um fyrir rithöfund sem hyggst rita sögu morðsins. Strax á fyrstu síðum bók- arinnar er maður hrifínn inn í hringiðuna og hungraður í meira leggur maður eftir krákustígunum allt til enda. V u Við mér bjarta vonin hlær Jón Gunnar Jónsson tók saman Guðfínna Þorsteinsdóttir 1891—1972 var lengi húsfreyja á Teigi í Vopnaf- irði, síðustu ár sín búsett á Selfossi. Kunn sem ljóðskáld undir nafninu Erla og gaf út nokkrar Ijóðabækur, ennfremur komu út eftir hana minn- ingabækur og þjóðsagnasöfn. Þá ritaði hún undir eigin nafni. Hún þýddi og skáldsögu eftir færeyska skáldið William Heinesen. Kunnast bama hennar var Þorsteinn Valdem- arsson skáld. Vel fer á að birta eftir hana á þessum árstíma kvæðið Júní. Við mér bjarta vonin hlær, vaknar þor í huga mínum. Ég þér fagna júní kær, ég er eitt af börnum þínum. Lýsast nætur, lengir dag, lörfum kastar sölnað engi. Vorsins dísir lífsins lag leika á ótal hörpustrengi. Loks, er blíði blærinn þinn bleikan hlíðar vanga strýkur, verða fríðust vorkvöldin, vetrar hríðum öllum lýkur. Litkast vallar lautin ber, lækir allir verða teitir, þegar fjalla hnjúkur hver hetti mjallar af sér þeytir. Grænu stráin stutt og smá, stækka þrá og úr sér teygja. Rósa B. Blöndals, fædd 1913, kennari að mennt, prestsfrú og áhugakona um mannúðar- og menntamál. Gaf út ljóðabókina Þakk- ir 1913 og Fj'allaglóð 1966, skáldsög- una Lífið er leikur 1938. Tek í óleyfi nokkrar af vísum hennar úr ljóða- bréfí, sem birtist í Þökkum, fallega hugsaðri bók og trúrri sínum tíma, en höfundi sínum lík: Sól og jörðu signi hýr, samt er fátt um bögur, smátt um ástarævintýr eða nýjar sögur. Margur gull und grænum skóg grafið á í leyni. Von, sem hló um vötn og mó, en varð að köldum steini. Bílaorgið er mér leitt og allur borgar fjöldinn. Sælla væri að sofna þreytt við svanaróm á kvöldin. Ég er þreytt á þessum glaum, þögnin hug minn fangar. Inn í grænna dala draum dóttur fjallsins langar. Um Hallgerði, sem oftast er kennd við Hlíðarenda og heitar ástir, hefur Rósa ort meir en þessa einu vísu er hér kemur að þessu sinni, seinna kannski meira. Hún var söm í heiti og efndum, hátt bar kost og galla sinn. Sterk í ástum, stór í hefndum, stolt á svipinn, föl á kinn. Hvítu og bláu blómin gljá. Búið má nú stríðið segja. Björk og víðir hátt úr hlíð horfa sfð á bjarmakvöldum, ung og fríð, er björt og blíð blómatíðin sest að völdum. Frelsisþrá, er falin lá, féll í dá um langan vetur, vaknar þá og vængjum á vítt um bláin sveimað getur. Þreytir margt um þankasvið, þegar kvartar barn og grætur, þreyttu hjarta færa frið fagrar, bjartar júnínætur. Nálgast ótta, allt er hljótt, öllum rótt, sem hvílast mega. Tugi nótta þor og þrótt þá má drótt við barm þinn teyga. Hvíl í friði, hjarta mitt, hækki sérhver gróðurangi. Búðu um lúna barnið þitt, bjarti júní, þér í fangi. ÞORVALDUR SÆMUNDSSON Við Galtará Andvari um öræfin líður, ársól á tindana skín, ilmþrunginn blærinn er blíður og blikandi jöklasýn. Víðlendar grundir glitra og gróa, þótt fátt sé um skjól. Lindir og lækjarsytra liðast hjá grösugum hól. Langþráðir fagnafundir; ó, fegurð, sem jörðin ól. Kúra hér klettum undir krossgras og melasól. Blómvarir ungar brosa í brekkunum sólu mót. Hjá dáfríðri dúnurt og mosa vex dulítil burnirót. Árstreymið hógláta, hreina, hreimblíðan þylur óð. Ennþá má glögglega greina á grundunum forna slóð. Seint mun Galtará gleymast né glófagurt liðið vor. Hér í grasinu geymast gömul elskenda spor. Vísur um mosann Ef sólskinsljóð samið ég gæti, syngja ég vildi um þig. Þú ert sá gullvægi gróður, sem gleður og hugbætir mig. í árhundruð þú hefur þraukað og þakið jafnt skriður og mel; grjótinu flosið þú færir, sem fer því svo dæmalaust vel. Hávaxinn hreykist þú eigi, en hýrnar við daggir og skin; á háfjöllum aleinn þú unir og auðninni breytir í vin. Möttul þinn mjúklega breiðir á mýrar og klungur og börð; hugprúður tánum þú tyllir á tinda og bröttustu skörð. Þú hlúir að beijum og blómum og býrð öllu mjúklegast stig. Ef auðnirnar megnuðu’ að mæla, margt fallegt þær segðu um þig. Land okkar skarti þú skrýðir og skýlir í frosti og hríð, viðkvæman gróðurinn vermir og verndar um eilífa tíð. Höfundurinn er fyrrverandi kennari í Reykjavik. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. JANÚAR 1988 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.