Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1988, Blaðsíða 14
Fyrr eða síðar kemur maður aftur að | því, sem manni er eiginlegt. Þessvegna er j Baltasar kominn að ákveðnum punkti, sem j manni finnst að sé langt aftur í tímanum. ; En málarinn kemur aldrei nákvæmlega að sama punkti aftur, enda væri þá öll þessi leit til lítils. Sanni nær væri að segja, að maður hverfur aftur til þess, sem er eigin- legt, en þroskaðri en áður. Varðandi Baltasar er það síðan spuming, hvemig þessi þroskaleið hefði orðið, ef hann hefði ekki hleypt heimdraganum, eða sezt að í hinum frægu höfuðbólum heimslistarinnar. Það gæti virzt eðlilegt í hans sporum að íhuga hvort búseta á íslandi hafi yerið skiptahlutur fyrir hugsanlega frægð erlend- is. Um það segir hann: „Ég hef aldrei haft minnstu áhyggjur af því að hafa misst af hugsanlegri frægð á Spáni eða annarsstaðar. En það er annað mál, að ég gat viða sezt að á sínum tíma. Það Kefði til dæmis vertð auðvelt að setjast að í París þar sem ég var og er mæltur á frönsku. Mexíkó hefðí komið til greina, • spænskumælandi iand með geysilega grósku í myndlist og auk þess átti ég skyldmenni þar. Ég gerði mér strax ljóst, að ísland var ekki staðurinn til þess að öðlast Qölþjóðiega frægð. Sannleikurinn er þó sá, að ég hélt að Island væri frumstæðará og afskekktara en raunin Ieiddi í ljós - og þótt merkilegt megi virðast, var ég einmitt að leita að þesskonar krummavík. Nú orðið kemur sú tilfínning stundum yfir mig, að mál sé að flytja á afskekktari stað. Þó ég sé félagsvera og oftast innan um fólk, þá er alger einvera mér lífsnauðsyn svona innanum og samanvið. Eftir mikil mannleg samskipti verð ég stundum að þrot- um kominn og þarf þá að vera einn í vinnustofunni, úti í hesthúsi, eða úti í náttú- runni til þess að fá hleðslu á nýjan leik. Sú var tíð hér fyrr á árum, að ég kom kannski daglega við á Mokkakaffi til þess að rabba við fólk eða hitta kollega. Svo kom maður við á Mogganum með teikningar og hitti þar marga að máli. Nú er þetta liðin tíð. Ég er hættur að koma á Mokka; sit hvorki þar né annarsstaðar á veitingahúsum yfir kaffidrykkju. Við förum sárasjaldan í bíó og sjónvarpið tefur okkur ekki einu sinni neitt að ráði. Tíminn fer í að vinna fyrst og fremst. Þegar maður er orðinn fimmtugur, fær maður tilfínningu fyrir því, að nú þurfí að nýta tímann vel. Sóa honum að minnsta kosti ekki til einskis. En ég les alltaf tölu- vert og hef svo hestamennskuna til þess að. fá mér líkamlega hressingu, andlega næringu og útiloft. Stundum leik ég mér við tölvu, sem er geysilega spennandi leik- tæki, en er mér nauðsynlegt áhald einnig. Þetta er nefnilega töluverður rekstur og mjög margvíslegt efni, sem til þarf; margar tegundir af pappír og lérefti. Oft bý ég til litina sjálfur; kaupi þá einungis litaduftið. Það hefur líka mikill tími og kostnaður far- ið í að skapa sér góða aðstöðu. Nú er hér samliggjandi rúmgott og vel tækjum búið grafíkverkstæði, 70 fermetrar með tveimur grafíkpressum af stærstu gerð og vinnu- stofa með plexiglerþaki, 100 fermetrar að flatarmáli. Hana lauk ég við fyrir tveimur árum. Kristjana er svo með sérstakt keramikverkstæði þar fyrir utan, en hún notar líka hinar vinnustofurnar þegar með þarf, bæði við grafík og málun, og eins aðstoðar hún mig við þrykkingar. Sem sagt, aðstaðan er orðin góð.“ ir listasagan að þau lifa. Ég vildi alltaf hafa þennan möguleika og þessvegna höfð- aði abstraktlist aldrei til mín; sem miðill fyrir ádeilu er hún alveg geld og mállaus. Adeilumyndir mínar núna eru meira en áður á tiifinningasviðinu; áhorfandinn mun tæp: ast þekkja fólkið, sem þar er fjallað um. í stað þess að mála nákvæmt útlit, hef ég leitast við að túlka tilfinningar gagnvart mönnum eða málefnum. Annað tema á sýningunni er bundið við náttúruna. Það eru einkum iaufblöð, sem geta verið heill heimur út af fyrir sig. Sjáðu þetta laufblað, sem ég hirti einhvemtnha í garðinum. Það er eins og loftmynd af lands- lagi: Þama em grænar torfur, sumstaðar em líkt og farvegir eftir vatn og sumstaðar gæti verið uppblásið land. Laufblaðið er einskonar gmnnform í náttúmnni og ég leik mér mjög fijálslega með það, bæði myndir af dýrlingum, sem vom pyntaðir og drepnir. A sýningunni verð ég með fjórar súlur, sem halda uppi þakinu á musteri listarinnar á íslandi. Meira segi ég ekki, en undirstrika það sama og áður: Það sem þarna er mál- að, er byggt á tilfínningu. Fjórða temað, sem ég vinn með í þetta sinn er Sigurboginn. Það er heldur ekki íslenzkt fyrirbæri, heldur er slík mannvirki að finna í borgum eins og Róm, Barcelona og París. Þeir hafa verið reistir til að fagna sigmm, en mér hefur alltaf þótt það mót- sagnakennt, til dæmis í ljósi þess hvað þessir sigrar kostuðu mörg mannslíf., Það er þessvegna mótsögn frá minni hálfu í sjálfu nafninu og ég nota þetta tema til að tjá mig um mótsagnakenndar tilfinningar. Þama get ég saméinað mjög fléttaða mynd- byggingu, en utn leið ftjálsa og liturinn fer Fjölmiðlasigurboginn - Úr myndröð um sigurboga. Sýning Baltasars, sem opnuð verður í dag á Kjarvalsstöðum er ólík ,hinum fyrri í þá vem, að þar em ekki neinar „mótífmyndir" svo sem áður hjá honum; engar myndir af hestum í landslagi, engar þjóðlífsmyndir og ekki heldur mannamyndir. Þessar myndir em skáldskapur málarans og þær em stór- ar. Þetta er metnaðarfull sýning fullþroska listamanns, sem ákveður að halda veigam- ikla sýningu á tímamótum í lífí sínu og lætur lönd og leið hvort verkin seljist. Raunar hefur alltaf verið erfitt að selja ádeilumyndir á íslandi. Þó kemur það fyrir. Fræg mynd af þessu tagi eftir Baltasar: „Þegar emimir fljúga, verða hænurnar hræddar“, hefur selzt og sama má segja um tvær Goyerskur hans. A Spáni eiga ádeilumyndir rótgróinn sess, allt frá Goya, en margir frægðarmenn úr listasögunni hafa látið eftir sig þesskonar myndir: Daumier, Hieronimus Bosch, Breugel, van Gogh og ekki má gleyma Picasso í þessu sambandi. Þá hafa Þjóðverjar átt átaka- menn í þessum flokki: Max Beckmann og George Grosz, sem tjáðu sig ótæpilega um mannlíf og stjórnmál í Weimarlýðveldinu. Um þetta tema í sýningunni segir Baltasar: „Sumar ádeilumyndir eru alveg bundnar við sinn tíma og lifa þá ef tii vill ekki til lengdar, en séu þetta góð listaverk, þá sýn- hvað snertir birtu og ártíðir. Það sem heill- ar mig mest er þetta monúmentala form og það að stækka svona smáatriði úr náttú- runni uppí að vera faðmur á breidd. Enginn skyldi misskilja þá stækkun á þann veg, að hér séu einhverskonar smásjárathuganir. Þetta er frekar abstraksjón og hugleiðing um að lítið lauf getur orðið jafn þýðingarm- ikið í mynd og heilt fjall. En það er eins með þetta og ádeilumyndimar; ég lýsi ekki laufinu, heldur er þetta á tilfinningalegum grunni. Það sama má segja um aðra náttúru- afurð, sem ég hef máiað og fellur undir þetta tema, nefnilega rekavið. Rekaviðurinn á ströndinni og ég eigum það sameiginlegt að hafa rekið hér að landi. Ég er rekaviður á þessari strönd. Þriðja temað á sýningunni er súluhöfuð, sem er fyrirbæri úr byggingarlist Forn- Grikkja, Rómverja og raunar frá síðari öldum einnig. Rómönsk hefð frá 10.-12. öld er fyrir því að gæða súluhöfuðin lífi með myndum og þetta má sjá í höllum og köstul- um, en einnig mjög oft í kirkjum. Þetta var meðal annars gert til þess að ólæst fóik gæti meðtekið boðskap á myndrænan hátt. Freskan túlkaði það jákvæða, en á súluhöfð- unum voru hafðar myndir af því neikvæða, svo sem pestum og styrjöldum og þar voru ekki eftir lögmálum raunsæis. Kannski fínnst einhveijum þetta þungmelt og óað- gengilegt, en nöfnin vísa dálítið veginn: Sigurbogi hinna sigruðu, Pjölmiðlasigurbog- inn og Sigurboginn um sannleikann á bak við sannleikann. Fimmta temað á sýningunni eru nátt- tröll, sem eru rammíslenzk - en hvemig tengjast þau okkur? í fyrsta lagi: Þetta eru ekki lýsingar á nátttröllum úr þjóðsögum. Þama kemur enn það mótsagnakennda: Nátttröllið deyr eins og kunnugt er þegar sólin rís, en við ætlum okkur að skána við upplýsinguna. Sumir verða þó að steini við hveija ljósglætu sannleikans, sem þeir sjá - og í öllum er eitthvað af tröllinu. Samt eru þetta ekki ádeilumyndir. Sameiginlegt í þeim er augnablikið, þegar sólin rís og tröllin verða að steini. Kannski hafa allir uppgötvað slík augnablik, - og sumar frá- sagnir af dauðastundinni greina frá geysi- legri birtu og kannski mæta okkur þá samskonar örlög og nátttröllinu, nema við höfum í okkur eitthvað nægilega gott til að samsvara ljósinu. Sjötta temað er Beinakerlingin - hún er jafn íslenzk og nátttröllið. Þetta er eina „alþýðumonúmentið" sem ég hef rekizt á hérlendis og það er athyglisvert, að beina- kerlingin var einskonar samskiptaáhald eins og tölvan er orðin núna: Menn settu í hana skilaboð og fengu önnur. Auk þess veitti beinakerlingin skjól í illviðmm; það var eitt- hvað móðurlegt við hana og hún gat það sem fáir aðrir gátu: Vísað veginn. Beinakerlingin er skylt fyrirbæri einstein- ungum, svo sem Stonehenge í Englandi og egypzkum „nálurn", til dæmis nál Kleópötm á Place de la Concorde í París. Uppi á öræf- um Islands em beinakerlingar stundum það eina sem gefur til kynna, að við séum á plánetu, þar sem menn búa. Að sjálfsögðu hef ég ekki málað neinskonar raunsæis- myndir af beinakerlingunum. í sumum * myndunum er fullt af fólki inni í þeim. Og rétt er að geta þess, að af þessum yrkisefn- um komu beinakerlingamar fyrst; nátttröll- in, sigurbogamir og súluhöfuðin komu síðar. Þetta var einskonar móðurform, sem fæddi hin af sér. Þá er ennþá eitt tema ótalið: Memento mori, sem er gamalkunnugt hugtak frá dögum Rómvetja og þýðir bókstaflega: Mundu, að þú átt að deyja. Eða stutt og laggott: Minnstu dauðans. í þessari mynd- röð má sjá höndina sem bendir með vísifingri og er fengin frá Michelangelo: Guð að skapa manninn. En hönd guðs skapar ekki einung- is manninn; hún tekur hann einnig til sín. Þetta er tema um hendi guðs, sem gefur og tekur og heldur sköpunarverkinu gang- andi“. Yfirleitt em þessar myndir stórar og þær em mjög dimmar ásýndum; áhorfandinn fær hugboð um drama, jafnvel heimslit. Þetta er víst ekki það, sem stundum er nefnt borgaraleg stofulist. En hversvegna öll þessi dimma? „Þegar maður hættir að túlka hina ytri veröld eða ásýnd landsins og snýr sér að því innhverfa", segir Baltasar, „þá birtist sá litur, sem er manni eiginlegur. Hver maður hefúr sitt litakerfi; það er innbyggt og ræður því, hvaða liti maður velur í kring- um sig, bæði á heimilinu og eins í fötunum sem hann klæðist. Þessi áhrif litarins em miklu meiri en margir halda. Sumir litir vekja viðbjóð hjá mér, en kannski alls ekki hjá þér.“ Og þá er aðeins eftir að slá í þetta botn- inn. Það iiggur beint við, að Baltasar sé spurður um íslenzka myndlist eftir 25 ára kynni af henni: Em einhver sérstök ein- kenni á íslenzkri myndlist; andrúm eða litur eða annað, sem telja má séríslenzkt? Baltas- ar hugsar sig um lengi, segir: „Það var, en er minna nú en áður. Það er hægt að fínna þessi íslenzku séreinkenni og þau koma helzt fram í verkum Kjarv- als, Schevings, Jóns Stefánssonar og Ásgríms, en einnig hjá Jóhanni Briem og Kristjáni Davíðssyni. Þessi sérstaða felst í tilfinningu fyrir bláu, gráu og gulu, sem stundum er sett saman með aðdáunarverð- um hætti. Aftur á móti er yfirleitt miklu lakari tilfínning fyrir jarðlitum, þar á meðal svörtu og alveg afleit tilfínning fyrir gænu. Það er mitt mat að þessir listamenn, sem ég nefndi, hafi skilað einhveiju, sem kalla má íslenzkt, þó þeir hafi stundum verið undir sterkum áhrifum að utan og stundum tekið að láni. Það er merkilegt, að ég hef einnig orðið var við þessa tilfinningu hjá ungu fólki í skóla. En því miður; þegar þetta fólk fer að fylgjast með tímaritunum og bragða eplin af tijánum, þá fáum við á diskinn þennan alþjóðlega graut. Þess ber þó að geta, að alltaf eru einhveijir óháðir duttlungum tízkunnar og vinna góð verk, sem kannski ber ekki mikið á. Ég held að þessi miklu alþjóða samskipti séu alls ekki til góðs fyrir listamenn; það að sjá þúsund sýningar á skömmum tíma getur alveg eins verið slæmt. Myndlist flokkast undir andlega næringu og er sambærileg við þá líkam- legu. Maður verður að borða, en ofát kann ekki góðri lukku að stýra. Síðast en ekki sízt eru það áhorfendur, sýningargestir, listneytendur, eða hvað sem við viljum kalla þá, sem hafa sín áhrif. Þar hafa Islendingar nokkra sérstöðu, annað mat á list en fólk í París og New York, sem hefur svo oft heimsfræg listaverk fyrir aug- unum. Þeir sem á annað borð eru fæddir með eitthvert næmi á list, sjá hana í ríkum mæli frá bamsaldri og fá á tilfinninguna muninn á lággróðri og hágróðri. íslendingar eru yfirleitt mjög næmir fyrir bókmenntum, en geta ekki útskýrt, hversvegna þeir hrífast af ákveðinni mynd. Þeir verða skotnir í myndum eins og þeir verða skotnir í konu. Þetta er hrifning í hvelli og þá kemur ekki málinu við, hvaða stefnu málarinn hefur tileinkað sér, eða hvernig hann er skólaður. Kannski er þetta bara gott. Það er að minnsta kosti mjög náttúrulegt. GÍSLI SIGURÐSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.