Morgunblaðið - 10.09.2000, Side 20

Morgunblaðið - 10.09.2000, Side 20
20 B SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Vel mætti ímynda sér að þessi mynd hefði borist um óravegu geimsins frá fjarlægum stjörnum. Svo er ekki heldur er hún tekin í Klaufinni, rétt vestan við baðströnd Vestmannaeyinga norðan við Stórhöfða. í móbergshellunni sitja víða grjóthnullungar, gamlar hraunbombur, sem sest hafa í gosefnin sem síðar ummynduðust í móberg. Sjór gengur þama yfir í brímum og losar hnullungana úr hellunni og skilur eftir þessar sérkennilegu holur sem helst minna á tunglgíga. Hraunmyndirnar í nýja hrauninu sem rann 1973 em enn í mótun veðurs og vinda. Þessi lítt sorfni en tignarlegi drangi hrúgaðist upp þegar hraunið storknaði nálægt Viðlagavík og Urðarvita. Litríki náttúrunnar birtist ekki einungis í lífríkinu þar sem blómskrúö, skartlegir fuglar og fiðrildi gleðja augað. Steinaríkið er ekki síður litríkt auk þess sem vindar, vatn og sjór móta og meitla berg og grjót í hinar ótrúlegustu myndir. Sigurgeir Jónasson Ijós- myndari í Vestmannaeyjum hefur næmt auga fyrir fegurð náttúrunnar. í þessari syrpu Eyjamynda bregöur hann Ijósi á fjölbreyttar bergmyndanir sem er aö finna í Vestmannaeyjum. Heimaklettur stendur traustur og óbifanlegur í tíma og rúmi. Vindurinn, vatnið og hafið hafa sorfið stælta hamraveggina öldum saman og skapað óendanlega fjöl- breytt mynstur syllna, stalla og skominga sem verða leikvöllur Ijósgeislanna. Fjósin í Stórhöfða eru sjávarhellar eða hvelfingar sem vita mót norðvestri. Pegar miðnætursólin fyllir Fjósin birtu sinni upphefst svo ótrúlegt sjónarspil að orð fá ekki lýst. í þessu skrauthýsi Stórhöfða eiga ritur sér bústað og skrækir þeirra og tíst enduróma í hvelfingunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.