Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐID Kulusuk - næsti nágranni í vestri Þó að Kulusuk sé aðeins í um tveggja klukkustunda fjarlægð með flugi þá segir Bryndís Kristjánsdóttir að fyrstu áhrifín af þeim heimi sem þar við blasir séu svo gjörólík að ætla mætti að hann væri hinum megin á hnettinum. SPANGÓL hunda, fiskþefur í lofti, marglit hús, hvítir krossar á dysjum og snjór og ísjakar hvert sem litið er. Þetta eru fyrstu áhrifin af heimi svo gjörólíkum okkar að ætla mætti að hann væri hinum megin á hnettin- um - en í raun er hann aðeins í tveggja klukkustunda fjarlægð. Þetta er þorpið Kulusuk sem er rúmlega 300 manna veiðimannasam- félag í Angmagssalik héraði á aust- urströnd Grænlands. Vegna þess hve samgöngur á sjó eru erfiðar sök- um ísreks hefur byggðin á austur- ströndinni verið mun strjálli og ein- angraðri en á vestur- eða suðurströndinni. Núverandi íbúar eru flestir taldir eiga rætur að rekja til eskimóa sem komu frá Thule. Um tima leit út fyrir að íbúabyggð á austurströndinni legðist af því fólk- inu fækkaði jafnt og þétt og töldust íbúar svæðisins ekki nema 294 í lok 19. aldar. Danska ríkisstjómin greip þá til aðgerða til að bæta þarna úr og árið 1992 var tala íbúa héraðsins komin upp í 2.920 (Historic Guide, Angmassalik Distric, 1993). f raun eru því ekki nema rúm 100 ár síðan Grænlendingar á austurströndinni komust í snertingu við vestræna menningu og breytingar ganga ekki hratt fyrir sig í veiðimannasamfélagi - sem betur fer fyrir okkur nágrann- ana sem langar að koma í heimsókn og fá örlitla nasasjón af menningu eskimóa, áður en hún hverfur fyrir fullt og allt. Snemma í júní vorum við þarna á ferð blaðamaður, Valdimar Leifsson kvikmyndagerðarmaður og dóttirin Anna Katrín, 8 ára. Tilgangurinn var að heimsækja þorpið og kvikmynda ýmislegt sem þar fer fram fyrir mynd í þáttaröðinni „Kóngur í ríki sínu“ sem væntanlega verður sýndur í Sjónvai'pinu í haust. Hundaspangól og hvítir krossar Flestir sem koma til Kulusuk þurfa að ganga um 20 mínútna langa leið frá flugvellinum en hægt er að fá ferð með hundasleða ef snjóalög eru þannig. í þorpinu eru engar malbik- aðar götur heldur eru þar afar ósléttir malar- eða moldarvegir sem lækir renna um, því þykkir snjó- skaflar eru að bráðna langt fram eft- ir stuttu sumri. En gönguferðin frá flugvellinum er engu að síður skemmtileg, svo framarlega sem þess hefur verið gætt að vera vel skóaður, því þar sem skaflarnir eru hæstir er gengið í gegnum u.þ.b. 4 m há snjógöng. Þess skal þó getið að okkur tókst með miklum herkjum að fá far frá flugvellinum með hótelbíln- um enda með farangur meðferðis upp á 80 kíló. Þegar nær þorpinu dregur er kirkjugarðurinn það fyrsta sem vek- ur athygli - og kannski nokkra undr- un. Hann er alveg við veginn, umgirtur fallega hlöðnum vegg, en leiðin eru steindysjar með hvítum krossi og á mörgum eru plastblóm. Þetta er nýi kirkjugarðurinn en sá gamli er svo að segja í vegarstæðinu við innkomuna í þorpið og virðist ekki geta verið langt í að vegurinn fari yfir hann eða ystu grafirnar falli fram af brúninni og út í sjó. Spangól margra hunda mætir okkur þegar inn í þorpið er komið - ekki til að taka á móti okkur heldur virðast grænlensku sleðahundamir hafa mikla þörf fyrir að tjá sig með spangóli við hvers konar tækifæri. Síðar í ferðinni komumst við t.d að því að þeim er ákaflega illa við rign- ingu og rok og létu þeir þessa óánægju sína óspart í ljós klukku- stundum saman. Við nær hvert hús eru nokkrir hundar tjóðraðir og ekki er alltaf gott að sjá hvaða hundar tilheyrðu hvaða húsi, því engar girðingar eru í kringum húsin. Grænlendingar eiga ekki land en mega nota og bera ábyrgð á svæði í 25 m radíus um- hverfis hús sitt. Á þessu svæði geyma þeir hunda sína og hvað ann- að sem þeim finnst þörf á að geyma. Búið var að vara Önnu Katrínu, hundavin, alvarlega við því að koma nærri hundunum; þeir væru ekki heimilishundar. Hundamii- í Kulus- uk og í nálægum þorpum á austur- ströndinni em af stofni hinna upp- runalegu sleðahunda en sleðahund- amir sem eskimóar í Alaska og Kanada nota hafa blandast öðrum tegundum. Þetta era fallegir hundar með feldi í ýmsum litum en flestir era þó Ijósir og er þessi margbreyti- leiki feldsins eitt af einkennum hinna eiginlegu sleðahunda. I ferðinni kynnist Anna Katrín þó gæfri tík með þrjá hvolpa sem vildu ólmir láta klappa sér og kjassa. Hún notaði því hvert tækifæri til að vera með hvolpunum, enda lyktaði hún í lok ferðar líkt og hundamir, þ.e.a.s. af selkjöti. (Hún neitaði líka að fara í einu sturtuna sem okkur gafst kost- ur á en hún er í almennings þvotta- húsi þorpsins). Fisklyktin í þorpinu er þó alls ekki mjög sterk og við komumst að því að hún stafar aðallega af því að hundun- um er gefið hrátt sellqöti og leifar þess sem þeir ekki torga liggja á víð og dreif umhverfis þá. Fólkið í þorp- inu borðar einnig mikið af selkjöti og m.a. komum við á heimili aldraðs út- Bömin í Kulusuk eru ekki vön því að fá böm frá öðrum löndum í heim- sókn og tóku þess vegna komu Önnu Katrínar fagnandi. skurðarmeistara sem varð að fá sitt soðna selkjöt á hverjum degi. Dóttir hans kom daglega til að sjóða fyrir gamla manninn því konan hans var á sjúkrahúsi í Angmassalik, stærsta bænum á austurströndinni. Hreinsunarátak Ein verslun er í Kulusuk - kaupfé- lagið - og þar var orðið heldur tómt í kotinu og ekki von á skipinu með nýjar birgðir fyrr en í júlí, þegar höfnin er orðin íslaus. Þar var t.d. engar mjólkurvörur að fá og enga gosdrykki eða ávaxtasafa en ágætis úrval er af ákavíti og öðram sterkum drykkjum - en bannað er að selja bjór. Kaupfélagið stendur auðvitað við aðalgötuna en húsið sem við gistum í er ofarlega í þorpinu og þangað ligg- ur aðeins mjór troðningur. Á nokkr- um stöðum hafa spítur verið lagðar yfir troðninginn, sem n.k. göngubrú, því lækir og misstórir pollar era þarna um allt. í lækjunum flýtur alls konar rusl en í þessum menningar- heimi sem við eram að kynnast hefur auðsjáanlega lítil áhersla verið lögð á að farga rasli á sama hátt og í okkar vestræna heimi. Enda sá heimur nokkuð ný tilkominn á þessum slóð- um og íbúarnir kannski ekki farnir að átta sig nægilega á því að „vest- ræna“ ruslið eyðist ekki í náttúranni á sama hátt og sá úrgangur sem fylgt hefur menningu þeirra fram að þessu. Á leiðinni að húsinu lesum við reyndar tilkynningu, sem hangir á samkomuhúsi bæjarins, sem segir að nú skuli þorpsbúar laga til og að hver og einn beri ábyrgð á að þrífa 25 m radíus umhverfis hús sitt. Víða voru menn byrjaðir á hreinsunarátakinu og ruslahrúgur vora að myndast við aðalveginn. Umhverfis flest húsin er þó snyrtilegt og þeim vel við haldið og húsin í þorpinu era litrík; máluð gulum, rauðum, grænum eða bláum lit. Auk steindysjanna í kirkjugarðin- um era dysjar um allt þorp - næst-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.