Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 B 9 Ljósmyncl/V aldimar Leifsson Thorwald Michelsen að vinna við drykkjarfötuna sem tekur hann um eitt ár að fullgera. Þetta er sú síðasta sem hann mun gera og að hans sögn kann enginn annar á austurströnd Grænlands að gera svona grip. um við hvert hús - og eins og fyrr segir eru krossarnir á þeim nafn- lausir. Grænlendingar eru kristnir en það eimir enn eftir af þeirra fomu trúarsiðum. Nafnleysið á krossunum stafar m.a. af því að Grænlendingar trúa því að þegar einhver deyr þá endurfæðist hann fljótlega aftur, kannski í næsta barni sem fæðist. Barni er þá gjarnan gefíð nafn hins látna og þar með er hann enn á með- al okkar. Vegna þess að í börnunum búa sálir eldra fólks þykir ekki ástæða til að siða þau - það þarf ekki að segja gamalli manneskju hvernig hún á að lifa. Grænlendingar láta mikið með börnin sín og miðað við okkar uppeldisvenjur finnst okkur þau kannski nokkuð óöguð. Einnig geta fjölskyldumál þeirra verið með nokkuð lausara sniði en við þekkjum. Grænlensk hjón sem við kynntumst eiga t.d. tvær dætur og konan geng- ur með barn sem á að fæðast í júlí. Fyrir um ári eignuðust þau þriðju stelpuna en það þótti föðurnum, sem er veiðimaður, ekki nógu gott - hann hafði ekkert með allar þessar stelpur að gera. Þau gáfu því systur konunn- ar nýfæddu stelpuna en hún hafði ekki getað eignast bam. Ekkert þyk- ir athugavert við þetta svo framar- lega sem bamið er áfram í fjölskyld- unni. Mörg fleiri dæmi heyrðum við um flókin fjölskyldusambönd og hálfsystkini hér og þar sem líklega þættu nokkuð einkennileg hér á Is- landi en of langt mál er að rekja hér. Þó ferðamenn séu orðin algeng sjón á götum þorpsins þá er annað mál með erlend börn - þau era fáséð. Það sást vel á því hversu vel bömin í þorpinu fögnuðu komu Önnu Katrín- ar. Fréttin um komu hennar virtist fara eins og eldur í sinu um allt þorp- ið og áður en langt um leið var kallað á eftir henni: „Anja, Anja“ hvert sem við fóram og börnin eltu okkur í hóp- um. Hún var líka fljót að samlagast krökkunum og lék sér með þeim hve- nær sem færi gafst. Þau yngri tala eingöngu grænlensku og Anna Katr- Anna Katrín með hvolp en hundarnir á austurströnd Grænlands eru af upprunalega sleðahundakyninu. Útskornir listmunir úr hvalbeini - sk. tupilak - og perlubróderí eru meðal listmuna Grænlendinga. Um allt þorp cru grafir - eða dysjar - með hvi'tum, ómerktum krossi, ín bara íslensku en eins og vanalega hjá bömum þá gengu samskiptin af- ar vel. Skólastarfinu lýkur ekki fyrr en um miðjan júní svo Anna varð að bíða þar til vinir hennar vora komnir úr skólanum um þijúleytið á daginn. í Grænlandi eru töluð þrjú afbrigði af málinu og fólk á mismunandi stöð- um á landinu skilur ekki hvað annað nema það hafi lært tunguna sem töl- uð er á hverjum stað. Austur-græn- lenska málið er ekki til sem ritmál og kennslubækurnar eru á vestur- grænlensku; börnin á austurströnd- inni þurfa því að læra það mál um leið og þau læra að lesa á sinni eigin tungu. Handverk og menning þorpsbúa íslenskir ferðamenn sem koma til Kulusuk koma flestir í dagsferð og fá því rétt smjörþefinn af þessu samfé- lagin nágranna okkar. En jafnvel þótt ferðirnar séu stuttar þá era þær engu að síður mikilvægur liður í að efla tengsl á milli landanna og skiln- ing okkar á þessu samfélagi okkar næstu nágranna. Dagsferðirnar hefjast á því að gengið er frá flugvellinum - eða farið á hundasleða, eftir aðstæðum. Síðan er aðalgata þorpsins gengin út á enda, að þorpskirkjunni, og þar er stansað. Leiðsögumaður ferðarinnar segir þá frá þorpinu og menningu Grænlands og siðan gefst fólki færi á horfa á trommudansara þorpsins leika listir sínar, skv. fornri hefð, á kletti við hafið eða inni ef þannig viðrar. Að því loknu er gengið til baka. A leiðinni hitta ferðalangar auðvitað þorpsbúa sem fara nær allir gangandi ferða sinna því aðeins örfá- ir bílar era í þorpinu. Fólkið er af- skaplega vingjarnlegt og allir heilsa en nánari verða kynnin varla í stuttri dagsferð. Rétt við flugvöllinn er nýtt og fallegt hótel og þar er eini veit- ingastaður þorpsins. Þangað fóram við eitt kvöldið og fengum ekta danska máltíð. Margir þorpsbúar era mjög hagir útskurðarmeistarar og skera sér- stakar styttur - túpilka - og skart- gripi úr hvalbeinum. Verðmætastir era munir úr náhvalstönn því hún er fágætari en aðrar hvaltennur. Græn- lendingar mega veiða sér til matar öll þau dýr sem eru í umhverfi þeirra og nýta þá afurði sem þeir geta haft. af veiði sinni. Tennur og bein era því notuð til listmunagerðar og selskinn- in era verkuð og úr þeim saumaðar fallegar flíkur og margs konar mun- ir. Mikill happafengur er að fá ís- bjarnarskinn því þau era ekki auð- fengin og því hægt að selja fyrir háa fjárhæð. Veiðarnar sjá ekki nema að litlu leyti fyrir þörfum þorpsbúa og segja má að á austurströnd Græn- lands sé engin verðmætasköpun sem heitið getur, m.a. vegna þess hversu lágt verð er á selskinnum. Þetta hef- ur m.a. haft þær afleiðingar að unga fólkið flykkist brott. Margir telja að það eina sem hugsanlega gæti skapað verðmæti væri aukin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.