Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 13
12 B SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 B 13 Horft yfir rústirnar af gamla bænum í Siwa. Aðalfarartæki heimamanna í Siwa: asni með kerru. I eyðimörkinni í Egyptalandi skiptast á gullnar sandöldur, marflöt auðn með hvítum sandi, gróf möl og svartir klettar. Mittí auðninni standa hús úr leir og vaggandi pálmatré kringum uppsprettur af vatni. Það eru vinj- arnar sem svala þeim sem halda yfir eyðimörkina og gera mönnum kleift að búa þar. Á milli vinj- anna er ekkert nema sandur ogerfitt að finna nokkurn skugga fyrir steikj- andi sólinni. Sigríður Víðis Jónsdóttir keyrói gegnum vest- urhluta Sahara og lenti í margvíslegum ævintýrum. AD var glampandi sól og steikjandi hiti þegar appelsínuguli trukkurinn sem ég var farþegi í keyrði íramhjá stríðsminjasafninu í E1 Alamein við strendur Miðjarðarhafsins. Ég var að ferðast um Egyptaland ásamt 19 manna alþjóð- legum hópi á vegum fyrirtækisins Eneounter Overland. Um kvöldið komum við til bæjarins Marsa Matruh þar sem við birgðum okkur upp af matar- og drykkjarvörum því næsta dag skyldi haldið út í eyðimörkina. Sólríka Sahara beið okkar í öllu sínu veldi. Allsherjar fótaflækja Töfrar eyðimerkurinnar heltóku mig strax og við beygðum til suðurs og hófum keyrslu okkar inn í auðnina. Svo langt sem augað eygði var sandur og ekkert nema sandur. A undan okkur keyrði hrörlegur pallbíll sem hafði það hlutverk að fylgja okkur af stað. Víða í Egyptalandi mega aðrir en innfæddir ekki keyra um án fylgdar og þurfa því að aka með lögreglu eða hermönnum í gegnum þann aragrúa af vegatálmum sem eru í landinu. Fylgdin sem við höfðum í þetta sinn samanstóð af hvorki meira né minna en m'u lög- reglumönnum sem klæddust þykkum einkennis- búningum í steikjandi hitanum. Sjö þeirra tróðu sér aftan á pallinn á bílnum og sátu þar með fæt- uma í einni stórri flækju alls óvarðir fyrir sól- inni. Þeir höfðu hvorki vott né þurrt með sér en brostu engu að síður út að eyrum, veifuðu okkur reglulega og virtust hafa nokkuð gaman af þess- ari pínu. Við, sem sátum kófsveitt í skugganum inni í trukknum og drukkum vatn í lítravís, velt- um því fyrir okkur hversvegna þeir væru svona margir. Gervihnattadiskar á leirkofum Mitt í auðninni birtust skyndilega pálmatré og eftir því sem við keyrðum lengra urðu þau þétt- ari. Bera fór á litlum leirkofum og við sáum fólk ríðandi um á ösnum. Við vorum komin að fyrstu vininni í eyðimörkinni, hinni mögnuðu Siwa. Siwa er afskekktasta vinin af þeim fimm sem í eyðimörkinni eru, þrjúhundruð kílómetra frá næsta byggða bóli. Ékki er langt síðan vegur var lagður þangað en fyrir þann tíma komust menn á leiðarenda með úlfalda. Sums staðar vellur vatnið upp úr heitum hverum, annarsstaðar er því dælt upp. Þar sem vinin liggur átján metra undir sjávarmáli kemst vatnið ekki í burtu og safnast fyrir í stöðuvatn sem stækkar sífellt. Heimamenn óttast að vatnið muni einn daginn flæða yfir byggðina ef ekkert verður að gert. Siwa er einkennileg blanda af fortíð og nútíð. Fáir sem engir bílar eru á svæðinu enda asnar aðalferðamáti heimamanna. íbúarnir sem eru um tuttugu þúsund búa allir í húsum úr leir og flestir stunda landbúnað af einhverju tagi. Mest er ræktað af döðlum og ólífum og töluvert af ávöxtum. Fyrir nokkrum árum var rafmagn leitt til Siwa og sjónvarp og sími héldu innreið sína á staðinn. A þökum leirkofanna má því víða sjá gervihnattadiska! Og dag einn fór að rigna Að horfa yfir vinina ofan af háum kletti sem liggur í miðjum bænum gefur góða tilfmningu fyrir staðnum. í fjarska sést „Fjall hinna látnu“ þar sem íbúar Siwa grófu hella í sandsteininn fyrr á öldum og bjuggu þeim dánu hvílu. Nær sést yfir markaðinn þar sem mussuklæddir karl- menn spígspora og glaðleg börn hlaupa um og leika sér. Við rætur klettsins eru rústir gamla bæjarins í Siwa. Hann var byggður upp af leir og náði upp klettinn allan og í kringum hann. Fyrir sjöhundruð árum hófu stórir vatnsdropar skyndilega að falla úr lofti. Það mátti teljast afar óvenjulegt enda rignir sama og aldrei á þessum slóðum. Dropamir urðu fleiri og þéttari og leir- kofamir hófu að leka niður. í þrjá daga rigndi og afleiðingamar urðu hrikalegar. Bæinn hafði rignt niður í orðsins fyllstu merkingu og eftir stóðu hmnin þök og veggir hér og þar. Rústirnar standa enn og minna óþyrmilega á það sem gerðist. Eftir regnið hófst uppbygging að nýju og síðan þá hefur ekki rignt í Siwa svo nokkm nemi. Húsdýr sem eru hátt uppi Við veltum því mikið fyrir okkur hvernig um- horfs væri inni í leirkofunum. Þar sem við stóð- um eitt sinn og gjóuðum augunum á hvorki meira né minna en þriggja hæða hús úr leir birt- ist skyndilega glaðlegt andlit í glugganum. Ung- ur strákur veifaði til okkar og heilsaði á ensku. Hann spurði hvaðan við værum og bauð okkur að ganga í bæinn. Draumar okkar höfðu ræst! Strákurinn kynnti sig sem Ahmed og sagði okk- ur að hann væri sextán ára. Hann leiddi okkur upp tröppumar á aðra hæð þar sem móðir hans sat á handofnu teppi feimin á s\ip. Inni í húsinu var svalt enda veggirnir um metri á þykkt. Þama vom sama og engin húsgögn og við sett- umst á gólfið í einu herbergjanna meðan við spjölluðum við Ahmed. Hann sagði okkur að húsið hefði verið byggt 1940 og þau byggju þarna níu manna fjölskyldan ásamt húsdýmm. Á gólfinu þar sem við sátum vora mjúkar mottur og teppi lágu í hrúgu upp við vegginn. Þetta var svefnstaður Ahmeds og þriggja bræðra hans. Við rákum upp stór augu þegar við gengum út á veröndina á annarri hæðinni. Hún leit út eins og nokkurskonar bakgarður og þar hlupu kalk- únar um og kýr baulaði í bandi. Við gátum ekki annað en brosað við tilhugsunina um hvernig kúnni hefði verið dröslað upp stigann. Seinni nóttina í Siwa sváfum við í útjaðri vinj- arinnar. Við slepptum því að setja upp tjöld en ákváðum að sofa heldur undir moskítónetum einum saman. Að horfa á sólina setjast yfir gullnar sandöldurnar var stórfenglegt. Ég hafði gengið ein út í auðnina og þögnin var algjör. Hvergi var vott af lífi að sjá og ég hafði á tilfinn- ingunni að ég væri alein í heiminum. Ekki síðra var þegar myrkrið hafði skollið á og fullur mán- inn brosti við okkur. í tungljósinu leit sandurinn út fyrir að vera úr silfri. Allir út! Frá Siwa lá leiðin til Al-Bahariyyah. Ætlunin var að keyra þangað á einum degi en í eyðimörk- inni er ekkert sjálfgefið. Okkur gmnaði ekki hvað við áttum í vændum. Við höfðum ekki keyrt nema í nokkra tíma Nýbúið að losa trukkinn úr sandöldu. Allir þyrstir og sveittir í steikjandi sólinni. enda mörgum tímum á eftir áætlun. Við keyrð- um til myrkurs án frekari moksturs og slógum upp búðum úti í auðninni. Eftir síðbúinn kvöld- » mat; kjúklinga steikta yfir eldi, lögðumst við til hvflu undir bemm himni uppgefin eftir daginn. Lífleg klósett Á langþráðan áfangastaðinn komum við síðla næsta dags. Við voram skítug upp fyrir haus; klístmð af svita frá mokstrinum daginn áður og þakin sandryki. Við keyrðum inn á tjaldstæðið og hlupum inn í sturtuna. Hún var ekki upp á marga fiska; hrörlegur sturtuhaus hangandi yfir steingólfi inni á illa lyktandi klósetti. Við höfðum félagsskap í sturtunni því þar mátti finna allar mögulegar tegundir af skordýmm. Þrátt fyrir þetta leið okkur eftir á eins og við væmm tand- urhrein. Við gerðum tilraun til að skola skítinn úr föt- unum okkar með því að handþvo þau upp úr skúringafötu og stigum síðan dans við söng og trumbuslátt heimamanna. Við gistum ekki nema eina nótt á þessum stað og hrósuðu flestir happi yfir því. Lyktin frá klósettunum var nefnilega slík að hún lá eins og teppi yfir hópnum þar sem hann hvfldi undir moskítónetunum og barðist við að ná andanum. Sofið undir moskítónetum einum saman enda fullt tungl og sandurinn ævintýralegur. þegar við sátum skyndilega föst í stórri sandöldu sem lá yfir veginn. Bflstjórinn sagði öllum að fara út og reyndi að losa tmkkinn. Ekkert gekk og bitur sannleikurinn rann upp fyrir okkur. Við vomm alein úti í eyðimörkinni þar sem ekki var von á öðmm farartækjum og sátum pikkföst. Upphófst nú mikill mokstur í steikjandi hádegis- sólinni. í hvert skipti sem við grófum eina lúku af sandi frá dekkjunum rannu tvær niður aftur. Við settum því upp nokkurskonar færiband í því skyni að reyna að moka sem mestu af sandi sem lengst í burtu frá trakknum. Tíminn leið, vatns- birgðimar minnkuðu og alltaf sátum við jafn kyrfilega föst. Eftir nokkra tíma höfðum við mjakað tmkknum örfáa metra áfram og menn vom famir að þreytast vemlega. Það var ekki fyrr en sex tímum eftir að við festumst að trakk- urinn losnaði loksins og fagnaðarlætin vom mik- il. Menn klöppuðu hver öðmm á öxlina og nú var hægt að hlæja að öllu saman. Áfram var haldið og stefnan tekin ótrauð á Al- Bahariyyah. Við keyrðum um það bil hundrað metra, yffr stóra hæð - en þar gerðist skelfingin. Við lentum inni í öðram sandskafli! I tmkknum hefði mátt heyra saumnál detta og andrúmsloft- ið var rafmagnað. Myndum við virkilega þurfa Hádegismatur í auðninni. að grafa okkur gegnum alla eyðimörkina?! Orðin vön mokstrinum tók það okkur ekki nema rúm- an klukkutíma að losa bflinn í þetta sinn. Menn lokuðu augunum þegar við keyrðum af stað aftur, vildu ekki sjá hvort sandurinn hefði hlaðist yfir veginn á fleiri stöðum. Til Al-Bahari- yyah komumst við vitanlega ekki um kvöldið Á kamelbaki Næsta dag keyrðum við sem leið lá gegnum Al-Farafra-vinina og að næturstað okkar; Dahkla. Fyrst ókum við gegnum svæði sem kall- að er „svarta eyðimörkin" vegna svarts sands sem liggur yfir þeim gyllta. Þar á eftir tók við svo hvítur sandur að hann leit út eins og snjór. , Sums staðar vora háir klettar sem mynduðu hrikalega skúlptúra upp úr flatneskjunni. í Dahkla riðum við á kameldýram. Þar sem við sátum á skepnunum sáum við skyndilega dökka þúst í fjarska sem færðist óðfluga nær. Fyrr en varði voram lent inni í miðjum sand- stormi. Við beygðum fram höfuðið og þefr sem vom með slæðu bundu hana fyrir vitin. Áfram riðum við og stoppuðum að lokum í nokkurskon- ar dal milli sandaldanna. Storminn hafði lægt og tunglið skein yfir höfði okkar. Þeir innfæddu sem höfðu riðið með okkur hófú mikla matargerð og elduðu súpu og hrís- grjónarétt yfir eldi meðan þeir spiluðu á tmmbu og sungu. Éins og sannir Egyptar vom þeir með vatnspípurnar sínar með sér; hina svokölluðu „Sheesha-pípu“ sem þeir reykja úr tóbak með eplabragði. w Aftur í menninguna Eftir að hafa sofið í sandöldudalnum riðum við til baka þegar birti. Við fóram á markaðinn í bænum til að birgja okkur upp af mat áður en við héldum út í auðnina aftur. Urvalið var lítið og tungumálaörðugleikarnir töluverðir. Þar sem heimamenn töluðu ekki ensku og við ekki arab- ísku urðum við að notast við táknmál. Um nóttina gistum við ein með sjálfum okkur undir hárri sandöldu. Við reyndum af mætti að njóta seinustu næturinnar í kyrrðinni því næsta dag yrðum við komin til Luxor, einnar af stærstu borgum landsins. Það er skemmst frá því að segja að fagnaðar- H lætin urðu mikil þegar við uppgötvuðum að stað- urinn sem við gistum á í Luxor var með hreinum sturtum sem meira að segja kom stundum heitt vatn úr. Hrein og fín settumst við til borðs um kvöldið, rifjuðum upp ævintýrin sem við höfðum lent í og sögðum hetjusögur. Áður en nóttin var á enda höfðum við fundið út að það hefði sko ekki vafist fyrir okkur að grafa okkur alla leiðina gegnum eyðimörkina!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.