Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 5 FRÉTTIR Fræðslu- námskeið fyrir nýbúa NÝBÚAR á íslandi fá tækifæri til að fræðast um íslenskt samfélag á nám- skeiðum sem haldin verða í vetur, þátttakendum að kostnaðarlausu. Rauði kross íslands, Mannréttinda- stofa og Miðstöð nýbúa standa sam- eiginlega að námskeiðunum en fé- lagsmálaráðuneytið greiðir kostnað- inn við þau. Efnt er til námskeiðanna, sem fara fram í Miðstöð nýbúa og hefjast þriðjudaginn 12. september, til að mæta mikilli þörf enda hefur nýbú- um farið fjölgandi á síðustu árum. A þessum námskeiðum verður meðal annars fjallað um lög og reglur sem gilda um dvöl og starf á íslandi, heilbrigðiskerfið, skatta, ungbarnaeftirlit, íbúðarleit, skóla- kerfið og almenn réttindi og skyldur. Námskeiðunum er skipt í tvennt þannig að á öðru verður túlkað yfir á ensku og taílensku en á hinu yfir á pólsku og rússnesku. Níu fræðslu- fundir verða eitt kvöld í mánuði fram á vor. Þeir sem hafa áhuga á að njóta þessarar fræðslu eru hvattir til að mæta í Miðstöð nýbúa, Skeljanesi í Skerjafirði, sem veitir allar nánari upplýsingar. 4-» Aðalfundur sagnfræðinga AÐALFUNDUR Sagnfræðingafé- lags íslands verður haldinn í Þjóð- menningarhúsinu við Hverfisgötu þriðjudaginn 12. september nk. kl. 19.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður borin upp tillaga um siða- reglur Sagnfræðingafélags íslands og hægt er að kynna sér þær á heimasíðu félagsins á vefslóðinni: www.akademia.is/saga. Forstöðu- maður Þjóðmenningarhússins, Guð- mundur Magnússon sagnfræðingur, mun áður en fundur hefst leiða fé- lagsmenn um nýuppgerð salarkynni safnsins. Að auki munu þau Agnai' Helga- son mannfræðingur og Sigrún Sig- urðardóttir líffræðingur flytja fyrir- lestur sem þau nefna: „Úppruni Islendinga". hægt verður að kaupa veitingar í veitingastofu hússins. Ungmcnnahrcyfingu Rauða kros&ins vantar sjáiíboðaliða á aldrinum 16 - 25 ára Verkefni: leiðbeinendur í unglingastarfi Sjálfsbjargar, starfa ÍVin -athvarfi fyrir geðfatlaða, skyndihjáiparverkefni og átak Gegn ofbeldi Markmið: Vinna að mannúðar-og mannréttindamálum sem snerta ungt fólk ai.dK ISDN SIMSTOÐVAR LG Stafrænt síma- og samskiptakerfi LG GDK ISDN símstöðvarnar henta flestum heimilum, fyrirtækjum og stofnunum. Góðir eiginleikar eins og þráðiausir simar, innbyggð símsvörun og tölvutengingar. Svar bf. er sameinað fyrirtæki Istel hf. og Simvirkjans ehf. Þjónustudeild Svars annast þjónustu á öllum eldri símstöðvum beggja fyrirtækja. 11 Hér erum við sva Bæjarlínd 14-16 200 Kópavogur Sími 510 6000 Fax 510 6001 Ráóhústorgi 5 600 Akureyri Simí460 5950 Fax 460 5959 Ráðstefna ÍMARK og Gæðastjórn- unarfélags íslands á Hótel Loftleiðum, föstudaginn 15. september, kl. 9-17. Fyrirlesarar Alan Rosenspan, framkvæmdastjóri Aian Rosenspan hönnunar- og ráðgjafafyrirtækisins. Elvar Steinn Þorkelsson, forstjóri Teymis hf. Rætt verður um þær víðtæku breytingar sem hafa orðið og eru að verða á markaðssókn og versiunarháttum með tilkomu Netsins og stafrænnar tækni af ýmsu tagi. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Opinnar Miðlunar hf. Dr. Jim Hamill, forstjóri SEVC: Scottish Exporters Virtual Community. Sævar Kristinsson, framkvæmdastjóri Netspors ehf. Þorvaldur Jakobsen, framkvæmdastjóri visir.is. Ráðstefnustjóri: Martha Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri torg.is. Pallborðsumræður að loknum fyrirlestrum. Verð fyrir félaga ÍMARK og GSFÍ er 16.900 kr. en 23.900 kr. fyrir aðra. Skráning á imark@imark.is, gsfi@gsfi.is og www.imark.is íslandspóstur hf Hvernig nýtist Netið sem markaðsmiðill? Hvað skapar yfirburði fyrirtækja á Netinu? Hvemig má tryggja öryggi kaupenda? Hvað er B2B? Staðan og þróunin hérlendis. Bein markaðssókn með tilstyrk Netsins. Deloitte &Touche ÍMARK www.imark.is GÆÐASTjÓRNUNARFÉLAG ÍSUNDS flnJúuntt Margl smdtl Dmdsteinw AUK >836-49 sia.il

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.