Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 B 17 Ljósmyndir/Daníel Bergmann Stuttncfja, lundi og álka. Virðulegur prófastur í forgrunni. Fuglabjargið myndað. Joe Van Os liggur fremst á bjargbrúninni. Lundahjón við holu sína. Maine-ríki, á austurströnd Bandaríkjanna. Þessar byggðir lögðust í eyði fyrir tveimur öld- um því sjómenn notuðu fuglana sem beitu og þeir voru veiddir fjaðranna vegna. Við íluttum þúsundir unga frá Nýfundnalandi til Maine og ólum þá í gerviholum. Þeir sem komu ekki aftur þangað til að verpa enduðu margir á Pribilof- eyjum í Alaska og styrktu þar byggðir sem voru farnar að veikjast. Við strendur Maine tókst að endurbyggja tvær stórar lundabyggðir sem eru þó ekkert á stærð við þær íslensku." - En eingöngu lundar. Er markaður fyrir það sérhæfða ferð? „í Bandaríkjunum, þar sem eru 350 milljónir íbúa, þá er hægt að markaðssetja nánast hvað sem er, hversu sérhæft sem það er. Fólk sækir líka í upplifun eins og þessa hér á Látrabjargi þar sem náin tengsl eru við villt dýr.“ -Nú þegar áhugi á náttúruljósmyndun fer vaxandi, hefur það áhrif á umhverfis- og nátt- úruvitund fólks almennt? „Já, tvímælalaust. Það sem þú sérð ekki þekkir þú ekki. Það sem þú þekkir ekki þykir þér ekki vænt um og það sem þér þykir ekki vænt um verndarðu ekki. Við höfum verið lengi frá náttúrunni og erum að snúa aftur. Náttúru- ljósmyndun og fuglaskoðun eru áhugamál sem fara ört vaxandi í Bandaríkjunum því þau gefa færi á mikilli útiveru. Þegar fólk uppgvötar þessi áhugamál þá eru þau mjög vanabindandi og þú vilt helst alltaf vera úti í náttúrunni." „Joe, það er eitthvað að ljósmælinum hjá mér,“ segir ein konan úr hópnum og hann er strax stokkinn af stað til að aðstoða hana. Mér verður litið á haf út og sé að lundamir eru byrj- mm aðir að streyma að landi. Þeir eru hraðfleygir, með litla og stutta vængi, sem gerir þá oft klaufska og klunnalega. Sumir þeirra nánast brotlenda á bjarginu, en þeim virðist ekki verða meint af. Ég geng að bjargbrúninni og get ekk- ert annað gert en ljósmyndað þessa lunda því til þess koma menn að Látrabjargi. Höfundur er Ijósmyndari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.