Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR10. SEPTEMBER 2000 MANNLIFSSTRAUMAR MORGUNB LAÐIÐ LÆKNISFRÆDI/A/' veruleg umhverfismengun afvöldum lyfja f Lyfjaleifar ínáttúrunni LYF geta mengað náttúruna og um- hverfi okkar eftir ýmsum leiðum. Par er einkum um að ræða lyf sem líkam- "inn skilur út, förgun fyrndra lyfja á ófullnægjandi hátt, notkun dýralyfja í náttúrunni (t.d. við fiskeldi í kvíum) og iðnaðarmengun. Nýlega voru birtar niðurstöður ítalskrar rannsóknar þar sem í ljós kom að fjölmörg lyf voru í mælan- legu magni í drykkjarvatni eða ám á Norður-Italíu. Þetta er ekki fyrsta rannsóknin sem gefur svona niður- stöður en hún ætti að vera okkur áminnig um að gera eftir Mognús þarf miklu betur í ióhonnsson þessum efnum. - Þúsundirtonnaaflyfjafræðilegavirk- um efnum eru notaðar árlega til að meðhöndla og koma í veg fyrir sjúk- dóma í mönnum og dýnun. Við eldi dýra til manneldis er notað mikið af lyfjum, m.a. sýklalyfjum, hormónum og lyfjum við snýkjudýrum. Mörg þessara efna Oyfja) útskiljast óbreytt eða sem umbreytt en virk efnasam- bönd, þau dreifast með þvagi og saur út í náttúruna og valda mengun. Stundum er lyfjunum bætt í fóðrið og þegar það er gert, t.d. í fiskeldi, getur verulegt magn lyfja borist beint út í náttúruna. I sumum tilvikum er um iðnaðarmengun að ræða, þ.e. þegar lyf berast út í náttúruna frá framleið- anda viðkomandi efna. Þetta gerist einkum á tvennan hátt, vegna mis- taka eða þegar framleiðandinn er að losa sig við gallaða framleiðslu með sem minnstum tilkostnaði; því miður eru þekkt dæmi um slíkt. Förgun á fyrndum lyfjum eða lyfjaleifum sjúkl- inga er oft ábótavant. Fólki er iðulega bent á að lyfjabúðir taki við ónotuðum og fymdum lyfjum til fórgunar en við kannanir sem gerðar hafa verið er- lendis hefur komið í Ijós að einungis hluti lyfjaleifa skilar sér á þennan hátt. Eg veit ekki til þess að þetta hafi verið athugað hér á landi. Lyfjaleifar sem losaðar eru í salemi eða vaska eða er hent með venjulegu sorpi fara beint út í náttúmna og valda mengun. Lyfjaleifum sem skilað er í lyfjabúðir er hins vegað fargað á mismunandi hátt eftir því hvaða lyf á í hlut, sum lyf fara til framleiðandans til endur- vinnslu en önnur fara í brennslu, sem veldur oftast mun minni umhverfis- mengun en ef lyfinu væri fleygt. Þetta stafar af því að sum lyf em mjög stöð- ug í náttúmnni og flokkast sem þrá- virk efni sem geta valdið mengun ár- um eða áratugum saman. Ekki em þekkt dæmi um að svo mikið af lyfjum sé til staðar í drykkjarvatni eða mat- vælum að neysla þeirra valdi lyfja- verkun, venjulega er magnið minna en þúsundasti hluti þess sem þarf. Sum lyf eru í mælanlegu magni í ám og vötnum. Þetta er engu að síður vemlegt áhyggjuefni vegna þess að þó að magn- ið sé lítið em langtímaáhrif efnanna í náttúrunni og á líkamann óþekkt. I ítölsku rannsókninni sem nefnd var í upphafi vora gerðar mælingar á 16 algengum lyfjum. Mælt var í drykkjarvatni, árvatni og setlögum í ám á þremur stöðum í Norður-Italíu. Af þessum 16 lyfjum vom þijú í mæl- anlegu magni í drykkjarvatni og ein- ungis tvö vora ekki mælanleg í neinu af sýnunum. Þessar niðurstöður valda fólki töluverðum áhyggjum vegna þess að hugsanleg langtímaáhrif á líf- ríkið em óþekkt. Ennfremur hefur lítið verið gert af svona mælingum og ástandið gæti þess vegna verið jafn- slæmt eða jafnvel mun verra annars staðar. Ýmislegt er hægt að gera til að draga úr þessari mengun. Beita má þungum viðurlögum gegn þeim sem verða uppvísir að vísvitandi um- hverfismengun með lyfjum, setja þarf mjög strangar reglur um notkun lyfja í dýraeldi og draga verður úr slíkri notkun eins og kostur er og farga þarf lyfjaleifum á eins hættuh'tinn hátt og hægt er. Margt af þessu er vissulega gert nú þegar en við þurfum greini- lega að gera mun betur en hingað tdl. Eitt af því sem allir geta gert er að sjá til þess að lyfjaleifum af heimiiinu sé skilað í lyfjabúð til förgunar. líiiND' HAND REPAIR Þýskar fSrðunarvSrur Ekta augnahára- og augnabrúnalitur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í einum pakka. Mjög auðveldur í notkun, fæst í þremur litum og gefur frábæran árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone (Köku-maskari). Þessi (svarti) gamli góði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum. Vatnsþynnanlegt vax- og hitatæki til háreyðingar. Vaxið má einnig hita í örbylgjuofni. Einnig háreyðingarkrem, „roll-on“ eða borið á með spaða frá Frábærar vörur á frábæru verði Laboratorios byly S.A. Úlsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Nana, Rvik, Líbía, Mjódd, Hringbrautar Apötek, Rima Apótek, Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Álfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1, Borgarapótek, Álftamýri, Fína Mosfellsbæ, Gallerl Föröun Keflavík, Sauöárkróks Apótek, Stykkishólms Apótek, Fínar Linur, Vestmannaeyjum, Árnesapótek, Selfossi. Fást i apótekum og snyrti- BMr vöruverslunum um land allt.Bn Ath. naglalökk frá TíiiiSD fást í tveimur stærðuni Allar leiðbeiningar á íslensku Nýjung Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317 'TÆVL'NllAf hveijuflýgur hún áfram? Geimstöðin Mír Áhöfn geimstöðvarinnar Mír kveður. Associated Press SOVÉSKA og síðar rússneska geim- stöðin Mír er enn á lofti og er hvað af hverju með æ hýrari há. Svarið við spurningunni af hverju hún flýgur er einfalt. Það er vegna aðdráttar- lögmáls Newtons sem togar í hana inn að jarðarmiðju og vegna annars lögmáls Newtons. að yrði meira og kostnaðar- samara mál ef hún hætti að fljúga. Stöðin hefur verið einkum í fréttum út af sífelldum bil- unum en nær væri að halda henni á lofti í fjölmiðlum fyrir það að hún er búin að skila miklu meira og vera miklu lengur á lofti en hún átti að gera í upphafi. Hún hefur veitt mannkyninu miklu meiri reynslu en annarsstaðar hefur fengist - meðal annars af áhrifum landdvalar manna í geimnum. Þar hafa Rússar dvalið svo að áram nemur og slík reynsla er dýrmæt forsenda þess að hefja geim- ferðir manna til annarra reikistjama svo sem er ráðgert innan tveggja áratuga. Einmitt nú er verið að senda næstu geimstöð á braut í hlut- um og mörgum áföngum. Hún er al- þjóðaframtak og er upp á amerísku nefnd ISS (International Space Stat- ion) og er send og rekin undir forystu Bandaríkjamanna. Meðal annars leggja Rússar til nokkra hluta henn- ar og gengur hægt að hafa þá tilbúna. Nokkurs kurrs hefur gætt meðal bandarískra út af því að verið sé að eyða nokkmm sköpuðum hlut af mannafla og fé í Mír-stöðina því að það kynni að taka fé frá ISS-stöðinni. Tuttugu milljónum bandaríkjadala af vestrænu fé var varið nýlega, ásamt rússnesku fé, til að endurgera stöð- ina svo að hún yrði íbúðarhæf í orðs- ins vanalega skilningi. Komið verður fyrir í henni fjarskiptabúnaði og margvíslegar áætlanir em um nýt- ingu hennar - þá gjarnan sameigin- lega nýtingu vestrænna og rúss- neskra aðila. Rússneska félagið sem rekur Mír eyðir alls tífaldri téðri upphæð f að gera upp útbúnað og auka við hann og þessi vinna fer fram nú í september. Aætlanirnar um notkun era margvíslegar og þar er innifalin bæði taka bíómynda og jafn- vel em uppi áætlanir um að selja ferðir í stöðina með hóteldvöl. Sem stendur lítur út fyrir að farmiðinn og dvöl einhvern tíma kosti eitthvað á annan milljarð íslenskra króna en farmiðinn gildir vel á minnst bæði fram og aftur. Ekki þarf að taka fram að stöðin er full af mælitækjum til vísinda- athugana og slíkur útbúnaður geng- ur vart að ráði úr sér í loftleysinu. Stöðin sér sjálfri sér fyrir orku með ókjömm af sólarrafhlöðum sem hanga utan á öllum hlutum hennar. í miðjunni er eldhús og afþreyingar- pláss, enn fremur er líkamsræktar- aðstaða sem er vitaskuld frumskil- yrði þess að menn komist af í mjög löngum geimferðum þar eð ella verða þeir fórnarlömb mikillar vöðvarým- unar. Aðstaða er til afar fjölbreyti- legra vísindatilrauna í líf- og læknis- fræði svo og eðlisfræði. En auk þess að Mír sé stolt rússnesku þjóðarinn- ar og vel að merkja orðin tU á þeim tíma er landið bjó enn við sovéskt skipulag er aðalástæðan til að nota eigi hana áfram sú að fáránlegt sé að henda dýrmætum útbúnaði sem er þegar kominn á braut um jörðu. Auk þess sem til reiðu era Soyus-geimför til að ferja allt sem þaif að og frá og mikil tækniþekking færi forgörðum ef Mír væri kastað fyrir róða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.