Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 B 19 Kaliforníuháskólann í Berkeley, fyrirlestur um goðsögnina um Baldur og túlkanir á henni. Fyrir- lesturinn verður fluttur á ensku og nefnist: „When Disaster Struck the Gods: Baldr in Scandinavian Mythology". Fyrirlesturinn verður fluttur í Þjóðarbókhlöðunni og hefst kl. 17.15. John Lindow hefur verið prófessor við Kaliforníuháskólann í Berkeley um langt árabil. Rann- sóknir hans hafa einkum beinst að norrænni goðafræði og þjóðfræð- um. Hann var m.a. annar ritstjóra bókarinnar Old Norse-Icelandic Literature: A Critical Guide er kom út árið 1985 sem 45. bókin í ritröðinni Islandica. Þá fjallaði John Lindow um goðið Baldur í bók sinni Murder and Vengeance among the Gods: Baldr in Scand- inavian Mythology, sem kom út í Helsinki 1997. John Lindow dvelst hér á landi sem Fulbright-kennari pg kennir þjóðfræði við Háskóla Islands á haustmisseri. Málstofa Guðfræðistofnunar Fimmtudaginn 14. september kl. 17.15 í V. stofu í Aðalbyggingu HÍ verður fyrsta málstofa haustmiss- eris haldin. Þá flytur prófessor Jón M. Ásgeirsson fyrirlesturinn „Kýnikear og kanónar: Heimspeki í skugga Platóns“. Opinber fyrirlestur um umhverfismál Símennt Háskólans í Reykjavík auglýsir námskeið til undirbúnings GMAT próftöku. GMAT prófið er inntöku- skilyrði í framhaldsnám (MBA nám) um allan heim. Námskeiðið skiptist niður í tvo hluta í samræmi við prófið: Enska (9 klst.) Stærðfræði (9 klst.) Aðaláhersla er lögð á námstækni og skipulagningu við töku prófsins. Kennt verður á eftirfarandi tímum: Mánudagur 25. september Fimmtudagur 28. september Laugardagur 30. september Mánudagur 2. október Fimmtudagur 5. október Laugardagur 7. október 19:00-22:00 19:00-22:00 12:00-15:00 19:00-22:00 19:00-22:00 12:00-15:00 Námsgögn innifalin. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Verð kr. 59.000 Leiðbeinandi: Dr. Kent D. Boklan mora ((^02220213 Sþid blöndunartæki Eins handfangs blöndunartæki Mora Mega eru lipur og létt í notkun. Fást bæði í handlaugar og eldhús, króm eöa króm/gull. Föstudaginn 15. september flyt- ur William Cronon opinberan fyr- irlestur á vegum Mannfræðistofn- unar Háskóla Islands og Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Fyi-irlestur sinn nefnir Cronon: „Leitin að náttúrunni". í fyrir- lestri sínum mun Cronon fjalla um leit mannsins að hinu villta og breyttar hugmyndir um stöðu mannsins í náttúrunni. Fyrirlestur Cronons er hluti af röð opinberra fyrirlestra á vegum Mannfræði- stofnunar Háskóla íslands um „Markalínur náttúru og samfé- lags“. Hann fer fram í stofu 101 í Odda við Háskóla íslands og hefst kl. 12. William Cronon er prófessor í sögu, landafræði og umhverfis- fræðum við Wisconsin-háskóla í Madison. Hann er kunnur fyrir rit sín um umhverfismál og umhverf- issögu. Meðal verka hans eru bæk- urnar Uncommon Ground: Re- thinking the Human Place in Nature (1996), Nature’s Metropol- is: Chicago and the Great West (1991), og Changes in the Land: Indians, Colonists, and the Eco- logy of New England (1983). Fyrir bók sína Nature’s Metropolis hlaut hann svonefnd Bancroft-verðlaun. V ísindavefurinn Hvers vegna? - Vegna þess! Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn há- skólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við. Leita má svara við spurningum um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sérfræðingar og nem- endur í framhaldsnámi sjá um að leysa gáturnar í máli og myndum. Slóðin er: www.visindavefur.hi.is. Sýningar í Árnastofnun Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14- 16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýningar- tíma sé það gert með dags fyrir- vara. Orðabankar og gagnasöfn Ollum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagna- söfnum á vegum Háskóla Islands og stofnana hans: Islensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjöl- mörg orðasöfn í sérgreinum: http://www. ismal.hi.is/ob/. Lands- bókasafn Islands - Háskólabóka- safn. Gegnir og Greinir: http://www.bok.hi.is/gegnir.html. Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http://www.lexis.hi.is/. Rannsókna- gagnasafn íslands. Hægt er að líta á rannsóknarverkefni og niður- stöður rannsókna- og þróunar- starfs: http://www.ris.is. Síðasti skráningardagur er 17. september n.k. Skráning fer fram í síma 510 6250 eða sendið skráningu í tölvupósti á simennt@ru.is. V HÁSKÓLINN | REYKJAVÍK REYKJAViK UftilVERGJTY Símennt HR • Ofanleiti 2 • 103 Reykjavík • Sími 510 6250 • Símbréf 510 6201 www.ru.is/simennt • simennt@ru.is Mora - sænsk gæðavara T€Í1GI r- Smiðjuvegi 11 * 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.