Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Af langri reynslu lært ég hef Maður verður að berjast með kjafti og klóm til að koma sínu upplýsta samþykki á framfæri, skrifar Ellert B. Schram. Og jafnharðan er það vlrt að vettugi. ENN ERU menn að deila um gagnagrunninn og ekki það að neinn sé á móti vísindunum eða erfðagreiningunni, heldur vilja sumir og þá einkum læknar, krefjast svokall- aðs upplýsts samþykkis sjúklings, áður en sjúkraskráin hans verður notuð, um ókomna tíð. Nú erum við stödd í Dósa, þar sem rifist er um þetta hugtak, upplýst samþykki, og ekki séð fyrir endann á þeirri þrætu. Með allri virðingu fyrir umhyggju lækna og annarra fyrir þeirri skrá, sem eftir mig liggur dauðan, er mér þó nærtækara að velta því fyr- ir mér, hvort eftir mínu upplýsta samþykki er leitað, meðan ég lifi. Mætti ég sem sagt ráða einhverju, eða ráðum við nokkru yfirleitt? Ekki vorum við spurð þegar ákveðið var að bjóða forseta kínverska þingsins í opinbera heimsókn hingað til lands. Kannske ákvað Kínveijinn það sjálfur að bjóða sér? Og hann ákvað sjálfur að mæta ekki í Alþingi og var það ekki gesturinn sem bauð sér í heimsókn á íslenskt alþýðuheimiii í Breiðholtinu? Eða var það bai-a tilviljun hvar kínverska stórmennið bar niður, rétt eins og gluggapósturinn dettur inn um lúguna, um skatta og skyldur, og hús- ráðandi hefur ekkert um það að segja. Ekki frekar en þegar hringt er í mig í miðjum frétta- eða matmálstíma til að selja mér nýj- ustu gerð af ryksugu eða ritverki, sem býðst á svo góðum kjörum að ég þarf ekki að greiða afborganir nema næstu þrjátíu og fjóra mán- uði. Eða þegar hringt er dyrabjöllunni og maður er kallaður úr baðinu, af því að það er verið að spyija eftir manni og úti stendur far- andsölukona með harðfisk til sölu. Og hvaða val á góðmenni eins og ég, nema kaupa harð- fisk af þessari konu, sem leggur það á sig, sér til viðurværis, að bjóða fólki steinbít, jafnvel þótt steinbíturinn sé sjálfsagt miklum mun dýrari heldur en í næstu búð? Og svo hefst slagurinn um það hvaða sjónv- arpsrás skal horft á og hvað á að hafa í matinn og hvort fara eigi austur eða norður um helgi- na. Maður verður að berjast með kjafti og klóm til að koma sínu upplýsta samþykki á framfæri. Og jafnharðan er það virt að vettugi. Bæði úti og inni á heimilunum geisar verð- HUGSAÐ UPPHÁTT var ao spyr N' bólga, sem enginn er spurður um og þensla í þjóðfélaginu, sem eng- inn fær stöðvað, (nema með því að hætta við framkvæmdir við Víkur- veginn) og svo heyrir maður að sveitarfélögin séu á góðri leið á hausinn án þess að nokkur sé spurður ráða og til að bæta gráu ofan á svart, töpum við fyrir Dönum án nokkurs upplýsts samþyklds okkar hinna. Maður bara situr uppi í stúku og nagar negl- umar í algjöru áhrifaleysi. Valdalaus með öllu. Hvar í ósköpunum endar þetta? Stjórnlaus þjóð, stjómlaust heimili, stjórnlaust lífi! Hver var að spyija um upplýst samþykki? ’ú em framsóknarmenn farnir að tala um úttekt og endurskoðun á afstöðu okkar til Evrópusambandsins án þess þó að þar með sé sagt að Framsókn vilji ganga í Evrópusambandið og þeir segjast þurfa að gefa sér langan tíma til að tala um kosti og galla þess að vera í Evrópusambandinu, án þess þó að búið sé að ákveða að sækja um að- ild, enda ekki víst hvað í umsókninni kunni að felast og alls ekki vitað hvað í aðild kunni að felast og fyrr en þetta er vitað er ekki hægt að sækja um og samt er ekki unnt af vita neitt, fyrr en sótt er um. Ég er fyrir löngu farinn að óttast að leitað verði eftir upplýstu samþykki mínu um þetta flókna mál. En sem betur fer er ég ekki framsóknarmaður og öðmm en framsóknarmönnum er ekki leyfilegt að hafa orð á Evrópumálum, því málið er alls ekki á dagskrá. Hið upplýsta samþykki er ekki á dagskrá, guði sé lof. Jú, það er sagt að meðan stefna Evrópu- sambandsins sé óbreytt í sjávarútvegsmálum, geti íslendingar ekki gerst aðilar, vegna þess að þá ráðum við ekki lengur yfir fiski- stofnunum og sókninni í þá. Þjóðin má sem sagt ekki að afsala sér sameigninni og yfir- ráðunum yfir sjósókninni við strendur lands- ins og það ku vera sama þjóðin sem hefur horft upp á það að auðlindin í sjónum er kom- in í hendumar á nokkram fjölskyldum og út- gerðarfyrirtækjum, sem hafa skuldsett sig fyrir eitt hundrað milljarða vegna kaupa á kvótum, sem vora upphaflega gefnir til þeirra sem nú era að selja. Enda var aldrei óskað eftir upplýstu samþykki á því afsali? Morgunblaðið/Jim Smart Vorum við spurð þegar ákveðið var að bjóða forseta kínverska þingsins í opinbera heimsókn hingað til lands? Hér er um að ræða þjóðfélagslegt og stjómmálalegt náttúralögmál, sem enginn ræður við og allra síst stjómvöld, hvað þá almenningur og kjósendur, sem eiga hinsvegar að standa vörð um fiskveiðistefnuna, vegna þess að út- lendingamir í Evrópusambandinu mega ekki komast yfir þá sameiginlegu auðlind, sem þjóðin hefur fyrir löngu gefið frá sér. Það er hinsvegar áríðandi að allir gefi upp- lýst samþykki fyrir því að auðlindin í sjúkra- skýrslunum nýtist vísindunum, eftir þeirra dag. Einu sinni lærði ég þessa vísu: Aflangrí reynslu lært ég hef að láta Drottin ráða meðan égsef en þegar ég rah', þá vil égfá að ráða og þykist geta ráðið fyrir báða. En nú er fokið í þetta skjólið líka. Hvort sem ég sef eða vaki. Við ráðum engu, vakandi eða sofandi, lífs eða liðin. Hvorki því hvort gestir koma í heimsókn, hvort við göngum í Evrópusambandið eða hverjir eiga kvóta í auðlindinni. Það eina sem við ráðum og ráðum við er þetta: að gefa upplýst samþykki um að fara í gagnagranninn eftir að við eram komin í gröfina og svo hitt að hætta við gatnafram- kvæmdir á Víkurveginum, sem er sparnaður upp á eitt prósent í fjárlögum. Og í rauninni ráðum við því ekki heldur, a.m.k. ekki þau í borgarstjóminni eða þeir í Grafarvoginum sem er málið skylt. Þegar þannig stendur á þarf ekki að leita eftir upplýstu samþykki. En eitt prósent þykir nokkuð gott og ef ég réði einu prósenti af því sem gerist á mínu heimili með upplýstu samþykki, þá þættist ég góður. En því er ekki að heilsa. Strákurinn minn, átta ára, er farinn að gefa mér langt nef, ef mér dirfist að segja honum til. En þetta er jú haft fyrir honum! Haustferð til Prag Ákveðið heíur verið að bjóða 5 ferðir til hinnar fornfrægu og fallegu borgar Prag 4., 11., 17. og 24. október. Flogið verður til Frankfurt í Þýskalandi þaðan sem ekið verður samdægurs til Prag. Þar verður svo gist næstu 6 nætur (5 nætur í ferðinni 11/10) en á næst síðasta degi verður ekið áleiðis til Frankfurt með viðkomu í Karlovy Vary og gist síð- ustu nóttina í Þýskalandi. Verð á mann er 59.900 kr. (56.500 kr. þann 11/10) og er þá innifalið flug, akstur milli Frank- furt og Prag, gisting í tveggja smanna herbergi, morgunverður, flugvallaskattur, skoðunarferð um borgina og íslensk fararstjóm. Leitið nánari upplýsinga hjá utnalandsdeild okkar. Einnig á heimasíðu okkar: www.gjtravel.is ^■11 Ferðaskrífstofa [■I GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, sími 511 1515 Haustvörurnar komnar Verðdæmi:_______. Jakkar frá kr. 4.900 Stuttir jakkar frá kr. 5.900 Pils Buxur Bolir Stuttbuxur Kvartbuxur Pils - Kjólar Alltaf sama góða verðið! Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. frá kr. 2.900 frákr. 1.690 frá kr. 1.500 frá kr. 2.500 frá kr. 1.900 Homopatanam Um er að ræða 4 ára nám í hómópatíu sem byrj- ar í Reykjavík í haust á vegum College of Prac- tical Homoeopathy í Bretlandi. Kenndar eru 10 helgar á ári, auk heimanáms og verklegrar þjálfunar. Námið veitir réttindi. D.Howell skólastjóri C.P.H. kynnir námið 13., 14. og 15. sept. í Ármúla 44, 3. hæð. Upplýsingar gefur Martin í síma 567 8020 eða 897 8190 Fréttir á Netinu v^)mbl.is /KLLTAf= e!TTH\SA£> NÝTl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.