Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 1
Hvað dregur menn að Látrabjargi? 16 Þríleikur De La Soul SUNNUDAGUR SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER BLAÐ NESJAMENNSKA ÞEIRRA SMÁU, NESJAMENNSKA ÞEIRRA STÓRU er hægt að meta gildi listaverks út frá tvenns konar ólíku samhengi. Annaðhvort í Jjósi þeirrar þjóðmenningar sem það er sprottið úr (litla sam- henginu) eða sem hluta af yfirþjóðlegri sögu þeirrar listgreinar sem verldð tilheyrir (stóra samhenginu). Við erum orðin vön því og finnst sjálfsagt að líta á tónlistina í yfirþjóðlegu samhengi: það skiptir engu máli fyrir tónlistarfræðing hvert var móðurmál Vivaldis eða Bachs. Hins vegar er skáldsaga svo nátengd tungumálinu að hún er nánast eingöngu skoðuð í litla þjóðlega samhenginu. Evrópu hefur aldrei teldst að líta á bókmenntir sínar sem sameiginlega sögulega heild og í því felst hinn hug- myndalegi ósigur hennar. Astæðan er sú, svo ég haldi mig við skáldsöguna, að Steme bregst við Rabelais, Diderot bregst við Steme, Fielding er sífellt að vísa til áhrifa Cervantesar á sig, Stendahl ber sig saman við Fielding, Joyce heldur áfram að vinna úr hefð Flauberts í verkum sínum, Broch hugleiðir Joyce um leið og hann þróar áfram eigin hugmyndir um skáldsöguna, það var Kafka sem varð til þess að Garcia Marquez (að hans eig- in sögn) áttaði sig á því að hægt væri að komast út úr hefðinni og „skrifa á annan hátt“. Petta orðaði Goethe fyrstur manna kröftuglega í upphafi 19. aldar; setningin hans er fræg: „Það hefur litla þýðingu lengur að tala um þjóðarbókmenntir, við erum að fara inn á skeið heimsbókmenntanna (Weltliteratur) og hveijum og einum okk- ar ber að hraða þessari framþróun." Önnur setning Goethes er enn djarfari og gengur enn í dag þvert á viðtekinn sannleika: „Engin þjóð er dómbær á það sem gert er og sagt í sínu eigin landi.“ Þetta þýðir að það er ekki hægt að skilja gildi, mikilvægi, raunverulega merkingu verks ef það er einungis skoðað út frá þeim stað þar sem það sá dagsins ljós. Að það verði að setja það í stæma samhengi, inn í þróun listar þess, við hlið annarra verka sem urðu til í öðrum löndum, til að skilja til fulls þá nýjung sem í því felst. Ég gæti tekið tugi dæma þessu til staðfestingar: Rab- elais hefur ævinlega verið vanmetinn af löndum sínum, en það var Rússi sem skildi hann best: Bakhtín. Frakki skildi Dostoj- evskí best: Gide. Englendingur skildi Ibsen best: G.B. Shaw. Grikki skildi Gombrowicz best: Proguidis. Frakki skildi Carlos Fuentes best: Scarpetta. Þó veit ég ekki til þess að Gide hafi kunnað rússnesku eða G.B. Shaw norsku. „Listamaðurinn verður að þekkja uppruna sinn, hann verð- ur að vita hvaðan hann er,“ segir Goethe á öðrum stað. Hluti hins ftumlega í hverju verki á rætur sínar að rekja til þeirra sögulegu kringumstæðna sem það er sprottið úr; en það er ein- ungis hægt að sjá, skilja, finna, mæla gildi verksins í samheng- inu sem nær langt út fyrir þjóðina, í hinu stóra samhengi Welt- literatur. Hvemig er hægt að skilgreina nesjamennsku? Hún er skort- ur á getu (eða vilja) til að Mta á eigin menningu í stóra samheng- inu. Það eru til tvær tegundir nesjamennsku: nesjamennska stórþjóða og nesjamennska smáþjóða. Stórþjóðimar streitast gegn hugmynd Goethes um heimsbókmenntirnar vegna þess að þeim finnst þeirra eigin bókmenntir það auðugar að þær hafa engan áhuga á því sem skrifað er annars staðar. Kazimierz Bradys segir það í Minnispunktum, París 1985-1987: „Fransk- ur stúdent hefur mun gloppóttari þekkingu á heimsmenning- unni en pólskur stúdent, en hann getur leyft sér það vegna þess að menning hans inniheldur meira og minna allai- hliðar, allar möguleika og þróunarstig heimsmenningarinnar og menning hans getur því komið í stað heimssögunnar." Smáþjóðimar hafa hom í síðu stóra samhengisins af þveröf- ugum ástæðum: þær hafa heimsmenninguna í miklum háveg- um, en þeim finnst hún vera framandi, himinninn yfir höfði sér, fjarlægur, óaðgengilegur fyrirmyndarraunveruleiki sem kem- ur þjóðarbókmenntum ekkert við. Smáþjóðin telur rithöfundin- um trú um að hann tilheyri henni og engri annarri. Það að horfa yfir landamærin, hugsa of mikið um Evrópu, heiminn, er talið vera yfirdrepsskapur, fyrirlitning á lífi síns fólks. Smáþjóðir lenda oft í hremmingum og lífsháska, og því er oft hægt að líta svo á að þjóðleg sjálfshneigð þeirra (það alversta við litla sam- hengið) sé siðferðislegaréttlætanleg. Franz Kafka hefur lýst þessu mjög vel í minnispunktum sín- um um bókmenntir smáþjóða (Uber die kleiner Literaturen) í Dagbók sinni frá árinu 1911. Eins og hann segir berum orðum byggist hugleiðing hans á samtölum sem hann átti við vin sinn frá Varsjá um jiddískar bókmenntir, og á hans eigin athugunum á tékkneskum bókmenntum. Hann segii- að smáþjóð beri mikla virðingu fyrir rithöfundum sínum vegna þess að þeir geri henni kleift að vera stolt „gagnvart fjandsamlegum heiminum um- hverfis hana“; þessar bókmenntir „varða minna bókmenntasög- una“(það er að segja: listina) en „þjóðina"; bókmenntirnar eru afar nátengdar þjóðlífínu sem auðveldar „útbreiðslu bókmenn- tanna í landinu, þar sem þær hanga saman við pólitísk slagorð." Og hann bætir enn við þessari undarlegu athugasemd: „Það sem gerist niðri og myndar óþarfa kjallara innan bókmennta stórþjóðanna gerist hér í skjannabirtu; það sem hjá þeim þjapp- ar fólki saman um stund er hér ekkert minna en spuming um líf og dauða.“ Þessi síðasta setning minnir mig á kórverk eftir Smetana (skrifað árið 1864) þar sem eftirfarandi ljóðlína kemur fyrir: „gleðstu, gleðstu, gráðugi hrafn, það er verið að búa þér krás: föðurlandssvikari sem þú munt gæða þér á... Getur verið að þetta mikla tónskáld hafi látið svona endemis dellu frá sér fara? Bernskubrek? Það er engin afsökun; hann var fertugur. Og hverjir voru eiginlega taldir vera „föðurlandssvikarar" á þess- um tíma? Þeir sem gengu til liðs við óvinaher og skáru landa sína á háls? Fjarri því: svikari var hver einasti Tékki sem kaus að flytja frá Prag til Vínar, lifa þar kyrrlátu lífi og tala þýsku. Eða eins og Kafka sagði: „Það sem hjá þeim þjappar fólki sam- an um stund er hér ekkert minna en spuming um h'f og dauða.“ Ég blaða í gömlu fjölriti af tímum Vincent d’Indy í tónsmíð- um í Scola cantorum þar sem heil kynslóð franskra tónskálda var alin upp í upphafi tuttugustu aldar. Þar em kaflar um Smet- ana og Dvorak, einkum um strengjakvartettana tvo eftir Smet- ana. Hvað er þar að finna? Eina einustu hugmynd sem er end- urtekin æ ofan í æ: þessi „alþýðlega" tónlist sækir innblástur „í þjóðsöngva og þjóðdansa". Ekkert annað? Ekkert. Flatneskja og vitleysa. Flatneslqa, vegna þess að áhrif alþýðusöngva er alls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.