Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 22
^22 B SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST • Þríleikur De La Soul DE LA SOUL rappflokkurinn er löngu goðsagnakenndur og þá ekki bara fyrir það að vera skipaður af- bragðsspunainönnum, heidur ekki síst fyrir það hversu áhrifamikil sveitin hefur verið, allt frá því fyrsta breiðskífan setti allt á annan endann fyrir ellefu árum. Fyrir stuttu kom út flmmta breiðskífa þeirra De La Soul-féiaga, Art Off- icial Intelligence: Mosaic Thump sem undirstrikar að þeir eru enn í fullu fjöri. \ lla tíð hafa liðsmenn De La Jlæ. SoulveriðþeirKelvin Mercer, David Jude Joliceur og Vincent Mason sem nota Iista- mannsnöfnin Posdnuous eða Pos, Trugoy the Dove og Pase- master Mase. Iiins og getið er koin fyrsta skíf- an, 3 Feet High and Rising, út fyrir ellefu árum ogjafnan talin með helstu rapp- skífum sögunnar enda hratt hún af stað hreyfingu innan rappsins sem enn hefur áhrif eins og sjá má af verkum þeirra Black Star félaga Mos Def og Talib Kweli svo dæmi séu tekin. Á þeim tíma sem De La Soul kom fram á sjönarsviðið var rappið heldur þunnur þrettándi, textar ýmist ástarbull, eða mont- spuni, en þeir De La Soul-félagar lögðu mikið í textana sem voru þrungnir boðskap um ást og sam- stöðu. Fyrir vikið fengu þeir félag- ar það orð á sig að vera hálfgerðir hippar sem þeir tóku eðlilega held- ur illa. Á næstu breiðskífu, De La Soul is Dead, kvað enda við annan tón, á þriðju breiðskífúnni, Buhl- oone Mindstate, breyttu þeir félag- ar enn um stefnu og á þeirri fjórðu, Stakes is High, var ekki minni til- raunamcnnska á ferð. Þegar De La Soul kom hingað fyrir tæpum þremur árum og hélt magnaða tónleika í Hótel ísiandi létu þeir félagar þau orð falla í við- tali að væntanleg væri frá sveitinni þrcföld plata þar sem þeir ætluðu að sýna fram á samhengið í rapp- inu allt frá Old School í seinni t£ma Native Tongue hreyfingarnar. Það er því við hæfi að fjölmargir gestir láta til sm heyra á skífunni. Þar má til að mynda heyra í Busta Rhym- es, D.V. Aiias Khrist, Adrock og Mike D. úr Beastie Boys, Xzibit og Tha Alkaholiks, Redman, Chaka Khan, Freddie Foxxx og svo má telja. Gestir koma Iíka við sögu á tökkunum, til dæmis Jay Dee, en helsta framlagið er frá Rockwild- er. I viðtölum hafa þeir félagai’ sagt stemmninguna á skífunni nýju mirnia einna helst á fyrstu plötuna. 3 Feet High and Rising, og þá helst fyrir það að á henni sé ekkert sér- stakt þema. „Yfirleitt erum við með ákveðna stefnu eða hugsun í huga þegar við förum í hljóðver að taka upp en að þessu sinni höfðum við það citt að leiðarljósi að láta dæluna ganga, gera tilraunir og leyfa hveiju lagi að njóta sín,“ seg- ir Pos og Dove bætir við: „Það má helst lýsa plötunni sem tilfinninga- legri klippimynd." Eins og getið er sögðust þeir fé- lagar ætla að gefa út þrefalda skífu og Art Official Intelligence: Mosaic Thump er fyrsta bindið af þremur. Að sögn verða bindin í þrfleiknum allfrábrugðin hvert öðru enda eiga þau að sýna allar hliðar á De La Soul, „auk þess sem það gefur okk- ur færi á að vinna með mörgum listamönnum sem okkur hefur langað til að taka upp með en ekki komið við í venjulegri plötuvinnu.11 eftir Árna Matthíasson með MÖRGUM eru ennminnisstæðir * tónleikar bandarísku rokksveitar- innar Low hér á laadi fyrir tæpu árí Þá hitaði Low upp fyrir Sigur Rós og lék lög af breiðskífunni Secret Name. Síðan hafa komið tvær skífur frá Low, önnur sannkölluð jólaplata og heitir einmitt Christmas en hin endurútgefin tónleikaskífa sem hef- ur verið nánast ófáanleg. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Alan Sparhawk á tónleikum Low í Háskólabíói. Tónleikaplatan One More Reason to Forget, sem á eru upptökur frá tónleikum Low í nóvember 1997, ári eftir að The Curtain Hits the Cast kom út, var gefin út á sínum tíma í 3.000 eintökum sem hurfu '■*eins og dögg fyrir sólu. Upp frá því hefur skífan verið ófáanleg en fyrir stuttu var framleitt af henni auka- upplag og eins gott að menn hafí hraðar hendur hyggist þeir komast yfir eintak. Kjarni Low er Alan Sparhawk sem syngur og spilar á gítar og eig- inkona hans, Mimi Parker, sem spil- ar á trommur en bassaleikarinn Zak Sally hefur verið í sveitinni í fimm ár. Alan Sparhawk sagði í viðtali við Morgunblaðið á síðasta ári að þau Mimi hefðu verið búin að vera í ýms- um sveitum þegar þau stofnuðu Lowenda langaði þau að snúa sér að lágstemmdri flúrlausri naum- hyggjulegri tónlist. Upp frá því hef- ur sveitin gefið út sjö hljóðversskíf- ur og áðurnefnda tónleikaplötu. Til viðbótar við útgáfuna hefur Low verið einkar dugleg við tón- leikahald, leikur á um 100 tónleikum á ári, en einhver bið verður á því í bili því samkvæmt fréttum á heima- síðu sveitarinnar eignuðust þau Al- an og Mimi dóttur fyrir skemmstu. Þangað til verður tónleikaskífan að duga en einnig eru fregnir af ann- arri óopinberri tónleikaskífu, aukin- heldur sem sést hefur til útgáfu með tónleikunum hér á landi. Rapprokk með boðskap BANDARÍSKT rokk er í mikilli uppsveiflu og skífur hverrar sveit- arinnar af annarri berast hingað til lands nú um stundir. Fyrir nokkru kom út vestan hafs skífa með hljómsveit sem kallar sig Papa Roach og þykir bræða saman alla helstu strauma tíunda áratugarins. Papa Roach sendi frá sér skífuna Infest og komst snimmhendis inn á topplista vestan hafs þó ekki væri mikið látið með sveitina í fjölmiðlum. Eftir því sem henni hefur vax- ið ásmegin, en Infest var ^ íyrsta skífan, hafa menn þó tekið við sér. Tónlist Papa Roach hefur meðal annars verið kölluð rapprokk en þeir félagar segjast kæra sig kollótta um hvaða merk- imiða menn setji á sveitina þó svo þeir telji sig ekki eiga samleið með neinni sérstakri sveit eða sveitum. ■Tt,Það eina sem vakir fyrir okkur er að ná til krakkanna sem hlusta á okkur og gera þeim það ljóst að þau eru ekki ein á báti með því að fjalla um hluti sem skipta máli,“ segir Coby Dick, söngspíra sveit- arinnar, en í textum á Infect taka þeir félagar meðal annars fyrir drykkjuvandamál ungmenna, sjálfsvíg, skólaskotárásir og skiln- aði. ENDURNÝJUN í íslensku rokki hefur ekki verið ýkja hröð undan- farin misseri. Á þessu ári hafa þó nýj- ar sveitir látið á sér kræla, sumar gefið út sjálfar en aðrar komist á samning, nú síðast rokksveitin IJlpa. * Ulpa er skipuð þeim Bjama Guð- manni, gítar- og hljómborðs- leikara, Magnúsi Leifi Sveinssyni, gítar- og básúnuleikai’a og söngvara, Aron Vikari bassaleikara og Haraldi Emi, trommuleikara og söngvai’a. Sveitin er ríflega hálfs árs 1 núverandi mynd, með Magnús Leif innanborðs, en áður vom hinir þrír í ýmsum sveit- um og höfðu starfað saman um hríð. Magnús segii’ að samstarfið hafi gengið brösulega framan af. „Þá sett- umst við niður og skipulögðum hvað við ætluðum að gera og þá fóra hjólin að snúast,“ segir Magnús. Þetta var í apríl sl. og fljótlega vora þeir félagar komnir í hljóðver með lagasafn til að taka upp. Með þær upptökur í far- teskinu leituðu þeir síðan til útgáfu- fyrirtækja og náðu samningi við eitt, Smekkleysu, sem hyggst gefa út skífu með sveitinni. Magnús segir þó að ekki sé búið að ákveða hvort plata komi út með sveitinni fyrir jól, eða snemma á næsta ári, enda ekki hlaup- ið að því að komast í hljóðver með litl- um fyrirvara á þessum tíma. „Við er- um tilbúnir að taka upp plötu, komnir með fimmtán laga safn sem við getum moðað úi’ og vitum nákvæmlega hvað við viljum gera. Best þætti okkur að koma út plötu fyrir jól.“ Ulpufélagar hafa verið að spila stíft undanfarið og halda sér- staka tónleika á Gauknum á þriðju- dag, tónleika sem þeir félagar vilja kalla óopinbera útgáfutónleika á kynningarapptökunum sem þeir gerðu í vor. „Við höfum lagt mikla vinnu í þessa tónleika en þeir era ætl- aðir fyrir útgáfufyrirtækið okkar og menn sem hafa verið góðir við okkur og skemmtilegir,“ segir Magnús og bætir við að þeir félagar muni leika lög af kynningarapptökusafninu og tvö glæný lög að auki sem lokið var við í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.