Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Reuters Aðalleikararnir í Klæðskeranum frá Panama - f.v. Pierce Brosnan, Jamie Lee Curtis og Geoffrey Rush sitja fyrir hjá myndasmiðum í miðborgarhóteli í Panama City. MARGAR sögur Johns Le Carrés hafa verið kvikmyndaðar en líklega engin með sama góða árangrinum og sú fyrsta, Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum með Richard Burt- on í aðalhlutverki undir leikstjórn Martins Ritts. Hún var gerð árið 1965 þegar Bond- myndimar höfðu náð vinsældum með glæsi- legum fantasiuheimi súium en í „Njósnaran- um“ var önnur og flóknari og raunsærri njósnaveröld og spæjarinn sem Burton lék bitur svartsýnismaður, sem brenndi sig á svikum og gagnnjósnum. Andstæða Bonds Vondar myndir hafa iika verið gerðar eftir sögum Le Carrés eins og The Little Drumm- er Girl eftir George Roy Hill og The Russia House var Iítið spennandi með Sean Connery í aðalhlutverki en í sjónvarpi hafa sögur hans blómstrað í höndum breskra leikstjóra; eftir- minnilegastur er Alec Guinness í hlutverki Smileys og A Perfect Spy, sem var að nokkru leyti ævisöguleg, er eitthvert besta sjón- varpseftii sem Bretar hafa boðið upp á. Le Carré skrifar alls engar Bond - sögur og því vekur það nokkra athygli að með ann- að aðalhlutverkið í The Tailor of Panama eða Klæðskeranum í Panama fer Bond-leikarinn Pierce Brosnan. Brosnan, sem gerði nýlega sanming um að leika James Bond í þremur nýjum bíómyndum, segist hæstánægður með að leika mann sem leikstjórinn, John Boor- man, segir að sé „antí“-Bond. Sagan gerist í Panama þegar Banda- ríkjamenn hafa sleppt ítökum sínum og látið frá sér skurðinn og við hefur tekið erfitt póli- tískt og efnahagslegt umrót. Ástralski leik- arinn Geoffrey Rush leikur titilpersónuna, Harry Pendel, er lýsir sjálfum sér sem sam- blandi af trúlitlum gyðingi og ískum kjaft- aski. Hann er kúgaður af pjósnaranum And- rew Osnard, sem Brosnan leikur, til þess að senda lognar en ábatasamar upplýsingar í breska sendiráðið um það að Kínveijar ætli sér að taka yfir Panama-skurðinn. Boorman segir í nýlegu hefti bandaríska kvikmyndatímaritsins Premiere að Osnard og Pendel séu „skemmtiiega ólíkt par“ en um persónu sína í myndinni segir Brosnan: „Osn- ard er aumkunarverður njósnari. Það er ekki mikið að gerast í kringum hann og hann býr við það að vera orðin 46 ára og geta ekki sagt nokkrum manni hver hann er.“ Osnard var gerður tuttugu árum eldri en hann er í sögunni svo Brosnan gæti farið með hlutverk hans og leikarinn segir að hann og Le Carré hafi búið til síðustu tvo áratugina í lfifi ly'ósnarans þegar þeir hittust síðdegi eitt í Kalifomíu þar sem Le Carré var að heim- sækja bamaböm sín. Le Carré starfaði eitt sinn við bresku njósnastofnunina MI6 og byggir því sögur sínar á eigin reynslu að ein- hveiju leyti og hefur í seinni tíð talað um vem sína þar. „Um Osnard sagði hann að Klæðskerinn í Panama Unnið er að því að kvikmynda njósnasögu Johns Le Carrés, The Tailor of Panama, í Panama undir stjórn Johns Boormans en Bond-leikarinn Pierce Brosnan fer með annað aðalhlutverkið. ____Arnaldur Indriðason njósnaði um Kdæðskerann, Brosnan og Boorman. Keuters Associated Press Breski lcikstjórinn John Boorman í Pan- ama um það leyti sem tökur myndarinn- ar hófust fyrr á þessu ári. þeir hefðu stolið æsku hans,“ segir Brosnan og vitnar í njósnasagnahöfundinn. „Fyrir mér var það mjög þýðingarmikið og er rök- rétt þegar litið er til ferils Carrés sjálfs." Brosnan og Boorman Pierce Brosnan varð fyrst kunnur sem sjónvarpsleikari en hann er fæddur á Irlandi. Honum var boðið hlutverk James Bonds þeg- ar Roger Moore hætti en var þá ekki á lausu og Timothy Dalton hreppti hnossið mörgum Bond-aðdáendum til nokkurs leiða. Dalton lék hetjuna í tveimur myndum og gerði hana að heldur skuggalegum og húmorslausum karakter eftir að Moore hafði grínast með hlutverkið og tekist það vel. Brosnan hefur Rithöfundurinn John Le Carre sem heit- ir réttu nafni David Cornwell, er meðal framleiðenda myndarinnar. reynt að finna húmorinn aftur og leitar aftur til þess sem Connery gerði úr hlutverkinu. „Dalton var hugrakkur að leika Bond eins og hann væri kvikindi," segir hann á einum stað, „en það verður að fylgja honum húmor. Connery hafði þessa dökku hlið líka en hann gleymdi aldrei húmornum. Teningunum var kastað með túlkun Connerys og það má aldrei gleyma gamanseminni sem fylgir Bond. Ef þú ert bara skíthæll missirðu samúð mikils hluta áhorfenda.“ Brosnan hefur leikið í öðru en Bond- myndum, nú síðast The Thomas Crown Aff- air, en er fremur takmarkaður og einhliða leikarí. Le Carré-myndin gæti verið tækifæri fyrir hann til þess að sýna á sér nýjar hliðar sérstaklega þar sem leikstjórinn er John Boorman, sem á að baki glæsilegan feril bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Boorman hóf störf sem aðstoðarklippari hjá BBC á sjötta áratugnum en gerði sína fyrstu bíómynd árið 1965, Having a Wild Weekend, með Dave Clark Five. Honum var boðið til Hollywood þar sem hann gerði þijár eftirminnilegar myndir í röð, Point Blank með Lee Marvin (Mel Gibson endurgerði hana fyrir skemmstu og kallaði Payback), Hell in the Pacifíc, líka með Marvin, og loks mesta öræfatrylli allra tíma, Deliverance. Eftir það fór heldur að síga á ógæfuhliðina með myndum á borð við Zardoz og Særing- armanninum 2 en hann náði sér aftur á strik í byijun níunda áratugarins með hinni glæsi- legu riddaramynd Excalibur. Merkasta kvik- mynd hans síðan er sjálfævisöguleg og heitir Hope and Glory og er frá 1987. Hún fjallaði um ungan dreng á stríðsárunum í Bretlandi og hvemig styijaldarátökin hafði áhrif á hans líf. í Panama Leikstjórinn og landi Boormans, Tony Scott, ætlaði sér að gera Klæðskerann í Pan- ama en hætti við og Boorman var kallaður til. Hann endursamdi handritið eins og siður er þegar nýir leikstjórar koma að verkefni sem þessu og naut við það hjálpar hand- ritshöfundarins Andrew Davies (Circle of Friends). Þeir studdust við hina „gríðarlega löngu útgáfu höfundarins af sögunni," eins og hann orðar það. Le Carré er einn af fimm framleiðendum myndarinnar en hætti sér ekki á tökustaði í Panama vegna þess að Panamabúar eru ekki beint ánægðir með lýsingu hans á landinu sem miðstöð peningaþvættis. En kvikmynda- gerðarmennirnir eiga sér þó að sögn einn valdamikinn stuðningsmann sem er forseti landsins, Mireya Moscoso. Hún hvatti ráð- herra sína og aðra til þess að veita kvik- myndagerðinni fullan stuðning í þeirri von að myndin muni efla ferðamannaiðnaðinn í landinu. Óvíst er hvort það verði. Myndin mun ger- ast í næstu framtíð þegar landinu er enn á ný stjómað af herforingjum og ungum fasistum á mótorhjólum og Bandaríkjamenn em ákaf- ir í að ná aftur yfirráðum yfir Panama- skurðinum og beita til þess öllum brögðum. „Það em margir átakapunktar í Panama," er haft eftir Boorman, „alls kyns efnahags- legar ógnanir, sem gætu orðið til þess að úr verði samningar sem minnki tök heima- manna á skurðinum." „Ég er svo feginn að hafa gert þessa mynd hér,“ er haft eftir Pierce Brosnan þegar hann er spurður út í hvemig það sé að leika í mynd sem gerist í hinum raunverulega njósnaheimi. „Og ég er svo heppiim að geta farið héðan líka,“ bætir hann við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.