Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hundasleði er aðalfarkosturinn í Kulusuk. Einhvern veginn svona mun drykkjarfata Thorwalds Iíta út fullbúin. Dæmigerð grænlensk hús og umhverfi. Húsin eru ýmist gul, blá, rauð eða græn. ferðamennska. En það má ekki bíða mjög lengi ef hlúa á að þessari at- vinnugrein því t.d. eru ekki margir eftir sem kunna að skera út listmuni eins og þá sem íbúar í Kulusuk gera. Aukin ferðamennska getur aftur á móti stuðlað að því að viðhalda þess- ari einstöku listgrein því allir sem kunna að meta handverk kaupa sér einn eða fleiri muni úr útskornu hvalbeini. Ungt fólk sér þá væntan- lega að það getur verið einhver fram- tíð í þorpinu og er um kyrrt í stað þess að flytja til Danmerkur eða eitt- hvað annað. í Kulusuk er ágætis úr- val þessara listmuna í „Kulusuk Trading Post“ sem er ferðaþjónustu- fyrirtæki rekið af íslendingum og einnig eru munir til sölu á flugvellin- um. Meðal þeirra ferðamanna sem farnir eru að koma í auknum mæli til Grænlands eru þeir sem vilja fara í allt öðru vísi ferðir en færi gefst á annars staðar - og þá kannski ferðir sem gætu orðið svaðilfarir. Segja má að Grænland sé land ævintýramannsins; þess sem vill klífa fjöll, ganga á jökul, fai-a á veið- ar, ferðalag á hundasleða eða í kajaksiglingu. Islenskir veiðimenn hafa t.d. farið á hreindýraveiðar til Grænlands og þeir hafa fengið að slást í för með Grænlendingum á ísbjarnaslóðir. Þá er farið á hunda- sleðum langt út á ísinn og gist þar í tjöldum. íslendingamir sem fóru í slíka ferð í apríl sl. segja að hún hafi verið ógleymanleg - jafnvel þótt enginn ísbjöm hafi látið sjá sig. Það gerði hann aftur á móti viku eftir að þeir vora farnir og var þá kominn nærri inn í þorp. Stöðugt er fylgst með komu ísbjarna og það gera menn sem sitja hátt yírr þorpinu og fylgjast með í sjónauka. Það er til mikils að vinna að verða fyrstur til að sjá ísbjöm því sá fær feldinn. Fágætur dýrgripur Við höfðum aðeins ætlað að dvelja í Kulusuk yfir helgi en á sunnudegin- um byrjaði að hvessa og rigna. Veðr- ið gerði það að verkum að við kom- umst ekki heim en við því var ekkert að gera annað en hringja heim og láta leysa úr helstu málum sem ekki þoldu bið. Síðan að bíða í rólegheit- um á Grænlandi eftir að veðrinu slot- aði. Það væsti svo sem ekki um okk- ur og Anna Katrín var hæstánægð enda gat hún vel hugsað sér að verða eftir á Grænlandi með nýju vinunum sínum - og hvolpunum. Sjálf notuðum við tækifæri til að heimsækja aldraðan Grænlending, Thorwald Michelsen, sem við höfð- um fregnað að væri mikill útskurðar- meistari. Það sem hann var að vinna Daníel JÓGA - BREYTTUR LÍFSSTÍLL Hefst 11. september. Mánud. og miövikud. kl. 19.30-20.45. 4 vikna grunnnámskeið fyrir þá sem eru aö taka sín fyrstu skref í jóga. Daníel kennir spennulosandi jógastöður, öndunartækni og slökun auk þess sem hann fjallar um mataræði og andleg lögmál, sem leiða til jafnvægis og velgengni. Tími Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. 12.10-13.00 Yoga Yoga Yoga 16.20-17.10 Yoga Yoga Yoga Yoga 17:20-18:10 18.15-18.45 Yoga Yoga Yoga Yoga Yoga Hugleiðsla 18.20-19.10 Yoga Yoga Yoga Yoga Yoga Laugard. Kl. 9.30 til 10.35 Ýmsir kenna BBBaaa Y06A STUDIO Auðbrekku 14, Kópavogi, sími 5-44-55-60. www.yogastudio.is U HALUR OG SFRUND ehf. halur@yogastudio.is Biotone nuddvörur, Oshadhi ilmkjarnaolíur og Custom Craftworks nuddbekkir við var e.k. vatnsfata unnin með sér- stakri tækni sem hann sagði að eng- inn í þorpinu kynni lengur að gera nema hann - og að ekkert af unga fólkinu nennti að læra. Þetta væri að auki sú síðasta sem hann myndi gera því vinnan væri orðin of erfið fyrir sig en það tekur hann um 1 ár að gera slíka fötu. Vatnsfatan sem hann gerði síðast var keypt á safn í Angmassalik en Thorwald segist al- veg eins vilja selja þessa til Islands og hann geti skreytt hana hvort sem er með útskurði úr hvalbeini eða bundið með selskinni á sama hátt og gert var til forna. Þegar við komum til baka úr heimsókninni til Torwalds lásum við okkur til um slíkar vatns- fötur í bók um grænlenska list. Við komumst þá að því að þarna höfum við líklega upplifað afar fáséða list- sköpun - deyjandi listsköpun - og í bókinni segir að yfirleitt séu þessir munir keyptir á söfn, séu þeir fáan- legir. Vonandi sér eitthvert íslenskt safn sér hag í að eignast þennan ein- stæða grip - en verðlagið var ekki himinhátt hjá Thorwald, eða um 80.000 krónur. Þess má geta að tekið var upp á myndband nákvæmar skýringar listamannsins á því hvern- ig smíðin fer fram. Eins og alltaf þá styttir upp um síðir og sólin fer að skína. Þegar það gerðist í Kulusuk mátti í fyrsta sinn í ferðinni sjá tignarleg fjöllin speglast í spegilsléttum firðinum, því rokið hafði feykt ísnum á brott. Þar með fer væntanlega að styttast í að skipið komi með varning í kaupfélagið. A leiðinni heim fóra íslensku flug- mennirnir með okkur í útsýnisflug yfir jökul og firðina við austurströnd Grænlands - og má segja að það hafi verið punkturinn yfir i-ið í þessari einstöku ferð. 'tflfmœlisþakkir Hjartans þakkir til allra œttingja og vina sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heilla- óskum á áttrœðis afmœli mínu. Ingólfur Þorleifsson, Bolungarvík. yffmœlisþakkir Hjartanlegar þakkir fœri ég öllum þeim fjöl- mörgu sem glöddu mig með heimsóknum, blómum, gjöjum og skeytum á 85 ára afmœlis- daginn minn 19. ágúst og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Gunnar Guðjónsson, Hofsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.