Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.09.2000, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ L staðar að finna, hjá Haydn, Chopin, Liszt, Brahms; vitleysa, vegna þess að strengjakvartettar Smetana eru eins einlægar tónlistarlegar játningar og hugsast getur, skrifaðar undir áhrifum harmleiks: Smetana var nýbúinn að missa heymina; kvartett- ar hans (frábærir!) eru að hans eigin sögn; „tónlistarstormsveipir í höfði heymarlauss manns.“ Hvemig stóð á því að Vincent d’Indy gat skjátlast svona hrapallega? Pað er auðskiljan- legt. Hann vissi ekkert um þessa tón- list. Hann lapti einungis upp það sem hann hafði heyrt aðra segja. Og það var einmitt á þennan veg sem tékk- neska þjóðfélagið túlkaði þessi tvö tónskáld; til að geta nýtt sér frægð þeirra í pólitískum tilgangi vai' þjóð- erni þeirra hampað og sérstök áhersla lögð á því hvað þeim væri annt um tékkneska þjóðmenningu. Umheimurinn gerði ekkert annað en þiggja kurteislega (eða illkvittnis- lega) túlkunina sem honum var boðið uppá. Þannig var mikil list minnkuð, rekin til baka í hið litla samhengi sitt og vandlega negld þar niður. En hvað með nesjamennsku þeirra stóra? Skilgreiningin er sú sama: skortur á getu (eða vilja) til að líta á eigin menningu í stóra samhenginu. Fyrir nokkrum árum gerði dagblað í París könnun meðal þrjátíu þekktra menningarírömuða, þetta vora blaða- menn, sagnfræðingar, félagsfræðing- ar, útgefendur og nokkrir rithöfund- ar. Hver og einn þeirra átti að nefna tíu merkilegustu bækumar í sögu Frakklands og raða þeim niður eftir mikilvægi. Upp úr þessum þijátíu sinnum tíu bóka lista var síðan unninn hundrað bóka úrvalslisti. Jafnvel þótt spumingin sem spurt var („Hvaða bækur hafa haft mest áhrif í Frakk- landi?“) gæfi kost á margskonar út- leggingum gefur útkoman nokkuð rétta mynd af því sem frönsk menn- ingarelíta telur vera mikilvægt í bók- menntum lands síns. Sigurvegararnir í þessari keppni urðu Vesalingamir eftir Victor Hugo. Þetta vekur furðu manns sem ekki býr í Frakklandi. Sá maður hefði frekar haft tilhneigingu til að taka undir með Flaubert, sem fannst Vesalingarnir vera samansafn „hversdagslegra hugmynda á þessum tíma“, og telja verkið vera allt annað en mikið listaverk. Þar með rennur það upp íyrir honum að þær frönsku bókmenntir sem hann dáir svo mjög era aðrar en þær sem dáðar era í Frakklandi. í ellefta sæti voru Stríðsminningar de Gaulles. Það gæti sennilega hvergi gerst nema í Frakklandi að gera bók eftir ráðamann, hermann, svona hátt undir höfði. Þó er það ekki það sem Ljósmynd/Friörik Rafnsson Milan Kundera ....STERNE BREGST VIÐ RABELAIS, DIDEROT BREGST VIÐ STERNE, FIELDING ER SÍFELLT AÐ VÍSA TIL ÁHRIFA CERVANTESAR Á SIG, STENDAHL BER SIG SAMAN VIÐ FIELD- ING, JOYCE HELDUR ÁFRAM AÐ VINNA ÚR HEFÐ FLAUBERTS í VERKUM SÍNUM, BROCH HUGLEIÐIR JOYCE UM LEIÐ 0G HANN ÞRÓAR ÁFRAM EIGIN HUGMYNDIR UM SKÁLDSÖGUNA, ÞAÐ VAR KAFKA SEM VARÐ TIL ÞESS AÐ GARCIA MARQUEZ (AÐ HANS EIGIN SÖGN) ÁTTAÐI SIG Á ÞVÍ AÐ HÆGT VÆRI AÐ KOMAST ÚT ÚR HEFÐINNI 0G „SKRIFA Á ANNAN HÁTT“. kemur á óvart, heldur það að mestu meistaraverkin koma á eftir þessari bók! Þannig kemst Rabelais aðeins í fjórtánda sæti! Af þessu tilefni les ég texta eftir franskan rithöfund sem heldur því fram að franskar bók- menntir skorti stórbrotinn framkvöð- ul eins og Dante er fyrir ítali, Shak- espeare íyrir Englendinga o.s. frv. Það er ekkert annað, Frökkum finnst Rabelais skorta dýrðarljóma frum- kvöðulsins! Samt er hann, ásamt Cervantesi, upphafsmaður heillar listgreinar, listar skáldsögunnar, og hann er það í augum nánast allra mik- illa skáldsagnahöfunda okkar tíma. Og hvað með nítjándu aldar skáld- söguna, þessa dýrð Frakklands? Le rouge et le noir, í tuttugasta og öðru sæti; Frú Bovary, í tuttugasta og fimmta; Gcrminal; La comédie humaine aðeins í þrítugasta og fjórða sæti (getur það verið? það er ekki hægt að hugsa sér evrópskar bók- menntir án La comédie humaine!); Les liaisons dangereuses í fimmtug- asta; vesalingarnir þeir Bouvard og Pécuchet reka svo lestina eins og tveir lafmóðir tossar. Og nokkrar skáldsögur sem era meistaraverk er ekki einu sinni að finna meðal útvöldu bókanna hundrað: La chaitreuse de Parme; L’éducation sentimentale; Jakob forlagasirmi og meistari hans (óviðjafnanleg nýjung þessarar skáldsögu verður nefnilega ekki met- in til fulls nema í hinu stóra samhengi heimsbókmenntanna, Weltliteratur). | Og hvað með tuttugustu öldina? í | leit að glötuðum tíma er í sjöunda f sæti. Útlendingurinn eftir Camus í tuttugasta og öðra. Og hvað svo? Nánast ekki neitt. Nánast ekkert af því sem kallað er nútímabókmenntir, ekkert af nútímaljóðlist. Rétt eins og hin gríðarlegu áhrif Frakklands á nú- tímalist hafi aldrei átt sér stað! Rétt eins og Apollinaire (sem kemst ekki einu sinni á blað) hafi ekki veitt heilu tímabili í evrópskri lj óðlist innblástur! I Og það sem vekur enn meiri furðu: f, það er ekki minnst á Beckett og Ion- f esco. Hversu mörg leikskáld á síðustu öld vora jafnöflug og áhi-ifamikil og þeir? Eitt? Tvö? Ekki fleiri. Minning: uppgangur menningarlífsins í Tékkó- slóvakíu kommúnismans tengdist litl- um leikhúsum sem vora stofnuð í upphafi sjöunda áratugarins. Það var þar sem ég sá fyrst verk eftir Ionesco og það líður mér aldrei úr minni; sprenging frjálsrar hugsunar, | skyndilega birtist þarna hugsuður L sem ekki bar virðingu fyrir nokkram 1 sköpuðum hlut. Ég hef stundum sagt: Vorið í Prag hófst átta áram fyrir 1968, þegar leikrit Ionescos vora sett upp í Svalaleikhúsinu. Það mætti gera þá athugasemd að listinn sem ég vísaði til bæri ekki vott um nesjamennsku, heldur bæri hann vott um að menntamenn væra famir að leggja minna og minna upp úr fag- urfræðilegum röksemdum: að þeir ; sem héldu Vesalingunum á lofti væra I ekki að hugsa um mikilvægi þessarar | skáldsögu fyrir sögu skáldsögunnar heldur um vinsældir hennar í Frakk- landi. Þetta segir sig sjálft, en reyni menn ekki að meta fagurfræðilegt gildi listaverka gera þeir alla menn- ingu að nesjamennsku. Frakkland er nefnilega ekki bara land þar sem Frakkar búa, heldur líka land sem aðrir h'ta til, þangað sem aðrir sækja sér innblástur. Utlendingur metur f bækur sem Mta dagsins ljós utan f- heimalands samkvæmt gildi þeirra | (fagurfræðilegu, heimspekilegu). En * er hægt að koma auga á það gildi inn- an Mtla samhengisins, eða jafnvel inn- an litla, oflátungslega samhengis stórþjóðarinnar? Goethe hafði hár- rétt fyrir sér: „Engin þjóð er dómbær á það sem gert er og sagt í sínu eigin landi.“ Friðrik Rafnsson þýddi. • Milan Kundera er skáldsagna- höfundur, búsettur í Frakklandi. Nýj- asta skáldsaga hans, Fáfrœðin, kemur út hjá Máli og menningu núí haust. ©Milan Kundera, 2000. NÝJAR VÖRUR • Leðurjakkar (rauðir & svartir) • Leðurkápur (þrjár síddir) • Regnkápur • Ullarkápur • Úlpur • Stuttkápur • Alpahúfur (2 stærðir) • Hattar Litir: rautt, grátt og svart 20% aukaafsláttur af úfsöluvörum úíf' HlýlSIÐ Mörkinni 6, sími 588 5518 Opið í dag, sunnudag frá kl. 13-16 yy Félagsþjónustan Mánudaginn 11. september 2000 verður opnuð SKRIFSTOFA BARNA VERNDARNEFNDAR REYKJAVÍKUR Skrifstofan ber ábyrgð á meðferö barnaverndar- mála í Reykjavík, þ.e. mála sem unnin eru á grund- velli barnaverndarlaga, og tekur við tilkynningum þar sem almenningur eða stofnanir hafa áhyggjur af aðbúnaði barna eða skaðlegu athæfi þeirra. Fjölskylduþjónustan Miðgarður mun þó áfram taka við tilkynningum vegna barna sem búa í Grafar- vogshverfum. Bakvakt vegna barnaverndarmála er starfandi eftir lok vinnutíma á virkum dögum, um helgar og á helgidögum. Sími bakvaktar er 892-7821, símboði bakvaktar er 845-4493. Skrifstofan er fýrst um sinn til húsa að Síðumúla 39, 3. hæð, sími 535 2600, en mun innan skamms flytja í Skógarhlíð 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.