Morgunblaðið - 16.05.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 16.05.2000, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sigur þýskra jafnaðarmanna í N ordrhein-Westfalen Móðir reynir að hugga barn sitt í flóttamannabúðum í Freetown. Um 10.000 manns, sem hafa flúið átakasvæðin í Sierra Leone, hafast við í járnbrautaverkstæði í borginni. 139 friðargæslu- liðum sleppt í Sierra Leone Freetown. AP, AFP. UPPREISNARMENN í Sierra Leone hafa sleppt 139 friðargæslu- liðum, sem voru í haldi þeirra í rúma viku, og leyft þeim að fara til Líber- íu, að sögn embættismanna Samein- uðu þjóðanna í gær. David Wimhurst, talsmaður Sam- einuðu þjóðanna, sagði að um 347 friðargæsluliðar væru enn í haldi uppreisnarmannanna og kvaðst von- ast til þess að þeir yrðu einnig látnir lausir á næstunni. Fimmtán friðargæsluliðanna voru fluttir með þyrlu til höfuðborgar Líberíu, Monróvíu, á sunnudag en hinir friðargæsluliðarnir 124 eru í bænum Foya við landamærin að Sierra Leone og verða fluttir þaðan með flugvél. Flestir þeirra eru frá Zambíu. Óskað eftir aðstoð Charles Taylors Leiðtogar Vestur-Afríkuríkja höfðu beðið Charles Taylor, forseta Líberíu, að hafa milligöngu um að friðargæsluliðarnir yrðu látnir laus- ir. Taylor er nánasti bandamaður uppreisnarhreyfmgarinnar RUF, sem stefndi tíu mánaða friðarsamn- ingi í Sierra Leone í hættu með því að taka friðargæsluliðana í gíslingu og hefja nýja sókn gegn stjómarher landsins. Taylor sagði að Bandaríkjastjórn hefði neitað að senda flugvélar til að flytja friðargæsluliðana frá Sierra Leone og þeir hefðu þurft að ganga í gegnum frumskóginn í þrjá daga eft- ir að vörubfll þeirra hefði fest á veg- inum. Spenna hefur verið í samskipt- um Líberíustjómar og Bandaríkj- anna og fleiri vestrænna ríkja sem hafa frestað fjárhagsaðstoð við Líb- eríu vegna meintrar spillingar stjórnarinnar. Taylor varaði einnig við því að lffi friðargæsluliðanna, sem em enn í gíslingu, yrði stefnt í hættu ef stjóm- arher Sierra Leone og bandamenn hans héldu áfram árásum sínum á uppreisnarmennina. Wimhurst skýrði frá því á sunnu- dag að 18 gíslanna hefði verið leyft að fara í búðir indverskra friðar- gæsluliða í bænum Kailahun. Yfir- maður friðargæsluliðsins sagði að friðargæsluliðamir væm enn í hættu þar sem uppreisnarmennirnir hefðu umkringt bæinn. Uppreisnarmenn- irnir hafa orðið tugþúsundum manna að bana og aflimað fjölmarga íbúa Sierra Leone frá því RUF hóf upp- reisnina fyrir átta ámm. Hreyfingin undirritaði friðarsamning í fyrra og hann kvað meðal annars á um að uppreisnarmennirnir yrðu ekki sótt- ir til saka fyrir stríðsglæpi og leið- togar þeirra fengju ýmis valdamikil embætti. Sag’ður greiða fyrir umbótum Berlín. AP. GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sigur jafnaðarmanna í þingkosningum í Nordrhein-Westfalen á sunnudag greiddi fyrir því að þýska stjómin kæmi á mikilvægum efnahagsum- bótum næstu tvö árin. Fylgi jafnaðarmanna minnkaði úr 46% í 42,8% en var þó nógu mikið til að flokkurinn héldi völdunum í Nordrhein-Westfalen, fjölmennasta sambandslandi Þýskalands. Þar sem þýsku stjórnarflokkam- ir, jafnaðarmenn og Græningjar, hafa einnig verið við völd í Nord- rhein-Westfalen var litið á kosning- arnar sem atkvæðagreiðslu um störf stjórnarinnar í Berlín. Schröd- er sagði að nú þegar síðustu kosn- ingar ársins í sambandslöndunum væm að baki væri ekkert því til fyr- irstöðu að koma umbótaáformum þýsku stjórnarinnar í framkvæmd, lækka skatta á fyrirtæki og stokka upp í lífeyriskerfinu. „Nú er kominn tími til að knýja fram umbótaáætlun okkar til að tryggja að efnahagsbat- inn að undanförnu verði varanleg- ur.“ Schröder benti á að jafnaðarmenn fóra einnig með sigur af hólmi í kosningunum í Slésvík-Holtseta- landi í febrúar og sagði sigrana lofa góðu fyrir síðari helming kjörtíma- bilsins sem lýkur eftir tvö ár. Hann skoraði á Kristilega demókrata að styðja umbótaáætlunina. Frjálsir demókratar skutust upp fyrr Græningja Jafnaðarmenn nutu góðs af vand- ræðum Kristilegra demókrata vegna fjármálahneykslisins sem hefur valdið miklu uppnámi í þýsk- um stjórnmálum síðustu mánuði. Áður en fjármálahneykslið komst í hámæli höfðu jafnaðarmenn beðið ósigur í nokkrum sambandslöndum Franz MUntefering, framkvæmdastjóri þýska jafnaðarmannaflokksins (t.h.), óskar Wolfgang Clement, forsætisráðherra Nordrhein-Westfalen, til hamingju með sigur flokksins í kosningunum í fjölmennasta sam- bandslandi Þýskalands á sunnudag. Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, brosir breitt á milli þeirra. vegna óánægju með sparnaðarað- gerðir þýsku stjórnarinnar. Kristilegir demókratar fengu 37% atkvæðanna í Nordrhein-Westfalen en 37,7% í kosningunum árið 1995. Fylgi Græningja minnkaði úr 10% í 7,1% en Frjálsir demókratar juku fylgi sitt í 10% og era nú þriðji stærsti flokkurinn í sambandsland- inu. Sehröder sagði að fylgistap Græningja yrði ekki til þess að gerðar yrðu breytingar á þýsku stjórninni. „Samstarf stjórnarflokk- anna í Berlín hefur verið gott og þannig verður það áfram.“ Wolfgang Clement, forsætisráð- herra Nordrhein-Westfalen, kvaðst ætla að ræða fyrst við Græningja um myndun nýrrar stjórnar en kvartaði yfir því að „of margar deil- ur“ hefðu komið upp í stjórn sam- bandslandsins síðustu fimm árin. Hann sagðist þó ekki stefna að því að mynda stjórn með Frjálsum demókrötum í stað Græningja, með- al annars vegna þess að það myndi skaða samstarf stjómarflokkanna í Berlín. Schröder og Clement hafa báðir leitað inn á miðjuna og stundum átt í deilum við Græningja, m.a. um orkuskatta og samgöngu- og um- hverfismál. Mikil ólga og óeirðir á hernumdu svæðunum síðustu daga Reynt að örva friðarferl- ið með leyniviðræðum Jerúsalem. AP, AFP, Reuters. ÓEIRÐIR brutust út á hernumdu svæðunum í gær með þeim afleið- ingum að fjórir létust. Átökin era þau verstu síðan 1996 en þá létust áttatíu manns í þriggja daga átök- um milli vopnaðra Palestínumanna og ísraelskra hermanna. Mikil spenna hefur verið undan- farna daga í byggðum Palestínu- manna m.a. vegna háværra krafna þeirra um að ísraelar láti 1.650 palestínska fanga lausa úr fangels- um. í fyrradag lést einn átján ára palestínskur piltur og 38 manns særðust í átökum við ísraelska hermenn eftir að mótmæli vegna fangamálsins fóru úr böndunum. Leynilegar viðræður í Svíþjóð Samtímis því sem átökin blossa upp reyna leiðtogar þjóðanna að finna lausn sem leitt geti friðar- viðræður þeirra til lykta. Upphaf- lega var stefnt að því að drög að endanlegu friðarsamkomulagi lægju fyrir um miðjan febrúar sl. en sá frestur var framlengdur fram í miðjan þennan mánuð. Hvorag tímasetningin hefur stað- ist og friðarferlið orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru síðustu mán- uði. Eins og sakir standa er stefnt að því að endanlegt samkomulag verði í höfn í september en Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, sagði gær að ríkisstjórnin væri ekki bundin af neinum sérstökum dagsetningum í þessu sambandi. Talið er að tregur framgangur friðarferlisins hafi valdið því að efnt var til leynilegra viðræðna milli fulltrúa þjóðanna í Stokk- hólmi, samhliða opinbera friðarvið- ræðunum í Miðausturlöndum. Að- alsamningamaður Palestínumanna í viðræðunum heima fyrir, Yasser Abed Rabbo, staðfesti í gær að sendinefndir þjóðanna sætu nú á fundum í Stokkhólmi. Hann sagði í gær af sér vegna óánægju með þessa tilhögun. „Þessari afsögn er ætlað að koma í veg fyrir að við- ræður fari fram á tvennum víg- stöðvum," sagði Rabbo, „og til að auðvelda nefndinni í Stokkhólmi að vinna verk sitt.“ Að sögn Rabbos taka forseti pal- estínska þingsins, Ahmed Qureia, og Hassan Asfour, ráðherra í verð- andi ríkisstjórn Palestínuríkis, þátt í viðræðunum af hálfu Palest- ínumanna. Þeir hafa fundað með Shlomo Ben-Ami, ráðherra í ísra- elsku stjórninni, og lögfræðilegum ráðgjafa hans síðustu daga. Hermt er að viðræðum samninganefnd- anna hafi lokið í gær en ekki hefur verið upplýst um efni þeirra né hugsanlegan árangur. Ríkisstjórnin heldur velli Ríkisstjórn ísraels hélt í gær velli í atkvæðagreiðslu á ísraelska þinginu, Knesset, um hvort Palest- ínumönnum skyldu fengin yfirráð yfir þremur þorpum í útjaðri Jer- úsalem. Fyrr um daginn hafði rík- isstjórnin samþykkt afhendinguna. Þorpin sem um ræðir heita Abu Dis, Izzarieh og Suwahara. Þau hafa um skeið tilheyrt svokölluðum svæðum B sem eru svæði á Vest- urbakkanum og Gaza þar sem Pal- estínumenn annast alla stjórnsýslu fyrir utan öryggis- og lögreglumál. Eftir afhendingu munu þorpin til- heyra sk. A-svæðum en þar hafa palestínsk stjórnvöld full yfirráð. Lengi dags ríkti nokkur óvissa um örlög ríkisstjórnarinnar vegna þess að þrír flokkar sem aðild eiga að henni, þeirra á meðal Shas- flokkurinn, flokkur heittrúargyð- inga, höfðu hótað að draga stuðn- ing sinn við stjórnina til baka vegna ákvörðunarinnar. Flokkarn- ir höfðu lýst yfir ótta um að af- hending þorpanna kynni að veikja yfirráð ísraela yfír Jerúsalem. Við atkvæðagi'eiðsluna í Knesset studdu nokkrir stjórnarandstöðu- þingmenn ríkisstjórnina, t.d. full- trúar ísraelskra araba. Formaður eins stjórnarflokkanna, NRP- flokksins, sagði í gær að flokkur- inn myndi láta af stuðningi við stjórnina á næstu dögum. Abu Dis ekki höfuðborg Palestínu ísraelar hafa stungið upp á því að Abu Dis verði höfuðborg Palest- ínuríkis en Palestínumenn hafa ætíð stefnt að því að Austur- Jerúsalem verði framtíðarhöfuð- borg ríkis þeirra. í Abu Dis er nú verið að byggja þinghús fyrir palestínska þingið og þaðan sést vel til Klettmoskunnar í Jerús- alem. Fulltrúar Palestínumanna höfnuðu í gær algerlega tillögu ísraela og ítrekuðu fyrri kröfur sínar um að fá yfirráð yfir austur- hluta Jerúsalem.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.