Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 37 LISTIR Elsta píanó í heimi JAPANSKI píanóleikarinn Nobuo Yamamoto mun leika á elsta píanó í heimi á tónleikum á Italíu sfðar í mánuðinum. Hljóðfærið gerði Bar- tolomeo Cristofori við upphaf átjándu aldar en hann er jafnan álitinn vera faðir pfanósins. Yama- moto gerði gripinn upp sjálfur. FUGLAR í BÚRI KVIKMYNPIR B íó h ö 11 i n BROSTNAR VONIR (JBROKEDOWN PALACE) ★ ★'A Leikstjóri: Jonathan Kaplan. Hand- ritshöfundur: David Aratu. Tón- skáld: David Newman. Kvikmynda- tökustjóri: Tom Sigel. Aðalleikendur: Claire Danes, Bill Pullman, Kate Beckinsale, Daniel Lapaine, Lou Diamond Phillips. Lengd: 100 mín. Framleiðandi: Fox 2000/20th Century Fox. Árgerð 1999. UM allan heim sitja svokölluð „burðardýr“ af sér refsingu. Þetta er nafngift sem notuð er um nyt- sama sakleysingja sem láta tilleið- ast að taka að sér að flytja vafa- sama „pakka“ á milli landa, oftast gegn einhverri greiðslu. I einstaka tilfellum eru þessir burðarjálkar eitursala blásaklaust fólk, túristar eða aðrir almennir ferðamenn, sem vita ekki af laumuvarningnum í far- angrinum (nefndi einhver Kio Briggs?). Til þess hóps teljast Alice (Claire Danes) og Darlene (Kate Beckinsale), lítt sigldar tánings- stúlkur frá Ohio sem skella sér til Tælands til að slaka á eftir prófin, en framundan er háskólanám og al- vara lífsins. í Bangkok (þar sem götusalar höndla m.a. með smáfugla sem kaupandinn getur svo gefið frelsi) kynnast þær tunguliprum Astrala (Daniel Lapaine), sem bjargar þeim útúr smávegis vandræðum og býður þeim í ofanálag í helgarferð til Hong Kong, reynir við þær báð- ar og verður ágengt með Darlene. Vinkonurnar grípa boðið fegins hendi og komast ekki að því fyrr en um síðir að kjaftaskurinn stima- mjúki er að misnota þær; kemur heróíni í farangur þeirra og tæl- enskir tollverðir grípa stöllurnar glóðvolgar á leið úr landi. Þær hafa verið hafðar að ginningarfiflum. Tælendingar taka hart á eitur- smyglurum. Lífstíðarfangelsi eða dauðadómur er algeng typting. Yf- irvöld daufheyrast við sögu kvenn- anna, hafa heyrt hana milljón sinn- um áður. Það er engin miskunn hjá Magnúsi og stöllurnar leita til lög- fræðings (Bill Pullman), þegar hrikalegur sannleikurinn upplýkst fyrir þeim. Heimska og barnaskapur er eng- in afsökun þegar heróín er annars vegar, aukinheldur er spillt tollayf- irvald með í spilinu. Harka Austur- landabúa er alræmd í málum sem þessum, svo Brokedown Palace gæti þessvegna verið byggð á sönn- um heimildum, en hvað sem því líð- ur er myndin öflug og eftirminnileg lexía fyrir lítt reynda ferðalanga hvar sem er í henni veröld. Treyst- ið ekki ókunnugum og takið aldrei að ykkur vafasama flutninga. Sölu- menn dauðans eru útsmognastir allra skíthæla. Kaplan leikstýrir af kunnri fagmennsku og mjólkar það úr átakalitlu, en þó hádramatísku efninu, sem unnt er. Hann nýtur aðstoðar tveggja ungra og efni- legra Ieikkvenna, Danes og Beck- insale, einkum er Danes trúverðug í sínu dapurlega hlutskipti. Pull- man er skemmtilega veraldar'vanur í þessum fjarlæga og grimma heimi og allt umhverfið, ekki síst innan múranna, er hið trúverðugasta. Athyglisverð mynd en full lág- stemmd. Siðferðisspurningin sem við stöndum frammi fyrir að lokum er þó býsna áhrifamikill lokapunkt- ur og harla óvenjulegur gangur mála í bíómynd. Sæbjörn Valdimarsson Safnasafnið opnað eftir vetrarlokun SAFNASAFNIÐ á Svalbarðs- strönd hefur verið opnað á ný eftir vetrarlokun og eru í safn- inu nokkrar sýningar. Við inn- ganginn eru höggmyndir eftir Ragnar Bjarnason, trésmið í Reykjavík. Á jarðhæð eru þrjár sýningar; í miðrými 1 eru um 400 brúður og í miðrými 2 teikn- ingar eftir Harald Sigurðsson leigubílstjóra í Reykjavík. I suð- ursal er samsýningin Borð, stóll og stigi með verkum eftir 40 höf- unda, þ. á m. myndlistarmenn, hansverksfólk og nemendur í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðar- sveit. Á stigapalli er ævintýra- heimur með bardagahetjum, Star Wars og Action Force. I að- alsal eru olíumálverk eftir Vald- imar Bjarnfreðsson listmálara í Reykjavík, tréhlutir eftir Egil Ólaf Guðmundsson á Hvamms- tanga, Guðjón R. Sigurðsson á Fagurhólsmýri og Svövu Skúla- dóttur í Reykjavík, þar eru einn- ig kortaskálar eftir Báru Sæ- valdsdóttur á Akureyri. Þessar sýningar standa yfir í allt sumar. í Hornstofu er kynning á renndum hlutum eftir Stefán Tryggvason á Svalbarðsströnd, henni lýkur 2. júní. Síðar í sumar verða opnaðar fjórar sýningar, þrjár í Horn- stofu með verkum eftir reyk- vískar listakonur, Svövu Björns- dóttur, Valgerði Guðjónsdóttur og Hörpu Björnsdóttur, og út- sýning með hreyfiverkum eftir nemendur Myndlistarskólans á Akureyri. Safnasafnið er staðsett 12 km norðan Akureyrar og er opið daglega frá kl. 10-18, til 29. ágúst. Tekið er á móti hópum með stuttum fyrirvara. Almennur að- gangseyrir er 300 kr., innifalið í verðinu er sýningarskrá. Reuters Óvenjulegar leiðir samúræjans KVIKMYiVDIR Iláskólabíð VOFAN: LEIÐ SAMÚRÆJ- ANS (GHOST DOG: THE WAY OF THE SAMURAI) ★ ★ ★ Leikstjóri og handritshöfundur: Jim Jarmusch. Tónskáld: RZA. Kvikmyndatökustjóri: Robby Miiller. Aðalleikendur: Forest Whitaker, Henry Silva, Cliff Gor- man, Tricia Vessey, John Tormey. Lengd: 110 mín. Framleiðandi: Art- isan. Árgerð 1999. GÓÐU fréttirnar eru þær að Jar- musch er kominn aftur á svipaðar slóðir og í sínum iyrstu og bestu verkum (Stranger Than Paradise, Down By Law, Mystery Train): Grá- myglulegt einskismannsland þar sem ekkert er sem sýnist og fátt við- tekið. Atburðarásin óútreiknanleg og absúrd á köflum, skondin tilsvör og gráglettin kímnigáfa ríkir yfir framvindunni. Jarmusch fer eki troðnar slóðir frekar en fyrri daginn og ef einhverjar slæmar fréttir eru á ferðinni, þá eru það helst þær að menn verða prívat og persónulega að ráða í hvað þessi sérstæði kvik- myndagerðarmaður er að fara. Nokkrum gömlum og góðum kvik- myndagreinum og gjörólíkum efnis- þáttum er blandað saman þannig að flestir hefðu setið uppi með vonlítið samsull, en Jarmusch leiðir okkur um sinn margflókna hugarheim án teljandi vandræða. Áhorfandinn verður aðeins að gefa sig stjórn- andanum á vald og reyna að góma það sem hann getur. Titilpersónan Vofa (Forest Whit- aker) er þeldökkur leigumorðingi sem vinnur fyrir Mafíuna. Hann fylgir lífsreglum japanskra samúr- æja og hefur ræktað með sér and- lega visku þeirra í bland við linnu- lausar æfingar í bardagaíþróttum en heldur sig þó við skotvopn fremur en höggvopn. Upphaf alls þessa má rekja til atviks sem gerðist fyrir mörgum árum, er mafíósinn Loui (John Tormey) bjargaði lífi hans. Síðan lítur Vofan á Loui sem hús- bónda sinn og vinnur fyrir hann drápsverkin. Samskiptin þeirra á milli fara fram með hjálp bréfdúfna, en Vofan býr í kofaræksni uppi á þaki í miðri, einkennalausri borgar- eyðimörk sem gæti verið hvar sem er. Á víst að vera New Jersey; það skiptir ekki máli. Loui fær Vofuna til að myrða einn úr mafíuhópnum sem ekki hefur far- ið að leikreglum. Afleiðingarnar eru engu síður þær að mafíuforinginn (Henry Silva) krefst þess að dráp- aranum verði komið fyrir kattamef fyrir vikið. Upphefst nú vægðariaust stríð milli glæpamannanna og þak- búans þar sem öllu ægir saman; bleksvörtum samúræja - sem dáir rapptónlist og hraðskreiða bíla, ít- alsk-ættuðum mafíósum, hábanda- rískum teiknimyndafígúrum, austur- lenskri zen-búddatrú, götuvisku glæpamanna, sakleysi, spillingu, brédúfum og bensum og öllu þar á milli. Kímnigáfa Jarmusch bjargar þessari ótrúlegu grautargerð fyrir horn og vel það. Vofan er ekki spenn- andi heldur óskammfeilin og fyndnin er geggjuð einsog allt annað. Bestu atriðin eru þegar Loui er að reyna að útskýra samband sitt við Vofuna fyr- ir stálhörðum, jarðbundnum mafíós- unum. Eins er samband Vofunnar við litla telpu í garðinum og vin sinn, íssalann, allt hið litríkasta. Hann skiptist á bókmenntum við barnið en á í tjáskiptum við íssalann, sem er frönskumælandi flóttamaður frá Haítí. Þeir skilja ekki hvor annan, en röksemdir skipta ekki máli í því sam- bandi frekar en öðru á þessari ótrú- legu, blóðidrifnu heljarreisu, sem gleður hjöi-tu aðdáenda leikstjórans, a.m.k. Áðrir verða sjálfsagt úti í grágugginni eyðimörkinni og finna engin kennileiti í glóruleysi sögunn- ar og fáránleika atburðarásarinnar. Sæbjörn Valdimarsson Lett, meófærileg og ótrútega öflug rykmaurarnir hata hana hún er gul, biá, græn I tílefni af 100 ára afmæli Miele hafa Eirvík og Miele ákveðið að efna til happadrættis. í verðlaun er hinn glæsilegi Mercedes-Benz A-lína frá Ræsi. eða rauð Hvaátt-Om A-tfna fv til htama QIQO œ'rérca Miele EIRVIK Suðurlandsbraut 20 - 108 Reykjavík - Sími 588 0200 - www.eirvik.is fiyf *... il JL ▼ dL Wm. ar. Ryksugan Ending - öryggi - einfaldleiki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.