Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 88
’S££, heim að dyrum www.postur.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. ur hafnar * beiðni Bandarfkin Hæstirétt- 15 Islendingar búa í Enschede - sumir sluppu naumlega úr sprengingunum KRISTJÁN Ragnarsson, stjórnar- formaður íslandsbanka, hlaut flest atkvæði, 15%, við kjör til bankaráðs Íslandsbanka-FBA hf. á fyrsta hlut- hafafundi bankans í gær. Alls buðu átta sig fram í sjö manna bankaráð bankans. Orri Vigfússon náði ekki Eimskips HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna vísaði í gær frá ósk Eimskips um að rétturinn fjallaði um ágreining sem uppi hefur verið um flutninga fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Þar með er lokið dómsmálameðferð í Bandaríkjunum sem staðið hefur í um tvö ár. Eimskip og Van Ommeren, sem sinntu flutningum fyrir vamarliðið, höfðuðu mál fyrir bandarískum dóm- stóli vegna þeirrar ákvörðunai- flutn- ingadeildar bandaríska hersins að semja við Transatlantic Lines og Atlantsskip um flutningana, en fé- lögin eru í eigu sömu aðila og m.a. þess vegna töldu kærendur að samn- ingamir fælu í sér brot á sjóflutn- ingasamningi íslands og Bandaríkj- anna frá árinu 1986. Eimskip vann málið fyrir undirrétti, en TLL og Atlantsskip áfrýjuðu málinu og unnu málið í áfrýjunarrétti. Eimskip ákvað að láta á það reyna hvort málið fengist tekið fyrir hjá Hæstarétti Bandaríkjanna, en rétturinn hafnaði ^^^beiðninni í gær. Ekki er venja að '^^•Hæstiréttur rökstyðji niðurstöðu sína um hvers vegna hann hafnar því að taka mál fyrir. Þórður Sverrisson, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskips, sagði í gær að þessi niðurstaða kæmi ekki á óvart. Eimskip hefði allan tímann gert sér ljóst að frekar litlar líkm- væra á að Hæstiréttur tæki málið til meðferðar. Rétturinn fengi árlega 4.000-5.000 beiðnir um upptöku máls, en hann tæki aðeins 90-100 mál til meðferðar á ári. I frétt frá Eimskipi segir: „Þessi niðurstaða mun ekki hafa áhrif á þjónustu Eimskips sem sinnir reglu- legum áætlunarsiglingum milli Is- lands og Bandaríkjanna. Eimskip "■^gerir ráð fyrir að flutningar fyrir varnarliðið verði boðnir út að nýju á næsta ári eins og gert er ráð fyrir í nýsamþykktum lögum frá Alþingi og mun Eimskip taka þátt í því útboði samkvæmt þeim lögum og reglum sem um þessa flutninga gilda.“ Sameining fslandsbanka og FBA samþykkt af hluthöfum Ekið á dreng á reiðhjóli DRENGUR á áttunda ári á reiðhjóli varð fyrir bíl í Heiðargerði í Reykja- vík laust fyrir klukkan sjö í gær- kvöldi. Talið er að drengurinn hafí við- beinsbrotnað og hlotið heilahristing, en hann var með hjálm á höfðinu. Að sögn lögreglu voru tildrög slyssins ekki ljós í gærkvöldi. Kristján Ragnarsson með flest atkvæði í bankaráð kjöri en hann hlaut 7,1% atkvæða. Fyrir fundinn höfðu níu boðið sig fram í sjö manna varastjóm bank- ans. A fundinum kom fram að Bjarni Finnsson og Sigurður Bessa- son hefðu dregið framboð sín til baka og var því sjálfkjörið í vara- stjórn. Hluthafafundir fslandsbanka og Fjárfestingai’banka atvinnulífsins samþykktu í gær sameiningu bank- anna og tekur hún formlega gildi 2. júní nk. Á fyrsta fundi bankaráðs íslands- banka-FBA, sem haldinn var strax að loknum hluthafafundi, var Krist- ján Ragnarsson kjörinn stjórnarfor- maður og Eyjólfur Sveinsson, sem hlaut 13,3% atkvæða í kosningu til bankaráðs, varaformaður. Aðrir í bankaráðinu era Helgi Magnússon, sem fékk 14,7% at- kvæða, Guðmundur H. Garðarsson með 13,7%, Jón Ásgeir Jóhannesson með 13,1%, Einar Sveinsson með 11,2% atkvæða og Finnbogi Jóns- son, sem hlaut 11,1% atkvæða í kosningu til bankaráðs. í varastjórn bankans era Friðrik Jóhannsson, Guðmundur B. Ólafs- son, Gunnar Felixson, Gunnar Þór Ólafsson, Hjörleifur Þór Jakobsson, Jón Ólafsson og Örn Friðriksson. Umfram væntingar Kristján Ragnarsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að stuðningur- inn við hann hefði verið miklu meiri en hann hefði gert sér grein fyrir þegar hann féllst á óskir beggja bankaráðanna um að taka að sér formennsku í sameinuðum banka. „Þá varð ég var við að menn töldu að ég væri öruggur og ekki þyrfti að koma til kosningar til bankaráðs." Að sögn Kristjáns er fylgið langt umfram það sem hann hafði sjálfur gert sér grein fyrir og að hann viti í sjálfu sér ekki hvaðan allur þessi stuðningur kemur. „Hann er greini- lega mjög almennur. Ég er afskap- lega þakklátur og það er gott að hefja starf í þessum nýja stóra banka með þetta mikla traust á bak- inu og mun ég leitast við að rísa undir því.“ Orri Vigfússon, sem hlaut 7,1% atkvæða í stjórnarkjöri en náði ekki sæti, sagði í samtali við Morgun- blaðið að niðurstaðan hefði ekki komið sér á óvart. „Það voru helst einstaklingar sem stóðu á bak við mig, þ.e. minni og meðalstórir hlut- hafar. Það er Ijóst að ég fékk engan stuðning frá lífeyrissjóðunum." Hann segist hafa átt von á að Krist- ján Ragnarsson fengi flest atkvæði þrátt fyrir að talið hafí verið í síð- ustu viku að baráttan stæði á milli þeirra tveggja. „Málin þróuðust þannig um helgina að stuðningur við Kristján og Helga Magnússon jókst veralega.“ Orri segist viss um að sátt skapist um kjörna stjórn og engin sárindi ríki meðal smærri hluthafa. ■ Sameining/18 Skipholti 21 Sími 5301800 Fax 530 1801 Áhmðferð áNetið meðiMac Bláberja Morgunblaðið/Arni Sæberg Helgi H. Helgason læknir ásamt fjölskyldu sinni í Enschede í gær, f.v. Haukur Steinn, Helgi, Ásta Karen, Fjóla Grétarsdóttir og Lilja Dögg. Morgunblaðið/Ami Sæberg Bjarni Ketilsson og Arianne Bos með skjalakassann á milli sín, sem geymir tryggingapappíra, en þau tóku fátt annað með sér. I burtu frá verksmiðj- unni í eldi og griótregni Enschede. Morgunblaðið. FIMMTÁN íslendingar búa í En- schede í Hollandi og sluppu nokkrir þeirra naumlega er flugeldaverk- smiðja sprakk þar síðdegis á laugar- dag. „Ég man að ég skreið inn í húsa- sund og ég sá þakplötunum rigna allt í kringum mig,“ sagði Bjarni Ketils- son myndlistarmaður í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann ók af vettvangi ásamt konu sinni og særð- um farþegum í eldi og grjótregni. Heimili Bjama og Arianne Bos konu hans er sem rjúkandi rúst. Arianne er gengin á níunda mánuð með frum- burð þeirra. Birna Júlíusdóttir sat á efri hæð húss síns um 30 metra frá verksmiðj- unni og var að sinna ungum syni sín- um er veggurinn á móti þeim sviptist burtu. Hún braust með bamið út á bílskúrsþakið og þaðan burt um bak- garðinn. Bima og sonur hennar sluppu ómeidd, en hún vildi í gær ekki ræða atburðinn. Eyðileggingin er mikil í Enschede eftir að flugeldaverksmiðja sprakk þar á laugardag. Helgi H. Helgason er í sémámi við sjúkrahúsið í Enschede og var kall- aður út eftir sprenginguna. Hann segir að þetta hafi verið erfiður dag- ur. Inn á sjúkrahúsið hafi komið holskefla af særðu fólki. „Eftir á að hyggja var þetta eins og í stríðsmynd," sagði Bjarni í sam- tali við blaðamann Morgunblaðsins í Enchede í gær. „Þegar við komum út á götu var þar allt í fári; gijót og gler út um allt og blóðugt fólk. Rúðurnar í bílnum voru brotnar og ég hreinsaði fram- rúðuna úr. Einhver kom og sagði að við hefðum bara mínútu til stefnu, svo við ókum burtu, tókum eitthvað af særðu fólki með okkur og forðuð- um okkur í eldi og gijótregni. Svona eftir á að hyggja var þetta eins og í stríðsmynd."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.