Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Þjónusta númer eitt! Opnunartími: Mdnud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 BÍLAÞIN^NEKLU ,Vi'rt;r/ ci/i ( noiv.hm bHvm! Laugavegi 174,105 Reykjavik, slmi 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is FRÉTTIR Scoresbysund KALAALLIT NUNAAT GRÆNLAND Danskt varðskip statt um 200 sjómílur norður af Grímsey lagði af stað til aðstoðar en var síðan afþakkað M'l Eldur varð laus I þýska togaranum Hanover um kl. 16.30 á sunnudag © Kulusuk Tasiilaq mAl, TF-Líf lagði af stað til bjargar en var snúið við vegna veðurs Grænlenski togarinn Polar Natoralik dregur nú Hanover áleiðis til íslands Iðnverka- Grænlenskur togari með Hanover í togí eftir eldsvoða Verkfall í bræðslum hófst í nótt VERKFALL hófst á miðnætti í nótt hjá um það bil 200 starfsmönnum fiskimjölsverksmiðjanna á Siglu- firði, Raufarhöfn, Vopnafirði, Seyð- isfirði, Neskaupsstað, Eskifirði, Djúpavogi og Hornafirði. I gær slitnaði upp úr sérkjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðu- sambands Austurlands og nokkurra verkalýðsfélaga á Norðurlandi og Austfjörðum vegna starfs- mannanna. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það sem valdið hefði því að upp úr slitnaði hafi verið kröfur viðsemjendanna sem hefðu falið í sér um 20% launa- hækkun umfram það sem samið var um við VMSÍ og Flóabandalagið. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fram kemur að atvinnurekendur hefðu boðið starfsmönnum verk- smiðjanna sambærilegar hækkanir við þær sem samdist um við VMSI þann 13. apríl en samtökin telji úti- lokað að ganga lengra en þar var gert hvað varðar hækkun launa- kostnaðar á samningstímanum. Þegar upp úr slitnaði hefði í megin- atriðum tekist samkomulag uw breytingar á vaktabundnu kaup- aukakerfi á meðan bræðslutími stendur en viðræður hafí strandað á 10-20% launakröfum umþram fyrr- greinda samninga VMSÍ og Flóa- bandalagsins. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagði að aðilar hefðu orðið sammála um það í gær að frekari viðræður væru ekki til neins að svo stöddu. Hann kvaðst reikna með að hafa samband við þá í dag eða á morgun til að kanna hvort hreyfingar er að vænta og grundvöllur er fyrir því að taka upp viðræður að nýju. fólk sam- þykkir sameining'u 13. ÞING Landssambands iðn- verkafólks, sem lauk í Reykjavík á laugardag, samþykkti að fela stjórn sambandsins víðtækt umboð til að vinna að sameiningu þess við Verkamannasamband Islands og Þjónustusamband íslands. I samþykkt þingsins er stjórn- inni gefið fullt og ótakmarkað um- boð til að vinna að sameiginlegum tillögum að skipulagi og lögum nýs landssambands þessara þriggja sambanda og gera aðrar sam- þykktir og samninga sem nauðsyn- legir eru vegna sameiningar. Stjórninni sé heimilt að undir- rita og staðfesta samkomulag um samrunann á sérstaklega boðuðu stofnþingi. Samkomulag af þessu tagi þurfi ekki að leggja fyrir þing sambandsins og taki það gildi eins og stjórn sambandsins ákveður í krafti umboðs síns. Braust inn og kærir húsráðanda MAÐUR braust inn í íbúð í Hlíða- hverfi aðfaranótt sl. sunnudags. Maðurinn fór inn um svala- glugga á annarri hæð hússins. Húsráðandi vaknaði við ferðir hins óvelkomna gests. Kom til átaka milli þeirra sem enduðu með því að hinn óboðni rifbeinsbrotnaði og hyggst hann kæra húsráðanda, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Ástæða fyrir veru mannsins í íbúðinni mun vera sú að hann villt- ist á íbúðum. Hann var á leið í samkvæmi en lenti í rangri íbúð. Skipin væntanleg til hafnar á morgnn VERIÐ er að draga togarann Hanover, áður Guðbjörgu IS 46, áleiðis til íslands eftir að eldur kom upp í togaranum á Grænlandshafi síðdegis á sunnudag. Áhöfn skipsins er um borð í grænlenska togaranum Polar Natoralik, sem hefur Hano- ver í togi. I henni eru þrír Islend- ingar, nokkrir Þjóðverjar og nokkr- ir Pólverjar. Engin slys urðu á mönnum í brunanum. Skipstjórinn á Hanover sendi út neyðarkall um kl. 16.30 á sunnudag vegna elds en skipið var þá á grá- lúðuveiðum um 280 mflur vestur af Snæfellsnesi. Eldur kom upp neðan þilja, í svokölluðu stjórnrými, en ekkert er vitað um ástæður. Veður var slæmt, 8-9 vindstig og mikill sjór. Urðu að yfirgefa skipið í gærmorgun Skipverjar reyndu að ráða niður- lögum eldsins og var um tíma útlit fyrir að þeim tækist að ná tökum á því en síðar urðu þeir frá að hverfa. Nítján af 21 manns áhöfn fóru fljót- lega yfir í grænlenska togarann Pol- ar Natoralik og danska togarann Ocean Tiger. Sjö menn fóru síðan aftur um borð í Hanover til að berj- ast áfram við eldinn en um kl. 7 í gærmorgun yfirgáfu allir skipið og fóru um borð í Ocean Tiger. íslendingarnir um borð eru Guðbjartur Ásgeirsson, fyrsti stýri- maður, en hann var skipstjóri í síð- ustu veiðiferð, Guðmundur Gíslason framleiðslustjóri og Hallgrímur Guðsteinsson vélstjóri. Veður fer batnandi „Veður fer heldur batnandi á þessum slóðum," sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Samherja, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann sagðist því gera sér grein fyrir að ferðin myndi sækjast betur í gærkvöldi og nótt, en fyrst í gærdag var skipið dregið á fjögurra sjómflna ferð. Hanover er í eigu dótturfyrirtækis Samherja í Þýskalandi, Deutsche Fischfang Union. Síðdegis í gær stóð til að flytja þá úr áhöfninni sem voru um borð í Ocean Tiger yfir í Polar Natoralik sem tók Hanover í tog um hádegis- bil. Þorsteinn býst ekki við skipun- um til Islands fyrr en á miðvikudag. Þorsteinn sagði ekkert ama að áhöfninni og slysalaust hefði gengið að flytja menn á milli skipanna með Atök í borginni um helgina Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Frystitogarinn Guðbjörg ÍS á siglingu skömmu áður en nafni skipsins var breytt í Hanover. Til sölu MMC Pajero, nýskráður 03.06.1998, 2800 turbo diesel, sjálfskiptur, 5 dyra, spoiler, krókur, varadekkshlífekinn. Ekinn 35,000, grár. Ásett verð 2.800.000 Verð 3.290.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu, sími 569 5500. TALSVERÐUR erill var hjá lög- reglunni í Reykjavík um helgina. Aðfaranótt laugardags var tilkynnt um mann sem réðst að dyravörð- um vopnaður barefli. I átökunum nefbrotnaði dyravörður. Til átaka kom milli þriggja kvenna og þriggja karla á veitinga- húsi í miðborginni aðfaranótt sunnudags, hlutu konurnar ein- hverja áverka í andliti í átökunum. Maður var handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa ógnað vegfarendum með hnífi í Ártúns- brekku á laugardagskvöld. litlum bátum. Ekki er vitað gjörla um ástandið um borð í Hanover, reykur væri ekki sjáanlegur en öllu hefði verið lokað er skipið var yfir- gefið. Hann sagði ljóst að skemmdir væru miklar en ekkert væri á þessu stigi hægt að segja nánar um þær. Ákveðið verður í dag hvar leitað verður hafnar. Þyrlur fóru af stað Þyrla Landhelgisgæslunnar var í viðbragðsstöðu um leið og hún kom úr sjúkraflugi skömmu eftir að til- kynnt var um eldinn í Hanover. Upphaflega átti að senda slökkvi- liðsmenn með þyrlunni en hætt var við það eftir að ljóst var að áhöfnin réði ekki við eldinn og yrði að yfir- gefa skipið. Var þá afráðið að senda þyrluna til að bjarga áhöfninni og lagði hún af stað um kl. 18 en var snúið við tæpum þremur stundum síðar þar sem veður fór þá versn- andi. Þá hélt þyrla einnig af stað frá Kúlúsúk á sunnudagskvöld en sneri fljótlega við vegna veðurs. Einnig var dönsku varðskipi sem var djúpt norður af landinu stefnt á vettvang en aðstoð þess afþökkuð þegar séð varð að ekki yrði barist frekar við eldinn. Gæti haft áhrif á endur- tryggingakjör TM Hanover var áður í eigu útgerðar- félagsins Hrannar hf. á ísafirði og hét þá Guðbjörg eins og nokkrir fyr- irrennarar hennar. Var skipið smíð- að í Noregi árið 1994 en fyrir tveim- ur árum var skipið selt Samherja. Skipið lagði upp í þessa veiðiferð frá Akureyri sunnudaginn 7. maí. Ekki er hægt að segja á þessari stundu hve miklu tjónið vegna brun- ans í togaranum Hanover nemur, að því er fram kemur í tilkynningu sem Tryggingamiðstöðin sendi frá sér en þó er ljóst að um háar fjárhæðir er að ræða. Áhrif tjónsins á afkomu Trygg' ingamiðstöðvarinnar í ár verða þó 1 mesta lagi 25 milljónir kr. Það sem þar er umfram fellur á endurtryggj- endur og í tilkynningu frá fyrirtæk- inu segir að ætla megi að tjón af þessari stærð muni hafa einhver áhrif á endurtryggingakjör félags- ins í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.