Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur, Wilmu Young og Jóhönnu V. Þórhallsdóttur sf jórnanda. Sumar- tónleikar Léttsveit- arinnar LÉTTSVEIT Kvennakórs Reykja- víkur heldur sumartónleika í Lang- holtskirkju á morgun, miðvikudag, og föstudagskvöldið 19. mai kl. 20 bæði kvöldin. Tónleikarnir heita „Nú tekur hýrna um hólma og sker“ og verða flutt verk eftir Leif Þórarinsson, sænskir, franskir og ítalskir söngvar, auk íslenskra og enskra dægurlaga. Aðalheiður Þor- steinsdóttir er pianóundirleikari kórsins og auk hennar leika með kórnum Wilma Young, Tómas R. Einarsson og Stína bongó. Ein- söngvari er Björk Jónsdóttir. Óvæntur glaðningur TOIVLIST Sölvasalur Sólon íslanóus DJASSTÓNLEIKAR Erik Griswold pianó og tílfar Ingi Haraldsson bassa. Laugardaginn 13. mai kl. 15. ÞAÐ er langt síðan maður hefur heyrt Úlfar Inga Haraldsson spila djass, en hann var liðtækur djass- bassaleikari áður en hann hélt til San Diego í Kalifomíu þar sem hann lagði stund á tónsmíðanám, ásamt Uppboð í skugga rannsóknar Reuters STARFSMENN uppboðsfyrirtæk- isins Christie’s taka við boðum í teikninguna Etude pour „Nu rose“ eftir Henri Matisse í gegn- um síma á uppboði í New York fyrir helgi. Verkið, sem er frá 1935, var slegið á tæpar átján milljónir króna. Uppboðið fór fram í skugga rannsóknar sem nú stendur yfir á meintum óheilindum Christie’s og helsta keppinautarins, Sotheby’s. Er þeim gefið að sök að taka of há sölulaun og hafa tugir kaup- og seljenda listaverka höfðað mál á hendur fyrirtæhjunum á þeim forsendum að þeir hafí goldið þjónustuna of dýru verði. bassaleik, í sjö ár. Nú er hann kom- inn heim og hafa heyrst verk eftir hann á tónleikum hér og líkað vel. Síðasta laugardag, á sólríku síð- degi, boðaði hann til tónleika ásamt félaga sínum frá Kalifomíuámnum, píanistanum Erik Griswold, er hér var staddur ásamt konu sinni, slag- verksleikaranum Vanessu Tomlin- son. Héldu þau hjón tónleika í Nor- ræna húsinu og fluttu forsamin og spunnin verk fyrir píanó og slagverk auk sjónrænna gjörninga, svoog verk eftir Úlfar Inga. Áður en tón- leikarnir á Sólon hófust sagði Úlfar að Erik hefði hvatt sig til að halda þessa tónleika, hann þyrfti að liðka djassbassafinguma. Fyrsta lagið á efnisskránni var Makki hnífur úr Túskildingsóper- unni eftir Bertold Brecht og Kurt Weil. Louis Armstrong gerði þetta lag vinsælt í djassi og söng það með sínu lagi. Á þann hátt hafa djass- menn síðan leikið Makka, en Erik og Úlfar notuðu framútgáfu Weils í túlkun sinni. Dúettinn hljómaði dá- lítið sundrlaus, hvort sem það hefur verið vegna fastheldni minnar við Armstrong-útgáfuna eða að þeir hafi ekki leikið lagið mikið saman - sem mér finnst líklegra. Næst léku þeir klassískan söngdans, Stella by star: light, kröftuglega og rösklega. í Makka brá Gamer fyrir í spuna Er- iks og hér var hann á slóðum Red Garlands, sem einn fátra djassleik- ara gat höndlað Gamer-áhrif. Úlfar lék laglínuna í næsta dansi, Alic in Wonderland. Hann hefur fínlegan mjúkan tón, en tónmyndunin var ekki alltaf sem skyldi. Þrjú síðustu lögin fyrir hlé vom fimagóð. Kröft- ugur Blue Monk, skemmtilegt verk eftir Erik, Better days, spuninn kryddaður blokkhljómum og ýmist grúfaði píanistinn eða hellti yfir okk- ur tónaregni a la Ganer í hægum milliköflum. Það besta á að leika síð- ast og það gerðu þeir félagar svo sannarlega; ópus Ellingtons og Ju- ans Tisols, Caravan, er hljómar trú- lega einhvers staðar í heiminum all- an ársins hring. Latínkraftur og sveifla skiptust á hjá þeim félögum og þó Úlfar sé ekki í toppþjálfun sem bassaleikari, og bassinn ekki búinn að ná sér eftir heimkomuna frá Am- eríku, var sveiflan fín hjá honum - og það skiptir höfuðmáli í djassi. Þeir félagar hófu síðari hluta tón- leikanna á franska slagaranum C’est si bon. Louis Armstrong færði djass- heiminum þetta lag einsog Makka hníf og enn þræddu þeir félagar hljómagötu höfundar, en ekki Arm- strongs. Lagið er sosum enginn húsgangur í djassinum frekar en Mona Lisa er Úlfar lék einn. Um það lag, sem Nat King Cole, Otto Brand- enburg og Haukur Morthens sungu, er til ágæt saga frá Noregi. Barpían- isti nokkur var beðinn um að leika Round midnight eftir Monk og fengi hann koníak að launum. Honum leist ekki alls kostar á verkefnið, klóraði sér í höfðinu og spurði svo: Er ekki í lagi að ég leiki Monu Lisu og fái bara rósavín? Erik lék tvö lög einn: I put a spell on you eftir Screamin Jay Hawkins þarsem segulband var honum til að- stoðar og lag eftir Madonnu, en þar brá hann nokkram nafnspjöldum á strengi píanósins og var þá stundum einsog Pop Foster væri með honum á bassa. Tveir húsgangar vora á dagskrá eftir hlé. Au private eftir Charlie Parker og söngdans Richards Rodg- ers: My romance. Þó heyi’a mætti að Erik þekkti Bill Evans var flutning- ur þeirra félaga á My romance lítt spennandi, en afturá móti fóra þeir á kostum í Au private. Var það ásamt Caravan og tveimur lögum Eriks hápunktur tónleikanna - en þeir enduðu á því seinna: Pice of january. Maður vissi ekki á hverju von var á í Sölvasal þetta ljúfa laugardags- síðdegi, en það var svo sannarlega þess virði að hlusta á Erik Griswold og Úlfar Inga. Vernharður Linnet Fyrirlest- ur um Varðlok Guðríðar JÓN Hnefill Aðalsteinsson pró- fessor flytur fyrirlesturinn Varðlokkur Guðríðar Þorbjarn- ardóttur í dag, þriðjudag, kl. 17.15, í stofu 101 í Odda. Varðlokk- ur, eða Varð- lokm-, er heiti á kvæði því er Guðríður Þorbjarnar- dóttir er sögð hafa kveðið í H ^ H seið Þor- Hil W mmI bjargar lítil- Jóii Hnefill völvu á Aðalsteinsson Grænlandi fyinr liðlega þúsund árum. Hvorki er ágreiningslaust hvernig skýra skuli heiti kvæð- isins né heldur hvert hlutverk umræddrar kveðandi raun- veralega var, segir í fréttatil- kynningu. I fyiirlestrinum mun Jón Hnefill rekja niðurstöður fræðimanna um þessi efni og leitast við að varpa nýju Ijósi á sjálft rannsóknarverkefnið. Auk ritgerðar um þjóðfræði og tráarbrögð, sem birst hafa í innlendum og erlendum vísindaritum, hefur Jón Hnefill Aðalsteinsson á síðustu árum sent frá sér bækurnar Blót í norrænum sið 1997; A Piece of Horse Liver 1998; Kristnitakan á íslandi 1999; Under the Cloak 1999. Tvær síðasttöldu bæk- urnar eru endurátgefnar, hvor um sig með tæplega hundrað síðna bókarauka, þar sem nýj- um stoðum er rennt undh’ fyrri rannsóknarniðurstöður. Fyrirlesturinn er á vegum félagsvísindadeildar. Tónleikar á Ingjaldshóli Hellissandi. Morgunblaðið. Á DÖGUNUM voru haldnir tónleik- ar í Safnaðarheimili Ingjaldshóls- kirkju. Þar komu fram Veronica Ost- erhammer messosópran og píanó- leikarinn Krystyna Cortes og klarinettuleikarinn Jón Aðalsteinn Þorgeirsson. Flutt vora lög og aríur efth’ Atla Heimi Sveinsson, Pál ís- ólfsson, J. Rodrigo, J. Massenet, W.A. Mozart ogíslensk þjóðlög. Veronica býr á Brimisvöllum í Fróðárhreppi og hefur sungið við ýmsar uppákomum í Snæfellsbæ við góðan orðstír. Tónleikarnir á Ingjaldshóli vora vel sóttir, en þeir vora styrktir af Sparisjóði Ólafsvíkur og Lista- og menningarnefnd Snæfellsbæjar. Samskipti kynjanna KVIKMYNDIR Kringlubfó „Splendor" 'k'/z Leikstjóri: Gregg Araki. Handrit: Gregg Araki. Aðalhlutverk: Kath- leen Robertson, Johnathon Schaech, Matt Keeslar, Kelly Macdonald og Eric Mabius. Summit 1998. ÓHÁÐI bandaríski leikstjórinn Gregg Araki hefur hingað til ver- ið kunnur fyrir myndir úr veröld samkynhneigðra en í rómantísku gamanmyndinni „Splendor“ fjall- ar hann um ástir gagnkyn- hneigðra og samskipti kynjanna almennt. Árangurinn er heldur slakur, kannski vegna þess að það vantar húmorinn og kannski vegna þess að leikararnir eru ekki sérlega spennandi. í öllu falli er myndin þunnur þrettándi. Hún segir af ungri og fallegri stúlku sem birtist reglulega á tjaldinu og segir okkur sögu sína með glampa í augum og glossi á vörum. Hennar vandamál, ef vandamál skyldi kalla, er að hún getur ekki gert upp á milli Abels og Zeds, tveggja mjög ólíkra karlmanna í lífi sínu. Ábel er ful- lorðinslegur og alvarlega þenkj- andi en Zed einfaldleikinn upp- málaður og hálfgert barn. Hún ákveður að búa með þeim báðum. Það gengur ágætlega þangað til hún hittir þriðja karlmanninn í lífi sínu og verður enn ástfangin. Ekki merkilegur söguþráður og Gregg Araki tekst ekki að gera hann áhugaverðan. „Splen- dor“ minnir stundum á Kevin Smith-myndina „Chasing Amy“ en samanburðurinn er varla marktækur. Handritið er ekki beint hlaðið gríni og snjöllum at- hugasemdum um samskipti kynj- anna. Persónurnar eru óáhuga- verðar í meðförum leikaranna og Araki virðist ekki gefa neina ná- kvæma leiðsögn um stefnuna. Þannig vantar til dæmis alla eig- inlega dýpt í aðalpersónuna, sem Kathleen Robertson leikur, og mennirnir í kringum hana era hálfgerðir tráðar. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.