Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 51
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 51 MINNINGAR þóttist ekki vera viss, langt síðan hún hafði prófað sagði hún. - Með * það steig hún á bak og hjólaði burtu. Hún átti það líka til að hoppa meðí teygjutvisti eða sippa , enda fyrrum fimleikakona, sem hafði meira að segja sýnt fyrir kónginn, sem mér þótti afar merkilegt. Þegar ég eignaðist strákana mína, var nánast eins og helgiathöfn að fá að leggja þá í fangið á ömmu. | Við áttum líka góðar stundir saman, (! svo mikill friður og ró, þar sem Íþessir annars fyrirferðarmiklu strákar komu sér fyi-ir í fanginu al- veg kyrrir, og langamma átti að pússa á þeim neglurnar með nagla- þjöl. Seinna fengu þeir ástæðu til að monta sig yfir bótunum á buxunum sínum. Amma Þorbjörg hafði það sem vinnuna sína á efri árum á með- an hún gat að bæta fötin af lan- Igömmubörnunum. Þetta var svo vel gert að aðdáun vakti. Þeir voru fljótir að átta sig á athyglinni sem þeir fengu og alveg til í að sýna. Svo hljómaði gjarna: „Hún langamma saumaði gatið á.“ Ég á að skila bestu kveðju frá Bjössa sem er við nám á Florída í bili og saknar þess að geta ekki ver- ið með fjölskyldunni nema í hugan- um og gegnum síma. Hann langar til að minnast á þegar langamma * dansaði með húlahopphringinn í su- mó. Hvað annað! Og hvað það er ótrúlega stutt síðan! Amma sagði stundum brandara af manni sem var ákaflega hrifinn af Onnu ömmu hennar, hann langaði að hrósa henni en kom ekki orðum að því, en sagði: „Það má hann Jó- hannes Torfason eiga að hún Anna er honum góð kona!“ Mig langar að heimfæra þetta á hana ömmu mína sjálfa. Hvað við vorum heppin að fá að eiga hana. Hún var okkur svo 1 góð. IFar þú í friði elsku amma Þor- björg. Þökkum af alhug allar dýr- mætu stundimar sem við áttum og allt sem þú kenndir okkur. Guð geymi þig. Kristfn Guðnadóttir og fjölskyida. Amma Þorbjörg lifði lífinu með reisn sem hún hélt fram undir það síðasta. Allir sem hana þekktu vissu I þó að hún var orðin södd lífdaga. Hún lifði langa ævi og þráði frið- inn. Hún hefði orðið hundrað ára síðar á þessu ári. Hún hélt myndar- legt heimili langt fram á tíræðisald- ur og það var ekki fyrr en undir það síðasta sem heilsan þraut. Þegar ég man fyrst eftir mér þá var amma Þorbjörg orðin gömul kona að mér fannst, tággrönn og með snjóhvítt hár. En síðan breytt- ist hún ekkert næstu 30 árin. Hún g var alltaf eins. Megnið af minning- II um mínum eru af Laugarnesvegin- ‘! um þar sem ég ólst upp fyrstu árin. Ég var svo heppinn að amma bjó á hæðinni fyrir neðan okkur og var því tíður gestur hjá henni. Ég man að þegar ég var fyrst að kynnast henni einkenndist samband mitt við hana af óttablandinni virð- ingu, sem með árunum breyttist í væntumþykju og virðingu. Amma Þorbjörg varði megin- þorra ævinnar í að hugsa um aðra. Hún var sjómannskona með stórt ^ heimili og líf hennar færði öðrum tækifæri. Það hefur varla verið auðvelt verk, en amma Þorbjörg var sterk kona og stolt sem ég heyrði aldrei kvarta undan hlutskipti sínu. Henni fórst móðurhlutverkið vel úr hendi og hafa börn hennar og afkomendur verið henni til sóma, nýtt hæfileika d sína vel og skilað góðu starfi og eru Ienn að. An þess að hún segði það berum orðum voru skilaboð hennar 1 til afkomenda sinna að standa undir ábyrgð lífsbaráttunnar og skila far- sælu ævistarfi. Betri arfleifð er varla hægt að óska sér. Ég kveð ömmu með þakklæti og virðingu. Hvíl í friði. Arni Sigurðsson. (Það er glæsibragur á ártölunum sem afmarka æviferil Önnu Sigurð- ardóttur, og það er merkilegt að verða nærri hundrað ára. En meira er um það vert að hafa lifað vamm- lausu lífi alla þessa trylltu öld og aldrei látið annað en gott af sér leiða. Þegar ég var að alast upp norður á Akureyri á 4. tug aldarinn- ar var Reykjavík býsna fjarlægur staður í hugum okkar flestra. Fáein skyldmenni sem flust höfðu suður vissum við þó um, en samband við það fólk var stopult og tilviljana- kennt. Einstaka sinnum kom frænd- fólk að sunnan í heimsókn, en kynni styrktust ekki síður við það að ein- hver þurfti að leita sér lækninga fyrm sunnan og fékk þá inni hjá skyldfólki í Reykjavík. Afasystir mín, Kristín Jóhannes- dóttir (f. 1870), sem við vorum vön að kalla Kristínu frænku, fluttist ung suður á land úr Þingeyjarsýslu og giftist vitaverðinum á Reykja- nesi, Sigurði Sigurðssyni stýrimanni frá Saurbæ í Vatnsdal. Hann var 10 árum eldri en hún. Eftir fáein ár settust þau að í Reykjavík og bjuggu þar síðan. Þar fæddist þeim brátt dóttir sem hlaut í skírninni móðurnöfn foreldra sinna. Þorbjörg hét móðir Sigurðar vitavarðar, Jó- elsdóttir, en móðir Kristínar var Anna Erlendsdóttir frá Höskulds- stöðum í Reykjadal. Hún andaðist norður á Tjömesi 1899, rúmu ári áð- ur en dótturdóttir hennar fæddist í höfuðstaðnum aldamótaárið 1900. Anna Erlendsdóttir var systir Sig- urðar Erlendssonar (Sigga Erlends) sem fluttist til Vesturheims með konu og börn og varð einn nafn- kunnasti landnámsmaðurinn í Nýja-fslandi. Af honum er mikil ætt vestan- hafs, og margir afkomendur hans hafa verið mjög í forystu meðal fólks af íslenskum ættum þar vestra, orðlagðir íyrir dugnað og mannkosti. Eftir lát Sigurðar 1943 fluttist Kristín á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Önnu og Þorkels Sig- urðssonar vélstjóra, og bjó hjá þeim til dauðadags 1961. Þessi atvik stuðluðu að því, ásamt öðru, að bróðurbörn Kristínar fyrir norðan leituðu til Önnu og fjölskyldu henn- ar þegar þau áttu erindi til Reykja- víkur. Þannig fór mér einnig þegar ég kom hingað suður til að hefja há- skólanám haustið 1949 og þekkti hér fáa nema skólafélaga mína. Ég var ekki fyrr kominn suður en ég fór í heimsókn til Kristínar frænku sem þá var komin undir áttrætt, og kom þá í fyrsta sinn á myndarheim- ili þeirra Önnu og Þorkels, þar sem ég átti æ síðan gestrisni og góðvild að mæta. Þegar Kristín dó var móðir mín orðin ekkja og nýlega flutt til Reykjavíkur ásamt Þorbjörgu, syst- ur minni, og hennar fjölskyldu, og vildi þá svo til að þær mæðgur urðu nágrannar Önnu og Þorkels. Við það styrktist einnig samband okkar systkinanna við Önnu og hennar fólk þótt seint væri. Helst hefði ég viljað kynnast Önnu frænku miklu betur og miklu fyrr. Það var gott að vera í návist hennar. Hún var björt og sviphrein, fáguð í framkomu og snyrtileg, hvorki þvinguð né þvingandi, glað- vær en stillt og aldrei broddur í orð- um hennar. Ef svo bar undir virtist hún fyrirhafnarlaust geta drepið leiðind-um á dreif með léttri kímni eða gamansemi. Margir munu verða til að vitna um hjálpsemi Önnu Sigurðardóttur, og jafnvel dauðir hlutir vilja fá að taka til máls. Ég sat um daginn með sálmabók í hendi við kistu frænku minnar. Bókin hafði opnast án þess að ég tæki eftir því, og við mér blöstu þessi orð eftir sr. Valdimar Briem: Hvar sem þú einhvem auman sér, hann aðstoð máttu’ ei svipta. Hvort sem hann vin eða’ óvin er, það engu lát þig sldpta. Þetta vildi bókin fá að leggja til mála. Anna var einstaklega dugleg að heimsækja gamalt fólk í heima- húsum eða á stofnunum og stytta því stundir. Það var bæði aðdáunar- og þakkarvert. Móðir mín, sem var 11 árum eldri en Anna, naut þessa líka mjög á efri árum sínum og þreyttist aldrei á að vegsama þessa frænku sína sem henni þótti fjarskalega vænt um. Þessu vildi ég nú mega halda til haga að leiðarlok- um. Við systkinin munum ávallt minnast Önnu Sigurðardóttur þakk- látum huga fyrir vinsemd hennar og ræktarsemi í okkar garð. Blessuð sé minning hennar. Baldur Jónsson. í dag er til moldar borin Anna Þorbjörg Sigurðardóttir. Anna var mér og fjölskyldu minni mjög kær. Hún var einstök kona, sem með breytni sinni og framgöngu allri, hafði mikil og djúpstæð áhrif á alla sem hún umgekkst. Eiginmaður Önnu var Þorkell Sigurðsson föður- bróðir minn. A milli heimila foreldra minna og þeirra Þorkels og Önnu ríkti frændrækni og vinarþel. Mér eru mikils virði þær minningar sem ég á allt frá barnæsku, hversu alltaf var gott og gaman að koma til frænda og Önnu í Drápuhlíðina þeg- ar þurfti að fara erinda frá Selfossi til Reykjavikur. Alltaf stóð heimili Önnu og Þorkels opið og þau tilbúin til að taka á móti ættingjum og vin- um jafnt á góðum degi, til hátíða- brigða eða þegar þörf var á til hjálp- ar. Anna tók einstaklega vel á móti fólki. Allt sem hún gerði var vel gert. Fáum sem ég þekki var jafn vel lagið að bera fram góðan og fal- legan mat. Hún var einstaklega lag- in í höndum og gerði svo vel við t.d. fatnað að erfitt var að greina nokkra misfellu. Anna var glæsileg kona, beinvaxin og létt í spori, alltaf smekklega klædd og bar sig alla tíð vel og tígulega. Hún hafði yfirbragð virðingar og reisnar og var gefandi og notaleg í allri návist. Aldrei minnist ég þess að hún hafi talað á neikvæðan hátt um nokkurn mann, heldur dró hún fram það jákvæða í fari sinna samferðamanna. Anna var sterkur einstaklingur með ákveðnar skoðanir. Hjá Ónnu var oftast stutt í græskulausa glettni og hún hafði heilbrigða og skemmti- lega lífssýn. Hún kunni að gleðjast og skapa jákvæða uppbyggjandi umræðu og krydda augnablikið. Þegar ég fór til framhaldsnáms til Reykjavíkur var ég þeirrar gæfu aðnjótandi að búa hjá þeim Önnu og Þorkeli föðurbróður einn vetur. Hjá þeim var einnig dótturdóttir þeirra Anna Jóelsdóttir, einnig við fram- haldsnám. Við Anna yngri höfum oft rifjað upp hversu vel var um okkur hugsað. Sumir hefðu sagt að hún Anna Þorbjörg hefði ofdekrað okk- ur. En henni var eðlislægt að hugsa um aðra af umhyggju, natni og óeig- ingimi og þess nutum við í ríkum mæli. En eftir því sem ég eldist sé ég að „ofdekrið" hefur ekki spillt okkur, heldur gert okkur að betri manneskjum. Eitt er víst að mjög margt í fari þínu Anna mín, hefur orðið öðrum til eftirbreytni. Seinna bjó ég aftur eitt ár hjá Ónnu. Þá var frændi minn látinn. Við áttum sam- an góðar stundir sem ég er þakklát fyrir. Oft ræddum við um lífið og al- vöru þess. En við gátum líka oft hlegið og skemmt okkur yfir spaugi- legum hliðum og það var gaman. Við Henrý minn og stelpurnar okkar munum alla tíð minnast þín og samskiptanna við þig með gleði og þakklæti. Vinátta okkar var djúpstæð og þar bar aldrei skugga á. Farsælu lífsstarfi Önnu Þor- bjargar Sigurðardóttur er nú lokið, en hún lést þann 6. maí sl. tæplega 100 ára að aldri. Elsku Anna mín, ég og öll mín fjölskylda þökkum þér fyrir gefandi og farsæla samferð og biðjum Guð að varðveita þig. Ingibjörg Sigurðardóttir. Þú og öldin voruð nánast eitt og hið sama fyrir mér. Vegna þín finnst mér öldin hafa byrjað 18. september árið 1900. Síung fylgdir þú ótrúleg- um breytingum af áhuga en um- burðarlyndi. Stúlka í öguðum fim- leikaflokki sem stolt sýndi Kristjáni X íþrótt sína. Stúlka sem snemma á öldinni gekk í sænskan hússtjórnar- skóla og kunni þvi betur skil á etik- ettu en flestir. Sjómannskona sem á tímum heimsófriðar beið með börn- um sínum eftir heimilisföðurnum og varð að ósk sinni. Hann komst heim. Orðtakið „Betra er heilt en bætt“ átti tæpast við um þín handarverk. Hefði öldin bara verið þú væri engu að kvíða. Ég ætla að þá væru önnur gildi dýrkuð en þau sem nú ber hæst. Þegar ég sem lítill strákur sagði þér ósk mína: Amma Þor- björg, ég vil að þú verðir alltaf til, þú átt aldrei að deyja! Amma, gerðu það! Þá minnir mig að þú hafir svar- að: „Æ, nei, það vona ég að verði ekki.“ En ég þráaðist við og hélt áfram: Þú verður að minnsta kosti að verða hundrað ára. Ég vona að Guð leggi það ekki á mig, fólst í svari þínu, ef mig misminnir ekki. Þú varst mér svo mikilvæg að ég átti lengi erfitt með að skilja þetta áhugaleysi fyrir óskum mínum um eilíft jarðneskt líf þér til handa. Þótt ég sé að reyna að láta sem ég sé sáttur við brotthvarf þitt, sem ég auðvitað á að vera, togar þetta óraunsæi litla stráksins í mig. Elli kerling virtist lengi aðeins ætla að koma þér á annað knéð, eins og Þór forðum; þú varst ung í anda, hress og spræk fram undir tírætt. Gott var að eiga ömmu Þorbjörgu, þann- ig gat maður vitað hvernig best væri hafa hlutina og hegða sér. En eitt er að vita og annað að gera. Þú hafðir stað fyrir hvern hlut og hvern hlut á sínum stað. Þótt allir vissu að ekki skorti minnið í þitt höfuð, var skýring þín á regluseminni: „Ann- ars þarf bara svo miklu betra minni en ég hef.“ Ég veit að enginn sem til þekkir ætlast til þess í alvöru, að ég komist með tærnar þar sem þú hafðir hælana, þótt ekki væri fyrir annað en að maður leikur það ekki auðveldlega eftir að samsvara heilli öld. Við söknum þín og biðjum þess að gott fólk fylgi nýrri öld. Þótt það skapi augljóslega vanda að þín skuli ekki lengur njóta við sem lifandi fyrirmyndar. Þorkell Guðnason. Kvödd er kær foðursystir, Anna Þorbjörg Sigurðardóttir, sem lifað hefur langa og farsæla ævi. Það er ekki mitt að skrifa um lífshlaup hennar, þar eru aðrir færari. Þótt við vitum að lífinu fylgir dauði erum við aldrei viðbúin komu hans. Fyrst setti mig hljóða þegar ég fékk fregnina sunnudaginn 7. maí að Anna væri látin, síðan hrönnuðust minningarnar að. Anna var miðpunktur fjölskyldu minnar. Móðir mín, Guðrún Valdimarsdóttir, kynntist Önnu og manni hennar Þorkeli Sigurðssyni vélstjóra og bömum þeirra fyrir meira en sextíu árum, þegar hún réð sig í vist hjá þeim hjónum, æ síðar var afar kært á milli þeirra. Faðir minn, Stefán Sigurðsson bifreiðasmiður, bróðir Önnu, var heimagangur á heimili systur sinnar, henni til halds og trausts, þar sem Þorkell var lang- dvölum að heiman vegna atvinnu sinnar. A heimili þeirra kynntust foreldrar mínir og felldu hugi sam- an, úr því varð langt og farsælt hjónaband. Anna var dugmikil kona, allt handbragð hennar einkenndist af nákvæmni og alúð, hún var fim með nálina, gerði gamlar flíkur sem nýjar, hún lagði mikið upp úr því að vera heiðarleg og ábyggileg til munns og handa. Eg minnist henn- ar frá æsku- og unglingsárum mín- um þegar hún klæddist peysufötum og möttli við hátíðleg tækifæri, ég dáðist að henni, fáar konur hef ég séð bera þennan búning jafn glæsk- lega og hún gerði, það vai' svo mikil reisn yfir henni og fasið frjálslegt. Eftir að ég varð fullorðin kynntist ég hennar frábæru kímnigáfu, en það var alltaf stutt í hana. Fjöl- skyldan var í fyrirrúmi hjá henni, ég minnist þess þegar fjölskyldurn- ar komu saman á heimili frænku, þá var glatt á hjalla og veisluborðin svignuðu undan kræsingum og kaff- ið hennar var það besta í bænum, hvernig hún fór að því, jú, það var að hafa bununa nógu langa og mjóa. Að lokum vil ég þakka elskulegri frænku og eftirlifandi bömum henn- ar og fjölskyldum þeirra fyrir þá vináttu og tryggð sem þau sýndu móður minni í sorg hennar þegar faðir minn lést árið 1983. Ég veit að við, sem kynntust þessari stórkost- legu konu, geymum minningar í hjörtum okkar um ókomin ár. Ég og fjölskylda mín kveðjum Önnu frænku með virðingu og kæru þakk- læti fyrir allt fyrr og síðar. Bömum hennar og fjölskyldum þeirra vott- um við innilega samúð. Petra Stefánsdóttir. Blómastofa Friðfínns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst aila þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.