Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 33 Styrkveitingar Lýðveldissjóðs til eflingar íslenskri tungu „Peningarnir hafa nýst mjög vel“ „ÉG HELD að það megi með góðri samvisku segja að peningarnir hafi nýst mjög vel,“ segir Guðrún Kvar- an, forstöðumaður Orðabókar Há- skólans, um afrakstur alls 250 millj- óna króna styrkveitinga úr Lýðveldissjóði á síðustu fimm árum til eflingar íslenskri tungu. Arangur helstu verkefna sem styrkt voru var kynntur á ráðstefnu Málræktarsjóðs sl. laugardag og segir Guðrún að sér virðist sem svo til allir hafi náð þeim árangri sem þeir stefndu að. Fjölmargir fengu styrki Lýðveldissjóður var stofnaður á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum árið 1994 en þá samþykkti Alþingi að verja 500 milljónum króna á næstu fimm árum til eflingar íslenskri tungu annars vegar og til rannsókna á lífríki hafsins hins vegar. Hæstu styrkina á sviði íslenskrar tungu fengu Orðabók Háskólans, Is- lensk málstöð og Norræna orðabók- in í Kaupmannahöfn, en að auki fengu fjölmargir einstaklingar styrki til rannsókna á íslenskri tungu. Stflfræði, stafræn útgáfa, framburður og þýðingar Öllum þeim sem fengu styrki til einstaklingsverkefna var boðið að senda inn stutta lýsingu á sínu verk- efni og að sögn Guðrúnar valdi und- irbúningsnefndin úr nokkur verk- efni á ýmsum sviðum íslenskrar tungu sem kynnt voru sérstaklega á ráðstefnunni. Guðrún var beðin um að nefna nokkur dæmi um áhuga- verð verkefni. „Már Jónsson er t.d. að vinna að stafrænni útgáfu á öllum verkum Arna Magnússonar. Jó- hanna Þráinsdóttir og Ólöf Péturs- dóttir kynntu athugun sem þær hafa verið að gera á þýðingum sjónvarps- og bíómynda og þar kom m.a. fram hversu sárlega vantar leiðbeiningar og skólun fyrir þá sem taka að sér slík verkefni. Þá kynnti Kristján Árnason prófessor niðurstöður rannsókna á framburði um land allt. Einstaklega skemmtilegt þótti mönnum érindi Þorleifs Hauksson- ar, sem er að skrifa bók um stílfræði 20. aldar,“ segir Guðrún. Þá nefnir hún einnig áhugaverða könnun tveggja kvenna á málþroska barna og tengslum hans við lestrarörðug- leika síðar meir. „Þegar í leikskóla er hægt að sjá fyrir hvort ákveðin börn muni eiga í lestrarerfiðleikum eða ekki - og oft reynist það vera vegna þess að ekki er lesið nóg fyrir þau eða með þeim heima fyrir,“ seg- ir hún. Handbækur, málfarsbanki og alfræðidiskur Ennfremur segir Guðrún að eitt af stærstu verkefnunum sem styrkt voru hafi verið þrjár handbækur um íslenskt mál, en stefnt er að því að þær komi úr síðar á þessu ári. Ein þeirra er handbók um setninga- fræði, í ritstjórn Höskuldar Þráins- sonar, önnur er um hljóðfræði og hljóðkerfisfræði og ritstjóri hennar er Kristján Arnason, og sú þriðja, um orðmyndunar- og beygingar- fræði, er í ritstjórn Guðrúnar Kvar- an. Handbækurnar, sem ætlað er að ná yfir meginhluta íslenskrar mál- fræði, eru ætlaðar kennurum, eldri bekkjum framhaldsskóla og nemum á fyrstu tveimur árum háskólanáms í íslensku. Gagnabanki fyrir orðanefndir og yfir nýyrðasmíð Islensk málstöð kynnti m.a. gagnabanka fyrir orðanefndir og yf- ir nýyrðasmíð, og nýjan málfars- banka sem þar er unnið að, en stefnt að því að hann verði opnaður í haust. „Þar á að vera hægt að fara inn og finna helstu atriði sem eru að vefjast fyrir fólki í málinu," segir Guðrún. Hápunktinn á þinginu segir hún hafa verið kynningu á geisladiskin- um Alfræði íslenski-ar tungu. ,Á honum verður að finna tugi sérfræðigreina, sem þó eru skrifað- ar fyrir almenning. Einnig er unnið úr greinunum þannig að hægt verð- ur að slá inn fyrirspurnarorð og fá stuttar skýringar. Þar verður einnig lítið ritvinnsluforrit og réttritunar- orðabók, þannig að það ætti að verða mjög auðvelt fyrir böm að skrifa í því.“ Ritstjórar disksins eru þau Heim- ir Pálsson og Þórann Blöndal, sem bæði eru lektorar við Kennarahá- skóla íslands, en fjöldi annarra leggur til efni. Gert er ráð fyrir að diskurinn verði tilbúinn til dreifingar með haustinu en hann er ætlaður til notkunar í skólum jafnt sem á heim- ilum. Burtfararpróf Smára Vífílssonar SMÁRI Vífilsson tenór lýkur námi sínu frá Nýja tónlistarskólanum og verða burtfararprófstónleikar hans í sal skólans, Grensásvegi 3, í kvöld, þriðju- dagskvöld, kl. 20. Kennari Smára hefur verið Sig- urður Bragason óperusöngvari. Á efnisskránni verða m.a. ljóða- söngvar e. Vaug- ham Williams, Schumann, Schubert og Beethoven, Rósin eftir Friðrik Jónsson, Hamra: borgin eftir Sigvalda Kaldalóns og í fjarlægð eftir Karl O. Runólfsson. Einnig verða fluttar aríur úr Rigol- etto e. Verdi og Che gelida Manina úr La Boheme eftir Puccini. Á tónleikunum með Smára syngur einnig Gyða Björgvinsdóttir. Undir- leikari á píanó er Bjarni Þór Jón- atansson. Smári hverfur nú til framhalds- náms til Danmerkur og verður kenn- ari hans þar André Orlowitz óperu- söngvari. -------*->-♦------ Vortónleikar Nýja tónlistar- skólans VORTÓNLEIKAR söngdeildar Nýja tónlistarskólans verða haldnir í dag, þriðjudag og föstudaginn 19. maí. Tónleikar strengjadeildar verða þriðjudaginn 23. maí kl. 20. 1 w Á t0 / - v : : ; i'SJ, 'v.V'V- ’-ý" : Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fjórir listamenn hljóta starfsstyrk ÁRLEG úthlutun starfsstyrkja til listamanna í Kópavogi fór fram á afmælisdegi bæjarins, fimmtudag- inn 11. maí, og fór athöfnin fram í Salnum. Að þessu sinni fengu fýórir lista- menn starfsstyrk: Erna Ómars- dóttir dansari, Gréta Mjöll Bjarna- dóttir myndlistarmaður, Hrafnhildur Björnsdóttir söng- kona og Ólöf Erla Bjarnadóttir myndlistarmaður. Þorkell Sigurbjörnsson var val- inn heiðurslistamaður Kópavogs árið 2000. Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur efdrtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin em: Staðgreiðsla og tryggingagjald til og með 4. tb. árið'2000 með eindaga 15. maí 2000 og virðisaukaskattur til og með 1. tb. árið 2000 með eindaga 5. apríl 2000 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í gjalddaga til og með 15. maí 2000 á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagningu sölu- skatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, trygginga- gjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, búnaðargjaldi, iðgjaldi í Lífeyrissjóð bænda, vinnu- eftirlitsgjaldi, vömgjaldi af innlendri framleiðslu, vömgjaldi af ökutækjum, eftirhtsgjöldum, aðflutnings- gjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi og álögðum opinbemm gjöldum, sem em: tekjuskattur, útsvar, aðstöðugjald, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignankattur, slysatryggingagjald vegna heimillsstarfa, tryggingagjald, iðniánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, þróunarsjóðsgjald, kirkjugarðsgjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmda- sjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámám í för með sér vemlegan kostnað fyrir gjald- anda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Em gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, tryggingagjald, vömgjald, afdreginn fjármagns- tekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningamúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. maí 2000. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.