Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Anna Þorbjörg Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1900. Hún lést á hjúkrun- ardeild Hrafnistu í Hafnarfirði 6. maí síðastliðinn. Foreldr- ar Onnu voru hjónin Sigurður Sigurðs- son, vitavörður á Reykjanesi, stýri- maður og segla- saumari, f. 18. maí 1860, d. 17. nóvem- ber 1943, og Kristín Jóhannesdóttir, f. 14. ágúst 1870, d. 20.ágúst 1961. Systkini Onnu voru: Jóhannes (1892-1979), Páll (1894-1971), Svandís (1897-1979) og Stefán (1908-1983). Árið 1924 giftist Anna Þorkeli Sigurðs- syni, vélstjóra, f. 18. febrúar 1898, d. 1. mars 1969. Þau eign- uðust Ijögur börn: 1) Ingibjörg, gift Guðna Þorgeirssyni, þeirra börn eru Þorkell og Kristín, 2) Salome, gift Jóel Kr. Jóelssyni, þeirra börn eru Anna Þorbjörg, Jóel Krist- inn og Þorkell, 3) Sig- urður, kvæntur Jó- hönnu Guðbrandsdóttur, þeirra r‘r eru Þorkell, Guðbrandur og i, 4) Kristín, gift Herði Danfels- syni, þeirra synir eru Heiðar Rafn, Daði og Þorkell Sigurður. Afkom- endur Onnu eru 42. Að loknu barnaskólanámi lærði Anna léreftasaum hjá Amalíu Sig- urðardóttur, vann í prentsmiðj- unni Acta og í sex sumur frá 14 ára aldri við bústörf að Lágafelli í Mosfellssveit hjá hjónunum Kri- stínu Lárusdóttur og Finnboga Þórðarsyni. Anna æfði og sýndi fimleika með úrvalsflokki IR, undir stjóm Bene- dikts Jakobssonar, en flokkurinn sýndi fimleika við konungskom- una 1921. Hún stundaði nám við húsmæðraskólann f Lýðháskólan- um í Tárna f Svíþjóð 1923. Anna helgaði heimili sfnu og fjölskyldu alla sína starfskrafta og bjó í Reykjavík þar til hún flutti fyrir 6 árum þá 94 ára gömul að Hrafnistu í Hafnarfirði. Utför Onnu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ANNA ÞORBJÖRG SIG URÐARDÓTTIR Dyr lokast. Falla að stöfum fyrir fullt og fast. Tengdamóðir mín Anna Þorbjörg Sigurðardóttir er horfin sjónum. Eða er ekki svo... I vitundinni þyrlast mótsagnir - þakklæti og gleði vegna hvíldar sem þreyttum og þjáðum líkama hefur hlotnast - söknuður og hryggð við ferðalok því samfylgd góðrar konu er lokið. Og í hugann koma atvik: Síðustu áratugina, meðan heilsan leyfði, kom hún ávallt í helgarheim- sókn á heimili barna sinna og gisti þá eina til tvær nætur. Og nú var „okkar helgi“. Hún var á tíræðis- aldri og mér fannst kominn tími til að þessi fulltrúi 19. aldarinnar kynntist tölvu. Við setjumst fyrir framan skjáinn; ég opna textaskjal og kenni henni „slaufa P“. Allt gekk vel þar til að ljóst var að hún er tek- in við stjórninni og sló inn „skipan- ir“ af fingrum fram. Kennaranum brá en með snarræði tókst að stöðva nemandann. Þá kom prakkarasvip- ur á níræðan unglinginn og kunnug- leg setning hljómaði: „Var þetta ekki gott hjá mér?“ Kímnigáfa hennar var af þeim toga sem kostar engan neitt. Þetta var mér nýnæmi. Vestfirsk kímni er af öðrum toga - helst þarf að svíða undan eða örla á marbletti. Einhverju sinni sátum við yfir helgarmorgunkaffi. Það var orðinn vani að ég stríddi henni örlít- ið - afar örlítið! Hún hafði lúmskt gaman af þessu - hún hafði í fullu tré við tengdasoninn og rúmlega það. Einhverjusinni lýsti ég ferð minni í góða fiskbúð og hélt því fram að hún hefði verið í fylgd. Hún vildi ekki kannast við málið svo að ég minnti hana á stól í fiskbúðinni sem hún hefði tyllt sér á. Inn í þessa búð hefði ég leitt hana og ekki bara það, heldur hefði ég líka leitt hana út úr búðinni! Og þá setur hún upp prakkarasvipinn og segir: „Já, og þess vegna sit ég hér!“ Þar með lauk þeirri lotu pústralaust - nema auðvitað kom: „Var þetta ekki gott hjá mér?“ Hún bjó yfir sterkri eðlis- lægri sjálfsvirðingu sem kom í ljós ef henni var freklega misboðið. Það sem einkenndi þessi atvik var hversu hnitmiðað og hratt var leikið til vinnings í stöðunni - án ofsa. Þessa sjálfsvirðingu Önnu mátti víða greina í atferli hennar ef að var gáð. Hún var ávallt vel til höfð og fatnaður hennar var sérlega snyrti- legur. Sama snyrtimennska eink- enndi hýbýli hennar. Anna var fræg í stórfjölskyldunni fyrir fataviðgerð- ir, bætur urðu ósýnilegar og flíkur gengu í endurnýjun lífdaga í fín- gerðum höndum hennar! Hún bar sig vel á velli þegar því var að skipta, grönn og beinvaxin - hafði stundað fimleika á yngri árum og bjó að því. Fyrir kom að hún vitnaði til viðburða þar sem hún hafði rétt úr sér á sinn eðlislæga hátt og sunn- anmenn kallað það reiging - Þing- eyingar hafa sinn stíl! Ahrifa meyj- armerkisins gat gætt í viðbrögðum hennar þegai’ tilefnið var minna: pirringur vegna sagðra orða, sem gengu ekki nákvæmlega eftir hvað stað og stund varðaði. Þama vorum við samskipa - á „Kútter Meyj- unni“. Og ég kannaðist vel við áralagið! Atvik skal nefnt sem snýr persónu- lega að undirrituðum og tengist þessari sterku sjálfsvirðingu hennar - var e.t.v. aðferð hennar til að greina á milli rétts og rangs. Konan er 35 ára og komin á sjúkrahús vegna gallsteinakasts. Hún gengur þá með yngsta barn þeirra Þorkels og meðgangan er erfið - læknar telja að grípa þurfi til nauðvarnar - fóstureyðing sé óhjákæmileg. En þama tel ég að sjálfsvirðing og rétt- lætiskennd hafi gefið sjúkri konu þann styrk sem hún sýndi þá. Anna Þorbjörg hleypir upp skákinni og leikur til vinnings - og með aðstoð lækna hefur hún sigur: I fyllingu tímans fæðir Anna þeim hjónum 16 marka stúlku og á næsta ári fer hún í uppskurð vegna gallsteina! Um tveimur áratugum síðar finnur þessi stúlka einn feimnasta pilt sem fyrir- finnst í borginni til skoðunar sem fylgifisk sinn í lífsins gamni og al- vöru. Sú skoðun stendur enn yfir og ekki minnkar undmnarsvipur stúlk- unnar! Síðustu 3 áratugina sýnir Anna endanlega hvað í henni býr. Umhverfi og lífshættir gjörbreyt- ast, gamlir vinir og vandamenn hverfa og heilsufarsleg skakkaföll gera atlögur að henni - en hún gengur veginn fram á við með reisn - og með dyggilegri aðstoð fjöl- skyldunnar nýtur hún lífsins. Hvert sótti Anna Þorbjörg Kristínar- og Sigurðardóttir þennan óbugandi líf- svilja, þrótt og ótrúlega aðlögunar- hæfni? Til áa sinna? Þá veðja ég á niðjana! Allra síðustu árin er sjó- mannsekkjan í skjóli Hrafnistu í Hafnarfirði og nýtur góðra samvista við vistmenn og ósérhlífinnar um- önnunar starfsfólks. Það er laugardagskvöld 6. maí 2000. Venjulegt laugardagskvöld að lokinni sundlaugarferð og venjuleg símhringing heyrist. Boð berast frá Hrafnistu sem rjúfa hversdaginn: „Gamla konan á erfitt með andar- drátt.“ Og atvik haga þvi svo að ekki næst í systkin Kristínar. Við hjónin sitjum við rúm hennar og höldum hvort í sína hendi gam- allar konu. Þetta eru afar grannar hendur, einkum eru fingurnir grannir - púlsinn er óreglulegur og hraður. Andlitið er markað þjáningu og þreytu - þreytu nær 100 ára lík- ama sem farinn er að gefa sig - og minnir stöðugt á það með verkjum og vangetu - jafnvel tímaskyn henn- ar vísar til allra átta. Við fylgjumst með hvernig henni þyngir jafnt og þétt þar til yfir lýk- ur og hún sofnar til hvíldar. Dauðinn hefur unnið verk sitt líknandi höndum - erfiðum og gleð- ilitlum dögum hárrar elli er lokið. Og það verður mikil breyting á and- liti gömlu konunnar. Þjáningin hverfur úr svipnum, rúnum rist andlitið verður slétt - jafnvel ung- legt. Hár aldurinn víkur úr ásjón- unni og eftir verður fagurt konuan- dlit, andlit sem sem ber merki hvíldar og friðar og rósemdar, svip- ur þess sem rís upp frá góðu dags- verki. Og það er ekkert tilefni til ótta eða angistar þótt viðurvist dauðans sé um kring. Þetta er síðasta gjöf vinkonu minnar mér til handa - ný mynd af dauðanum: mildum og líkn- sömum. Og dyr lokast - falla að stöfum hægt og hljóðlega. Og í bergmáli hugans hljómar í kyrrlátri þögninni: „Var þetta ekki gott hjá mér?“ Hörður Daníelsson. Það er einhver undarleg friðsæld heima hjá ömmu Þorbjörgu á Laug- arnesveginum. Um leið og hurðin lokast á eftir mér og ég fer úr úlp- unni verður hversdagsleikinn svo einkennilega fjarlægur og draum- kenndur. Amma Þorbjörg er að elda hádegismat, fréttirnar í útvarpinu. Ég sest við eldhúsborðið og renni fingrinum milli flöskugrænna mós- aíkflísanna á veggnum við hliðina á mér, þetta eru götur og ég bý til nýja leið í hvert skipti. Amma Þor- björg setur diskinn á borðið fyrir framan mig, það eru lærissneiðar, mér þykja þær svo góðar. Hún er búin að skera þær niður í litla bita fyrir mig svo ég þarf ekki annað en að stinga gafflinum í. Við vitum bæði að ég er orðinn nógu stór til að skera bitana sjálfur en tölum ekkert um það. Það er grjónagrautur á eft- ir. Meðan ég borða horfi ég á tré- litamyndirnar hans Einsa bróður á veggnum hjá vaskinum. Það eru sól- stafir við Ægisíðuna. Amma Þor- björg stingur uppá því að ég fleygi mér á dívaninn eftir matinn. Það þarf ekki að segja mér það tvisvar enda pakksaddur. Tifið í veggklukk- unni virðist vera eina hljóðið í heim- inum. Þegar ég vakna situr Amma Þorbjörg í stofunni í græna stólnum sem einhver hafði einhvem tímann hoppað yfir og hún hlegið og hlegið. Ég vil fara í búðarleik og amma Þorbjörg tínir til tómar kremdósir og gamlan Old Spice-rakspíra frá langafa Þorkeli sem ég hitti aldrei. í þetta skipti verslum við ekki yfir borðið heldur röðum í hillurnar eins og í stóru búðunum. Þegar amma Þorbjörg er að laga kaffið biður hún mig að spila fyrir sig á píanóið litla lagið mitt. Litla lagið spila ég bara hjá ömmu Þorbjörgu. Það er bara þrír tónar, í eins mörgum útfærsl- um og mér dettur í hug. Ég er ekki alveg viss hvort þetta sé alvöru lag en amma Þorbjörg tekur af allan vafa um það. Stundum biður hún mig um að spila Litla lagið þegar gestir koma. Þá verð ég feiminn en læt mig samt hafa það. 1 pnctpinar /rv Lcydiviiiui í 1 iinrii 1 LUIIUI SÓLSTEINAK við Nýbýlaveg, Kópavogi Sími 564 4566 Tuttugu árum síðar hefur lítið breyst. Mér þykja lærissneiðar og grjónagrautur enn herramannsmat- ur. Ég er enn að rembast við litla lagið mitt. Stundum koma þær stundir að ég fer að efast um Litla lagið en þá þarf ég ekki annað en að hugsa til ömmu Þorbjargar og allur vafi er samstundis úr sögunni. Ég loka augunum og ég ligg í dívanin- um hjá ömmu Þorbjörgu og hlusta á tifið í gömlu veggklukkunni. Jóel Pálsson. Hún klæðir sig í morgunkápuna, setur upp hattinn. Fer í morgun- hanskana. Hún er á leið að kaupa fiskinn, að kaupa brauðið. Hún læt- ur þvegna flösku í innkaupanetið. Kaupir alltaf súrmjólk í glerflösku. Þær voru með áltappa. Það var þá. I fimm vetur fékk ég að vera í litla herberginu þar sem langamma bjó áður. Ég var unglingur að glósa latmu. Læra útdautt mál. Ég horfi á eftir henni niður göt- una, sé hana mæta annarri konu í morgunkápu, með hatt, með hanska, með innkaupanet. Þær stoppa og spjalla, báðar með hatt, með inn- kaupanet, í morgunkápu. Hún kem- ur tilbaka hengir upp kápuna og hneppir efsta hnappi. Hún hneppti alltaf efsta hnappi. Ég spurði aldrei af hverju. Þetta var ömmuhnappur. Hún leggur innkaupin á eldhúsborð- ið. Hvern hittir þú? spyr ungling- urinn. Það var hún Sveinbjörg eða Guðbjörg eða Þorbjörg, einhver björg var það. Hún segir mér fréttir úr götunni, úr öðru lífi, úr öðru húsi meðan latínan sefur. Hún lætur fiskinn á bretti, flettir roði. Daglegar athafnir hennar eru fallegar, sefandi, taktbundnar. Eins og ritúal. Ég drekk í mig ömmu mína meðan latínan sefur. Unglingurinn sér hana taka skít- uga rófu og gulrót úr brúnum bréfþoka, bleyta þær, bursta og skafa þar til þær fá lit, skæran lit. Svo biytjar hún þær í pottinn lætur tvo bita á fallegan disk og gefur mér. Þær eru sælgæti, ömmusæl- gæti. Ég sé hana líka fara í brúnu káp- una, það er bæjarkápan, síðdegis- kápan. Setja á sig hattinn á leið í vinkonukaffi, eða kannski á Grund að heimsækja Dísu systur, kannski í bæinn að kaupa tvinna. Hún gengur báðar leiðir, léttfætt grönn og hnar- reist. Með síðdegishatt og hanska. Kemur tilbaka og segn- mér söjg- ur úr öðru húsi úr öðru lífi. Eg heyri, ég horfi og drekk í mig ömmu mína meðan latínan sefur. Saumavélin er við gluggann í borðstofúnni. Hún vendir flibbum, lætur ósýnilegar bætur á afabuxur. Allt verður nýtt aftur. Amma og list hversdagsins. Malið í vélinni býr til ró í húsið. Lifandi ró. Latínan sefur. Einhvern tíma löngu seinna sé ég hana með lítinn kút. Það er lang- ömmukútur, strákurinn minn. Hann situr þétt upp við hana. Hún er að sauma í klukkustreng. Þau telja út saman. Ég sé hvernig barnið sefast eins og mamman forðum. Hún á tíma hún á ró. Einhvern tíma löngu seinna á gangi úti með annan kút, lang- ömmukút. Hún leyfir honum að hoppa og skoppa og skoða veröldina á sínum hraða með sínum augum. Bamið sefast eins og mamman forðum. Hún á tíma hún á ró. Hún er komin í svarta kápu. Hver dó? spyr unglingurinn. Er að fara að fylgja einhverjum eins og hún kallaði það. Amma var alltaf að fylgja einhverjum og unglingurinn sem ekki er búinn að tengja sjálfan sig við almættið eða eilífðina heldur áfram að glósa latínu í litla herberg- inu með langömmuskápnum. Þar til hún kemur aftur og fer úr kápunni, svörtu kápunni, hneppir efsta hnappi, ömmuhnappi. Hún lætur hattinn á hilluna, hanskana í skúff- una. Hún hitar kaffi, lætur tvo bolla á borðið hellir í og ég drekk í mig fylgdina meðan latínan sefur. Amma mín, nú er ég búin að læra að fylgja. í dag fylgi ég þér síðasta spölinn að nýjum dyrum, í nýtt hús. Ég geng svo heim, fer úr kápunni og hneppi efsta hnappi og held áfram að þakka þér allt og allt. Anna Jóelsdóttir. Amma Anna dó södd lífdaga tæp- lega 100 ára gömul. Hún var fædd árið 1900 og bar öll einkenni alda- mótakynslóðarinnar, vinnusöm, ósérhlífin og samviskusöm. Upp úr tvítugu fór hún til Svíþjóðar í hús- mæðraskóla og dvaldi þar í níu mánuði til að undirbúa sig undir lífsstarf sitt, húsmóðurstarfið. Á þessum árum stundaði hún fimleika í IR og kynntist Þorkeli Sigurðssyni afa í gegnum íþróttirnar en hann stundaði róður og langhlaup hjá Glímufélaginu Armanni. Afi var vél- stjóri á gömlu síðutogurunum og var oft lengi úti. Túrarnir gátu farið upp í tæpa tvo mánuði í saltfiskiríi við Grænland. Afi var á sjónum öll stríðsárin og þá var aðeins stoppað um fjórar klukkustundir í landi áður en siglt var með aflann til Englands og síðan í sólarhring áður en haldið var til veiða á ný. Rekstur heimilisins og barnaupp- eldið hvíldi því fyrst og fremst á herðum ömmu. I barnsminningu minni var amma sífellt eitthvað að bjástra inni í eld- húsi eða þurrka af en afi dottaði í hægindastól. Eftir andlát afa 1969 fór hún til Bandaríkjanna til að gæta langömmubarnanna sinna hjá nöfnu sinni. Mér fannst hún breyt- ast við þá dvöl. Sjóndeildarhringur- inn víkkaði og amma fann gleðina í lífinu á ný. Þegar ég var unglingur stoppaði hún oft í sokkana mína, lagaði föt og gerði listavel við leður- jakkann minn. Hún var listakona í höndunum. Fágun og snyrti- mennska voru hennar aðalsmerki. Það var gott að heimsækja hana, alltaf brosmild og skemmtileg. Allt varð að veislumat í höndum hennar, venjuleg rúgbrauðssneið með kæfu eða flatkaka með hangikjöti varð glæsilegri og smakkaðist betur hjá ömmu en hjá öllum öðrum. Hún var viðræðugóð og það var notalegt að sitja hjá henni og ræða um lífið og tilveruna. Amma var stolt og hnarreist, svo hnarreist að ef amma datt þá datt hún aftur fyrir sig en ekki framfyrir sig eins og jafnaldrar hennar. Það var ekki fyrr en um 93 ára aldur að ellin fór fyrir alvöru að setja mark sitt á hana og hún flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar var vel hugsað um hana bæði af starfsfólki og börnun- um hennar sem heimsóttu hana daglega. Síðustu árin voru henni erfið og hún þráði að fá hvíldina. Eitt meginhlutverk mannsins í líf- inu er að koma börnum sínum og af- komendum á legg. Það tókst ömmu með sóma. Amma og afi áttu miklu barnaláni að fagna og voru þátttak- endur í mesta breytingaskeiði Islandssögunnar. Þau tilheyrðu aldamótakynslóðinni sem renndi stoðum undir velmegun íslensku þjóðarinnar. Þorkell Sigurðsson. Elsku amma Þorbjörg hefur kvatt eftir nærri 100 ára viðveru. Hún sem var alltaf til taks og kenndi okkur svo ótal margt. Við getum ekki annað en glaðst fyrir hennar hönd, þótt viðskilnaðurinn sé sár. En viljum trúa því að nú h'ði henni vel. Og eftir sitjum við sem hún umvafði kærleika og hlýju það sem af er æfi okkar. Slíkt skarð verður ekki fyllt. Amma var sjómannskona, afi var vélstjóri á togurum og silgdi m.a. öll stríðsárin, það er ekki erfitt að ým- ynda sér hvernig henni hefur liðið þá, heima með fjögur börn og ekki heilsuhraust sjálf á þessum árum. Þó var hún alltaf að hugsa um að öðrum liði vel. Amma lifði öll systk- ini sín , elskulegan eiginmann og lang flesta vini sína. Hún sagði líka stundum, hvernig stendur á því að ég er látin lifa svona lengi? En það var einföld skýring á því. Hún var sú sem var sífellt að kenna okkur. Við áttum greinilega ekki að fara á mis við það. Amma gat verið mjög hnyttin og skemmtileg og átti það til að gera mann alveg orðlausan af undrun. Sjálf stóð ég eitt sinn á stéttinni heima með ömmu, þegar hún mátaði mig alveg. Hún var þá vel á áttræðis aldri. Ég hafði verið að hjóla og spurði ömmu hvort hún kynni að hjóla, hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.