Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ - AKUREYRI Ráðist á bfl og hann skemmdur EIGANDA bifreiðar sem skilin var eftir á Eyjafjarðarbraut vestari, neðan Kristness í Eyjafirði brá held- ur í brún er hann hugðist vitja henn- ar, en þá höfðu einhverjir vegfarend- ur leikið hana afar illa. Eigandinn þurfti að skilja bíl sínn eftir á þessum stað þar sem dekk losnaði undan henni. Vitað var að bif- reiðin var á sínum stað um kl. 3 að- faranótt sunnudags, en þegar að vai' komið á sunnudagsmorgni var annað uppi á teningnum. Þeir sem þarna voru að verki höfðu velt bflnum út af veginum og lá hann á hvolfi neðan við vegarkantinn. Búið var að brjóta rúður, fletta upp hurð og sparka í bfl- inn þannig að ekki var sjón að sjá hann eftir útreiðina. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri leitar nú þeirra sem þama voru að verki og biður þá sem ein- hverjar upplýsingar geta gefið að hafa samband við fulltrúa þar. --------------- Tónlistarfélag Akureyrar Rósa Kristín og Daníel á lokatónleikum SÍÐUSTU tónleikar Tónlistarfé- lags Akureyrar á þessu starfsári verða miðvikudaginn 17. maí kl. 20.30 í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Þar koma fram á ljóðatón- leikum þau Rósa Kristín Baldurs- dóttir sópransöngkona og Daníel Þorsteinsson píanóleikari. Þau flytja verk eftir gömlu meistarana Purcell, Haydn og Brahms. Auk þess flytja þau þrjú írsk þjóðlög og síðan fimm barna- lög eftir Leonard Bernstein. Síðast á efnisskrá þeirra eru fimm negra- söngvar eftir Montsalvatge. Þau Rósa og Daníel eru kunnir listamenn sem hafa starfað og lært heima og erlendis. Auk þess hafa þau bæði stuðlað ötullega að bættu tónlistarlífi í heimabyggðum sínum hér norðanlands. Hátíðarfundur Skógræktarfelags Eyfírðinga Vignir Sveinsson, formaður Skógræktarfélags Eyflrðinga, afhendir Oddi Gunnarssyni og Ingólfi Ármannssyni viðurkenningar fyrir störf að skógræktarmálum. Báðir hafa þeir unnið lengi að þeim málum og verið í forystu Skógræktarfélags Eyfírðinga. Frá hátíðarsamkomu Skógrækíarfélagsins. Meðal gesta má sjá Pál Skúlasson, rektor Háskóla Islands, Huldu Valtýsdóttur, fyrrverandi formann Skógræktarfélags íslands, Guðna Ágústsson Iandbúnaðar- ráðherra og Magnús Jóhannesson, formann Skógræktarfélags íslands. Viðurkenningar veittar fynr störf að skógrækt armálum SKÓGRÆKTARFÉLAG Eyfirð- inga heiðraði tvo einstaklinga, þá Odd Gunnarsson og Ingólf Ár- mannsson, og tvö fyrirtæki, Hita- og vatnsveitu Akureyrar og Landsvirkjun, fyrir störf að skóg- ræktarmálum á hátiðarfundi sem efnt var til um helgina í tilefni af 70 ára afmæli félagsins í liðinni viku. Oddur Gunnarsson hóf ungur af- skipti af skógrækt heima á Dag- verðareyri, en þar hóf Gunnar Kristjánsson faðir hans bænda- skógrækt og skjólbeltarækt áður en hugtakið varð almennt þekkt í sveitum. Oddur var fyrst kosinn í stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga 1970 og sat í stjóminni óslitið þar til á aðalfundi hinn 11. maí sl. eða í 30 ár samfellt. Oddur hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum í stjóm, hann var for- maður SE frá 1980 til 1983. Á þeim tíma vann hann ötullega að því að koma af stað ríkisstyrktri nytja- skógrækt hjá bændum í Eyjafirði. Oddur sat um árabil í fram- kvæmdastjóm SE, sfðustu ár hefur hann verið gjaldkeri Skógræktar- félagsins. Ingólfur Ármannsson réðst tii sumarstarfa hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga sem unglingur. Hann var um nokkurt skeið verkstjóri yfir gróðurset ningaflokkum sem unnu víða um sveitir á vegum Skógræktarfélagsins. Ingólfur var fyrst kosinn í stjóm 1970 og sat í stjórn til 1991 eða í rúm 20 ár. Hann var formaður stjórnar frá 1976 til 1980, en á þeim tíma hófst endurskipulagn- ing og uppbygging Gróðrarstöðv- arinnar í Kjarna. Hita- og vatnsveita og Lands- virkjun fengu viðurkenningu Ingólfur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í stjóm Skóg- ræktarfélagsins. Samskipti Skógræktarfélags Eyfirðinga og Hita- og vatnsveitu Akureyrar hófust 1976 en það ár var gert samkomulag um skóg- rækt meðfram aðveituæð HVA um bæjarbrekkur Akureyrar. Síðar hefur þetta samstarf aukist og Skógræktarfélagið aðstoðað HVA við ræktun á virkjunarsvæðum veitunnar bæði í Eyjafirði og síðar á Reykjum í Fnjóskadal. Hita- og vatnsveita hefúr með ræktunar- starfi sínu um árabil sýnt fram- kvæmdasvæðum sfnum sérstaka virðingu. Loks veitti Skógræktar- félag Eyfirðinga Landsvirlqun við- urkenningu fyrir áhuga á skóg- rækt við Blöndustöð jafnframt því sem hvatt var til áframhaldandi skógræktar á svæðinu. Landsvirkjun hóf skógrækt við Blöndustöð 1991. Árið 1995 leitaði svæðisstjóri Landsvirkjunar til Skógræktarfélagsins og óskaði eftir samstarfi. Sama ár hóf SE vinnu að gerð áætlunar fyrir svæð- ið. Frá árinu 1995 hefur verið unnið markvisst að skógrækt við Blöndu- stöð. Vatnaskil í skógrækt Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra flutti ávarp á hátíðar- fundi félagsins og sagði m.a. að enginn vafí væri á því að Eyja- fjörður ætti mikla framtíð fyrir sér, Ijölbreyttur gróður og sá skógur sem þar væri vaxinn upp ætti sinn þátt í að auka á fegurð fjarðæ ins og búsæld, en þar ætti Skógræktarfélag Eyfirðinga stór- an þátt. Minntist ráðherra á tvær perlur, Lystigarðinn á Akureyri og Kjarnaskóg, og sagði ekkert sjálf- sagt að staðir á borð við þá væru til. „Að þeim þarf stöðugt að hlúa og þar duga hvorki vélar né vilja- laust fólk. Saman þarf að fara get- an og eldmóðurinn sem skógrækt- arfólk hefur í svo miklum mæli. Fram kom einnig í máli ráð- herra að komið væri að ákveðnum vatnaskilum í skógrækt á íslandi. í framtíðinni myndi þáttur Skóg- ræktar ríkisins beinast einkum að rannsóknum, áætlanagerð, leið- beiningum og umsjáþjóðskóganna en stofnunin draga sig út úr fram- kvæmdum sem miða að plöntu- framleiðslu og gróðursetningu. Skógræktarverkefni yrðu í hönd- um bænda og annarra athafna- manna í framtíðinni. Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar verður haldinn miðvikudaginn 24. maí nk. í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og hefst hann kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefndin Myndlistaskólinn á Akureyri auglýslr inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 2000 - 2001 Fagurllstadelld - málun Listhönnunardeild - grafísk hönnun Umsóknarfrestur um skólavist er til 22. maí 2000 Allar nánari upplýsingar veittar í síma 462 4958 Netfang: info@myndak.is Heímasíöa: http://www.myndak.ls/ Myndlistaskólinn á Akureyrl - Kaupvangsstræti 16 - Pósthólf 39 - 602 Akureyri Rafmagnslaust í Grýtubakkahreppi í fyrrinótt Sæstrengurinn í sundur á Grenivík RAFMAGNSLAUST varð á Greni- vík og í Grýtubakkahreppi að Fnjóskárbrúnni í fyrrinótt, er sæ- strengurinn frá Hauganesi fór í sundur í fjörunni neðan við Ægissíðu á Grenivík. Starfsmaður á öflugri vélskóflu frá verktaka sem er að vinna við grjótvarnagarð í fjörunni tók strenginn í sundur með fyrr- greindum afleiðingum. Óhappið varð um kl. 2.30 og að sögn Tryggva Þórs Haraldssonar, umdæmisstjóra RARIK á Norður- landi eystra, er hér um töluvert tjón að ræða. Einnig varð símasam- bandslaust í hluta hreppsins. Starfs- menn RARIK fóru strax á staðinn og ræstu díselrafstöðina undir morgun Morgunblaðið/Kristján en að sögn Tryggva Þórs var eitt- hvað um rafmagnsskömmtun á svæðinu í gær. Tengingin að sunnan hafði verið tekin í sundur, þar sem gert er ráð fyrir að leggja streng í nýju brúna, sem er í smíðum rétt við Laufás. I gær var unnið að því að setja upp bráðabirgðatengingu yfir nýju brúna og einnig hófst viðgerð á sæ- strengnum. Gert er ráð fyrir að við- gerð á honum ljúki í dag, þriðjudag. Starfsmenn RARIK vinna við sæ- strenginn sem slitnaði í fjörunni á Grenivík í fyrrinótt. Ráðgert er að viðgerð ljúki í dag. Bókaöu í síma 570 3030 og 460 7000 Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.