Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAJ 2000 63 UMRÆÐAN Hugleiðing um kjaramál o g umferðaröryggi NÚ nýverið hafa for- svarsmenn stærstu verkalýðsfélaga lands- ins og atvinnurekenda komið sér saman um hvaða laun verkalýður- inn skuli þiggja. At- vinnurekendur segjast tiltölulega ánægðir með sinn hlut enda hækkan- ir óverulegar, í það minnsta ef miðað er við þær kröfur sem settar voru fram. Verkalýður- inn er óánægður með dáðleysi forustunnar, að forustunni undan- skilinni. Við óbreyttir í Samningar Krafa okkar allra hlýtur að vera mannsæmandi laun fyrir vinnutíma sem ekki er svo langur, segir Guðmundur Agnar Axelsson, að hann setji okkur sjálfa og farþega okkar í óþarfa hættu. verkalýðshreyfingunni hljótum reyndar að spyija okkur þeirrar spurningar hvort rétt sé að telja for- ustumenn verkalýðshreyfingarinnar til verkalýðsins. Eru til dæmis kjör þeirra sjálfra á sama plani og þeirra sem þeir sömdu fyrir? Myndu þeir sjálfir sætta sig við þau kjör sem þeir sömdu um? Eru þetta ekki bara menn sem eru komnir í þægilega inn- ivinnu? Beittu þeir þeim áhrifum sem þeir hafa í gegnum setu í stjómum sjóða, sem í sumum tilfellum eiga stóran hlut í stórum fyrirtækjum, til að liðka fyrir um samningagerð og þrýsta þar á um að greidd verði hærri laun eða sátu þeir þar þegjandi og fengu laun „þagnarinnar" send með heitinu „laun fyrir stjórnar- setu“? Hér um daginn mætti ég forsvars- manni atvinnurekenda á Skólavörðu- stígnum. Mér virtist hann vera í öku- ferð með fjölskylduna. Ökutækið sýndist mér svosem ekki vera af verra taginu og hefur sjálfsagt kost- að ein, tvenn eða jafnvel þrenn ár- slaun mín og þau enn fleiri ef ég fengi greitt samkvæmt strípuðum taxta eins og það er kallað. Ég á ekkert erfitt með að unna þessum ágæta manni þess að aka um með fjölskyld- una á stórum og trúlega tiltölulega öruggum bíl enda eðlilegt að gera allt sem hægt er til að tryggja sem best má verða öryggi þeirra sem eru manni kærastir. Þegar við mættumst þarna var ég reyndar á enn dýrari bíl en hann, með fimmtíu og fimm far- þega innanborðs auk mín og leið- sögumanns. Krafa farþeganna til mín er áreiðanlega sú sama og for- svarsmaður atvinnurekenda gerir til sín þegar hann er úti að aka með fjöl- skylduna. Það er að segja að ég tryggi sem best má verða öryggi þeirra meðan á ferð stendur. Fyrir að aka þessari bifreið hef ég í laun samkvæmt taxta rúmlega níutíu og sex þúsund krónur á mánuði. Þetta er hæsti taxti skv. samningi atvinnu- rekenda og þess verkalýðsfélags sem ég er í. Að auki hef ég svo vaktaálag og greiðslur fyrir unna aukavinnu eins og lög gera ráð fyrir. Vegna þess hversu lág grunnlaunin eru er mér farið eins og flestum öðrum í sömu stöðu, ég þigg alla þá aukavinnu sem mér býðst. Rannsóknir hafa sýnt að þreyta ökumanna er algengari orsök um- ferðarslysa og óhappa en akstur und- ir áhrifum áfengis. Með því að þiggja alla þá aukavinnu sem mér stendur til boða er ég trúlega að ganga á rétt farþega minna til þess að öryggi þeirra sé tryggt svo sem best má verða. Með því að þiggja hana ekki væri ég að rýra lífskjör mín og minna nánustu. Hvað mundir þú velja, lesandi góður? Hópslys á bifreið, eins og þeirri sem ég ek, gæti orðið stærra en hópslys á stærstu flugvélum sem notaðar eru almennt í innanlandsflugi. Ég hef hvorki aðstoðarbílstjóra né sjálfstýr- ingu og verð að bregðast við öllum aðstæðum einn og óstuddur. Til dæmis gæti augnabliks einbeitingar- leysi, ef til vill vegna þreytu, eða skyndileg breyting á aðstæðum hæg- lega orðið orsök eða hluti af orsök al- varlegs hópslyss. I flugi er fylgt mjög ströngum reglum um vinnutíma og hvíld. Ég hygg að allir séu sammála um að þessar reglur séu af hinu góða og ekki sé rétt að rýmka þær enda settar til þess að tryggja sem best ör- yggi áhafna og farþega. Sumir þeir sem reka fólksflutningafyrirtæki vilja að vinnutími ökumanna sé lengdur og að reglur um slíkt séu rýmkaðar og jafnvel hefur heyrst að sumir vilji afnema þær með öllu. Sumir bílstjórar eru sama sinnis vegna þeirrar tekjuskerðingar sem þeir telja sig verða fyrir vegna slíkra reglna um „hávertíðina". Eg þori að fullyrða að þessum sömu mönnum- finnst flestum sjálfsagt að reglur um hvfldartíma í flugi séu haldnar enda „engin glóra í að treysta örþreyttum flugmönnum fyrir lífi sínu og limum“. Er ekki einfaldlega eðlilegt að gerð sé sú krafa að öryggi ferðalanga á landi sé tryggt á sama hátt og reynt er að gera í flugi eða er líf og heilsa þeirra sem ferðast á landi eitthvað ómerkflegri en hinna sem ferðast í lofti? Mér hefur skilist að þegar ák- varðað er um kaup og kjör flug- manna sé ábyrgð þeirra metin til launa. Abyrgð mun hins vegar ekki vera eitt af því sem metið er til launa í töxtum atvinnubifreiðastjóra. I það minnsta er óhætt að segja að í okkar lágu launatöxtum geti það mat ekki verið ýkja hátt. Á hinn bóginn er á það að líta að sé manni falin ábyrgð á lífi og heilsu einhvers er sú ábyrgð nákvæmlega jafn verðmæt hvar svo sem manni er falin hún, á landi, á sjó eða í lofti. Hópbifreiðarstjórar eins og marg- ar aðrar stéttir hafa sætt sig við lága launataxta vegna þess að á sumrin hafa menn haft eins mikla vinnu og þeir vilja og heildarlaun ársins þann- ig orðið, að minnsta kosti að mati sumra, viðunandi. Þegar litið er til þess ama má það kallast ganga kraftaverki næst að slys í hópferða- akstri skuli ekki vera miklu fleiri en raun ber vitni. Ég held að þótt við eigum, að því er virðist, ekki stuðning verkalýðsfor- ustunnar vísan í kjarabaráttu okkar hljótum við að eiga vísan myndarleg- an stuðning allra þeirra, sem láta ör- yggismál í umferðinni sig nokkru varða, og þá meina ég ekki aðeins í orði heldur einnig á borði, svo sem tryggingafélaga, forsvarsmanna um- ferðarmála í dóms- og samgöngu- ráðuneytum og svo notenda þjónust- unnar. Krafa okkar allra hlýtur að vera mannsæmandi laun fyrir vinnu- tíma sem ekki er svo langur að hann setji okkur sjálfa og farþega okkai' í óþarfa hættu. Eða er allt talið um ör- yggi í umferðinni ekki annað en inn- antómt helgi- og tyllidagablaður? Höfundur er hópbifreiðaratjóri og löggiltur ökukennari. Guðmundur Agnar Axelsson le-i? í Blóðbankinn verður með blóðsöfnun og skráningu nýrra blóðgjafa t húsi björgunar- sveitarinnar Holtsgötu 51 í Reykjanesbæ í dag, þriðjudaginn 16. maí. kl. 9.30-18. Blóðgjöf er lífgjöf. fájBLÓÐBANKIlNlN ^ - gefðu með hjartanu! Hluthafaíundur Frjálsa prfestingarbankans íáður Samvinnugóður Islands hf.) Stjórn Frjálsa fjárfestingarbankans hf. boðar til hluthafafundar í félaginu þriðjudaginn 23. maí 2000 kl. 15 á Grand Hótel Reykjavík, við Sigtún. DAGSKRÁ 1. Tillaga stjómar félagsins um samruna Fjárvangs hf. við Frjálsa fjárfestingarbankann hf. (áður Samvinnusjóð Islands hf.) skv. fyrirliggjandi samrunaáætlun félaganna 2. Stjórnarkjör 3. Breytingar á samþykktum félagsins 3. Önnur mál löglega upp borin Verði tillagan samþykkt þá felst jafnframt I henni breyting á samjtykkrum Fijálsa fjárfestingarbankans hf. um hækkun hlutaOár úr 840.832595 kr. 11218597.964 kr. Hækkuninni verður varið til að skipta á hlutum hluthafe I yfirtekna félaginu I hlutabré I Frjálsa fjárfestingarbankanum hf. Hluthöfúm er bent á að skjöl viðkomandi fyrirhuguðum samruna. skv. 5. mgr. 124. gr. hlutafélagaiaga. hafe legið frammi til skoðunar á skrifstofú félagsins frá 3. aprfl 2000. Þar er um að ræða sjálfe samrunaáædunina. ársreikninga síðustu þriggja ára. stolhefhahagsreikning sameinaðs félags, sameiginlega greinargerð stjóma sammnafélaganna og skýrslu matsmanna. Ef af verður miðast samruni félaganna við 1. janúar 2000. Hluthafer geta fengið framangreind gögn send fyrir fúndinn eða nálgast þau á skrifetofú félagsins Sigtúni 42. Cögnin liggja einnig frammi til skoðunar á hluthafefundinum. Stjóm Frjálsa fjárfestingarbankans hf. FRJÁLSI - FJÁRFESTINGARBANKINN Fréttagetraun á Netinu 0mbUs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.