Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐ JUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 125. löggjafarþingi frestað Þing kemur saman 2. júlí á Þingvöllum ALÞINGI íslendinga, 125. löggjaf- arþing, lauk störfum á ellefta tím- anum síðastliðið laugardagskvöld og var fundi frestað þar til 30. júní. Þá mun þingið koma saman í tengslum við hátíðarfund á Þing- völlum 2. júlí í tilefni kristnihátíðar. Við lok fundarins á laugardag þakkaði Halldór Blöndal, forseti þingsins, þingmönnum og starfs- fólki Alþingis gott samstarf á liðn- um vetri og óskaði þeim velfamað- ar í verkum sínum í sumar. Á fundi sinum samþykkti Alþingi m.a. sem lög frumvarp um afnám skattfrelsis forseta Islands. Alþingi samþykkti einnig ný heildarlög um mat á umhverfisáhrifum, lög um stofnun hlutafólags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar, samkeppnislög, lög um lífsýnasöfn, sjúklingatrygg- ingu og breytingar á lögum um lyfjalög og almannatryggingar. Ennfremur samþykkti þingið þingsályktunartillögur um vega- áætlun fyrir árin 2000-2004 og jarðgangaáætlun fyrir 2000-2004. Fram kom m.a. í kveðjuorðum Halldórs Blöndal þingforseta að Al- þingi hefði samþykkt 127 stjórnar- frumvörp sem lög á nýliðnu þingi og ellefu þingmannafrumvörp. Morgunblaðið/Kristínn Átök vetrarins voru að baki þegar þingfundi lauk á laugardag. Á mynd- inni kveðjast þau Kolbrún Halldórsdóttir og Árni Johnsen. Morgunblaðið/Kristinn Halldór Blöndal, forseti Alþingis, og Davíð Oddsson forsætisráðherra á tali fyrir utan Alþingishúsið skömmu eftir lok siðasta fundar Alþingis. Morgunblaðið/Kristinn Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kveðjast og þakka samstarfíð á Alþingi í vetur. Eldri borg- arar semja um lfk- amsrækt FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og líkamsræktarstöðin World Class hafa gert með sér samning um að örva eldri borgara til þess að stunda líkamsrækt. Ragnar Jörundsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir að World Class veiti félagsmönnum að- gang að líkamsræktarstöðvum fyrir lægra gjald á þeim tímum sem að- sókn er að öllu jöfnu minni. Einnig er gert ráð fyrir að félagsmönnum verði boðið upp á kynningar um heilsusamlegt líferni í fæðuvali og hreyíingu. „Þetta er markmið sem við viljum styðja og örva,“ segir Ragnar. Félagið ætlar að efna til kynninga í félagsheimilinu í Ásgarði og ákveðið hefur verið að hafa a.m.k. einn heilsudag á ári í samstarfi við World Class. Morgunblaðið/Golli Bjöm Leifsson, framkvæmda- stjóri World Class, og Ólafúr Ólafsson handsala samkomulagið. Alþingi samþykkir lagabreytingu um afnám skattfríðinda forseta fslands Kjaradómur úrskurð- ar fljótlega hækkun launa forsetans ALÞINGI samþykkti á laugardag frumvarp um afnám lagaákvæða um skattfrelsi forseta íslands. Öðlast lögin gildi 1. ágúst næstkomandi í upphafi nýs kjörtímabils forsetans. Var frumvarpið samþykkt með 35 greiddum atkvæðum en fimm þing- menn Samfylkingar, sem viðstaddir voru, sátu hjá, sem og Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra. Nefnd endurskoði lög um laun forsetans Meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar lagði til tvær breytingar á frumvarpinu sem voru samþykktar. Var samþykkt að bæta við bráða- birgðaákvæði þar sem kveðið er á um að forsætisráðherra skuli skipa nefnd sem hafi það verkefni að end- urskoða lög um laun forseta íslands og önnur lög sem hafa áhrif á kjör forsetans. Skal nefndin m.a. fjalla um hvort ástæða sé tii að breyta fyrir- komulagi um ákvörðun launa forseta þannig að annar aðili en Kjaradómur úrskurði um þau. „Störf nefndarinnar skulu miðast við að nýtt fyrirkomulag geti eftir því sem við á tekið gildi eigi síðar en að loknu kjörtímabilinu 2000-2004, þ.e. 1. ágúst 2004,“ segir í ákvæðinu. Markmið breytinganna er að und- irstrika sérstöðu ' launaákvarðana fyrir forseta íslands og að kjör hans skuli ekki verða viðmiðun fyrir aðra. Hlunnindi forseta íslands verði ekki talin til skattskyldra tekna Þá var ennfremur samþykkt sú breyting að hlunnindi forseta vegna embættisbústaðar og rekstrar hans, risnu og bifreiða eða önnur hlunnindi sem embættinu fylgja verði ekki talin til skattskyldra tekna sökum þess hversu vandmetin þessi hlunnindi eru og í eðli sínu embættiskvöð sem nýtist mjög takmarkað þeim sem gegnir embætti forseta. Garðar Garðarsson, forseti Kjara- dóms, sagðist í samtali við Morgun- blaðið í gær, kalla Kjaradóm fljótlega saman til fundar til að undirbúa úr- skurð um hækkun launa forseta ís- lands með hliðsjón af breyttum for- sendum. Hann sagði að nefndin þyrfti að afla sér ýmissa gagna. Hann sagði aðspurður að um talsvert flókið verkefni væri að ræða. Aðspurður hvort þessar breytingar gæfu tilefni til að úrskurða um hækkanir annarra sem heyra undir úrskurðarvald Kjaradóms, sagðist Garðar ekki telja að svo væri. Hann sæi engar þær breytingar hafa orðið í launamálum þeirra hópa sem Kjaradómm- hefði til viðmiðunar sem kölluðu á slíkt. „Allt og sumt sem við þurfum að gera er að reikna út hver laun forsetans eiga að vera miðað við þessar breyttu for- sendur,“ sagði hann. Búast við að þrýstingur á launa- hækkanir muni aukast Efnahags- og viðskiptanefnd fékk m.a. Garðar Garðarsson, Stefán L. Stefánsson forsetaritara, Sigurð Líndal lagaprófessor, fulltrúa ráðu- neyta, ríkisskattstjóra, ASÍ, Sam- taka atvinnulífsins og Bandalags há- skólamanna á sinn fund á laug- ardaginn vegna umfjöllunar um frumvarpið og aflaði sér ýmissa gagna. I nefndaráliti meirihluta nefndar- innar segir að í máli formanns Kjara- dóms hefði komið fram að hann teldi æskilegt að dómurinn fengi betri leiðbeiningar um vilja Alþingis varð- andi breytingar á launum forseta ís- lands en fram kæmu í frumvarpinu eða greinargerð þess og máli þing- manna við fyrstu umræðu um frum- varpið sl. fostudag. Hann taldi einnig að þrýstingur mundi aukast á Kjara- dóm um að úrskurða hækkanir til annarra sem undir hann heyra en eins og fyrr segir sagðist Garðar þó ALÞINGI ekki telja nein tilefni til að verða við því. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tekur undir með Gai’ðari að ljóst sé að ein- hverjir muni auka þrýsting á Kjara- dóm og kjaranefnd um launahækk- anir í kjölfar þessarar breytingar en meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar sé þeirrar skoðunar að ekk- ert tilefni sé til að kveða upp nýjan úrskurð um laun annarra vegna þessara lagabreytinga. Ekki þörf á að bæta kjararýrn- un vegna fjármagnstekjuskatts í nefndaráliti meirihluta nefndar- innar segir: „Meirihlutinn telur að Alþingi geti ekki gefið Kjaradómi svo nákvæma forskrift að niðurstöðu að stöðu hans sem gerðardóms verði raskað. Hins vegar telur meirihlut- inn að til viðmiðunar fyrir nýjan úrskurð sé í fyrsta lagi eðlilegt að miða við þrönga skilgreiningu á skattfrelsi forseta þannig að ekki sé þörf á að bæta rýmun kjara vegna skattfrelsis fjármagnstekna eða ann- arra tekna en þeirra sem koma beint frá embættinu þótt eðlilegt sé að rýrnun kjara vegna tekjuskatts og útsvars á embættislaun sé bætt. I öðru lagi telur meirihlutinn að ekki sé sjálfgefið að bætt sé kjararýrnun vegna skattfrelsis af öllum óbeinum sköttum og er þar sérstaklega litið til virðisaukaskatts en hann er almenn- ur skattur á alla neyslu. Meiri rök eru til að bæta kjararýrnun vegna annarra óbeinna skatta, svo sem tolla og vörugjalds, þar sem sérstakir út- gjaldaliðir sem í ýmsum tilvikum bera háa skatta verða að teljast óhjá: kvæmilegir fyrir forseta Islands. í þriðja lagi telur meirihlutinn að Kjaradómur hljóti að skoða rækilega alla aðra þætti í kjörum forseta Is- lands sem raskast við samþykkt þessa frumvarps og meta að hve miklu leyti sanngjarnt og eðlilegt er að taka tillit til þess í nýjum úr- skurði,“ segir í nefndaráliti meiri- hluta efnahags- og viðskiptanefndar. Hugsunin ekki sú að rýra kjör forseta Islands Vilhjálmur Egilsson segir að talið hafi verið eðlilegt að kveða skýrt á um að hlunnindi sem fylgja forseta- embættinu, s.s. rekstur embættis- bústaðar, bifreiðahlunnindi o.fl. hlunnindi skuli ekki telja til skatt- skyldra tekna þannig að ekki þurfi að meta þau sérstaklega til fjár og úr- skurða laun í samhengi við það. Að sögn Vilhjálms er með laga- breytingunni fyrst og fremst verið að afnema skattfrelsi launatekna og annarra tekna sem forseti kann að hafa s.s. fjármagnstekna. Auk þess eru undanþágur frá greiðslu óbeinna skatta s.s. tolla og virðisaukaskatts felldar niður með lagabreytingunni sem Alþingi samþykkti. Vilhjálmur sagði að hugsunin með þessum breytingum sé ekki sú að rýra kjör forsetans en það sé svo hlutverk Kjaradóms að meta hvað laun forseta þurfi að hækka mikið á móti afnámi skattfríðindanna. Telja að mikil óvissa sé um áhrif breytinganna Jóhanna Sigui-ðardóttir og Svan- fríður Jónasdóttir, þingmenn Sam- fylkingarinnar, skiluðu minnihluta- áliti í efnahags- og viðskiptanefnd og héldu því m.a. fram að mikil óvissa væri um hvaða áhrif þessi breyting kunni að hafa á kjör forsetaembætt- isins, þ.m.t. lífeyrisrétt. „F orsætisráðuneytið hefur einnig í skriflegrí umsögn greint frá því að ekki sé ljóst hvaða breytingar þurfí að gera á fjárveitingu til embættis forseta Islands verði frumvarpið samþykkt. Það sem þó skiptir mestu og eng- inn treystir sér til að meta til fulls eru þau áhrif sem þessar breytingai- geta haft á laun þeirra sem Kjaradómur eða kjaranefnd taka ákvörðun fyrir," segja þær m.a. í áliti sínu. Þá vísa þær þeim rökum á bug að breyta verði kjörum forseta áður en nýtt kjörtímabil hefst. Benda þær á að fram hafi komið í máli Sigurðar Líndal í efnahags- og viðskiptanefnd að hægt væri að breyta kjörum for- seta hvenær sem er, nema tilgangur- inn væri sá að rýra kjörin. Spá því að breytingin komi sem högg á launakerfið „Fulltrúar launafólks hafa aug- ljóslega verulegar áhyggjur af þessu máli og þeirri skyndiaf- greiðslu sem hér stefnir í. Fram- kvæmdastjóri ASÍ spáir því að þessi breyting muni koma sem högg á launakerfið. Þing Landssambands iðnverka- fólks sem haldið var um helgina sendi frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega hugmyndum um að afnema skattfríðindi forseta íslands," segir í nefndaráliti minnihlutans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.