Morgunblaðið - 16.05.2000, Side 30

Morgunblaðið - 16.05.2000, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sigur þýskra jafnaðarmanna í N ordrhein-Westfalen Móðir reynir að hugga barn sitt í flóttamannabúðum í Freetown. Um 10.000 manns, sem hafa flúið átakasvæðin í Sierra Leone, hafast við í járnbrautaverkstæði í borginni. 139 friðargæslu- liðum sleppt í Sierra Leone Freetown. AP, AFP. UPPREISNARMENN í Sierra Leone hafa sleppt 139 friðargæslu- liðum, sem voru í haldi þeirra í rúma viku, og leyft þeim að fara til Líber- íu, að sögn embættismanna Samein- uðu þjóðanna í gær. David Wimhurst, talsmaður Sam- einuðu þjóðanna, sagði að um 347 friðargæsluliðar væru enn í haldi uppreisnarmannanna og kvaðst von- ast til þess að þeir yrðu einnig látnir lausir á næstunni. Fimmtán friðargæsluliðanna voru fluttir með þyrlu til höfuðborgar Líberíu, Monróvíu, á sunnudag en hinir friðargæsluliðarnir 124 eru í bænum Foya við landamærin að Sierra Leone og verða fluttir þaðan með flugvél. Flestir þeirra eru frá Zambíu. Óskað eftir aðstoð Charles Taylors Leiðtogar Vestur-Afríkuríkja höfðu beðið Charles Taylor, forseta Líberíu, að hafa milligöngu um að friðargæsluliðarnir yrðu látnir laus- ir. Taylor er nánasti bandamaður uppreisnarhreyfmgarinnar RUF, sem stefndi tíu mánaða friðarsamn- ingi í Sierra Leone í hættu með því að taka friðargæsluliðana í gíslingu og hefja nýja sókn gegn stjómarher landsins. Taylor sagði að Bandaríkjastjórn hefði neitað að senda flugvélar til að flytja friðargæsluliðana frá Sierra Leone og þeir hefðu þurft að ganga í gegnum frumskóginn í þrjá daga eft- ir að vörubfll þeirra hefði fest á veg- inum. Spenna hefur verið í samskipt- um Líberíustjómar og Bandaríkj- anna og fleiri vestrænna ríkja sem hafa frestað fjárhagsaðstoð við Líb- eríu vegna meintrar spillingar stjórnarinnar. Taylor varaði einnig við því að lffi friðargæsluliðanna, sem em enn í gíslingu, yrði stefnt í hættu ef stjóm- arher Sierra Leone og bandamenn hans héldu áfram árásum sínum á uppreisnarmennina. Wimhurst skýrði frá því á sunnu- dag að 18 gíslanna hefði verið leyft að fara í búðir indverskra friðar- gæsluliða í bænum Kailahun. Yfir- maður friðargæsluliðsins sagði að friðargæsluliðamir væm enn í hættu þar sem uppreisnarmennirnir hefðu umkringt bæinn. Uppreisnarmenn- irnir hafa orðið tugþúsundum manna að bana og aflimað fjölmarga íbúa Sierra Leone frá því RUF hóf upp- reisnina fyrir átta ámm. Hreyfingin undirritaði friðarsamning í fyrra og hann kvað meðal annars á um að uppreisnarmennirnir yrðu ekki sótt- ir til saka fyrir stríðsglæpi og leið- togar þeirra fengju ýmis valdamikil embætti. Sag’ður greiða fyrir umbótum Berlín. AP. GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sigur jafnaðarmanna í þingkosningum í Nordrhein-Westfalen á sunnudag greiddi fyrir því að þýska stjómin kæmi á mikilvægum efnahagsum- bótum næstu tvö árin. Fylgi jafnaðarmanna minnkaði úr 46% í 42,8% en var þó nógu mikið til að flokkurinn héldi völdunum í Nordrhein-Westfalen, fjölmennasta sambandslandi Þýskalands. Þar sem þýsku stjórnarflokkam- ir, jafnaðarmenn og Græningjar, hafa einnig verið við völd í Nord- rhein-Westfalen var litið á kosning- arnar sem atkvæðagreiðslu um störf stjórnarinnar í Berlín. Schröd- er sagði að nú þegar síðustu kosn- ingar ársins í sambandslöndunum væm að baki væri ekkert því til fyr- irstöðu að koma umbótaáformum þýsku stjórnarinnar í framkvæmd, lækka skatta á fyrirtæki og stokka upp í lífeyriskerfinu. „Nú er kominn tími til að knýja fram umbótaáætlun okkar til að tryggja að efnahagsbat- inn að undanförnu verði varanleg- ur.“ Schröder benti á að jafnaðarmenn fóra einnig með sigur af hólmi í kosningunum í Slésvík-Holtseta- landi í febrúar og sagði sigrana lofa góðu fyrir síðari helming kjörtíma- bilsins sem lýkur eftir tvö ár. Hann skoraði á Kristilega demókrata að styðja umbótaáætlunina. Frjálsir demókratar skutust upp fyrr Græningja Jafnaðarmenn nutu góðs af vand- ræðum Kristilegra demókrata vegna fjármálahneykslisins sem hefur valdið miklu uppnámi í þýsk- um stjórnmálum síðustu mánuði. Áður en fjármálahneykslið komst í hámæli höfðu jafnaðarmenn beðið ósigur í nokkrum sambandslöndum Franz MUntefering, framkvæmdastjóri þýska jafnaðarmannaflokksins (t.h.), óskar Wolfgang Clement, forsætisráðherra Nordrhein-Westfalen, til hamingju með sigur flokksins í kosningunum í fjölmennasta sam- bandslandi Þýskalands á sunnudag. Gerhard Schröder, kanslari Þýska- lands, brosir breitt á milli þeirra. vegna óánægju með sparnaðarað- gerðir þýsku stjórnarinnar. Kristilegir demókratar fengu 37% atkvæðanna í Nordrhein-Westfalen en 37,7% í kosningunum árið 1995. Fylgi Græningja minnkaði úr 10% í 7,1% en Frjálsir demókratar juku fylgi sitt í 10% og era nú þriðji stærsti flokkurinn í sambandsland- inu. Sehröder sagði að fylgistap Græningja yrði ekki til þess að gerðar yrðu breytingar á þýsku stjórninni. „Samstarf stjórnarflokk- anna í Berlín hefur verið gott og þannig verður það áfram.“ Wolfgang Clement, forsætisráð- herra Nordrhein-Westfalen, kvaðst ætla að ræða fyrst við Græningja um myndun nýrrar stjórnar en kvartaði yfir því að „of margar deil- ur“ hefðu komið upp í stjórn sam- bandslandsins síðustu fimm árin. Hann sagðist þó ekki stefna að því að mynda stjórn með Frjálsum demókrötum í stað Græningja, með- al annars vegna þess að það myndi skaða samstarf stjómarflokkanna í Berlín. Schröder og Clement hafa báðir leitað inn á miðjuna og stundum átt í deilum við Græningja, m.a. um orkuskatta og samgöngu- og um- hverfismál. Mikil ólga og óeirðir á hernumdu svæðunum síðustu daga Reynt að örva friðarferl- ið með leyniviðræðum Jerúsalem. AP, AFP, Reuters. ÓEIRÐIR brutust út á hernumdu svæðunum í gær með þeim afleið- ingum að fjórir létust. Átökin era þau verstu síðan 1996 en þá létust áttatíu manns í þriggja daga átök- um milli vopnaðra Palestínumanna og ísraelskra hermanna. Mikil spenna hefur verið undan- farna daga í byggðum Palestínu- manna m.a. vegna háværra krafna þeirra um að ísraelar láti 1.650 palestínska fanga lausa úr fangels- um. í fyrradag lést einn átján ára palestínskur piltur og 38 manns særðust í átökum við ísraelska hermenn eftir að mótmæli vegna fangamálsins fóru úr böndunum. Leynilegar viðræður í Svíþjóð Samtímis því sem átökin blossa upp reyna leiðtogar þjóðanna að finna lausn sem leitt geti friðar- viðræður þeirra til lykta. Upphaf- lega var stefnt að því að drög að endanlegu friðarsamkomulagi lægju fyrir um miðjan febrúar sl. en sá frestur var framlengdur fram í miðjan þennan mánuð. Hvorag tímasetningin hefur stað- ist og friðarferlið orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru síðustu mán- uði. Eins og sakir standa er stefnt að því að endanlegt samkomulag verði í höfn í september en Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, sagði gær að ríkisstjórnin væri ekki bundin af neinum sérstökum dagsetningum í þessu sambandi. Talið er að tregur framgangur friðarferlisins hafi valdið því að efnt var til leynilegra viðræðna milli fulltrúa þjóðanna í Stokk- hólmi, samhliða opinbera friðarvið- ræðunum í Miðausturlöndum. Að- alsamningamaður Palestínumanna í viðræðunum heima fyrir, Yasser Abed Rabbo, staðfesti í gær að sendinefndir þjóðanna sætu nú á fundum í Stokkhólmi. Hann sagði í gær af sér vegna óánægju með þessa tilhögun. „Þessari afsögn er ætlað að koma í veg fyrir að við- ræður fari fram á tvennum víg- stöðvum," sagði Rabbo, „og til að auðvelda nefndinni í Stokkhólmi að vinna verk sitt.“ Að sögn Rabbos taka forseti pal- estínska þingsins, Ahmed Qureia, og Hassan Asfour, ráðherra í verð- andi ríkisstjórn Palestínuríkis, þátt í viðræðunum af hálfu Palest- ínumanna. Þeir hafa fundað með Shlomo Ben-Ami, ráðherra í ísra- elsku stjórninni, og lögfræðilegum ráðgjafa hans síðustu daga. Hermt er að viðræðum samninganefnd- anna hafi lokið í gær en ekki hefur verið upplýst um efni þeirra né hugsanlegan árangur. Ríkisstjórnin heldur velli Ríkisstjórn ísraels hélt í gær velli í atkvæðagreiðslu á ísraelska þinginu, Knesset, um hvort Palest- ínumönnum skyldu fengin yfirráð yfir þremur þorpum í útjaðri Jer- úsalem. Fyrr um daginn hafði rík- isstjórnin samþykkt afhendinguna. Þorpin sem um ræðir heita Abu Dis, Izzarieh og Suwahara. Þau hafa um skeið tilheyrt svokölluðum svæðum B sem eru svæði á Vest- urbakkanum og Gaza þar sem Pal- estínumenn annast alla stjórnsýslu fyrir utan öryggis- og lögreglumál. Eftir afhendingu munu þorpin til- heyra sk. A-svæðum en þar hafa palestínsk stjórnvöld full yfirráð. Lengi dags ríkti nokkur óvissa um örlög ríkisstjórnarinnar vegna þess að þrír flokkar sem aðild eiga að henni, þeirra á meðal Shas- flokkurinn, flokkur heittrúargyð- inga, höfðu hótað að draga stuðn- ing sinn við stjórnina til baka vegna ákvörðunarinnar. Flokkarn- ir höfðu lýst yfir ótta um að af- hending þorpanna kynni að veikja yfirráð ísraela yfír Jerúsalem. Við atkvæðagi'eiðsluna í Knesset studdu nokkrir stjórnarandstöðu- þingmenn ríkisstjórnina, t.d. full- trúar ísraelskra araba. Formaður eins stjórnarflokkanna, NRP- flokksins, sagði í gær að flokkur- inn myndi láta af stuðningi við stjórnina á næstu dögum. Abu Dis ekki höfuðborg Palestínu ísraelar hafa stungið upp á því að Abu Dis verði höfuðborg Palest- ínuríkis en Palestínumenn hafa ætíð stefnt að því að Austur- Jerúsalem verði framtíðarhöfuð- borg ríkis þeirra. í Abu Dis er nú verið að byggja þinghús fyrir palestínska þingið og þaðan sést vel til Klettmoskunnar í Jerús- alem. Fulltrúar Palestínumanna höfnuðu í gær algerlega tillögu ísraela og ítrekuðu fyrri kröfur sínar um að fá yfirráð yfir austur- hluta Jerúsalem.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.