Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meiðsli ekki alvarleg er langferðabifreið valt í Hvalfírði - 41 til skoðunar á slysadeild Yindhviða feykti Andlát rútunni af veginum MIKIL mildi var að eldri borgarar ásamt nokkrum börnum, sem voru í rútu við Brynjudalsá innarlega í Hvalfirði síðdegis á sunnudag, slösuð- ust ekki alvarlega þegar nítan fauk út af veginum og lagðist á hliðina. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglu var tiltölulega stillt veður í Hvalfirði þeg- ar slysið varð en svo virðist sem vindhviðum hafi slegið niður í fjörð- inn. Alls kom 41 einstaklingur til skoð- unar á slysa- og bráðamóttöku Land- spítala í Fossvogi. 17 reyndust slasað- ir en enginn þeirra alvarlega. Flestir farþega í langferðabifreiðinni voru í bílbeltum og er það talið hafa bjargað miklu. Séra Bjarni Karlsson, sóknarprest- ur í Laugameskirkju, var í rútunni ásamt átta ára syni sínum, tólf ára dóttur og bróðursyni. Bjami segir að fólkið hafi eytt einum degi í Vatna- skógi og verið á heimleið þegar slysið varð. Hann segir að gífurlega aflmikil vindhviða hafi hreinlega feykt rút- unni út af veginum og bílstjórinn hafi ekki ráðið neitt við neitt. Að sögn lög- reglu mun bílstjórinn hafa misst bíl- inn út í vegkantinn sem gaf eftir. „Ökumaður rútunnar, reyndur bfl- stjóri til ellefu ára, gerði fyllilega skyldu sína. Hann ók varlega, var á 50-60 km hraða þegar þetta gerðist. Það var því lítill hraði á rútunni sem bjargaði miklu því þetta leit illa út. Rútan fór út af veginum á skásta stað. Það er ótrúlegt að þetta geti gerst svona. Það var svo feiknarlegt afl í hviðunni. Hefði rútan farið út af tveimur metram fyrr hefðu orðið slys á fólki því það var bjarg rétt fyrir aftan þann stað sem rútan staðnæmdist á. Mér sýndist líka að hefði hún farið út af enn aftar hefði hún oltið og þá hefði það líklega kostað mannslíf. Það er því mikið þakkarefni og varðveisla að svo vel fór,“ segir séra Bjami. Fjórar rútur höfðu verið í samfloti með þátttakendur í ferð í Vatnaskóg sem sóknamefnd Laugameskirkju ásamt Foreldrafélagi Laugames- skóla stóðu að. Hópurinn sem séra Bjami var með kom við í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og rúta þeirra lagði því síðust af stað til Reykjavík- ur. „Það varð ekkert við ráðið. Bfilinn bara rann út af. Bflstjórinn rykkti honum upp á veginn einu sinni en þá kom önnur hviða. En þetta gerðist eins mildilega og hægt var. Síðan dreif að fólk á slysstaðinn og aðstoð- aði við að koma mönnum út úr bflnum sem tók talsverðan tíma. Það gekk þó vel og ástæða er til þess að koma þakklæti til skila til þeirra vegfarenda sem þama bragðust við og veittu hjálp,“ segir séra Bjami. Fullkomin yfírvegun Hann segir að bflbelti hafi verið í rútunni og mjög margir hafi notað þau. Það hafi bjargað mjög miklu. Séra Bjarni segir að fullkomin yfir- vegun hafi verið í hópnum. Enginn hafi verið mikið meiddur en sumir fengu högg og skrámur. Þrjár konur vora enn á slysadeild í gær en til stóð að útskrifa þær síðar um daginn. Böm sem sátu aftast í rátunni komust út af eigin rammleik út um afturgluggann. Sonur séra Bjama HUXLEY ÓLAFSSON HUXLEY Ólafsson, fyrrverandi forstjóri í Keflavík, er látinn 95 ára að aldri. Hann fædd- ist í Þjórsártúni í Ása- hreppi í Rangárvalla- sýslu 9. janúar 1905, sonur hjónanna Guðríð- ar Eiríksdóttur og Ólafs Isleifssonar læknis. Huxley lauk gagn- fræðaprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1923 og stundaði síðan verslunarstörf til ársins 1939 er hann varð fram- kvæmdastjóri Keflavík- ur hf. í Keflavík. Því starfi gegndi hann til 1945 er hann varð fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar sf. í Keflavflc. Þar starfaði hann til 1964 er hann réðst sem framkvæmdastjóri til Fiskimjöls hf. í Njarðvík. Huxley var einn stofnenda Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og Samlags skreiðarframleiðenda og sat í stjóm hvorra tveggja samtakanna frá stofnun uns hann lét af störfum 1970. Þá var hann lengi í forystu Vinnuveitenda- félags Suðumesja. Huxley var braut- ryðjandi í loðnubræðslu hér á landi og, ásamt Ulrich Marth, upphafs- maður vélvæðingar í fiskvinnslu hér á landi með innflutningi iyrstu Baader-vélanna um miðjan sjötta áratug- inn. Huxley starfaði að skógrækt og sat í stjóm Skógræktarfélags Suðumesja og hann var um skeið formaður guð- spekideildarinnar Heiðarblómsins í Keflavík. Þá var hann heiðursfélagi Rotary-klúbbsins í Keflavík og meðal stofnenda hans. Huxley var kvæntur Vilborgu Ámundadóttur. Hún lést árið 1997. Þau eignuðust tvo syni sem báðir lifa föður sinn. Stór hluti þeirra sem lentu í rútuslysinu í Hvalfírði kom saman á áfallahjálparfundi í Laugarneskirkju í gær. Skipaði ömmu að spenna á sig beltið JÓNÍNA Magnúsdóttir sat aftast f rútunni sem valt í Hvalfírði á sunnu- dag. Með henni voru tvö sonarbörn hennar, þau Andri Freyr Gylfason og Valdís Nína Gylfadóttir, og sátu þau ásamt fleiri börnum aftast. Andri Freyr sat við hlið ömmu sinn- ar við gluggann, en hún sat við gangveginn. Þau voru bæði í beltum og segir Jónfna að hann hafl skipað ömmu sinni að fara í beltið, og það hafí örugglega bjargað því að ekki fór verr. Hún segist hafa orðið vör við mikinn skruðning þegar rútan fór út í kantinn, og að hún hafí síðan farið að hallast og að lokum hafnað á hliðinni. „Það fyrsta sem segi er: „Guð al- máttugur, hvað er að gerast og ég með öll börnin í kringum mig.“ Síð- an féll rútan hægt niður og lagðist á hliðina, þannig að maður hafði voðalega lítinn tíma til að hugsa. Og ég hangi sfðan bara í beltinu með höfuðið niður og hendurnar og ég gat ekkert gert. Ég náði ekki að losa beltið, ég var það þung og belt- ið svo stíft að ég náði ekkert í þetta. Svo kemur kona og lyftir undir mig og hann f Andri Freyr] gat þá losað mig. Hann var hinn rólegasti og los- aði sig sfðan á eftir. Hann var búinn að skipa mér að fara í belti. Hefði ég ekki verið í belti hefði ég dottið ofan Morgunblaðið/Kristinn Langferðabifreið frá Hópferðamiðstöðinni valt á hliðina með 41 far- þega við Brynjudal í Hvalfirði. Enginn slasaðist alvarlega. var með honum í rátunni en hann fékk lítálsháttar höfuðhögg og rispu á hönd. Dóttir hans, tólf ára, var líka í rátunni og slapp hún ómeidd. Um þrjú korter liðu þar til fagleg hjálp barst á staðinn. Séra Bjami segir að það hafi glaðnað til og sólin skinið. Fólkið hafí sest niður í lautu og breitt þar undir sig og yfir og beðið aðstoð- ar. Farþegamir vora allir fluttir til skoðunar og aðhlynningar á slysa- og bráðamóttöku Landspítala í Foss- vogi. Enginn reyndist alvarlega slas- aður en einn sjúklingur lagðist inn a heila- og taugaskurðdeild til eftirlits vegna heilahristings og þrír sjúkling- ar lögðust inn á gæsludeild til eftirlits. Þeir sem komu til spítalans fengu áfallahjálp frá áfallahjálparteynú sjúkrahússins. Unnið var samkvæmt hópslysaáætlun spítalans og voru rámlega 30 starfsmenn spítalans kall- aðfr út vegna slyssins. I gærdag kom hópurinn saman í Laugameskirkju til áfallahjálpar- fundar og til þess að fara yfir atburð- inn með sérfræðingum. Morgunblaðið/Porkell Valdís Nína Gylfadóttir, Jónfna Magnúsdóttir og Andri Freyr Gylfason sátu aftast í rútunni þegar hún valt á hliðina í Hvalfirði. á börnin sem voru fyrir neðan mig.“ Hún segpr að allir hafi verið ró- legir og ekki ein einasta manneskja rekið upp upp óp. „Maður heyrði bara stunur og ekkert annað.“ Litlu mátti muna að verr hefði farið og segir Jónfna að það hafi að- eins munað tveimur bíllengdum að rútan komst á sléttan bala í stað þess að velta á brattari stað. „Hefði hún farið fyrir aftan hefði hún farið tvær veltur að minnsta kosti. Þetta gat ekki endað betur úr því eitthvað þurfti að ske.“ Fékk stóra kúlu á höfuðið og marblett Hún segist ekki hafa fundið fyrir hræðslu eða áfalli þegar hún kom út, en vel gekk að ná öllu fólkinu út úr rútunni. „Það var svo einkenni- legt að þegar við komum út úr rút- unni þá var alveg logn. Við fórum síðan upp á veginn til að skoða hvernig þetta hefði gerst og þá kom rok og feykti okkur eftir veginum." Valdís Nína segist lítið muna hvað gerðist, en hún sat við þá hlið sem sneri niður. Hún fékk stóra kúlu á höfuðið og stóran marblett á annað lærið en man ekki hvemig þau meiðsl komu. Hún segist hafa byijað á því að fara út um aftur- gluggann, en sfðan séð ömmu sína hanga í beltinu og farið aftur inn til að reyna að aðstoða hana. Og það tókst með aðstoð annarrar konu sem hjálpaði til. Andri Freyr segist hafa verið mjög rólegur yfir þessu öllu og að sér hafi fundist eins og hann vissi upp á hár hvernig bregðast ætti við slíkum aðstæðum. Hann sagðist líka sannfærður um að beltin í rútunni hefðu komið í veg fyrir verri slys, og jafnvel dauðaslys, og var því hæstánægður með þá ákvörðun sína að koma ömmu sinni f beltið. Tölvutöskur fýrir ferðalanginn Ojl&*&m»Í0Á**4** Mói og menning Síðumúla 7-9 Sími 515 2515
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.