Morgunblaðið - 29.11.1988, Síða 73

Morgunblaðið - 29.11.1988, Síða 73
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 73 Stykkishólmur: Ijaldur frá Rifi sandblásinn Stykkishólmi. MB. TJALDUR frá Rifí hefir verið í finpússningu hjá Skipa- smíðastöðinni í Stykkishólmi. Þar hefir byrðingur og yfir- bygging verið sandblásin og síðan hefir báturinn verið málaður og nú þegar farinn til veiða, en það er hugað að þorskveiðum á línu, en á hana fískast sæmilega ef nógu langt er farið. Skipavík hefir lítið haft af nýsmíði undanfarið og nú er aðal- lega unnið að viðgerðum og að því að taka bátana í gegn, eins og sagt er, eftir vertíð. — Árni Morgunblaðið/Árni Helgason Unnið við að mála mb. Tjald frá Rifi í Skipavík í Stykkishólmi. Morgunblaðið/Ragnheiður Gunnarsdóttir Bömin í kirkjuskólanum ásamt foreldrum og séra Jóni Þorsteinssyni. Grundarfj örður: Fjölbreytt starf í kirkjunni Grundarfirði. MIKIÐ hefur verið unnið að viðgerðum og endurbótum á Grundar- Qarðarkirlyu nú í sumar og í haust. Kirkjan var öll máluð utan, gert við leka og rennur endurnýjaðar. Inni í kirkjunni hefúr áður óinnréttað loft nú verið tekið í notkun fyrir kórinn og þar mun organistinn einnig fá vinnuaðstöðu. Brýn þörf var á þessu afdrepi fyrir kórinn en mikil gróska er i starfi kirkjukórsins sem telur 24. Kirkjukórinn er hluti af Jökla- kómum, sem er samkór kirkju- kóra á norðanverðu Snæfellsnesi, en Jöklakórinn tók þátt í kóra- móti í Laugardalshöllinni helgina 5. og 6. nóvember sl. Skemmst er einnig að minnast ferðar Jökla- kórsins til ísraels um jólin 1986 en þar söng hann við Fæðingar- kirkjuna í Betlehem ásamt kómm frá ýmsum löndum. Nýr organisti, Friðrik Vignir Stefánsson, var ráðinn við Grund- arfjarðarkirkju nú í haust, en Friðrik hefur einleikara- og kant- orspróf frá Tónskóla Þjóðkirkj- unnar. Auk þess að vera organ- isti við kirkjuna er Friðrik skóla- stjóri tónlistarskólans í Gmndar- firði. Kirkjuskóli fyrir bömin starfar allan veturinn í Gmndarfjarðar- kirkju en það starf hefur sóknar- presturinn, séra Jón Þorsteinsson, með höndum. Kirkjuskólinn er á laugardagsmorgnum kl. 11 og mæta gjaman um 130 börn. Sífellt fleiri börn koma í fylgd foreldra sinna og eiga börn og foreldrar þannig saman góða stund þar sem mikið er sungið og orð Guðs flutt á aðgengilegan hátt fyrir bömin. Kirkjuskólinn starfar fram að sumarmálum. í kirkjuskólanum aðstoða ferming- arböm næsta vors prestinn og einnig við almennar guðsþjón- ustur þar sem þau flytja bæn fyr- ir og eftir guðsþjónustu og tendra altariskertin. Nú líður senn að jólum, annarri helstu hátíð kirkjuársins. Jólunum fylgir mikill undirbúningur hjá þeim sem starfa innan kirkjunn- ar. Aðventukvöld er orðið hefð og verður nú þriðja sunnudag í að- ventu. Hefðbundið hátíðahald verður svo um jólin. - Ragnheiður Hitaveita Rangæinga: Ný kyndistöð tekin í notkun Selfossi. NÝ kyndistöð var formlega tekin í notkun hjá Hitaveitu Rangæ- inga nýlega. Kyndistöðin er við Hvolsvöll og er liður í að skapa veitunni rekstrargrundvöll. Nýja kyndistöðin er við Hvolsvöll þar sem hún snerpir á vatninu áður en það fer inn á veitukerfið á Hvolsvelli. Kyndistöðin nýtir af- gangsorku frá Landsvirkjun og keypt af RARIK undir álagstoppi. Í stöðinni er einnig svartolíuketill sem tekur við hituninni þegar raf- magn er rofið. Kyndistöðin var reist til þess að nýta betur vatn hitaveitunnar og til að komast hjá frekari borun eft- ir vatni á Laugalandi þar sem vatns- öflun veitunnar er. Með tilkomu kyndistöðvarinnar nýtist vatn veit- unnar mun betur þar sem ekki þarf að hleypa vatni framhjá kerfinu eins og áður þurfti að gera. Þá er einnig unnt að nýta bakvatn frá veitukerfinu. Kyndistöðin er búin fullkomnum stjórnbúnaði og sjálf- virku viðvörunarkerfi sem er hið fyrsta sinnar tegundar á landinu. Rafskautsketill hennar er lág- spenntur og sá fyrsti sinnar tegund- ar hér á landi og mjög hentugur fyrir litlar veitur. Hitaveita Rangæinga á tvær bor- holur á Laugalandi í Holtum og er lengd stofnæða rúmir 30 kílómetr- ar. Ásamt því að reisa kyndistöðina var stofnáfeðin einangruð og á þann hátt náðist meira öryggi fyrir not- endur. Nú er vatnið um 80 gráður, komið í hús á Hellu og frá kyndi- stöðinni fer það um 70 stiga heitt inn á þorpskerfið á Hvolsvelli. Auk þessara framkvæmda veit- unnar veitti ríkissjóður henni fyrir- greiðslu með því að aflétta 50 millj- óna króna láni af henni ásamt því að skuldbreyta lánum.„Við erum bjartsýnir á rekstur veitunnar. Komi ekkert upp á og ef ekki verð- ur farið út í meiriháttar fram- kvæmdir stendur reksturinn undir sér,“ sagði Fannar Jónasson for- maður veitustjórnar. —Sig. Jóns. Miklar haftiarfram- kvæmdir á Húsavík Húsavík. Framkvæmdum við Húsavíkurhöfh á þessu ári er nú lokið. Aðalverkeftiið var bygging brimbrjóts við Norðurgarðinn — fyrsti áfangi. Unnið var fyrir 42 milljónir króna og gekk verkið vel undir stjórn Guðmundar Hjartarsonar, verkstjóra hjá Haftiarmála- skrifstofúnni. í vor hófust framkvæmdir með gerð vegar frá Þorvaldarstaðará í fjörunni undir Stangarbakkanum, en sú framkvæmd er jafnframt fyrsti áfangi að gerð sjávargarðs til varnar gegn landbroti úr bakk- anum, en á því hefur borið undan- farin ár. Jafnframt voru vöru- og fiskihöfn tengdar saman með vegi undir Beinabakka og út á hafnar- garð. Þá sömu leið á síðar að leggja holræsi til að koma frá- rennsli frá byggðinni út fyrir höfn- ina. Fyllt var upp í krikann milli Suðurgarðs og Hafnarstéttar og við það stækkaði athafnasvæðið um 800 fermetra. Aðalframkvæmdin var fyrsti áfangi brimbrjóts við Norðurgarð- inn, sem var bygging grjótruðn- ingsgarðs, sem ætlað er að „drepa“ úthafsölduna. Efni í þessi mannvirki hefur verið sprengt úr grjótnámu bæjarins í Kötlum, alls rúmir 50 þúsund rúmmetrar. Gijótinu var ekið eftir nýja vegin- um neðan bakkans og þar með létt á umferð um aðalgötur bæjar- ins. Verkið hefur gengið vel og stað- ist fjárhagsáætlun undir verk- stjóm Guðmundar Hjartarsonar. Kostnaður varðalls um 42 milljón- ir króna. _ Fréttaritari Helga Stefánsdóttir og Ósk Óskarsdóttir í fótaaðgerðastofú sinni. Ný fótaaðgerðastofa Fótaaðgerðastofa Óskar og líkþom. Einnig er hægt að fá Helgu opnaði nýlega í Miðbæ við Háaleitisbraut 58—60, 2. hæð. Helga Stefánsdóttir og Ósk Óskarsdóttir hafa lokið prófi sem löggiltir fótaaðgerðasérfræðingar frá Skolen for Fodterapeuter í Kaupmannahöfn. Þær bjóða upp á almenna fótsnyrtingu, þynna þykk- ar neglur, fjarlægja harða húð og sérsmíðuð innlegg og spangir á nið- urgrónar neglur. Stofan er opin alla virka daga kl. 8.30—18.30 og laugardaga kl. 9.00-12.00. Fram til 5. desember er veittur 15% afsláttur af öllu nema innleggj- um. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fannar Jónasson formaður veitustjórnar Hitaveitu Rangfæinga t.h. ræsti kyndistöðina og Ingvar Baldursson hitaveitustjóri útskýrði tækjabúnaðinn fyrir gestum. m11 'rxBBL. Morgunblaðið/Silli Miklar umbætur hafa verið gerðar í Húsavíkurhöfn á þessu ári og hafa framkvæmdir gengið vel. o. líi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.