Morgunblaðið - 29.11.1988, Side 58

Morgunblaðið - 29.11.1988, Side 58
58 MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 LífHki náttúrunnar Skjaldborg gefiir út bók Marks Carwardines BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg hefur gefið út bókina Lífríki náttúrunnar eftir brezka dýra- fræðinginn Mark Carwardine. Þýðandi er Gissur Ó. Erlingsson. Sir David Attenborough skrifar formála, en hann er þekktur fyrir sjónvarpsþætti sína um lifríkið. í tilkynningu frá útgáfunni segir m.a. að bókin, sem er ríkulega myndskreytt, fyalli um fjölbreytt úrval þeirra þúsunda dýrategunda sem lifa á jörðinni. Hún greini frá tilbreytni í útliti, atferli og aðlögun- arhæfni, þá greinir bókin frá tengslum lífsins við vistsvæðin — frá fijósömum regnskógum hita- beltisins til harðbýlla freðmýra og heimskautasvæða. Hagnaður af bókinni rennur til Alþjóða náttúruvemdarsamtak- anna. Höfundurinn, Mark Carwardine, nam dýrafræði við Lundúnaháskóla og starfaði í 5 ár sem vísindalegur ráðgjafí við World Wildlife Fund — Alþjóða náttúruvemdarsamtökin. í því starfi hefur hann átt hlutdeild í fjölda mörgum vemdunarráðstöf- unum víðsvegar um heim. Hann hefur líka starfað að umhverfis- áætlunum á vegum Sameinuðu þjóðanna sem vísindalegur ráðgjafi og rithöfundur. Hann hefur skrifað ijölda greina í blöð og tímarit, bæði í Bretlandi og öðrum löndum, og er höfundur bókar um náttúr- ulíf og friðunarmál á íslandi — hinnar fyrstu sinnar tegundar. Mark Carwardine flytur einnig reglulega þætti um náttúrufræðileg efni í útvarp. Bók um Viggó viðutan IÐUNN hefur sent frá sér teikni- myndasögu um Viggó viðutan eft- ir Franquin og nefiiist hún Kúnst- ir og klækjabrögð. í fréttatilkynningu útgefanda seg- ir m.a.: „Þetta er tólfta bókin um Viggö og félaga og hér segir meðal annars frá nýju ijómasprautunni hans Viggós og fleiri stórmerkum uppfinningum, sögulegum jólaundir- búningi, Kröflu-rafhlöðunum stór- kostlegu og flölmörgum öðrum uppá- tækjum. Það gengur mikið á þegar misskil- inn snillingur eins og Viggó tekur KUNST/R til sinna ráða og hann er oft býsna seinheppinn. Bjami Fr. Karlsson þýddi bókina. Bók um harmsög- ur og hildarleiki FRJÁLST framtak hefiir sent frá sér bókina Harmsögur og hildarleikir á 20. öld eftir bresku blaðamennina Nigel Bundell og Roger Boar í íslenskri þýðingu Björns Jóns- sonar skólastjóra. Atburðimir sem raktir eru í bók- inni eru eftirtaldir: Eldgosið í Mont Pelée 1902, jarðskjálftinn í San Francisco 1906, Titanic-slysið 1912, jarðskjálftinn í Tokyo 1923, loftförin R 101 árið 1930 og Hind- enburg 1937, endalok Morro Castle 1934, svartamarkaðshrað- lestin frá Napólí 1944, Lundúna- þokan þétta 1952, Le Mans 1955, jarðskjálftinn í Ágadir 1960, Vai- ont-stíflan 1963, flóðin í Flórens 1966, bandarískir og sovéskir geimfarar 1967 og 1971, jarð- skjálftinn í Perú 1970, eitranarfár í Irak 1971, Summerland-eldsvoð- inn 1973, flugslysið í Ermonville- skógi 1974, hvirfílbyljir í miðvest- urríkjum Bandaríkjanna 1974, fellibylurinn Honduras 1974, Eitr- unarslys í Sevesco 1976, flugslysið á Tenerife 1977, hitabylgjan mikla 1980, olíuborpallur sekkur á Norð- ursjó 1980, stórbrani í Las Vegas 1980, eldgos í St. Helenu 1980, flugslysið við Potomac-fljót 1982 og skógareldar í Ástralíu 1983. Bókin Harmsögur og hildarleikir á 20. öld er prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda. Kápuhönn- un annaðist Einar Pálmi Ámason. ÞJOÐ I HAFTI eftir Jakob F. Ásgeirsson ítarleg úttekt á þrjátíu ára sögu verslunarfjötra á Islandi, 1931-1960. Sláandi bók sem dregur fram í dags- Ijósið atburði og staðreyndir sem margir hefðu kosið að legið hefðu í þagnargildi áfram. Hvað var „stófnauki nr. 13“? Efldist SÍS í skjóli haftanna? Hvað var „bátagjaldeyrir“? Hverjir voru hinir „pólitísku milliliðir“? Hverjir högnuðust á höftunum? Jakob F. Ásgeirsson skrifar hér æsilega og stórfróðlega bók um árin þegar pólitísk spilling, smygl og svartamarkaður grasseraði og öflug hagsmunasamtök risu upp í öllum áttum. ÞJÓÐ í HAFTI. Er sagan að pndnrtfllia siol Skáldsaga eftir Jack Kerouac MÁL og menning hefiir sent frá sér skáldsöguna Á vegum úti eftir bandaríska rithöfundinn Jack Kerouac. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Bókin kom fyrst út árið 1957 ög þykir lýsa vel rótleysi þeirrar kynslóðar sem ólst upp eft- ir seinna stríð og stundum hefur verið kölluð „beatkynslóðin". Sögusviðið eru Bándaríkin þver og endilöng og andrúmsloftið er for- boði þess glundroða sem átti eftir að setja mark sitt á öll Vesturlönd áratug eftir útkomu bókarinnar. Enda sló bókin rækilega í gegn og hefur verið þýdd á fjölda tungu- mála. Hraðinn er aðalsmerki þessarar sögu. Fólk branar upp og niður síður hennar, persónur koma og fara, atvikin þjóta hjá og uppákom- umar reka hver aðra — undir dun- ar djassinn og sífellt er haldið af stað á nýjan leik til að brana um þjóðvegina á bílum og finna nýjan sannleik, nýtt fólk, nýja fyllingu eða einfaldlega ærlegt fjör." Ólafur Gunnarsson rithöfundur íslenskaði söguna og skrifaði eftir- mála um höfund hennar og bak- svið. Bókin er 284 blaðsíður, prent- uð í Prentstofu G. Benediktssonar. Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.