Morgunblaðið - 29.11.1988, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 29.11.1988, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Morgunblaðið/Rúnar Þór Náttfataball á Flúðum Þau skemmtu sér vel börnin á dag’heimilinu Flúðum á Akureyri siðastliðinn fóstudag. Ákveðið var að halda þar náttfataball, svona rétt til að æfa sig í dansinum fyrir jólaböllin. Uppátækið vakti mikla kátínu meðal barnanna og var dansað bæði fyrir og eftir hádegi. Myndirnar tók Rúnar Þór Björnsson ljósmyndari Morgun- blaðsins á Akureyri þegar ballið stóð sem hæst. Hraðfrystihúsin á Ólafefírði: Möguleikar kannaðir á sameiningu húsanna Hugmyndir eru uppi um að sameina Hraðfrystihús Ólafs- Qarðar hf. og hraðfrystihús Magnúsar Gamalíelssonar hf. og er verið að vinna að þvi að kanna hagkvæmni þess. Akvörðun um sameiningu hefiir ekki endanlega verið tekin, en vonir eru bundnar við að málin skýrist fljótlega. Fyrirtækin hafa sameiginlega sótt um fyr- irgreiðslu til atvinnutrygginga- sjóðs. Engin vinna hefúr farið fram í hraðfrystihúsi Magnúsar Gamalielssonar hf. siðan í sum- ar og vinna hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hf. stöðvaðist i októbermánuði. Að sögn Svavars B. Magnús- sonar framkvæmdastjóra hjá Magnúsi Gamalíelssyni hf., er að- eins verið að ræða um sameiningu frystihúsanna tveggja, en ekki samruna fyrirtækjanna að öðru leyti. „Talið er að betra sé að hafa stærri rekstrareiningu heldur en tvö frystihús á staðnum og erum við að láta kanna þetta ofan í kjöl- inn þessa dagana. Um leið og eitt- hvað liggur fyrir, tökum við ákvörðun. Það tekur talsverðan tíma að skoða þetta," sagði Svav- ar. Magnús Gamalíelsson hf. á frystitogarann Sigurbjörgu ÓF, 516 tonn að stærð, auk 50 tonna báts, Snæbjargar. Þá á fyrirtækið 40% hlut í Ólafí Bekki ÓF, 500 tonna ísfísktogara, á móti Hrað- frystihúsi Ólafsfjarðar hf., sem einnig á 40% hlut í togaranum. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar rekur frystihús og beinamjölsverk- smií^'u. Magnús Gamalíelsson rek- ur frystihús, saltfískverkun og rækjuvinnslu. Svavar sagði að lítil von væri á því að vinna hæfíst í húsunum á ný fyrr en eftir ára- mót þrátt fyrir sameiningu. Það væri einfaldlega lítill sem enginn kvóti eftir. Fólkið yrði örugglega á atvinnuleysisbótum fram á næsta ár. Togaramir hafa siglt með afla á markað erlendis eða sett í gáma undanfama mánuði, en þeir eru nær búnir með kvóta sína nú. Ólafur Bekkur er að öllum líkindum í sinni síðustu söluferð Morgunblaðið/Rúnar Þór Skipulag ríkisins opnaði útibú á Akureyri sl. föstudag og hefúr Benedikt Bjömsson arkitekt ver- ið ráðinn starfsmaður þar, en hann hefúr unnið hjá stofnuninni í sex ár. Hjá stofnuninni er ákveðin verka- skipting milli starfsmanna, m.a. um landshluta eða svæði, og mun Bene- dikt nú sem fyrr hafa umsjón með Passíukórinn: fyrir jól. Svavar sagði að vonlaust væri að opna frystihúsin á ný við núverandi aðstæður, með allt of miklum tilkostnaði í landi og með of háum fjármagnskostnaði. Rekstrargpindvöllur húsanna yrði enginn á Ólafsfírði sem og annars staðar ef stjómvöld ætluðu ekki að færa neitt til betri vegar. skipulagsmálum er varða Norður- land. Utibúið er til húsa í Glerár- götu 30 og er síminn þar 96-26387. Fyrstu tvö árin verður skrifstofa Skipulags ríkisins á Akureyri á til- raunastigi og í framhaldi af þeim reynslutíma verður tekin ákvörðun um framhaldið og hugsanlega önn- ur útibú. Á myndinni eru, frá vinstri: Stefán Thors skipulagsstjóri ríkisins, Sigrún Axelsdóttir skrifstofústjóri, Sigurður Thoroddsen yfirarki- tekt og Benedikt Bjömsson útibússtjóri á Akureyri. Skipulag ríkisins: Útibú opnað á Akureyri er sögo rtk#r» BarUra Ca» ásútgáfan 3nýjar bækur AJlt stakar sögur Askriftarsími 96-24966 Aðventutónleikar í Akureyrarkirkju Aðventutónleikar Passíukórs- ins verða haldnir í Akureyrar- kirkju fimmtudagskvöldið 1. des- ember og heQast þeir kl. 20.30. Verkin, sem flutt verða á tónleik- unum eru Messe de minuit (Mið- næturmessa) eftir M.A. Charp- entier og Meine Seele erhebt den Herrn (Ónd mín lofar Drottin) eftir G.P. Telemann. Miðnæturmessan er byggð á gömlum frönskum jólalögum, sem mörg eru sungin enn þann dag í dag í Frakklandi. Textinn er hefð- bundinn messutexti. Hitt verkið er lofsöngur um Maríu úr Lúkasarguð- spjalli er hefst á orðunum „Ónd mín lofar Drottin". Passíukórinn fær marga tónlist- armenn til liðs við sig á tónleikun- um. Fimm einsöngvarar taka þátt í flutningnum, en þeir eru Margrét Bóasdóttir sópran, Liza Lillicrap Akureyrarkirkja sópran, Þuríður Baldursdóttir alt, Michael Jón Clarke tenór og Krist- inn Sigmundsson bassi. Bjöm Stein- ar Sólbergsson leikur á nýja orgelið í Akureyrarkirkju og aðrir hljóð- færaleikarar eru félagar úr Kamm- ersveitinni á Akureyri. Stjómandi er Roar Kvam. ^ VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 ■ LYNGHÁLSI 3 SIMAR 673415 — 673416 Ný þjónusta Mikiö úrval hreinlœtis- og blöndunartœkja. Útvegum einnig menn til uppsetningar ef óskaö er. Eitt símtal — fullkomin þjónusta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.