Morgunblaðið - 29.11.1988, Page 42

Morgunblaðið - 29.11.1988, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJÚDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Karl Steinar Guðnason um nýja lánskjaragrunninn: Þyngir greiðslubyrði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin stefndi að því, sam- kvæmt stj ómarsáttmála, að breyta grundvelli lánskjaravísi- tölu svo um ármót nk., að launa- vísitala vegi helming á móti framfærsluvísitölu (>/4) og bygg- ingarvísitölu (Ví). Karl Steinar Guðnason (A/Rn) sagði hinsvegar að þessi breyt- ing væri gerð í nokkru fljót- ræði, enda hefði greiðslubyrði skuldara orðið 3% hærri en raun varð á á sl. ári, hefði fyrirhuguð Iánskjaravísitala þá gilt. Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rvk) mælti i gær fyrir tillögu til þingsályktunar, sem hann flytur ásamt Ólafi Þ. Þórðarsyni (F/Vf), svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að skipa fimm manna nefnd til að endurskoða grund- völl lánskjaravísitölunnar.“ Krónan sterkasti gjaldmiðillinn Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rvk) sagði erfitt að glöggva sig á því, hver áhrif nýr grundvöllur lánskjaravísitölu, sem stefnt væri að um áramót, hefði til lengri tíma litið. Hann taldi og ólíklegt að hægt væri að fella úr gildi eldri verðskuld- bindingar. Nýjum grunni væri að vísu ætlað að draga úr misgengi launa og fjárskuldbindinga. Hins vegar gæti misgengi við erlend lánskjör orðið mikið með alvarleg- um áhrifum á útflutningsgreinar. Þingmaðurinn sagði að fram- færsluvísitala hækkaði lánskjara- vísitölu og lánskjaravísitala síðan framfærsluvísitölu og þannig koll af kolli. Þar með væri kominn víta- hringur, sem skrúfaði upp verð- bólgu. Þingmaðurinn sagði jafnframt að hin verðtryggða íslenzka króna væri sterkasti gjaldmiðill heims í dag. Hann gerði og samanburð á hækkun krónunnar og nokkurra erlendra gjaldmiðla frá 1. janúar 1984 til 1. nóvember 1988. Á þessu tímabili hafi krónan hækkað 67,5% umfram enskt pund, 36,5% umfram dollar, 15,5% umfram danska krónu og 8,5% umfram þýzkt mark. Eðliiegt væri vegna óvissu máia að fela starfshópi að skoða málin á faglegum grundvelli. ■ Tveir þing- menn Framsókn- arflokks leggja til nýja endur- skoðun á láns- kjaravísitölu Þróun ýmissa stærða Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk) taldi þær upplýsingar, sem fram komu í máli Guðmundar, íhug- unarefni. Þróun mála frá því verð- trygging fj'árskuldbindinga var upp tekin með Ólafslögum 1979 [kennd við Ólaf Johannesson þá forsætis- ráðherra] væri athygliverð. Hins- vegar hafi ekki verið nægilega fram sett, hver áhrif sú breyting iáns- kjaravísitölu, sem ríkisstjómin stefndi að, hefði á stöðu fólks og fyrirtækja. Geir Haarde (S/Rvk) taldi að sú tillaga tveggja þingmanna Fram- sóknarflokksins, sem væri til um- fjöllunar, gengi á skjön við stjómar- sáttmálann og ákvörðun ríkisstjóm- arinnar um þetta efni. Athyglisvert væri og að sá stjómarþingmaður, sem mælti fyrir tillögunni, teldi nokkurt fljótræði hafa verið á ákvörðun stjómarflokkanna um breytingu lánskjaravísitölunnar. Júlíus Sólnes (B/Rn) minnti á frumvarp Borgaraflokksins um af- nám lánskjaravísitölu, á sama hátt og launavísitala hafi verið afnumin. Hann sagði að ef helztu gjaldmiðlar hefðu verið stilltir á 100 þá Ólafs- lög um verðtryggingu fjárskuld- bindinga vóru sett fyrir u.þ.b. níu árum, myndi staða þeirra nú vera þessi: dönsk króna 934, enskt pund 1.000, bandaríkjadalur 1.209, þýzkt mark 1.252, en verðtryggð krónan að íslenzkum hætti 2.051 stig. Þetta skýrði að hluta til hversvegna íslenzkt atvinnulíf væri riánast í rúst. Framsóknartillögur Þorsteinn Pálsson (S/Sl) sagði nokkuð bera á því að þingmenn Framsóknarflokksins flytji tillögur, sem fælu það í sér að færa mál frá fagráðherrum samstarfsflokka þeirra í sérstakar nefndir. Þannig væri um þetta mál, sem verið hafi til faglegrar skoðunar á vegum Jóns Sigurðssonar, viðskiptaráðherra. Þorsteinn sagði að í sáttmáli ríkisstjórnarinnar væri annarsvegar ákvæði um að breyta grundvelli iánskjaravísitölu svo, sem hér hafí komið fram, og hinsvegar um að afnema vísitöluna. Sumir telji að þessar yfírlýsingar stangist eilítið á og væri þann veg „framsóknarleg- ar“. Hvað gerizt svo? Jú, þá koma tveir þingmenn Framsóknarflokks- ins og flytja um það tillögu að taka málið úr höndum viðkomandi fag- ráðherra. Þessi tillöguflutningur kallar síðan á efnislegar spumingar, fyrir utan vinnubrögðin sjálf, m.a um það, hvort viðskiptaráðherra er reiðubúinn að láta þingmönnum í té umsögn Seðlabanka um áhrif ráðgerðrar breytingar á grundvelli lánskjaravísitölunnar um áramót, m.a. áhrif aukinnar launatengingar. Þá mætti og spyrja um hvort ætlun- in sé að breyta lánskjaravísitölu um áramótin og síðan e.t.v. enn á ný í kjölfar þeirrar athugunar, sem tveir framsóknarþingmenn krefjast nú. Tillöguflutningurinn vekur og upp spumingar um það, hvort ríkis- stjómin hefur þinglegan meirihluta að baki þeim breytingum láns- kjaravísitölunnar sem að er stefnt. Nýr grundvöllur þyngir greiðslubyrðina Karl Steinar Guðnason (A/Rn) sagði þessa umræðu dulítið skringi- lega. Ráðherrar Framsóknarflokks, sumir hveijir, tali á þann veg, að fella eigi niður lánskjaravísitölu. Hér sé hinsvegar rædd tillaga tveggja þingmanna flokksins um að endurskoða vísitöluna og skipa sérstaka nefnd í málið. Lánskjaravísitalan er ekki vanda- málið, sagði Karl Steinar. Það er verðbólgan sem er meinsemdin. Hann staðhæfði að ef hinn nýi vísi- AIMACI V tölugmndvöllur hefði gilt á sl. ári í stað þess er enn gildir, hefði greiðslubyrði skuldara órðið 3% hærri en raun varð á. Óiafúr Þ. Þórðarson (F/Vf) sagði það nýlundu ef þingmenn mættu ekki flytja tillögu um mál sem heyrðu undir einhvern ráð- herra. Verðtrygging fjármuna hafi verið nauðsynleg, þá upp var tekin 1979, m.a. til að stuðla að peninga- spamaði í landinu. Málið hafí verið sett í mat sérfræðinga, sem hafi teymt stjómmálamenn á villigötur. Og í reynslunnar ljósi sé óhjá- kvæmilegt annað en að endurskoða vísitölugrunninn. Friðrik Sophusson (S/Rvk) vakti m.a. athygli á því að Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, hafi haldið því fram, að ákvæði stjómarsáttmálans um nýj- an grundvöll lánskjaravísitölu væri til kominn vegna kröfu frá tals- mönnum ASÍ. Talsmenn ASÍ hafi hinsvegar sagt þessa fullyrðingu forsætisráðherra „hreina lygi“. Þá hafi forsætisráðherra haldið því fram að þetta ákvæði væri sett inn í stjómarsáttmálann vegna tilmæla frá A-flokkum. Ekki væri svo að sjá af ummælum Karls Steinars Guðnasonar i þessum umræðum að það væri sannleikanum samkvæmt. Friðrik sagði og efnislega eftir haft, að ekki megi gleyma þeirri hlið þessa mikilvæga máls sem varðaði veg að auknum peninga- spamaði í landinu, m.a. til þess að hamla gegn lánsfjársókn ríkisbú- skapar og atvinnuvega á erlend skuldamið. Stefiia sljórnarinnar óbreytt Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði stefnu stjórnarinnar um nýjan gmndvöll lánskjaravísi- tölu vera óbreytta. Unnið væri að undirbúningi formskilyrða þess að Seðlabanki geti gefið út tilkynningu um þetta efni. Málið þurfi ekki sér- stakt samþykki löggjafarþingsins. Seðlabankalögin dygðu til. Ráð- herra lét og að því liggja að stefnt væri að fleiri en einum verðtrygg- ingarmöguleika, eða að einhvers konar gengisvísitölu sem valkosti. Margir fleiri þingmenn tóku þátt í umræðunni, sem stóð frá klukkan tvö miðdegis til fimm síðdegis, en þá hófust þingflokkafundir. Kristniboðsal- manakið 1989 Kristniboðsalmanakið 1989 er komið út, en útgefándi er Sam- band íslenskra kristniboðsfélaga. Þetta er mánaðartal með mynd- um af bömum frá Eþíópíu og Kenýu. Myndimar tóku kristni- boðarnir Jónas Þórisson, Ragnar Gunnarsson og Skúli Svavarsson. Auk myndanna er örstutt lesmál á hverri síðu, upplýsingar um aðstæður ytra og um markmið og árangur kristniboðsstarfs ís- lendinga í þessum tveimur lönd- um. Þrenn íslensk hjón vinna nú á vegum íslendinga að kristniboði í Eþíópíu og Kenýu. Starfið er marg- þætt og hefur borið mikinn ávöxt. Nefna má að tugþúsundir barna og unglinga hafa notið menntunar vegna aðstoðar íslendinga við skólahald meðal þeirra þjóðflokka sem þeir hafa starfað á meðal. í Konsó er sjúkraskýli sem er mjög mikið sótt. Og fjölrnargt fólk hefur gerst kristið. Hér á landi starfa þrír menn að kynningu og predikun á vegum Kristniboðssambandsins. Samband- ið hefur engar fastar tekjur og þarf að safna á níundu milljón á þessu ári. Sala Kristniboðsalmanaksins er liður í þeirri söfnun. Almanakið kostar 300 krónur. Það fæst á Aðalskrifstofunni, Amtmannsstíg 2b í Reykjavík, en einnig hafa sölu- böm verið á ferðinni að undanförnu. Kristniboðssambandið hefur einnig á boðstólum kort til ágóða fyrir starfið, bæði með ljósmynd og með listaverkum eftir Rúnu Gísla- dóttur listmálara. Þau eru seld á sama stað. (Fréttatilkynning) ai Dornum frá Eþíópíu og Kenýu prýða Kristniboðsal- manakið 1989. Seldujóla- dagatöl oggáfii þrektæki Vogum. FÉLAGAR í Lionsklúbbnum Keili fóru í hús í öllum byggðar- lögum á Suðurnesjum fyrir skömmu til að selja jóladagatöl. Sala jóladagatalanna er árleg fjáröflunarleið Lionsklúbbsins og rennur allur ágóði af sölunni til líknarmála. Mánudaginn 14. nóvember færði Lionsklúbburinn Þroskahjálp á Suð- umesjum þrekþjálfunartæki að gjöf, sem verður notað í endur- hæfingarstöð félagsins. Það var Kjartan Þorbergsson sem afhenti Kristni Hilmarssyni framkvæmda- stjóra Þroskahjálpar á Suðurnesjum gjafabréf fyrir tækinu og þakkaði Kristinn fyrir gjöfina og færði Kjartani borðfána Þroskahjálpar í þakklætisskyni. - EG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.