Morgunblaðið - 29.11.1988, Side 29

Morgunblaðið - 29.11.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 29 Rithöfiindur sem vill skemmta Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Einar Már Guðmundsson: LEITIN AÐ DÝRAGARÐINUM. Almenna bókafélagið 1988. Leitin að dýragarðinum er safn smásagna eftir Einar Má Guð- mundsson, átta sögur. Sumar þeirra eru samstæðar að því leyti að við- fangsefni og vinnubrögð eru af líkum toga, aðrar eru á skjön, en geta sem slíkar átt margt sameigin- legt. Einar Már vill skemmta lesend- um sínum. Maður freistast til að kalla eftirfarandi sögur skemmti- sögur: Sending að sunnan, Malbik- unarvélin, Garðyrkjumennirnir, Austrið er rautt, Æðahnútar og eiturlyf og Leitin að dýragarðinum. Þá eru bara eftir tvær sögur sem ekki tilheyra fýrrnefndum flokki: Regnbogar myrkursins og Þegar örlagavindamir blésu. Ekki getur það talist ljóður á ráði sagnahöfundar að skrifa læsi- legar sögur, enda býst ég við að margir lesendur muni njóta frá- sagnargáfu og hugkvæmni Einars Más þegar hann bregður á leik. Fyrsta sagan, Sending að sunn- an, er til dæmis þannig saga að hún hlýtur að kæta, höfða jafnt til les- enda sem eru á höttunum eftir af- þreyingarefni og þeirra sem hafa ekkert á móti því að alvarlegar bókmenntir hafi skemmtigildi. Sag- an lýsir því hvernig venjulegur maður umtumast þegar hann horf- ist í augu við ástina samofna gimd- inni. Sölumaður sem kynnist mörg- um konum á ferðum sínum um landið hittir konu sem hann getur ekki lifað án. í fyrstu gengur allt að óskum, en paradísarmissir renn- ur upp og hann á sér stað með þeim hætti að bylting verður í lífi tveggja einstaklinga. Sagan dregur VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! upp mynd brotgjams tilfinninga- heims þar sem ósigur og dauði leika stór hlutverk. Sending að sunnan er ekki galla- laus saga. Frásögnin af því hvern— ig„allt byrjaði" virðist til dæmis óþörf og sögulokin em of einföld þótt sagan gangi upp. Viðbrögð sölumannsins undir lokin em frem- ur ótrúverðug miðað við það hve fylginn hann er sjálfum sér, saman- ber Vestmannaeyjaferðina. En ein- hvem veginn þarf að ljúka sögu. Malbikunarvélin er Reykjavíkur- saga sem lýsir ofsóknarhugmynd- um gamals manns. Garðyrkjumenn- irnir er saga tveggja bræðra sem eftir að hafa hrökklast burt úr sveit- inni koma undir sig fótum í borg- inni. í sögunni Austrið er rautt er gert gys að pólitísku trúboði. Æða- hnútar og eiturlyf er saga af því hvemig þetta tvennt getur skapað undarleg örlög. Leitin að dýragarð- inum hermir frá Frakka sem lendir í hinum kynlegustu ævintýmm á flakki sínu um veröldina. Af öllum þessu sögum má hafa gaman. Síðastnefnda sagan geldur þess helst hversu sundurlaus hún er. Sögumar tvær, Regnbogar myrkursins og Þegar örlagavind- arnir blésu, skilja einna mest eftir. Regnbogar myrkursins greina frá ungum dreng sem hefur misst föður sinn, en í heimi drauma og ímynd- ana er faðirinn alls ekki dáinn. Þegar örlagavindarnir blésu dregur upp mynd bílslyss á einkar nærtæk- an hátt. í báðum þessum sögum er myndríki og spenna, einkenni sem við þekkjum úr skáldsögum Einars Más. Þessar sögur em í senn Qsameind Brantarholti 8, simi 25833 Einar Már Guðmundsson vel skrifaðar og nísta lesandann í merg og bein. Dæmi um stíl Einars Más er þetta brot úr Þegar örlagavindamir blésu: „Hljóðlátur þytur. Hrollkaldur gustur. Hátt uppi glitra stjömurnar, him- intunglin sem með ljósbláum sjáöld- mm horfa út í geiminn. Horfa, stara og skima. Einsog ljósastaurarnir með orku fallvatnanna í æðum og perur skatt- borgaranna í höfðum. Þeir horfa líka, stara og skima og varpa ýmist gulum eða skær- grænum bjarma í kringum sig þar sem þeir standa í beinum röðum og lýsa upp borgina þar sem hjónin Nikúlás og Nanna aka einhvers staðar á milli húsanna í miðbæn- um.“ Þegar á allt er litið er Leitin að dýragarðinum tilvalin bók fyrir les- endur sem enn hafa ekki komist í kynni við skáldsögur Einars Más. Þetta em sögur fyrir breiðan les- endahóp. Bestu sögumar vitna um helstu höfundareinkenni og um leið kosti hins sérkennilega sagnasm:'3- Bjart skrifborðsljós, heima og á vinnustað: DULUXTABLE Fæst i öllum helstu raftækjaverslunum og kaupfélögum. Heildsölubirgðir: EFTIR ÞÍNUM EIGIN MYNDUM VERÐ KR. 42 PR. STK.* *MINNSTA PÖNTUN 10 STK. Sendu vinum og vandamönnum skemmtilega og persónulega jólakveðju með jólakorti, eftir þínum eigin myndum. Skipholti 31, sími 680450 með Kópal Geisla Veldu Kópal með gljáa við hæfi. Miele Miele ryksugur eru sterkar liðugar hljóðlátar kraftmiklar hreinlegar áreiðanlegar fallegar SUNDABORG 1 S. 6885 88-68 8589 Mcísöhiblaó á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.